Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Aðalheiður Sig- urðardóttir fæddist á Hvítár- bakka í Borgarfirði 6. desember 1915. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 29. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Þórólfsson, skóla- stjóri á Hvítárbakka, og kona hans, Ásdís M. Þorgrúnsdóttir. Af systkinum henn- ar eru á lífí: Mar- grét, f. 1914, Áslaug, f. 1919, og Valborg, f. 1922. Lát- in eru: Kristín, f. 1898, d. 1971, Margrét, f. 1901, d. 1901, Þor- grímur, f. 1905, d. 1983, Hrefna, f. 1907, d. 1908, Anna, f. 1908, d. 1996, Guðmundur, f. 1911, d. 1931, Guðrún, f. 1912, d. 1995, og Ásberg, f. 1917, d. 1990. Fyrri maður Aðalheiðar var Jón G. Sigurgeirsson stýrimaður, f. 9. nóvember 1912, d. 11. janúar 1944. Börn þeirra eru: 1) Sigrún Margar góðar minningar á ég um -* elskulega mágkonu mína, Aðalheiði Sigurðardóttur. Fyrstu kynni mín af Öddu, eins og hún var ávallt kölluð af vinum og skyldfólki, eru óljós fyrir mér í dag, því ég var á Vífilsstöðum og svo Reykjalundi fyrstu hjúskaparár hennar með bróður mínum. Eftir 1956 hófst gott samband okkar á milli og fljótlega vinatengsl sem entust til síðasta dags. Ég átti þó eftir að fara á Vífils- staði eftir það, tvisvar sinnum, og —ai.egi ég frá því vegna þess að í bæði skiptin bauðst hún til að vera mín hjálparhella. Hún tók dóttur mína eins árs gamla og fóstraði í sex mánuði. Eg var henni og bróður mínum Skazphéðni mikið þakklát því ekki gat ég fengið betri stað íyr- ir hana. Adda var mikil húsmóðir og reglusöm með allt. Hjá henni var mikill gestagangur á þessum árum, á Ásvallagötunni, en þar ólust öll bömin hennar upp og hún leit til með móður sinni aldraðri. Ég man hvað ég var hissa þegar dóttir mín kom aftur til mín, í peysu sem Ásdís móðir Öddu hafði prjón- að á bamið, og hvílíkt handbragð sem á henni var og hvað hún var fal- ^ leg er mér minnisstætt. Skarphéðinn vai- á sjó um þetta leyti svo Adda var oft ein með börn- in og móður sína og allan gesta- ganginn, þetta var eins og miðstöð fyrir vini og vandamenn, fannst mér. Adda var létt og drífandi, hún Kristjana, f. 14. nóv- ember 1938, var gift Omer B. Kundak sem er látinn, börn þeirra eru Adda Catherine og Jón Ali. 2) Sigurður Æg- ir, f. 20. mars 1943, d. 10. september 1987, eftirlifandi kona hans er Helga Guðmundsdóttir, sonur þeirra er Benedikt Bjarki. Seinni maður Aðal- heiðar var Skarp- héðinn Magnússon stýrimaður, f. 16. febrúar 1921, d. 26. júlí 1984. Synir þeirra: 1) Magnús, f. 6. ágúst 1949, kona hans var Jessica Corolina Wil- brennick, böm þeirra eru Yrsa Rut og Stefán Karl. 2) Reynir, f. 10. desember 1952, ókvæntur og barnlaus. Barnabamabörnin em fimtn talsins. Utför Aðalheiðar verður gerð frá Áskirkju í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. mátti stundum ekki vera að þvi að borða eða var hlaupin í uppvask um leið og síðasti maður hafði þurrkað sér um munn. Hún var létt á fæti út í búð og hvarvetna sem maður sá hana, alltaf eins og hún þyrfti að flýta sér. Skarphéðinn hætti á sjónum og setti upp fiskbúð á Víðimelnum, þá var stutt á milli og strákarnir meira í tengslum við fóður sinn. Alla tíð frá fæðingu dóttur minnar var mik- ið um heimsóknir, til mín og öfugt og ekki máttu líða nokkrir dagar án hringinga eftir að þau fluttust á Melhaga og svo í Árbæ. Öddu þótti gaman að ferðast og kom stundum með mér í stuttar ferðir eftir að Skarphéðinn lést. Einu sinni fórum við til Akureyrar og gistum þar en þá langaði hana til Húsavíkur þar sem hún þekkti einhvern, og þá munaði ekki um að fara að Mývatni og í Dimmuborgir. Það verð ég að segja að betri ferðafélaga hef ég ekki átt því þá sá ég hana glaða og ánægða. Þegar dóttir mín var lítil og ég bíllaus var okkur boðið með þeim. Einu sinni vorum við að koma úr Hveragerði á sendiferðabíl minn- ir mig þegar stýrið fór úr sambandi og sveigði til vinstri í öfuga átt og bíllinn útaf niður brekku og lenti rétt fyrir framan háan klett. Meðan bíllinn rann niður brekkuna voru allir hljóðir nema Adda, sem sagði lágt: Guð hjálpi okkur. Svo sannar- lega gerði hann það, því enginn haggaðist úr sætum, við vorum sjö í bílnum, hjónin, þrír drengir og telp- an mín fimm ára. Adda hugsaði fyrst um okkur mæðgurnar og sagði mér að fara strax upp á veg og húkka far í bæinn, en margir bíl- ar stoppuðu til að athuga hvort ein- hver hefði meiðst. Svona var Adda mín. Seinna fór hún nokkrar ferðir til Ameríku að heimsækja börnin sín tvö ,Sigrínu og Reyni, sem hafa búið þar í tugi ára. Adda var fróð um marga hluti, enda las hún mikið. Þess vegna var gaman að hlusta á hana þegar hún sagði frá, en hún átti til að segja: „Án þess ég viti það“, en hún vissi það. Þetta var eins konar hæverska, því hún var minnisgóð með eindæmum að mér fannst. Adda var orðin þjáð löngu áður en hún fór á spítalann í myndatöku, en var þá lögð inn samstundis. Hún mátti þola þrjá uppskurði á rúmum tveimur vikum. Fyrir þremur árum fór hún í uppskurð og þá var tekið stórt æxli. Hún varð aldrei söm eftir það. Nú er þessu lokið og ástvinir hennar sem á undan eru gengnir taka örugglega vel á móti henni. Ég bið Guð að varðveita hana og aðra látna að fylgja henni. Innilegar samúðarkveðjur til Sig- rúnar, Magnúsar, Reynis, barna- barna og htlu langömmubamanna, Guð styrki ykkur öll. Pálína Magnúsdóttir. Þegar mér var tilkynnt lát Aðal- heiðar Sigurðardóttur þyrluðust upp margar minningar frá löngu liðnum tíma þegar við bjuggum í nálægð hvor annarrar. Við urðum brátt vinkonur og nánast heima- gangar hvor hjá annarri. Það grípur mig þægileg og innileg tilfinning þegar ég rifja upp samverustundir okkar í Vesturbænum. Af kynnum okkar Öddu lærði ég margt, m.a. að burðast ekki með óþægilega hluti heldur h'ta „frarn á við“ eins og hún orðaði það. Hún leiðbeindi mér með ýmslegt tilheyrandi heimilishaldi, en umræður okkar snerust þó frek- ar um aðra hluti, enda var hún lífs- reynd kona. Ég undraðist oft þann lífskraft og alvöru sem hún bar með sér. Adda var þeim eiginleikum bú- in að ná vel til manna, var hleypi- dómalaus í garð annarra og varð því vinsæl meðal kunningja og starfsfé- laga. Hún hafði létta lund sem létti henni lífsbaráttuna. Hún hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum þó að þær hafi oftar en ekki fengið að hvíla undir yfirborðinu. Hún þoldi ekki yfirborðsmennsku og höfð- ingjatal. Þegar Adda barði að dyr- um í bakgarði hússins sem við fjöl- skyldan bjuggum í fylgdi henni hressandi blær og oft stutt í hlátur- inn. Hún átti til að segja að það væri alltaf tilbreyting að koma í annað eldhús en sitt eigið. Svo hlóg- um við saman þreytuna úr okkur eftir annir dagsins. Adda giftist Skarphéðni Magnús- syni, stýrimanni, mannkosta- og gæðamanni. Hann var lengst af til sjós en hin síðari ár rak hann fisk- verslun. Hann lést í júlí 1984, þegar þau hjónin voru í sumarleyfisferð á Laugarvatni. Adda var tvígift, fyrri eiginmaður hennar var Jón G. Sig- urgeirsson, stýrimaður á Max Pem- berton sem fórst með allri áhöfn hinn 15. janúar 1944. Það dylst eng- um sem þetta les hvílíkir erfiðleikar blöstu við 27 ára konu, að takast á við lífið með tvö lítil börn, Sigrúnu á sjötta ári og Ægi tíu mánaða, þótt ekki sé minnst á hina djúpstæðu sorg sem hún hefur borið í brjósti. Saman eignuðust þau Héðinn og Adda tvo syni, Magnús og Reyni. Héðinn reyndist öllum börnunum góður faðir og talaði aldrei um börn Öddu sem stjúpböm, heldur voru þau börnin hennar og hans. Það var gott að heimsækja þau hjón, enda var gestrisni höfð í hávegum á heimili þeirra. Því má bæta við að þau voru sérstaklega bamgóð. Þremur árum eftir lát Héðins andaðist Ægir úr krabbameini, að- eins 44 ára að aldri. Hann lét eftir sig eiginkonu og son. Enn sótti dauðinn að fjölskyldu Öddu er tengdasonur hennar, Omar Kundak, féll frá 21. mars 1997 eftir langvarandi veikindi. Það sem einkenndi Öddu öðru t Systir okkar, KRISTÍN JÓNASDÓTTIR, Aðallandi 3, Reykjavík, lést á Landakoti miðvikudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. júlí kl. 15.00. Hallgrímur Jónasson, Auður Jónasdóttir. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR GUÐJÓNSSON bóndi, Vesturholtum, Þykkvabæ, verður jarðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju laugardaginn 11. júlí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Klukknasjóð Þykkvabæjarkirkju. Anna Markúsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. AÐALHEIÐ UR , SIG URÐARDÓTTIR fremur var umhyggjusemi, hjálp- semi og greiðvikni. Þessir þættir í fari hennar komu engu síður fram við aðra en hennar nánustu. Alltaf þegar hún kom í heimsókn til okkar þegar við vorum flutt í Austurbæ- inn átti hún það til að víkja ein- hverju að börnum okkar. Árið 1959 fór Adda að vinna utan heimilisins, lengst af í Hagkaupi. Þar vann hún þar til hún lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Hún kom oft við hjá okk- ur að loknum vinnudegi til að færa okkur fréttir að utan, af fjölskyldu Sigrúnar, sem hefur verið búsett í Texas, síðan hún giftist, um miðja öldina. Þess má geta að Sigrún gætti stundum dætra okkar, þegar við hjónin brugðum okkur af bæ. Árið 1977 flutti Reynir í nálægð systur sinnar og hefur búið í Texas allar götur síðan og rekið sitt eigið fyrirtæki í vöruflutningum. Adda og Héðinn heimsóttu þau oftar en einu sinni, en eftir að Héðinn lést fór hún einsömul. Eins og ég sagði í upphafi varð okkur Öddu strax vel til vina. Sú vinátta rofnaði aldrei þó að tímar liðu án þess að við hittumst. Ég kveð vinkonu mína með virðingu og þakklæti fyrir að hafa kynnst henni. Um leið votta ég börnum hennar og barnabörnum og barnabarnabörn- um mína dýpstu samúð. Pálína Kjartansdóttir. Þegar foreldrar mínir eignuðust hús á Sólvöllum nokkrum árum fyr- ir síðari heimsstyrjöldina, fékk móðurbróðir minn, Jón G. Sigur- geirsson, afnot af herbergi þar, enda var hann þá að taka fiski- manninn í Stýrimannaskólanum við Öldugötuna og því skammt að fara. Er líða tók á veturinn, var tekið eft- ir því að hann stóð iðulega við hom- gluggann og horfði skáhallt yfír göt- una yfir á eina húsið sem var sjáan- legt við Ásvallagötuna. Það kom fram síðar hvert tilefnið var er hann gekk að eiga aðra heimasætuna á Asvallagötu 28. Aðalheiður Sigurð- ardóttir var dóttir hjónanna Sigurð- ar Þórólfssonar, skólastjóra Al- þýðuskólans á Hvítárbakka, og Ás- dísar Þorgrímsdóttur, sem var orð- in ekkja. Aðalheiður var fædd 6. desember 1915 á Hvítárbakka en fluttist með foreldrum og systkin- um til Reykjavíkur. Að prófi loknu fór maður hennar aftur á sjóinn í sama skiprúm og áður og varð síð- ar 2. stýrimaður á Max Pem- berton. Ungu hjónin hófu búskap við Njálsgötu þar sem þeim fædd- ist dóttir, sem skírð var Sigrún. Fljótlega losnaði íbúð á Ásvalla- götunni og fluttust þau þangað. Hinn 20. mars 1943 eignuðust þau dreng, sem síðar var gefið nafn móðurafa síns og einnig örlaga- valds fjölskyldunnar, Sigurður Ægir. Síðar sama ár nokkrum dög- um fyrir jól kom Max Pemberton úr söluferð til Englands 22. des- ember og var áhöfninni gefið leyfi fram yfir jól og síðan haldið til veiða á Halamiðum. Hinn 11. janú- ar var skollið á norðaustan hvass- viðri með fannkomu og kl. 7.30 settist Aðalheiður við útvarpið og fann togarabylgjuna. Hún var að- eins opin kl. 7.30 og kl. 23.30 sam- kvæmt fyrirmælum breska flotans og til mjög takmarkaðra nota. Frá Max Pemberton komu þessi skila- boð: Lónum undan Malarrifi. Um kl. 16.30 kom ég frá skóla- bókum niður því að við ætluðum nokkrir bekkjarfélagar að fara í Nýja bíó að sjá Svarta svaninn. Þar var Aðalheiður komin í stutt innlit og spurði föður minn, sem var í jólaleyfi yfir einn túr á bv. Júpíter, hve löng sigling væri frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur. Svona 10-12 tímar, fer eftir veðri, svaraði hann. Ekkert heyrðist frekar frá Max Pemberton og var hann talinn af eftir nokkra daga. Eftir styrjöldina tilkynnti svo þýska flotastjórnin að lögð hefðu verið tundurdufl á siglingaleið við Snæfellsnes. Aðalheiður stóð nú í sömu sporum og tvær mágkonur hennar höfðu staðið áður, er bv. Apríl og bv. Sviði fórust. Hún hvorki brotnaði né bognaði og ól upp börn sín ein. Hún giftist síðan Skarphéðni Magnússyni frá ísa- firði og gekk hann börnum Aðal- heiðar í föður stað. Saman eignuð- ust þau tvo drengi, Magnús og Reyni. Eftir skyndilegt fráfall Skarphéðins í júlí 1984 starfaði Aðalheiður um árabil hjá skyld- fólki sínu í Hagkaupi. Börnum og skyldfólki Aðalheiðar eru sendar samúðar og hluttekningarkveðjur. Sigurgeir. KRISTJANA ÞORKELSDÓTTIR + Kristjana Þor- kelsdóttir var fædd í Reykjavík 24. janúar 1924. Hún andaðist á Landsspitalanum 2. júli síðastliðinn. Faðir hennar var Þorkell Ottesen, prentari á Akur- eyri, og móðir Hólmfríður Krist- jánsdóttir frá tílfs- bæ í Bárðardal. Þorkell átti níu önn- ur börn en Hólm- fríður hana eina, en fékk henni fóstur hjá Sigríði Margréti Sigurðardótttur föð- ursystur sinni. Kristjana gekk að eiga Einar J. Skúlason, skriftvélavirkja, 22. maí 1943. Hann var fæddur 13. janúar 1918 á Söndum í Mið- firði, sonur Salóme Jónsdóttur og Jóns J. Skúlasonar, bónda þar. Einar stofnaði fyrirtæki í eigin nafni sem hann rak frá 1939 til 1985. Þau Kristjana bjuggu lengi í Bröttugötu 3a þar sem fyrirtæki Ein- ars var fyrst til húsa en síðar í Garðastræti 38. Seinustu þrjú árin hefur Kristjana bú- ið á Vesturgötu 7. Einar Iést 12. des- ember 1990. Þau Kristjana og Einar eignuðust einn son barna, Skúla, sem er rafeindvirki. Börn hans eru Ingi- fríður Ragna, Árni Einar og Einar Jón. Kristjana var kostuð til náms í Verslunarskóla íslands og út- skrifaðist hún þaðan aðeins sextán ára gömul. Hún starfaði lengst af ævi á Landsíma fs- lands, ritsímanum, eða frá 1942 til 1974, en frá 1987 til 1994 á Listasafni Islands. títför Kristjönu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Fátt minnir jafn áþreifanlega á hverfulleik alls lífs sem andann dregur og að heyra dánartilkynn- ingu góðra vina fyrirvaralaust. Við síðustu samfundi var Kristjana vin- kona okkar jafn skemmtileg og hún var meðan við unnum saman í Lista- safni Islands. Þar sem hún var, eignuðumst við góða og trygga vin- konu því að kringum hana var jafn- an andrúmsloftið líkt og á vordegi. Kristjana sagði skemmtilega frá og var margfróð og hún naut þess að vera innan um fólk. Nú er hún horfin á braut og skarð fyrir skildi á vinafundum þegar hana vantar. Kri- stjana kunni vel að gleðjast með glöðum. Því kveðjum við hana með söknuði, en minningin um hana lifir og vermir huga okkar i hvert skipti sem mynd hennar kemur upp í hug- ann. Þannig lifir hún áfram á meðal okkar. Hafi hún kæra þökk fyrir samveruna. Sigríður Karlsdóttir, Drífa Garðarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.