Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 10. JIJLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Andlit bæjarins ÞEIR voru sumir kornungir hermennirnir sem komu frá Bretlandseyj- um 1940. Búnaður þeirra, vopn og verjur frá fyrri heimsstyijöldinni hefðu vísast dugað smátt ef til átaka hefði komið. ÚR Smiðjunni. LIST OG HÖNJVUN Apótekið ilafnarborg LJÓSMYNDIR ÚR SAFNI ÖNNUJÓNSDÓTTUR Opið á afgreiðslutíma Hafnarborgar. S m i ð j a n, Strandgötu 50 SÖGUSÝNING Opið alla daga frá 13-17. L i s t h tí s i ð II á r o g I i s t GUNNAR HJALTASON Sýningin stóð út júnímánuð. SVERRISSALUR Hafnarborgar hefur verið stækkaður svo sem nemur afgreiðslusal Apóteks Hafn- arfjarðar sem var og hét og er að því drjúg bót, en hér mun um sér- rými að ræða en ekki almennan sýningarsal. í tilefni 90 ára kaupstaðarafmælis Hafnarfjarðarbæjar hefur Byggða- safn Hafnarfjarðar sett upp tvær sýningar. Annars vegar „Inni á gafli“ í Smiðjunni og hins vegar „Andlit bæjarins" í Apótekinu. Ymsar athyglisverðar sýningar hef ég séð í Smiðjunni, sem er sér- salur á vegum byggðasafnsins þar sem settar hafa verið upp ýmsar minni sýningar á gripum safnsins og farandsýningar sem standa í stuttan tíma. Nú er þar komin skrif- stofa og geymsla í hálfu rýminu, þannig að það getur trauðla gegnt hlutverki sínu, enda er sýningin núna mun snubbóttari og síðri en áður hefur gerst. Auk þess ekki nægilega faglega sett upp og minnir jafnvel meira á innsetningu í list- húsi eða listasafni. En alveg er ljóst að af miklu er að taka sem er drjúg- ur stofn í mjög áhugavert sögusafn, en það þarf að búa betur að því, auka rými og skilvirkni. Sýningin á verkum Önnu Jóns- dóttur í Apótekinu var unnin á þann veg, að 64 filmur voru valdar úr um það bil 90.000 (!) glerplötum er geyma safn hennar. Myndirnar eru frá öllum 30 ára ferli Önnu sem ljósmyndara í Hafnarfirði. Gefur augaleið að þeim var mikill vandi á höndum er myndirnar völdu, en þar sem rýnirinn veit afar lítið um ljósmyndarann á hann erfitt með að gera sér grein fyrir umfangi starfssviðs hennar af þessu úrtaki. Helst að Anna hefur verið mjög hefðbundinn stofuljósmyndari, sem hugsaði öðru fremur um að skila af sér verki á vandaðan og sannverð- ugan hátt í samræmi við tíðarand- ann, öllu minna um grafískar eig- indir ljósmyndarinnar, og enn síð- ur um ljósmyndina sem listmiðil eins og t.d. Jón Kaldal. Og þó eru slíkar ljósmyndir að vinna sér sess meðal núlistamanna sem hluti hvunndagsins, en það er annað mál. Það væri þó með ólíkindum að Anna hefði ekki beint ljósopinu að öðrum viðfangsefnum en marka innra byrði stofunnar, sem auðvitað væri þá jafn mikið andlit bæjarins. En eins og sýningin er sett upp er frekar um að ræða ásjónur Gaflara, sápuþveginna og í sparifótunum, sem auðvitað er líka gott mál í sjálfu sér. Sér á báti eru nokkrar myndir af breskum hermönnum, sem trúlega eru frá upphafí hernámsins á árun- um 1940-42. Þær eru allar vel tekn- ar og ásjónurnar ekki eins uppstillt- ar, sem kemur af því að ýtrasta hreinlæti er daglegt skylduverk hermannsins, og var eitt af þvi sem vakti hvað mesta athygli og aðdáun meðal landsmanna, einkum kven- þjóðarinnar. Það og margt fleira frá hernáminu er mér i fersku minni og get ég með engu móti skilið af hverju þjóðin skirrist við að horfast í augu við þetta tímabil sem ger- breytti íslandssögunni og gerði sár- fátæka alþýðu, kotbóndann ásamt afkvæmum fólks í vistarböndum vel bjargálna, og þjóðina þá ríkustu í Evrópu er hildarleiknum lauk. Hér er úr yfirmáta merkilegum söguleg- um heimildum að moða og löngu kominn tími til að skilgreina það í mynd og máli ásamt með gripum og gögnum hvers konar sem enn munu til. Er ekki síður starfssvið Þjóð- minja- og þjóðháttasafnsins en hvað annað er varðar sögu landsins frá fyrsta degi. Fyrr mun hún ekki nema sitt sanna eðli, og á hafsauga með þann margtuggða og hættulega málshátt: oft má satt kyrrt liggja, sem við höf- um misnotað í bak og fyrir í tímans rás á sama hátt og útlendir vígorð- ið: tilgangurinn helgar meðalið. Trúa mín er að margt fleira og áhugaverðara leynist í hinum 90.000 glerplötum úr myndasafni Önnu Jónsdóttur en fram kemur í þessu litla úrtaki. Leit aðeins inn á sýningu Gunn- ars Hjaltasonar í listhúsinu Hár og list á Strandgötu 39, er stóð út júní- mánuð og hafði ekki verið tekin nið- ur um helgina. Gunnar er þekktur fýrir ákveðin vinnubrögð sem hann hefur tamið sér, eins konar fljóta- skrift á myndfleti. Það sem gefur mér tilefni til að prjóna við þessi skrif er að nokkrar myndanna vöktu alveg sérstaka athygli mína. Voru það „Bátur“ (2), „Hús“ (27), „Suðurhöfnin" (28) og „Sjóhús, Halakot" (30). Allar þóttu mér þær hreinar, ferskar og svipsterkar og eiga mun frekar heima á sýningunni Mótív i Hafnarborg en það sem hann er kynntur með. Bragi Ásgeirsson Sumar- dagur í sveitinni SUMARDAGUR í sveitinni verðður haldinn á Hofsósi og nágrenni sunnudaginn 12. júlí. Kl. 11 verður messa í Graf- arkirkju í tilefni af 45 ára endurvígsluafmæli þess forna bænahúss. Prófasturinn séra Dalla Þórðardóttir prédikar. Forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga Sigríður Sig- urðardóttir flytur erindi um kirkjuna. Blönduhlíðarkvar- tettinn leiðir almennan söng. Kl. 14 verður Póstsýning í Vesturfarasetrinu. Opnuð lítil sýning um póstflutninga í anddyri setursins. Einar Þor- steinsson framkvæmdastjóri íslandspósts opnar hana. Böðvar Guðmundsson rithöf- undur flytur erindi um Amer- íkubréfin. Kl. 17. Söngtónleikar í Höfðaborg. Flytjendur; Jón Rúnar Arason tenór og Þór- hildur Bjömsdóttir píanóleik- ari. Á efnisskránni verða ís- lensk lög og erlendar aríur. Trúbadúr og tónsmiður í Norræna húsinu TRYGGVI Hansen verður með tónleika í Norræna hús- inu laugardaginn 11. júli kl. 16. Tónleikur þessi ber yfir- skriftina Seiður í sól og regni, en þar mun Tryggvi kynna lög af geisladisknum Vúbbið. Þá mun Tryggvi slá lútu og skjágluggabömbu, fiðlu og langspil og flytja ljóð eftir Halldór Laxness, Snorra Hjartar, Stein, Solomon og sig sjálfan. Tónlist Ti-yggva er bæði rafmögnuð og forn, það forna er aðallega söngur og kveð- skapur. Myndastyttu- fantasía í miðbænum ZIRKÚS ZIEMSEN er götuleikhópur á vegum Hins Hússins og verða þau með myndastyttufantasíu á Laugaveginum, Lækjartorgi og Austurvelli í dag föstudag- inn 9. júlí kl. 12.30. Aðeins er um þessa einu sýningu að ræða. Nýjar bækur • RÁÐGÁTAN er eftir Gerrit Jan Zmer. í kynningu segir: „Árið 1907 hurfu sporlaust tveir þýskir vís- indamenn sem voru við rannsóknir á Öskjuvatni. Ári síðar kom unnusta annars hinna horfnu til Is- lands til þess að grafast fyrir um örlög hans og reistiað lokum vörðu við Öskjuvatn tíl minningar um mannsefni sitt. Um þessa dramatisku atburði á íslandi hefur Gerrit Jax Zwier samið sögulega skáldsögu þar sem heimsókn unnustunnar er uppistað- an, en jafnframt er þess freistað að varpa ljósi á ferð Þjóðverjanna og leysa ráðgátuna um mannshvörfin. Að auki geymir þessi spennandi saga frjóa sýn kunnugs útlendings á Island og íslendinga.“ Mál og menning gefur út. Ráð- gátan er 205 bls. prentuð í Nor- haven í Danmörku. Verð 999 kr. Undir sólsetur KVIKMYNPIR Iláskólabíó RÖKKUR („TWILIGHT") irk'k Lcikstjóri Robert Benton. Iiandrit Robert Benton og Richard Russo. Tónlist Elmer Bernstein. Kvik- myndatökustjóri Piotr Sobocinski. Aöalleikendur Paul Newman, Susan Sarandon, Gene Hackman, Stockard Channing, Reese Witherspoon, James Garner, Giancarlo Esposito. 105 mín. Bandarísk. Paramount. 1998. SÓLIN er tekin að lækka á lofti hjá nokkrum aðalleikaranna í nýjustu mynd Bentons, Rökkri. Nafn hennar er því vel við eigandi að þessu leyti og hvað efnið snert- ir, sem er í „film noir“-stíl - sem við höfum gjaman kallað „rökk- urmyndir". Hver skyldi trúa því að Paul Newman er orðinn 73ja ára gam- all? Alltaf sami, svali jaxlinn, eðal- leikarinn sem kann sitt fag aftur á bak og áfram og verður aldrei á mistök. Á sinn hátt jafn heillandi og í Köttur á heitu blikkþaki, sem hann lék í fyrir 40 árum, og sýnd verður á einni skjónvarpsstöðinni núna um helgina. Þetta er ótrú- legt en satt. James Garner, önn- ur, ódrepandi kempa úr leikara- stéttinni, kemur einnig við sögu og stendur sig lítið síður. Garner er enn geysilega kröftugur per- sónuleiki sem heldur athygli manns og tráverðugleika. Gæða- leikaramir Gene Hackman og Susan Sarandon eru bæði tekin að reskjast og bera aldurinn vel og hafa miðilinn fullkomlega á valdi sínu. Þetta er stórkostlegur hópur. Hann er svo forvitnilegur og skemmtileg upplifun í alla staði, að hann skyggir, sem betur fer, á linkindina og klisjurnar í sögunni, sem er nánast ein, kunnugleg lumma. Newman leikur fyrrum lögreglumann og fyllibyttu í Los Angeles, sem starfar sem hjálpar- hella hjá leikarahjónum, (Hack- man og Sarandon), gömium vin- um hans. Hackman notar hann í sendiför og upp úr því fara líkin að hrannast upp og berast böndin að þessum vinum hans, og göml- um félaga úr lögreglunni (Garn- er). Framhaldið er lítið spennandi. Persónur koma og fara án til- gangs (Witherspoon, Channing, Esposito, öll fínir leikarar). Rökk- ursagan nær sér aldrei á ílug, lítil spenna og losti, máttlítil svik og undirferli, aðeins þessir fágætu fjórmenningar halda manni við efnið - og gera það svikalaust. Benton og Newman unnu saman að síðustu mynd þeirra beggja, Nobody’s Fool. Rökkur er engan veginn jafn áhugaverð hvað efnið snertir, en er engu að síður prýði- leg skemmtun fyrir aðdáendur þeirra og góðan leik yfir höfuð. Vonandi eigum við eftir að fá að njóta krafta þessa úrvalsliðs um langan aldur. Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.