Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 10. JULI1998 ÍSLENSKA ÓPHttAN ~di'"Mi&asoh551 1475 Bizei/TroHet/McLtiod ,, Sýningor hefjast kl. 20.00. Ótóttor pontanir I kvöld kl. 20 nokkur sæti laus • laugardag 11. júlí kl. 20 nokkur sæti laus • föstudag 17. júlí kl. 20 • laugardag 18. júlí kl. 20 Miðasala simi 551 1475. Opin alla daga kl. 15-19. Símapantanir frá kl. 10 virka daga og frá kl. 13 um helgar. BORGARLEIKHÚSIÐ sýnir í júlí og ágúst á Stóra sviði kl. 20.00 eftir Jim Jacobs og Warren Casey. í kvöld 10/7, uppseit, lau. 11/7, uppsett, fim. 16/7, uppseft, fös. 17/7, uppselt, lau. 18/7, uppseit, fös. 24/7, lau. 25/7, sun. 26/7, örfá sæb' laus. Miðasalan er opin daglega frá kl. 13—18 og fram að sýningu sýningardaga. Símapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Sími 568 8000 fax 568 0383. jjfÍlilalScj j J Gamanleikrit í leikstjórn Sigurðar Sigurjónssonar lau. 11/7 kl. 23 fim. 16/7 kl. 21 Miöaverö kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fýrir konur Vörðufélagar LÍ fá 30% afslátt Sýnt í íslensku óperunni Miðasölusimi 551 1475 SUMARTÓNLEIKARÖÐ KAFFILEIKHÚSSINS „Sígild popplög" Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur periur úr poppinu fim. 16/7 kl. 21.00, laus sæti. „Megasukk í Kaffileikhúsinu" Hinn eini sanni Megas á tónleikum með Súkkat fös. 17/7 kl, 22 til 2. laus sæti. Matsedill sumartónleika Indverskur grænmetisréttur að hætti Lindu, borinn fram með ristuðum furu- hnetum og fersku grænmeti og f eftirrétt: ,_______„Óvænt endalok".__, Miöasalan opin alla virka daga kl. 15—18. Miðap. allan sólarhringinn í s. 551 9055. Netfang: kaffileik@ isholf.is ÞJÓNN í s ú p u n n i mið 15/7 Forsýning örfá sæti laus fim 16/7 Frumsýning uppselt lau 18/7 UPPSELT sun 19/7 UPPSELT fim 23/7 UPPSELT fös 24/7 UPPSELT lau 25/7 örfá sæti laus Sýningamar hefjast kl. 20.00 Miðasaia opin Id. 12-18 Ósáttar pantanlr seldar daglega Miðasölusími: 5 30 30 30 Tilkynning frá fógetanum í Nottingham 25.000 gullpeningar í hoði fyrir þann sem handsamar útlagann I lróa hött ilrói hönur cr i sirkust|aldinu í Húsdýraizarðinum Sýnt miðv. - fóstud. kl. 14:30 Lau. - sun. kl. Miðapantanir • Nótt&Dagur • 562 257C Miðaverö: 790,- (640,- íyrir hópa) Innifalið í verði er aogönguniim á Hróa hött, aðgöngumiði í Fjölskyldu- og Hiísdýragarðinn "________o.tz frítt i öll tieki í earðinum__ FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR Klara Sigurbjörnsdóttir fjallar um nýjan geisladisk Brandy „Never say Never“. Frábær R&B tónlist ÞEIR sem fylgjast með því sem spilað er á útvarpsstöðvunum þessa dagana hafa varla komist hjá því að heyra lagið „The boy is mine“ af plötunni „Never say never“ sem söngkonan Brandy syngur í dúett með Monicu, annarri góðri R&B söngkonu. Þetta er fyrsta smá- skífulag af annarri sólóplötu Brandy, þessarar ungu efnilegu stúlku. Hafa margir beðið þessarar nýju plötu með mikilli eftirvænt- ingu. Fyrri plata hennar „Brandy“ kom út árið 1994. Eru því liðin rúm 4 ár frá þeirri plötu sem hefur selst í yfir 4 milljónum eintaka. Sú plata varð mjög vinsæl um allan heim, þó sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem R&B músík er í miklum met- um, en við erum að ná þessu hér á klakanum og má þá sérstaklega þakka nokkrum góðum útvarps- mönnum sem eru miklir R&B bolt- ar, eins og ég, sem hafa verið dug- legir að spila þessa tónlist. Fyrir fyrri plötuna var Brandy útnefnd sem besti nýliði Grammy verðlaunahátíðarinnar árið 1996. Síðan þá hefur hún samt ekki setið aðgerðarlaus. Hún kláraði mennta- skólann og byrjaði í háskóla. Auk þess hefur hún leikið í hinni vinsælu þáttaröð „Moesha" sem sýnd er á Stöð 2 um þessar mundir. „Never say never“, nýja platan, veldur ekki vonbrigðum. Frábær R&B plata með mörgum lögum sem ég spái að eigi eftir að verma vin- sældarlista bæði hér heima og úti. Hún hefur nú þegar komið fyrsta smáskífulaginu á toppinn í Banda- ríkjunum en að mínu mati er það ekki besta lag plötunnar, svo ég spái fleiri lögum velgengni. Ég vil nefna sérstaklega nokkur lög af þessari plötu. Að mínu mati er besta iag plötunnar 6. lagið „Top of the world“ sem er dúett með Mase sem er flott danslag með góðum takti. Önnur góð lög eru lag númer 2 „Angel in disguise", lag 5 „Aimost doesn’t count“, lag númer 8 sem jafnframt er titillag plötunnar „Never say never“ og lag númer 7 „U don’t know me like U used to“. Platan er í heild frekar í rólegri kantinum þótt á henni séu nokkur hress lög með flottum takti og hún rennur ljúflega í gegn. Seinasta lag plötunnar er fallega lagið hans Bryans Adams „Everything I do I do it for you“. Vel sungið, en hvort fólk kann að meta ljúfa kvenmanns- rödd í iagi Bryans Adams sem með sinni rámu rödd gerir lögin svo sér- stök verður hver og einn að meta fyrir sig. Fyrir alla þá sem eru fyrir R&B músík mæli ég með þessari plötu og hinir sem ekki eru R&B boltar ættu að prófa að renna henni í gegn. Klara Sigurbjörnsdóttir Standa saman í sorginni ► SKILNUÐUM fræga og ríka fólksins fylgir gjarn- an opinber orðahríð og ill- úð. Það verður enn ekki sagt um skilnað leikar- anna Bruce Willis og Demi Moore og virðast þau stað- ráðin í að halda honum eins vinalegum og mögu- legt er. Til að sanna það flaug Willis til Moore um síðustu helgi til New Mex- ico til að veita henni stuðning í sorginni vegna dauða móður hennar, Virginiu Guynes, sem lést úr krabbameini á dögnn- um. Að sögn dagblaðsins USA Today hélt Willis til Moore og þriggja dætra þeirra eftir að hafa verið við forsýningu myndarinn- ar Armageddon í Flórída í síðustu viku. Hann hafði af- boðað sig á forsýninguna eftir að þau hjón tilkynntu um væntanlegan skilnað sinn en ákvað á síðustu stundu að vera viðstaddur, enda mikilvægt fyrir myndina og framleiðendur hennar. Það kom mörgum á óvart að Bruce Willis og Demi Moore skyldu ákveða að láta leiðir skiljast eftir næstum 11 ára hjónaband, en svo mörg ár saman telj- ast til tiðinda í Hollywood. Morgunblaðið/Halldór REYNIR Sigurðsson, Gunnar Hrafnsson og Björn Thoroddsen. MÆÐGININ Hrafnkell Guðjónsson og Ragnheiður Arnardóttir gerðu sér dagamun, fengu sér köku og hlustuðu á djass. ► ÞRIÐJA sumarið í röð er djass á Jómfrúartorginu á laug- ardögum milli kl. 16 og 18. Að sögn Jakobs Jakobssonar „smurbrauðsdömu" og eiganda Jómfrúarinnar í Lækjargötu, koma bæði djassgeggjarar að » hlusta á sína menn og annað fólk sem vill koma inn í góða stemmningu. „Það er gaman þegar fólk rambar inn og djass- inn kemur þeim skemmtilega á óvart. Við á Jómfrúnni viljum lífga upp á bæjarlífið, og reyn- um að bjóða upp á vandaðan og , mismunandi djass, og það hefur Jómfrúar- djass mælst vel fyrir hjá bæjarbú- um.“ Reynir Sigurðsson spilaði sl. laugardag á víbrafón og hafði fengið til liðs við sig þá Björn Thoroddsen gítarleikara og Gunnar Hrafnsson bassaleik- ara. „Eg valdi lögin með tilliti til þeirra hljóðfæraleikara sem ég var að spila með, en þeir eru mjög færir og ég vildi að við næðum sérstaklega vel saman,“ sagði Reynir í viðtali við Fólk í fréttum. „Fyrri helming tón- leikanna spiluðum við djass- standarda en kannski aðra en þá sem er verið að spila að jafn- aði. Seinni helminginn spilaði ég á harmonikkuna og þá lék- um við meira bossanova og sambatónlist til að sjá hvernig það kæmi út. Eg vildi fyrst og fremst að þetta yrði hefðbundið og huggulegt, og vona að svo hafí verið.“ ÞEIM félögunuin Fróða Oddssyni og Þorkatli Gunnarssyni fannst ágætt að fletta blöðunum við ljúfan undirleik. Vinkonurnar Ólöf Vilhjálms- dóttir, Ragna Bjarnadóttir og Elín Vilhjálms- dóttir skemmtu sér vel á laugar- dagseftirmið- degi á Jóm- frúnni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.