Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 45
MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 45 FRÉTTIR I iKa 1 I I ! i Stjórn Ör- nefnastofn- unar skipuð í MARS sl. voru samþykkt á Alþingi lög um Örnefnastofnun Islands og öðlast þau gildi 1. ágúst nk. (Jög nr. 14/1998). Ornefnastofnun íslands leysir af hólmi Örnefnastofnun Þjóð- minjasafns, sem starfað hefur síðan árið 1969. Menntamálaráðherra hefur skip- að stjórn Örnefnastofnunar Islands til fjögurra ára og er hún þannig skipuð: Ólafur Oddsson, mennta- skólakennari, formaðm’, skipaður án tilnefningar; Helgi Þorláksson, pró- fessor, tilnefndur af þjóðminjaráði, og Jón G. Friðjónsson, prófessor, til- nefndur af háskólaráði Háskóla Is- lands. Til vara eru Páll Sigurðsson, pró- fessor, varaformaður, skipaðui’ án tilnefningar; Guðný Gerður Gunn- arsdóttir, safnstjóri, tilnefnd af þjóð- minjaráði, og Margrét Jónsdóttir, dósent, tilnefnd af háskólaráði Há- skóla Islands. Morgunganga á slóðum saltfisk- verkunar HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð á slóðir salt- fiskverkunar í Vesturbænum og Miðbænum í fyrramálið. Farið verð- ur frá Hafnarhúsinu kl. 8 upp Gróf- ina, um Hljómskálagarðinn og Há- skólahverfið suður að Þormóðsstöð- um við Skerjafjörð. Þaðan um Vest- urbæinn og niður í Miðbæ og komið við á stöðum þar sem saltfískur var þurrkaður fyiT á árum. Á leiðinni verður flaggað líkt og gert var til að kalla á verkafólk til að breiða og aft- ur til að taka saman þegai’ þurrkur var. í lok göngunnar verður boðið upp á molakaffi í Kaffivagninum og síðan litið inn í Fiskkaup^ saltfisk- verkun og á sýninguna A slóðum saltsins í tjaldinu á Miðbakka og komið við þar sem verið er að undir- búa saltfiskdaginn á Fræðslutorg- inu. BOGI Sigurðsson í Búðardal og fyrri eiginkona hans, Ragnheiður Sig- urðardóttir frá Flatey á Breiðafirði, ásamt einu barna sinna, Jófríði Bryndísi Guðrúnu, sem þau misstu 2ja ára. Niðjar Boga í Búðardal hittast NIÐJAR Boga Sigurðssonar, bónda og kaupmanns í Búðar- dal, koma saman í Búðardal helgina 11. og 12. júlí. Stefnt er að því að snæða kvöldverð í Dalabúð á Iaugardeginum og efna til kvöldvöku. Hlýtt verður á messu hjá sóknarprestinum í Hjarðarholtskirkju kl. 14 á sunnudeginum og síðdegiskaffí drukkið á Edduhótelinu á Laugum í Sælingsdal á eftir. Hótel Edda Flúðum Lax- og lamba- hlaðborð Á HÓTEL Eddu á Flúðum er boðið upp á hlaðborð á föstudögum, laug; ardögum og sunnudögum í sumar. Á borðinu verða eingöngu réttir úr laxi og lambi. Húsið er opnað kl. 18. Þögn í þágu frið- ar á írlandi SAMTÖKIN The World Peace Prayer Society hvetja til einnar mín- útu þagnar, í þágu friðar á írlandi, á hádegi laugai’daginn 11. júlí og sunnudaginn 12. júlí. Herferð gegn hentistefnu Skip til sýnis í Sundahöfn FOSSBRÆÐUR VIÐ NORÐURÁ LIFIÐ, TILVERAN OG SJOBLEIKJAN ■ BENS árgerð ‘59 ekur fólki milli bæja í Árbæjarsafni. Hana-nú 15 ára Fornbílar á Arbæjar- safni HIN árlega fornbflasýning Fornbflaklúbbs Islands og Ár- bæjarsafns verður sunnudaginn 12. júlí frá kl. 13-17. „Bflarnir eru á flestum aldursskeiðum, þeir elstu frá því snemma á þriðja áratugnum. Ef aðstæður leyfa verður boðið upp á liringakstur um svæðið á vöru- bflspalli í anda þess ferðamáta sem var algengur fyrr á öld- inni: Bens, árgerð ‘59, verður til þjónustu í flutninga á milli bæja. Að venju verður heitt á könn- unni í Dillonshúsi. Handverks- fólk verður við iðju sína í hús- unum. Hjá Kornhúsi verða kassabflar fyrir börnin,“ segir í fréttatilkynningu frá Árbæjar- safni. í SUMAR er Frístundahópurinn Hana-nú 15 ára. I tilefni af því efnir Gönguklúbbur Hana-nú til „hátíð- armorgungöngu“ laugardagsmorg- uninn 11. júlí kl. 10 frá Félagsheim- ilinu Gjábakka, Fannborg 8. Aðalsteinn Sigfússon, félags- málastjóri Kópavogs, flytur ávarp, áður en lagt er af stað í gönguna þar sem Lúðraveit Reykjavíkur verður í broddi fylkingar. Síðan verður slegið upp grillveislu og hljómar úr harmoníkunni hennar Jónu Einarsdóttur munu gleðja geð viðstaddra. „Matar- og skemmtana- skattur er 300 kr., en 100 kr. fyrir börn 12 ára og yngri. Það er öllum velkomið að taka þátt í þessum morgunfagnaði Hana-nú, jafnt ung- umsem öldnum. Á 10 ára afmæli Hana-nú var Gönguklúbbur Hana-nú heiðraður af íþróttaráði Kópavogs fyrir fram- lag klúbbsins til aukinnar útiveru og hollrar hreyfingar bæjarbúa og á síðasta ári veitti heilbrigðisráð- hen-a, Ingibjörg Pálmadóttir, Hana-nú heilsuverðlaun heilbrigð- isráðherra árið 1997,“ segir í frétta- tilkynningu frá Hana-nú. ALÞJÓÐASAMBAND flutninga- verkafólks, ITF, minnist þess í ár að herferð sambandsins gegn henti- stefnu hefur staðið í hálfa öld. Sam- bandið minnist þessara tímamóta með veglegu sniði. ITF festi kaup á fiutningaskipi sem í dag ber nafnið Global Mariner. Um borð hefur ver- ið sett upp sýning sem mun ferðast umhverfis jörðina frá byrjun þessa mánaðar. Tilgangur siglingarinnar er að vekja athygli fólks á tilgangi hentifánaherferðarinnar, vinna að umbótum á aðbúnaði sjómanna sem og að kynna störf þeirra almennt. Glóbal Mariner er flutningaskip. í því eru fimm lestir. Skipið er smíðað í Stóra-Bretlandi 1979, er 162 m á lengd, 22,9 m breitt og ristii’ 6,5 m. Aðalskrifstofa ITF í Lundúnum hefur skipulagt siglingaleið skipsins og áætlun. Skipið lagði úr höfn frá Lundúnum 7. júlí og Reykjavík verð- ur fýrsti áfangastaður siglingarinnar að ósk aðildarsamtaka íslenskra sjó- manna í ITF, Sjómannasambands Islands, Farmanna- og fiskimanna- sambandsins og Vélstjórafélags Is- lands. Skipið verður til sýnis öllum sem vilja skoða það í Reykjavíkur- höfn (Sundahöfn við Korngarð), sunnudaginn 12. júlí frá kl. 10-17. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannadagsráðs, opnar sýninguna kl. 10 sunnudaginn 12. júlí. Lúðrasveit verkalýðsins mun leika og Reynir Jónasson leikur sjó- mannalög o.fl. á hannoníku. y: 4 V v.- -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.