Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tryg-gvi Árnason, fram- kvæmdastjóri Jöklaferða Veðurhæð ekki orsök hrakn- inganna Morgunblaðið/RAX TRYGGVI Árnason, framkvæmdastjóri Jöklaferða, sem stendur fyrir vélsleða- og snjóbflaferðum yfir Vatnajökul. TRYGGVI Árnason, framkvæmda- stjóri Jöklaferða, segir veðurhæð- ina ekki hafa verið orsök hrakning- anna sem hópur Norðmanna og Is- lendinga lentu í á miðvikudags- kvöld og aðfaranótt flmmtudags. Hann segir þoku og slæmt skyggni, sem hann hafi ekki gert ráð fyrir þegar hópurinn lagði af stað, vera orsökina, og það hafí valdið því að annar þeirra sem leiddi vélsleðahópinn varð viðskila við hann. „Veðrið var ekkert verra en við bjuggumst við og þegar við lögð- um upp var veðrið ekki slæmt. Það var þó nokkuð kaldara í veðri en við bjuggumst við, en við vissum af 5 til 6 vindstiga strekkingi. Það var ekki veðurhæðin sem olli óhöppunum. Hún hafði áhrif á hvernig fór, en var ekki orsökin. Við höfum margsinnis farið þessa leið yfíi- jökulinn í svipuðu veðri og ekkert hefur komið uppá. Við höf- um langa reynslu af þessum ferð- um, höfum verið að síðan 1985 og oftsinnis í veðri sem slíku,“ sagði Tryggvi í samtali við Morgunblað- ið í gær. Þrátt fyrir viðvaranir Veðurstofu íslands ákvað Tryggvi að hópurinn skyldi halda yfír jökulinn. Hann segist hafa skoðað spár annarra veðurstofa sem og veðurspá á net- inu og ekkert hafí gefið ástæðu til að halda ekki af stað. Fínt veður sunnan megin „Eftir nákvæma skoðun á veður- spám mat ég stöðuna svo að við skyldum ekki hætta við ferð yfir jökulinn. Það var fínt veður sunnan megin þegar lagt var af stað, en það hafði e.t.v. einhver áhrif að við lögðum af stað svolítið seinna en vanalega." Tryggvi kvað þéttleika þokunnar hafa komið þeim nokkuð á óvart. Hann sagði að farið væri eftir mjög ákveðnum reglum sem væru brýndar fyrir ferðamönnunum áð- ur en lagt væri upp. Farið væri í einfaldri röð, starfsmenn Jökla- ferða væru fremst og aftast og ef menn töpuðu sleðanum á undan þá ætti að stoppa. Reglum var fylgt „Reglunum var fylgt í þessu til- viki eins og öðrum, en það sem brá útaf í þetta skiptið var að þegar sá fremsti fór til baka til að leita hinna, missti hann af þeim og fór framhjá. Þetta leiddi til þess að hópurinn tvístraðist sem er jafn- framt orsök atburðarásarinnar. Þar að auki var fjarskiptasamband slæmt og það var meginorsök þess að svo fór sem fór. Það þarf að setja upp annan endurvarpa fyrir VHS-talstöðvasamband þarna uppi. Það er aðalvandamál allra sem ferðast á jöklinum hvað fjar- skiptasamband þar er léiegt, og sumstaðar ekkert. Þetta er eitt- hvert brýnasta verkefnið fyrir alla aðila að bæta úr. Þetta er ófremd- arástand," sagði Tryggvi Alþýðubandalagið * Ursagnir á Akureyri, Egilsstöð- um og Raufarhöfn FJÓRTÁN af sautján félögum í Alþýðubandalagsfélagi Rauf- arhafnar sögðu sig úr flokkn- um á félagsfundi í gærkvöldi. Fundurinn samþykkti ein- róma ályktun þar sem lýst var stuðningi við sjónarmið Stein- gríms J. Sigfússonar varðandi samfylkingarmál félagshyggju- flokkanna en ályktun auka- landsfundar flokksins um sam- eiginlegt framboð flokkanna var gagnrýnd. Þrír af fímm stjórnarmeð- limum í Alþýðubandalagsfélagi Akureyrar og sjö aðrir félags- menn hafa gengið úr flokknum. Fyrir úrsagnirnar var 81 mað- ur í félaginu. Tveii' stjórnarmenn í Al- þýðubandalagi Héraðsmanna og níu aðrir félagsmenn gengu einnig úr Alþýðubandalaginu á félagsfundi í gærkvöldi. Einn maður gekk í félagið. Að sögn Sigurjóns Bjarnasonai', for- manns félagsins, voru félags- menn 26-27 fyrir fundinn. Stjómaiinennirnii' sem hafa yfirgefið Alþýðubandalagsfélag- ið á Akureyri eru Ólafur Þ. Jónsson varaformaðui', Kristín Sigfúsdóttir ritari og Björn Guðmundsson meðstjómandi. Á Egilsstöðum gengu úr félaginu Björn Vigfússon ritari og Þor- steinn Bergsson meðstjórnandi. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hefur Áifheiðui' Ingadóttir, fynverandi vara- þingmáðui' Aiþýðubandalagsins í Reykjavík, einnig sagt sig úr flokknum. Fundur á Kópaskeri styður formanninn Fundur Alþýðubandalags- fólks á Kópaskeri samþykkti í gær ályktun þar sem fagnað er samþykkt landsfundar flokks- ins um sameiginlegt framboð stjórnarandstöðuflokkanna og Margi'éti Frímannsdóttur for- manni þökkuð vel unnin störf. í ályktuninni er hörmuð sú ákvörðun Steingríms J. Sigfús- sonar að segja sig úr flokknum. Ferðamenn í hrakningum árið 1995 FYRIR þremur árum lentu ísraelskir ferða- menn í hrakningum á Vatnajökli og er eftirmál- um þeirrar ferðar ekki lokið enn. Hópur ísraelskra ferðamanna, sem var hér á vegum Samvinnuferða-Landsýnar, lagði af stað í ferð á Vatnajökul á vegum Jöklaferða hinn 20. ágúst 1995, klukkan átta að morgni. Síðdegis skall á ofsaveður, hríð og 10-12 vindstig. Björg- unarsveitir voru kallaðar út þegar fólk skilaði sér ekki til byggða og þegar ljóst var að ekki treystu allir sér til að ganga niður af jöklinum var kallað á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti fólkið á sjúkrahús Akureyrar. ísraelsku ferðamönnunum, sem ekki voi-u vanir jöklaferð- um, var mörgum mjög brugðið eftir ferðina. í fréttum Morgunblaðrins frá þessum tíma kemur fram að Tryggvi Árnason hjá Jöklaferð- um segist ekki hafa heyrt neina veðurspá sem lýsti þessu veðri og svaraði Einar Sveinbjörns- son því með því að spáð hefði verið 7-8 vindstig- um á hálendinu og vanir fjallamenn vissu að óhætt væri að bæta 1-2 vindstigum við þegar farið væri á jökul. Mál höfðað á hendur Samvinnuferðum-Landsýn Þau eftii-mál urðu af þessari för að tveir ferða- langanna, Emanuel Blass og eiginkona hans, af- réðu að leita réttar síns fyrir dómstólum. Blass skrifaði samgöngumálaráðuneytinu bréf í nóv- ember 1995 og krafðist þess að íslensk stjórn- völd skipuðu rannsóknarnefnd til að kanna slysið til hlítar. í apríl 1996 svaraði ráðuneytið bréfinu þannig að eftir að hafa safnað upplýsingum hjá viðkomandi aðilum væri ekki talin ástæða til frekari rannsóknar. Páll A. Pálsson sem er lögfræðingur Blass hjónanna hér á landi segir að málið verði líklega þingfest í haust, enn hafi ekki öll gögn sem talin eru koma að gagni borist. „Blass og eiginkona hans urðu fyrir miklu andlegu áfalli í ferðinni en ekki var boðið upp á áfallahjálp að hrakningunum loknum eins og hefði verið eðlilegt. Þau hyggjast fara í mál við Samvinnuferðir-Landsýn sem skipulagði ferð þein-a hér á landi,“ segir Páll. Nauðsynlegt að skoða og túlka veðurspár út frá landslagi og vindstyrk Eru veðurspár á vefn- um áreiðanlegar? S s I kjölfar atburðanna á Vatnajökli og ummæla Tryggva Arnason- ar, framkvæmdastjóra Jöklaferða, um að hann hefði metið veður- spár sem hann skoðaði á vefnum þannig að óhætt væri að senda fólk á jökulinn hafa vaknað upp spurningar um síkar veðurspár. EINAR Sveinbjömsson, veður- fræðingur á Veðurstofu Islands, segir tölvuspár hafa ýmislegt til síns ágætis en ekki sé hægt að treysta þeim að öllu leyti. ,ýlilar þessar spár, sem em á Netinu með flottri grafík og hönn- un, eiga það sameiginlegt að þetta eru bara hráar keyrslur úr tölvum. Það er bara tekið veður úr þeim punkti sem er næstur hverjum stað. Þetta gengur oft ágætlega yf- ir hafi og láglendi en það verða alltaf vandræði þegar talað er um fjöll og strandsvæði." Einar segir nauðsynlegt að skoða spár út frá fleiri þáttum eins og t.d. veðurmæl- ingum og hvemig vindur hagar sér. Einar segir að þrátt fyrir að tölvuspár verði sífellt áreiðanlegri lendi líkön alltaf í vandræðum þar sem er mishæðótt landslag og lík- önin verða að líkja eftir landslagi. „Það þarf alltaf að túlka spárnar áfram. Landslagið eins og á Islandi, allir þessir firðir, fjöll og dalir, hafa gífurleg áhrif á gmnnvindinn og í túlkuninni kemur til okkar kasta. Við byggjum spár okkar á veðurat- hugunum hér á landi, auk greining- ar veðurkorta, þ.e.a.s. greiningar veðursins eins og það er núna. Við notum líka gervitunglamyndir, tengjum þetta saman við tölvu- spámar og okkar eigin reynslu. Hér skiptir reynsla veðurfræðings- ins og þekking á því hver áhrif landsins eru á veðrið miklu máli.“ Spár á vefnum misvandaðar Björn Erlingsson forstöðumaður haf- og lofthjúpsfræðistofunnar Halo sem birtir veðurspár á vefn- um segir það rétt að sumar spár á vefnum séu mjög ónákvæmar, það eigi hins vegar ekki við um spár Halo og ekki sé réttmætt að setja allar spár á vefnum undir einn hatt. Bjöm segir líkanakerfið sem Halo noti hannað hér og er- lendis og ýmis gögn keyrð í gegn- um kerfið til að fá sem nákvæmast- ar spár. „Lýsing á lofthjúpnum sem við vinnum út frá er byggð á mælingum sem eru sendar frá ís- landi í alþjóðlega gagnagranna. Þegar þær upplýsingar berast era þær settar inn í líkön og stilltar saman við aðrar upplýsingar eins og frá skipum og loftbelgjum og fleira. Þegar við tökum við er búið að vinna úr veðurathugunum en við bætum sjávarhitamælingum frá gervitunglum inn í veðurspárlíkön- in og fáum þannig betri spár.“ Björn segir veðurlíkanagögn á Netinu gjarnan byggð á líkana- granni þar sem er 200 km bil á milli punkta. „Það er auðvitað meingallað vegna þess að það er svo mikill munur frá strönd inn á hálendi. Líkönin okkar era svo með hærri upplausn í tíma og rúmi en margar aðrar stöðvar á Netinu. Við erum með hæðalínur sem eru ná- kvæmari en þessi grannlíkön sem við byrjum með. f stað 200 km á milli punkta höfum við 20-30 km á milli punkta. Svo setjum við okkar gögn upp í eðlisfræðilíkan þar sem varðveislulögmál eðlisfræðinnar era tekin með þannig að gert er ráð fyrir mishæðóttu landslagi." Ekki aðgerða- hvetjandi spár Björn bendir á að spár þeirra séu ekki aðgerðahvetjandi á neinn hátt þannig að það velti á skoðand- anum að lesa úr upplýsingunum. „Við birtum t.d. alltaf spár sem sýna hitastig, vindhraða og úr- komu á sérkortum og það þarf auð- vitað að lesa það saman. Það er vandfundinn betri miðill til miðlun- ar upplýsinga en vefurinn og við veitum notendum okkar t.d. miklu meira aðgengi að gögnum en Veð- urstofan." Tryggvi Árnason segir að hann hafi skoðað margar spár á vefnum, frá Veðurstofunni, Halo og ýmsum erlendum aðilum og það sem hann hafi lesið þar hafi nokkurn veginn komið heim og saman við veðrið sem var á jöklinum á miðvikudags- kvöld. Það að ferðamennirnir hafi lent í hrakningum eigi sér aðrar skýringar. \ I t I t I : L I I I !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.