Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BB - - HH m-Æ Á %'■ 1 v-#, 7 ELFA H. Haraldsdóttir tekur við ferðavinningi til Rimini á Italíu úr höndum Helga Péturssonar (til hægri), markaðsstjóra Samvinnuferða- Landsýnar, og Guðna Chr. Andreassen (til vinstri), formanns Lands- sambands bakarameistara. Heppinn vinningshafi í Italíanó-leiknum LANDSSAMBAND bakarameist- ara og Samtök iðnaðarins geng- ust fyrir kynningu á ítölskum brauðum undir yfirskriftinni ítalskir dagar frá 2. til 12. maí sl. Á ítölskum dögum buðu félags- menn í Landssambandi bakara- meistara ítölsk brauð og fleira ítalsk góðgæti í bakaríum um land allt undir kjörorðinu „Við bökum Ítalíanó". Einnig var við- skiptavinum boðið að taka þátt í léttum spui-ningaleik en verðlaun- in voru ferð fyrir fjóra til Rimini til Italíu í boðið Samvinnuferða- Landsýnar. Góð þátttaka var í Italíanó-Ieik bakarameistara og Samvinnu- ferða-Landsýnar og bárust um tíu þúsund þátttökuseðlar í pottinn. títdráttur hefur nú farið fram og er heppinn vinningshafi Elfa H. Haraldsdóttir. Hún er ein fjöl- margra sem fékk sér ftölsk brauð á ftölskum dögum og er nú fyrir vikið á leið til Rimini á Ítalíu. Rannsóknarstyrk ir Atlantshafs- bandalagsins „MANNLEG virðing og stjórnmála- umræða er viðfangsefni doktorsrit- gerðar Svanborgar Sigmarsdóttur við Háskólann í Essex og var henni veittur styrkur Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í ár. Ólöf Björg Steinþórsdóttir hlaut styrk tO að vinna að rannsókn um stærðfræði- nám barna og unglinga. Auk Svanborgar og Ólafar Bjarg- ar hlutu ellefu Islendingar NATÖ- styrk í ár, þar af tveir, Karl Skírnis- son og Viðar Guðmundsson, vegna vísindasamtarfs við Austur-Evrópu- búa. í ritgerð Svanborgar er leitast við að þróa kenningu um algOdi mann- legrar virðingar. Mannréttindi voru löngum talin algild en aukinna efa- semda gætir meðal fræðimanna og stjórnmálamanna um að hugtakið þjóni þeim tilgangi að vera forsenda fyrir hugmyndum okkar um rétt einstaklingsins. Mannréttindakenn- ingar ber að skOja í samhengi við þróun og uppbyggingu ríkisvaldsins og í því Ijósi er hæpið að fallast á al- gildi þeirra. Mannleg virðing er aft- ur á móti ekki afstæð og getur orðið grundvöllur að algildum rétti. Ólöf Björg hyggst rannsaka stærðfræðinám barna og unglinga með sérstaka áherslu á ólíkar þarfir kynjanna. Rannsóknar hafa sýnt að drengir eiga auðveldara með að til- einka sér hlutfallahugsun en stúlk- ur. Skilningur á hlutföllum er talinn erfiður og þroskast seint en er jafn- framt nauðsynlegur vegna áfram- haldandi stærðfræðináms. Ólöf Björg, sem er í doktorsnámi við Wisconsinháskóla í Bandaríkjunum, ætlar að greina vandann með tilliti til vitsmunaþroska og félagslegi-a þátta. Á þeim grunni mun vera hægt að leggja kennurum til aðferðir til að mæta ólíkum þörfum stúlkna og drengja í stærðfræðinámi," segir í fréttatilkynningu frá Rannsóknar- ráði Islands. „Rannsóknarstyrk NATO er út- hlutað árlega og annast Rannsókn- arráð Islands úthlutunina. I ár bár- ust alls 32 umsóknir en tO ráðstöfun- ar voru 4,3 milljónir króna. Við mat á forgangsröðun er fyrst og fremst tekið mið af náms- og starfsferli um- sækjenda, rökstuðningi umsækj- enda vegna núverandi náms og/eða lokaritgerðar, meðmælum og hag- nýtri eða fræðilegri þýðingu verk- efnisins. Styrkir til ungra vísinda- manna er lokið hafa meistaraprófi njóta að jafnaði forgangs," segir ennfremur. Styrkþegarnir eru: Oddný Mjöll Arnardóttir, stjórnmálafræði, fyrir verkefnið jafnrétti fyrir lögum; Ölöf Björg Steinþórsdóttir, stærð- fræði/menntun, fyrir verkefnið stærðfræðinám barna og unglinga; Svanborg Sigmarsdóttir, stjórn- málafræði, fyrir verkefnið mannleg virðing og stjórnmálakenningar; Bolli Bjamason, læknisfræði, fyrh’ verkefnið þróun mats á áhættu of- næmismyndunar; Oddur Þór Vil- helmsson, lífefnafræði, fyrir verk- efnið áhrif rakastillandi efna á Stap- hylococcus aureus; Þórarinn Guð- jónsson, sameindalíffræði, fyrir verkefnið sérkenni og ákvörðun sér- hæfingar í brjóstakirtli; Birgir Öm Arnarsson, verkfræði, fyrir verkefn- ið fræðileg og hagnýt aflfræði; Bjarni Gautason, jarðefnafræði, fyr- ir verkefnið hlutföll vetnissamsætna í eldfjallagleri frá virkum gosbeltum á Islandi; Einar Grétarsson, jarð- fræði, fyrir verkefnið landaupplýs- ingakerfi og fjarkönnun; Erpur Snær Hansen, vistfræði, fyrir verk- efnið orkubúskapur álkuforeldra og Una Strand Viðarsdóttir, líffræði, fyrir verkefnið kynþáttagreining á hauskúpum barna. Karl Skírnisson fékk styrk til verkefnis í samstarfi við rússneskan vísindamann um leit og greiningu lirfustiga ögðu í íslenskum fjöm- og grunnsævissniglum. Viðar Guð- mundsson fékk styrk til verkefnis um áhrif spuna og skiptakerfis á raf- segulbylgjuís og mótaðs tvívíðs raf- eindakerfis. Samstarfsmaður er rúmenskur vísindamaður. VELVAKAM>I Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Vantar verð- merkingar EFTIR að strikamerking- ar komu til sögunnar i matvöruverslunum hefur það verið vaxandi vanda- mál fyrir viðskiptavinina að sjá svo ekki verður um villst hvert er raunvem- legt verð á þeim vömm sem til sölu em. Mér hefur skilist að kaupmönnum beri skylda til að verð- merkja vömr sínar greini- lega með krónutölu en ekki veit ég hver á að hafa eftirlit með því að svo sé gert eða hvert neytandinn getur snúið sér ef mis- brestur er á (þrátt fyrir ít- rekaðar ábendingar við af- greiðslufólk í viðkomandi verslun). Mér skilst að Neytenda- samtökin skipti sér ekki af öðram málum en þeim þegar varan er gölluð eða svikin og þá aðeins ef kaupandinn er félagsmað- ur í samtökunum. Hvernig í ósköpunum er hægt að gera verðsamanburð þegar flestar verðmerkingar vantar? Mér er spurn. Og hvert er hægt að snúa sér til að fá úr þessu bætt? Til hvers era þessi Neytenda- samtök ef ekki til að vernda hagsmuni neyt- enda? Neytandi. Herbalife ekkert undralyf LESANDI vill þakka Ólafi G. Sæmundssyni fyrir skrif hans um Her- balife í sunnudagsblaði Morgunblaðsins 5. júlí sl. og segir að þar séu orð í tíma töluð og vill benda á að fólk sé að kasta pen- ingum á glæ. Það segi sig sjálft að ef fólk borðar bara eina máltíð á dag þá að sjálfsögðu grennist það. Áð fenginni reynslu segist lesandi ekki hafa losnað við hungurtilfinn- ingu en hafi gi'ennst af minna mataráti og þurfi ekki að borga offjár fyrir Herbalife. Lausnin sé að borða minna. Umtalaðar samlokur í Flókalundi SUNNUDAGINN 5. júlí sl. var ég á ferð með þrjá útlendinga frá Isafirði, á leið suður Vestfirðina, í dá- samlegu veðri. Stoppað var í Hótel Flókalundi og af matseðlinum vora pant- aðar heitar osta- og skinkusamlokur, sem svo vora kallaðar. Skinku- sneiðin var á þykkt við 90 gr blaðsnepil og osturinn eftir því og urðum við að biðja afgreiðslufólkið um smjörklípu sem aukaviðbit. Var ég í mestu vandræð- um með að útskýra þetta fyrirbrigði fyrir samferða- fólkinu og þegar ég sagði að samlokan kostaði 370 kr. var þeim nóg boðið. Eg get því miður ekki mælt með svona veitinga- rekstri og hafa samlokurn- ar í Flókalundi valdið hneykslan. Torfi Þ. Ólafsson Merkja ber styttu Jóns Sigurðssonar Styttur Reykjavíkur era allar vel merktar og þvi kemur það lesanda á óvart að Jón Sigurðsson á Aust- urvelli skuli ekki vera merktur eins og aðrar styttur borgarinnar. Hraðkassar Ikea ekki virtir UM kaffileytið þriðjudag- inn 7. júlí vora þrír mann- aðir afgreiðslukassar af sex í Ikea. Sjö til tíu manns biðu við hvern kassa. Þar sem ég var aðeins með fjóra hluti valdi ég strax að bíða þar sem stóð: Hraðkassi, hámark fimm hlutir. Framai- í röðinni var par með fulla kerra af vör- um. Innan stundar heyri ég konuna segja við mann- inn: Heyrðu, þetta er hraðkassi, við megum bara vera með fimm hluti. Síðan komu þau sér saman um að það væri allt í lagi, þau myndu bara láta sem það væru fimm hlutir í körf- unni. Og þau hlógu dátt. Og viti menn. Upp úr kerranni komu milli 15 og 20 vörutegundir sem voru afgreiddar athugasemda- laust. Aðspurð um þennan afgreiðslumáta sagði af- greiðslustúlkan að þetta væri gert þegar mikið væri að gera! Sem sagt: þegar þörfin á hraðkassanum er mest er hann ekki notaður sem slíkur. Daman af- greiddi síðan konuna næst á eftir mér, sem beið með einn munnþurrkupakka, og lokaði svo á röðina. Hún var farin í kaffi! Stjórnendur Ikea ættu að sjá sóma sinn í að nota hraðkassann eins og aðrar stórverslanir gera eða taka niður tilkynningu um hraðkassa og hætta að hafa viðskiptavini sína að fíflum. Óánægður viðskiptavinur. Ljóð í strætisvagnana LESANDI tekur undir með Víkverja 26. júní og telrn- tilvalið að hafa ljóð fyrir farþegana í strætis- vögnunum, þeim til afþrey- ingar og ánægju. Tapað/fundið Tjaldsúlur týndust TJALDSÚLUR í gráum gerviefnapoka týndust í Vesturbænum þriðjudag- inn 30. júní, milli Eggerts- götu og Tjarnarinnar eða þaðan að Dunhaga. Finnandi er góðfúslega beðinn að hafa samband við Súsönnu Ernst, Dun- haga 15, í síma 5515011 eða 515 9274 vinnusíma frá kl. 8-17. Gullarmband tapaðist BREITT gullai-mband tapaðist í byrjun júlí, sennilega í Garðabæ, merkt ÞH inni í lásnum auk dagsetningar. Finn- andi vinsamlega hafi sam- band í síma 565 6206 eða 898 3231. Kvenskór teknir í misgripum í sund- iaug Mosfellsbæjar NÝLEGIR kvenskór, svartir og þykkbotna, voru teknir í Sundlaug Mosfellsbæjar mið- vikudagskvöldið 8. júlí í mis- gripum. Skildir voru eftir svipaðir skór en mun meira notaðir. Sú sem tók skóna er vin- samlegast beðin að koma með þá í Sundlaug Mos- fellsbæjar. SKAK llmsjún Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á stórmótinu í Dortmund sem lauk um síðustu helgi. Rússinn Peter Svidler (2.690) hafði hvítt og átti leik gegn Úkraníu- manninum Vasílí fvantsjúk (2.740). Svidler hafði farið nokkuð geyst í sóknina, en Ivantsjúk var að enda við að leika gróflega af sér með 32. _ Kf8_g8, hefði fremur átt að bæta úr skákinni með 32. _ Hxh6! og staðan er óljós. 33. Hxc4!! og Ivantsjúk gafst upp, því 33. _ Hxc4 er svarað með 34. Hxd5! og hvítur vinnur í öllum tilvikum: A) 34. _ Dxd5 35. Rxe7+ _ Hxe7 36. Dg4+ _ Rg5 37. Dxg5+ _ Kh8 38. Dg7 mát. B) 34. _ Dc7 35. Rxe7+ _ Dxe7 36. Dg4+ _ Rg5 37. Dxc4 með unnu tafli á hvítt. C) 34. _ Hcl+ 35. Kh2 _ Dc7 36. Rxe7+ _ Dxe7 37. Bxcl og hvítur vinnur. HVÍTUR leikur og vinnur. Víkverji skrifar... GÖMUL kona hringdi í fyrri viku mjög hlessa yftr því að á þriðju- degi hafði Víkverji amast við því hve mikið væri um knattspymu á dagskrá sjónvarpsins. Á miðvikudaginn hins vegar, eða degi síðar, hældi Víkverji sjónvarpinu á hvert reipi fyrir hve vel það stæði sig í að sýna knattspymu- leiki frá HM í Frakklandi. Gamla kon- an skildi ekki málið, var hjartanlega sammála Víkveija þriðjudagsins, en skildi ekki umskiptin í miðvikudags- blaðinu. Þetta kemur lesendum vissulega undarlega fyrir sjónir, en ástæðan fyrir því hve mikill kleyfhugi Víkverji er - hefur þessa skoðun í dag og aðra á morgun - er sú að nokkrir starfs- menn ritstjómar Morgunblaðsins skrifa Víkverja til skiptis. Þannig geta skoðanir Víkverja breytzt frá einum degi til annars eins og dæmið um knattspymuna sýnir. Annars verður það að viðurkennast að margt aldrað fólk, sem situr daglangt við sjónvarp og notar miðil- inn sér til dægrastyttingar, ef til vill í einsemd sinni, á harla bágt þá daga, sem slik íþróttaftm ganga yfir sem HM í Frakklandi. Þessu fólki, hafi það ekki áhuga á knattspymu, finnst það vera svikið af sjónvarpinu, sem því er gert að kaupa, og á stundum hefiir þetta fólk hreinlega ekki ráð á að kaupa fleiri stöðvar. Þetta fólk er líka tryggustu áhorfendur sjónvarpsins. Það er því kaldhæðnislegt, að einmitt þessu fólki skuli finnast það svikið af sjónvarpinu, tryggustu áhorfendun- um. xxx FYRIR um það bil hálfum mánuði spurðist Víkverji fyrir um hvernig á því stæði að gosbrunnur- inn í Tjörninni er ekki látinn blása. Ólafur Jónsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar, hefur nú út- skýrt hvernig á þessu stendur. Hann segir í orðsendingu til Víkverja, að búnaðurinn sem drífur gosbmnninn sé orðinn gamall og þurfi viðhald og það sérhæft. í ljós kom síðla vetrar að skipta þurfti um varahlut, sem þurfti að fá írá Danmörku. Af- greiðsla hans hefur hins vegar tafizt, m.a. vegna verkfalla í Danmörku. Hann er nú kominn og stendur við- gerð yfir þegar orðsending Ólafs er send og mun því verki senn fara að ljúka. Gosið ætti því að geta farið í loftið í næstu viku, ungum sem öldn- um til ánægju. x x x EINS OG komið hefur fram í fréttum og greinum í Morgun- blaðinu ætla menn nú að reisa í Landmannalaugum minnisvarða um Fjalla-Eyvind og Höllu, einn frækn- asta útilegumann sögunnar og konu hans. Yfírleitt hafa ekki komið fram gagnrýnisraddir við því að minnis- varðinn verði reistur, en þegar menn sáu á myndum, að Eyvindur og Halla era innan rimla eins og fangar í búri, fannst mönnum táknmynd úti- legumannsins eitthvað brengluð. Mönnum þótti skrítið að sjá þau inn- an rimlanna - þau, sem kusu einmitt hið gagnstæða, víðáttu íslenzkrar náttúru til fjalla, langt frá byggðu bóli. Einn gagnrýnendanna, Grétar Haraldsson, sendi Víkverja eftirfar- andi vísu: Fyrirlönguseggursá tílsakamargthérvann. í moldu þegar lágt svo lá, þeir létu fanga hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.