Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 37 i H i « i S i i i JANE PETRA GUNNARSDÓTTIR + Jane Petra Gunnarsdóttir fæddist á Stöðvar- firði 30. ágúst, 1930. Hún lést á Sjúkrahúsi Kefla- víkur 4. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Gunn- ar Emilsson, vél- smiður, fæddur á Kvíabekk í Ólafs- fírði 1. ágúst 1901, dáinn 29. júní 1977, og Þóra Carlsdóttir, húsfreyja, fædd á Stöðvarfírði 20. júní 1898, dáin 24. mars 1990. Auk Jane Petru áttu þau Ernu, f. 7. maí 1927. Eiginmaður Jane Petru var Jón Þorvaldsson, f. 26. maí 1930, d. 26. des. 1993. Jón var sonur Þorvalds Guðjónssonar og Guðbjargar Jónsdóttur. ' Börn Jane Petru og Jóns eru: Gunnar Þór, f. 11. sept. 1952, kennari, maki Inga María Ingv- arsdóttir, leikskólastjóri; Theo- dór Guðjón, f. 22. okt. 1953, tækjastjóri, maki Ragnheiður St. Thorarensen, skrifstofumær; Guðbjörg Irmý, f. 11. jan. 1956, hús- móðir, maki Róbert Þór Guðbjörnsson, rafvirkjameistari; Örn Stefán, f. 27. mars 1961, eftirlits- maður, maki Ása Kristín Margeirs- dóttir, kennari; Rúnar Már, f. 29. maí 1965, verka- maður. Barnabörn Jane Petru og Jóns eru ellefu. Að loknu skyldunámi fór Ja- ne Petra í framhaldsnám í Reykholtsskóla í Borgarfírði og sfðar í Húsmæðraskólann í Reykjavík. Lengstum starfaði hún við verslunarstörf, þá helst hjá Kaupfélagi Suðurnesja og Varnarliðinu. Liðlega fertug veiktist Jane Petra og átti upp frá því við mikil veikindi að stríða. títför Jane Petru fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekki um þig, ó móðir góð? Upp, þú minn hjartans óður! Pví hvað er ástar og hróðrardís, og hvað er engill úr Paradís hjá góðri og göfugri móður? (Matth. Joch.) í dag kveð ég með trega elsku- lega mömmu mína, eftir langa og stranga veikindabaráttu. En ekki ætla ég að rekja þessa baráttu, heldur að minnast gleðistundanna, því svo mikill var krafturinn og lífs- gleðin að allir dáðust að. Mest fannst henni gaman að vera í góðra vina hópi, í kringum börnin sín og barnabörnin og ekki síst systur sína. Aldrei lét hún sig vanta í barnaafmælin. Hún hafði unun af fallegum hlut- um og gat rölt um alla Kringluna daglangt og skoðað. Oft var eitt- hvað keypt til að gleðja einhvern með, því það fannst henni gaman. Að fara í ferðir með skátunum var henni dýrmætt, en þar var hún búin að starfa frá því hún var stelpa. Söngelsk var hún, og raulaði oft með þegar gott lag kom í útvarpi eða sjónvarpi og ekki skemmdi það ef það var skátalag. Hún kunni ótal kvæði, sálma og dægurlög. Hag- mælt var hún og liggja margar vís- urnar eftir hana sem ortar voru til ættingja og vina við hin ýmsu tæki- færi. I „bústaðnum“ með okkur leið henni alltaf vel, það var spilað, farið í gönguferð, kveiktur varðeldur, hlegið og sprellað, setið í rólegheit- um að spjalla og ótal margt fleira. En mesta uppáhaldið var þegar berin voru þroskuð. Það var sama hvemig veður var, út fór hún og „skreið" (í orðsins fyllstu merkingu) um allan móann og fyllti hverja doll- una á fætur annarri af bláberjum, þar til þau voru búin, þá leit hún að- eins á krældberin. Ótal minningar streyma að og munu þær ylja okkur um ókomna tíð. Eg trúi að nú sé mamma komin í faðm elsku pabba og líði vel. Við höfum misst mikið og bið ég góðan Guð að gefa okkur öllum styrk. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku mamma mín. Þín Guðbjörg I. Jónsdóttir (Gógó). Hún elsku systir mín er látin eft- ir hetjulega baráttu við krabba- meinið, sjúkdóminn sem menn hafa svo ótrúlega lengi glímt við, en gengur svo illa að finna varanlega lækningu á, þrátt fyrir stórstígar framfarir á flestum sviðum lækna- vísindanna. Hún systir mín hefur sýnt fádæma dugnað og kjark í áratuga baráttu við margs konar sjúkdóma og stóð svo sannarlega meðan stætt var. Það er margs að minnast. - Ungar að árum fluttum við með foreldrum okkar að austan til Keflavíkur árið 1932, þannig að við höfum séð bæinn okkar breytast úr litlu hálfóhrjálegu sjávarþorpi, með moldargötunum sínum, í fal- legan bæ. - Við systurnar sitjandi uppi á eldhúsborði við gluggann á Brunnstíg 5 og horfum á fólkið sækja vatn í brunninn, í fötum (skjólum), brúsum og dunkum, á handkerrum og konurnar komu og skoluðu þvottinn sinn. - Við í leik með krökkunum úr nágrenninu og eignumst við þá vini, sem við eig- um enn í dag. Árið 1936 fluttum við af Brunn- stígnum í nýja fína húsið, sem pabbi byggði að Suðurgötu 37, nú 41. Húsið var með rennandi vatni í eld- húsi og baðkari, salemi og handlaug í baðherberginu. Afram liðu árin við leik og störf. Að loknu námi í bama- og unglingaskóla hér heima, vorum við sendar í framhaldsskóla. Eg í Kvennaskólann í Reykjavík, en Ja- ne síðar í Reykholtsskóla í Borgar- firði og síðan í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Við höfum ætíð fylgst að, báðar reist okkar bú hér í Keflavík og ver- ið mjög nánar; séð börnin okkar vaxa úr grasi og stofna sínar fjöl- skyldur, en þau eru langflest hér í Keflavík. Þegar leiðir skilja finn ég hvað við vomm ákaflega gæfusamar að fá að vera saman og hafa allt fólkið okkar í kringum okkur. Elsku systir. Ég veit að vel verð- ur tekið á móti þér í landi ljóssins af Jonna þínum, sem þú syrgðir svo sárt, mömmu og pabba, og fleiri ást- vinum. Góður Guð varðveiti þig og styrki börnin þín og fjölskyldur þeirra. Hjartans þökk fyrir allt og allt. Þín systir, Edda. Þegar ég og Elentínus unnusti minn komum heim úr nokkurra daga ferðalagi fímmtudaginn 2. júlí, sögðu foreldrar mínir okkur að amma Beta, eins og flestir kölluðu hana, ætti ekki langt eftir ólifað, því að nú væri krabbameinið algjörlega að ná yfirhöndinni. Aðeins tveimur dögum seinna dó hún og söknuður- inn er mikill, en jafnframt viss létt- ir, því mér fannst mjög erfit að sjá hana þjást eins og hún gerði síðustu daga ævi sinnar. Mér fannst alltaf gaman að koma til ömmu Betu, því hún raðaði skrautmununum alltaf svo skipu- lega og Jjað var alltaf svo fínt hjá henni. Eg gat oft setið tímunum saman og skoðað heimilið hennar. Það sem var skemmtilegast að skoða var veggur einn, sem var full- ur af fjölskyldumyndum og er þetta eitt af því sem bömin hennar hafa nú á sínum heimilum, þ.e. mynda- vegg. Amma Beta átti armband með fimm litlum smáhlutum sem hún tileinkaði börnunum sínum. Þegar ég var yngri sat ég oft með ömmu og reyndi að geta hver ætti hvaða hlut og gekk oftast frekar illa að muna það, en amma hjálpaði mér alltaf að hafa það rétt. Amma Beta var alltaf dugleg að fylgjast með fjölskyldunni sinni, sem hún vildi allt hið besta. Hún var alltaf að spyrja mig hvernig mér gengi í skólanum og hvað væri að frétta af unnustanum mínum, sem er við nám í Bandaríkjunum. Ég mun aldrei gleyma því hvað hún var spennt fýrir mína hönd, þegar ég fór um páskana út til hans án þess að hann vissi af því og það fyrsta sem hún spurði þegar ég kom heim aftur var hvort það hefði tekist að koma honum á óvart. Ég var mjög ánægð þegar amma hitti Skúla frænda og Ella minn þegar þeir komu til Islands í sumar- frí, því þegar hún kvaddi þá um jól- in, hélt hún að hún myndi ekki lifa það að sjá þá aftur. En hún var svo dugleg og sterk að hún lifði að sjá þá rétt áður en hún dó. Því miður eru þeir nú farnir aftur út til náms og missa því af jarðarförinni, en þeir hugsa örugglega til ömmu. Amma Beta var mjög dugleg og klár að semja ljóð. Ég fékk undan- tekningarlaust ljóð með afmælis- gjöfum og við hin ýmsu tækifæri og eru þau vel varðveitt. Þegar ég fermdist fékk ég þessar vísur frá henni: Fögur var nú ferming þín, festu þér hana vel í minni. Og elskulega nafna mín, Guð fylgi þér í framtíðinni. Nú leggur þú út á lífsins braut, á lipru fótunum þínum. Ég vona að þú sigrir hveija þraut, ég bið þess í bænunum mínum. Börn ömmu og makar voru svo góð við ömmu að sldptast á að vera hjá henni dag og nótt síðustu dag- ana í lífí hennar. Veit ég að nálægð- in við þau styrkti hana í baráttunni við sjúkdóminn og finnst mér þau einstaklega hugrökk og eiga mikið hrós skilið, því ég veit að það er ekki auðvelt að horfa einhvern ná- kominn deyja. Ég mun aldrei gleyma næstsíð- ustu nóttinni í lífi ömmu, þegar öll fjölskyldan var saman komin hjá henni og ég sat hjá henni og hélt í hönd hennar. Hún leit í kringum sig og sá þar Eddu, sína ástkæru syst- ur. Teygði amma sig þá til hennar og sýndi þetta hvað þær voru nánar. Svo setti hún hönd sína aftur í hönd mína og ég tók utan um hana og varð þá andardrátturinn rólegri og rétt á eftir sofnaði hún aftur. Það var eins og amma Beta væri að kveðja okkur. Ég votta foreldrum mínum, bróður, systkinum pabba og fjöl- skyldum þeirra, ásamt Eddu syst- ur ömmu mína dýpstu samúð. Ég veit að ömmu Betu mun líða vel hjá Jonna afa og Guð blessi þig amma mín. Þín alnafna, Jane Petra Gunnarsdóttir. Til elsku ömmu Betu. Uppi í bú- stað fannst ömmu gaman, þar vor- um við öll saman. Að spila UNO og tína ber. Þangað hún ekki oftar fer, nema bara í huga mér. Þín, Irmý Ósk. Kæra vinkona. Nú ert þú farin „heim“. Við vitum að þú átt góða heimkomu þar sem ástkær eigin- maður þinn, Jonni, mun taka á móti þér og þið sameinist á ný. I skátastarfi þar sem kynnin hófust bast þú vináttuhnút á milli okkar og þó svo að hnútar eigi að vera auðleysanlegir var þessi það ekki. Ekkert los hefur verið á honum í 55 ár. Minningin um þig mun lifa í huga og hjörtum okkar um ókomin ár. Megi góður Guð gefa fjölskyldu þinni og ættingjum styrk og hugg- un. Hafðu þökk fyrir aílt og allt. Leiðir skilja, lífsins herra blíður lúnu bami ástarfaðirinn bíður. Hinstu kveðju i klökkri vinarsál hvergi er hægt að festa í letrað mál. Kæra vinkona, ástarþakkir streyma upp til þín í bjarta ljóssins heima fyrii* kynnin kæru og góðu hér hvergi þar á nokkum skugga ber. Blessun Drottins bjarta þroskavegi • búi þér á nýjum lífsins degi. Eilífð fagra, ástgjöf frelsarans öðlist þú í dýrðarrfld hans. (höf. ókunnur) María, Guðrún og Gauja. Ef við lítum yfii' farinn veg og finnum gamla slóð færast löngu liðnar stundir okkur nær. M að margar standa vörður þær sem einhver okkar hlóð upp um fjöll, þar sem vorvindurinn hlær. ^ Öll þau yndisfógru kvöld okkar litlu skátatjöld era gömlum skátum endurminning kær. Meðan varðeldamir seiða og við syngjum okkar ljóð suðar fossinn og töfrahörpu slær. Á einhverjum yndislegasta degi þessa sumars kom kallið hennar Betu, „hún er farin heim“. Nú er hún laus við þjáningar þessa heims en hún var mikið veik mörg síðast- liðin ár. Nú er hún komin í fang Jonna síns, sem kvaddi þetta líf 26. des. 1993. Það má segja að líf Betu hafi bara verið hálft eftir að Jonni fór. Þau voru bæði góðir félagar í St. Georgsgildinu i Keflavík, sóttuv alla fundi og voru alltaf viðbúin að „leggja hönd á plóg“. Beta átti létt með að kasta fram stöku eftir gott ferðalag eða hverskonar tilefni. Hún naut þess að koma á fundi út í skála og vildi láta syngja öll gömlu og góðu lögin sem allir kunnu og eru okkur svo kær. Við viljum þakka Betu samfylgd- ina í gegnum árin og sendum börn- um hennar, tengdabörnum, bama- börnum og Eddu systur hennar okkar innilegustu samúðarkveðjufc- og biðjum góðan guð að styrkja þau öll á erfiðri stundu, en minning um góða systur, móður og ömmu er björt í hugum okkar. Eitt sinn skáti - ávallt skáti. St. Georgsgildið í Keflavík. EMILIA DAGNY SVEINBJÖRNSDÓTTŒ + Emilía Dagný Sveinbjörnsdótt- ir fæddist á Bjarn- arstöðum í Blöndu- hlíð í Skagafírði 25. júní 1916. Hún lést á D valarh eimilinu Hlíð á Akureyri 27. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Svein- björn Jóhannesson og Ólína Guðfínna Sigfúsdóttir. Emilía var gift Birni Ein- arssyni, en hann lést 30. júní 1969. Bjuggu þau á Akureyri. Börn þeirra eru: Hörður, Ólína, Sveinbjörn, Filippía og Aðal- björg. Stjúpsynir eru Atli og Einar Björnssynir. títför Emilíu fór fram frá Höfðakapellu á Akureyri 9. júlí. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir hðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Nú er blessunin hún tengda- mamma búin að kveðja þennan heim. Þegar ég sit hérna við eld- húsborðið og er að reyna að setja nokkur orð á blað um hana, streyma endurminn- ingarnar gegnum hugann, og af mörgu er að taka. Hún Emma mín var alveg yndisleg akona, vildi öllum vel og allt fyrir alla gera. Alltaf var opið hús hjá henni og heitt kaffi á könnunni. Mörg voru matarboð- in, oft þröng á þingi en það skipti ekki máli fyrir hana því ekki vildi hún sleppa neinum. Hún var alltaf svo blíð og góð. Ég minn- ist Emmu með þakklæti í huga fyr- ir allt sem hún var fyrir mig og fjölskyldu mína. Blessuð sé minn- ing hennar. Rannveig. Þegar mér barst fregnin um lát Emmu, færðist yfir mig söknuður, en jafnframt þakklæti fyrir sam- fylgdina við Emmu, þessa dugmiklu húsmóður og móður, því fjölskyldan var stór og alltaf gat Emma bætt við. Hugurinn leitar langt aftur þegar ég var lítill telpuhnokki sem fylgdi alltaf með hvert sem fjölskyldan fluttist, upp á brekku, inn í bæ eða miðbæinn. Með mér og dóttur Emmu, Píu, tókst mjög náin vinátta strax um tveggja ára aldur sem við njótum enn þann dag í dag. Vináttu þessa á ég ekki síst Emmu að þakka ,sem tók mér opnum örmum og lét mér líða eins og einni úr fjöl- skyldunni, enda heyrði ég hana oft segja þegar um mig var spurt: „Hún Hulda er heimagangur hér“ um leið og hún sendi mér glettnis- legt augnagot sem mér þótti svo vænt um. Þessi tími var okkur hag- stæður, þeim bömum sem áttu úti- vinnandi móður, en höfðum samt öruggt húsaskjól hjá þeim mæðrum sem voru bara heima eins og nú er sagt. Oft var glatt á hjalla í Hafnar- strætinu hjá Emmu og Birni og margs er að minnast, en of langt væri að tíunda það allt hér. Elsku Emma, þakka þér fyrir að fá að njóta góðvildar og leiðsagnar þinnar og þeirra sem á heimilinu dvöldu, því á þessu heimili var flóra alls mannfólks sem leit inn, því hver kaffitími var þéttsetinn af heima- fólki, fólki úr sveitinni og einnig ná- grannabæjum Akureyrar og alltaf drekkhlaðið borð af kaffibrauði og kleinum. Okkur mæðgunum veittir þú mikið öryggi með hjálpsemi þinni í minn garð. Viljum við þakka þér alla góðvildina og þær ánægjulegu stundir sem við áttum öll saman, hvort sem var á bamsaldri, ung- lingsaldri eða fullorðinsaldri. Elsku Pía, systkini og aðrir að- standendur, við vottum ykkur sam- úð okkar. Hulda og Svava. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæii að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubii og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum^f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.