Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 25
MORGUNB LAÐIÐ HESTAR FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 25 Hafði lengi leitað að hesti eins og Galsa Morgunblaðið/Ásdís ANDREAS Trappe, eigandi gæðingsins og stóðhestsins Galsa frá Sauðárkróki sem er langefstur í A-flokki gæðinga eftir forkeppni á Landsmótinu á Melgerðismelum. ANDREAS Trappe frá Þýskalandi var að vonum ánægður í gær þegar ljóst var að hestur hans, Galsi frá Sauðárkróki, stóð langefstur eftir for- keppni í A-flokki gæðinga. „Ég get ekki verið annað en nokkuð ánægður. í forkeppninni fá hest- arnir ekki að fara nema einn skeið- sprett og ef hann tekst ekki er þetta búið mál,“ sagði hann. Andreas Trappe á hóp af íslenskuin hestum í Þýskalandi þar sem hann býr og þar á meðal 10 hátt dæmda 1. verðlauna stóðhesta. Frægastur þeirra er án efa Týr frá Rappenhof. Hér á landi á hann fimmtán hross, þar á meðal hryssur sem hann fær folöld undan, og er félagi í tveim- ur íslenskum hestamannafélög- um, Herði í Mosfellsbæ og Létti á Akureyri. Leist strax vel á Galsa „Ég var lengi búinn að leita að góðum hesti út af Ófeigi frá Flugumýri. Mér fannst mig vanta þess konar hest vegna þess að ég hef gaman af því að eiga hross af ólíkum ættum sem búa yfir ólík- um eiginleikum. Ég keypti einn sem var undan Ófeigi og af Kolkuóskyni í móðurætt, glæsi- legan hest, en ekki nógu gang- góðan. Þegar ég sá svo Galsa tæplega fjögurra vetra gamlan hjá Sveini Guðmundssyni leist mér strax mjög vel á hann. Mér sýndust ganghæfileikarnir og út- litið vera einmitt það sem ég var að leita að. Hann sigraði í flokki fjögurra vetra stóðhesta á Landsmótinu 1994 og hefur stað- ið sig vel í sýningum og keppni síðan.“ En hvers vegna að fara með vinsælan stóðhest í gæðinga- keppni? „Það er ljóst að Galsi er einn af bestu hestunum á íslandi. Ef langur tími líður frá því að fólk sér til slíkra hesta fer það oft að velta því fyrir sér hversu góðir þeir séu í raun og veru. Mér fannst því sjálfsagt að taka þátt í þessari keppni svo fólk gæti séð hvað býr í hestinum og hvernig hann hef- ur breyst og þroskast. Hann er orðinn átta vetra og auðvitað hefur hann styrkst og eflst frá því hann kom fyrst fram.“ Engin ákvörðun um útflutning Andreas segist ekkert hafa ákveðið hvort hann selji hlut í hestinum eða flytji hann úr landi. Meðan hesturinn er vinsæll og fólk hér á landi vill halda hryssum sínum undir hann og er ánægt með folöld- in undan honum finnst honum enginn sérstök ástæða til að flytja hann úr landi. Ef vinsældir hans sem stóðhests fara hins vegar að dala gæti það allt eins komið til greina. „Hann mundi örugglega sóma sér vel innan um stóðhest- ana mína í Þýskalandi, Tý og fleiri. Mér finnst gæðingarnir sem keppa hér á Landsmótinu mjög góðir. Margir þeirra eru glæsi- Iegir, ganggóðir og með fallegar hreyfingar. Ég neita því hins vegar ekki að mér finnst Galsi hafa svo margt; sérstakt við sig, bæði útlitið og hreyfingarnar. Eitthvað sem höfðar mjög sterkt til mín. Hann gerir þetta allt með svo glöðu geði, er ekki taugaó- styrkur fyrir keppnina og virðist hafa gaman af þessu,“ sagði Andreas Trappe að lokum. ÞAÐ verða rólegheit hjá Daníel Jóns- syni á mótinu þar sem þijú af fjórum hrossa hans hafa veikst. GESTUM á Landsmóti fór fjölgandi eftir því sem á daginn leið. Talið er að nokkuð á fimmta þúsund manns hafi verið komið á Melgerðismela í gær. HITASÓTTIN mallar í róleg- heitum á mótssvæðinu og hafa að minnsta kosti fjögur hross fallið út úr keppni af þeim sök- um. Þrjú af fjórum þeirra hrossa sem Daníel Jónsson hugðist mæta með í keppni og sýningar eru orðin veik. Fjórði hesturinn, Blær frá Kjarnholt- um, sem á að fylgja móður sinni, Kolbrá frá Kjarnholtum, í afkvæmasýningu kemur af svæði þar sem sóttin hefur gengið yfir fyrir löngu og mun væntanlega ekki sýkjast. Daníel sýndi Glúm frá Reykjavík í B- flokknum í fyrradag en hann var kominn með hita um kvöld- ið. Daníel sagði að þetta væri svo sem það sem búast hefði mátt við en þetta væri eigi að síður svekkjandi, því segja má að vetrarstarfið fari þarna að Hitasóttin setur mark sitt á mótið hluta í súginn. Daníel hafði gert sér góðar vonir með stóðhest- inn Eril frá Kópavogi í B- flokknum. Sigríður Björnsdóttir dýra- læknir hrossasjúkdóma sagði í samtali við Morgunblaðið að keppnishross úr Húnavatnssýsl- um hefðu veikst í gær en hún taldi að ekki hafi í neinum til- vika verið um smit á mótsstað að ræða heldur hafi þau hross sem hafa veikst komið með smit að heiman. Húnvetningar sam- einuðust um flutning keppnis- hrossa á mótsstað og kann að vera að það hafi magnað upp smit milli hrossanna. Hún sagði engin alvarleg tilvik hafa komið upp vegna hitasóttarinnar þótt óneitanlega setti hún mark sitt á inótið. Sigríður taldi litlar lík- ur á að hross sem smitast héðan af á mótssstað verði úr Ieik fyrr en að móti loknu en erfitt væri að átta sig á því hvaða hross kunni að hafa smitast áður en þau komu á mótið því sóttin er lúmsk í byijun. „Það voru von- brigði að sóttin skuli hafa kom- ið upp í Eyjafirði áður en mótið hófst,“ sagði Sigríður að end- ingu. Salatostur • Létt-Brie Kastali Bónda-Brie • Gráðaostur Feta með tómötum og ólífum Gouda 11% • Dala-Brie Óðalsostur • Gouda 17% Maribo Gouda 26% Stóri Dímon • Feta í kryddolíu í salatið! Kitlaðu bragðlaukana! Ferskt, nýsprottið salat með grænmeti og osti er endurnærandi sumarmáltíð sem þú setur saman á augabragði. Taktu lífinu létt í sumar - og njóttu þess í botn! Ostur í allt sumar HAGKAUP ÍSLENSKIR OSTAIý í AlLT SuMÁR www.ostur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.