Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 21 Sprengju- tilræði í Alsír TIU manns létust og 21 særð- ist alvarlega í sprengjutilræði í fátækum hluta Algeirsborg- ar í Alsír í gær. Sprakk sprengjan á flóamarkaði þar sem urmull var af fólki en ís- lamskir uppreisnannenn í landinu hafa áður gert slíkar samkomur að skotmarki sínu. Stjórn landsins skýrði enn- fremur frá því að leiðtogi upp- reisnarhreyfingarinnar GIA, Khalifi Athmane, hefði fallið í bardaga nálægt höfuðborg- inni. Eldgos í Indónesíu? INDÓNESÍSK stjórnvöld sögðu í gær íbúum í nágrenni eldfjallsins Merapi að vera reiðubúnir til að yfirgefa svæðið en hraun hefur tekið að vella upp úr fjallinu, sem er virkast allra eldfjalla í Indónesíu. Svíar keyptu „gyðingagull“ í SKÝRSLU sænskrar rann- sóknamefndar, sem birt var í gær, kom fram að næstum helmingur þess gulls sem Sví- þjóð keypti af Þýskalandi Hitlers kunni að hafa verið svokallað „gyðingagull". Fram kom einnig að bankastjóri sænska seðlabankans hafi vit- að um uppruna gullsins og var gagnrýnt í skýrslunni að sið- ferðileg hlið málsins skyldi ekki þá hafa verið íhuguð. Dýrkeypt lestarslys LESTARSLYSIÐ mikla í Eschede, nærri Hannover í Þýskalandi, í síðasta mánuði þar sem meira en 100 manns létu líf sitt mun kosta þýska lestarfyrirtækið Deutsche Bahn um þrjá og hálfan millj- arð íslenskra króna þegar tekið hefur verið tillit til allra þátta, bóta til fórnarlamba slyssins og þess háttar. Talið er að bilun í hjólabúnaði hafi verið orsök slyssins. Akrópólis brennur KJARRELDUR kviknaði í hinni fornu Agóru við rætur Akrópólis í Aþenu í gær og ógnaði hinum tvö þúsund og fimm hundruð ára gömlu minjum áður en slökkviliðs- mönnum tókst að vinna bug á eldinum. Mikill hiti og vinda- söm tíð hafa valdið fjölda skógarelda á Grikklandi und- anfamar vikur. Karbaschi aft- ur fyrir rett BORGARSTJÓRINN í Teheran, Gholamhossein Kar- baschi, kom fyrir rétt í gær að nýju sakaður um spillingu og fjárdrátt. Karbaschi er einn umbótasinna í írönskum stjórnmálum og telur ásakan- ir á hendur sér runnar undan rifjum íhaldsmanna í landinu sem vilja ekki hverfa frá bók- stafstrú. Tony Blair hitti fulltrúa Óraníureglunnar á N-írlandi _ ^ Reuters EINN meðlima Óraníureglunnar horfir á breska hermenn styrkja varnarvegg sinn en umsátur Óraníu- manna við Drumcree er nú á fimmta degi. Fleiri farast í flóðum Peking. Reuters. ALLS hafa nær fjögur hundruð manns farist af völdum flóða sem gengið hafa yfir í suðurhluta Kína undanfarinn mánuð, samkvæmt fréttum kínverskra ríkisfjölmiðla í gær. Yfirvöld í Sichuan-héraði, sem liggur við ofanvert Jangtze-fljót, tilkynntu í gær að þar hefðu að minnsta kosti 170 manns farist og nær 2 þúsund slasast. Mikið tjón hefur orðið á mannvirkjum og nær milljón hektarar ræktarlands hafa farið undir vatn. Óttast frekari skaða af völdum rigninga Þrátt fyrir að flóðin virðist nú vera í rénun í þeim héruðum sem verst hafa orðið úti, hafa yfirvöld áhyggjur af frekari skaða í kjölfar mikilla rigninga á upptakasvæðum Jangtze-fljóts. Veðurfræðingar vara einnig við hættu á flóðum í norðurhluta Kína, en það er afar sjaldgæft. Enginn ár- angur af fundinum London, Belfast. Reuters. ENGINN árangur varð af fundi Óraníumanna í gær með Tony Bla- ir, forsætisráðherra Bretlands, í London en nú eru fimm dagar síð- an umsátrið við Drumcree-kirkju í Portadown á N-írlandi hófst vegna umdeildrar göngu Óraníumanna, sem eru mótmælendatrúar, niður Garvaghy-veg þar sem búa kaþ- ólikkar. Báðir aðilar voru sammála um að vera áfram í sambandi vegna máls- ins en að fundinum loknum ítrekaði Blair að hann gæti ekki breytt ákvörðun „göngunefndarinnar" sem hafði bannað göngu Óraníu- manna. Hinir síðastnefndu kváðust ætla að halda mótmælum sínum áfram hvað sem tautaði og raulaði og The Belfast Telegraph sagði frá því í gær að sennilega hefðu um tuttugu og fimm þúsund sam- bandssinnar verið staddir við Drumcree á miðvikudagskvöld til að ljá Óraníumönnum stuðning sinn. Einn þeirra harmaði í gær hins vegar óeirðirnar sem geisað hafa á N-írlandi síðan á sunnudag. „Við höfum miklar áhyggjur af öllu of- beldinu. Það veikir málstað okkar,“ sagði séra William Bingham, með- limur Óraníureglunnar í Armagh. „Engin gata er virði mannslífs og enginn hefur rétt til að skemma eignir annarra. Við viljum aðeins friðsamleg mótmæli.“ Óeirðir hafa samt sem áður brot- ist út öll kvöld síðan Óraníumönn- um var bannað að ganga niður Garvaghy-veginn, enda fátt eins vel til fallið að æsa upp tilfinningar manna eins og hinar umdeildu göngur Óraníumanna. Hefur gi’jóti og bensínssprengjum verið kastað að lögreglunni, bílum stolið og þeir eyðilagðir. Jafnframt hafa öfga- sinnaðir mótmælendur brennt nokkur hýbýli kaþólikka sem lent hafa á vergangi í kjölfarið. Eru bæði lögregla og her í fullri við- bragðsstöðu vegna ástandsins. Vilhjálmur prins hittir Kamillu í fyrsta sinn London. Reuters. í BRETLANDI velta menn nú vöngum yfír því hvort samband ríkisarfans Karls prins við Ka- millu Parker Bowles verði senn gert opinbert, eftir að fregnir bárust af því að Kamilla og Vil- hjálmur prins, eldri sonur Karls og Díönu, hefðu hist í fyrsta skipti í síðasta mánuði. Talsmaður Karls staðfesti fréttirnar, en tók fram að þetta væri fjölskyldumál og lét í ljós ósk um að einkalíf prinsins unga yrði virt. Bresku slúðurblöðin hafa engu að síður gert málinu góð skil og slegið því upp á forsíðum sinum. „Kamilla var óskaplega tauga- spennt... en mjög fegin að hafa loks hitt Vilhjálm", segir meðal annars í The Mirror. Blaðið segir að þau hafi hist í fyrsta sinn fyrir tilviljun í höll Karls í London 12. júní síðastliðinn, en þar mun hún vera tíður gestur. „Þetta er fyrsta merki þess að Kamilla, sem hefur verið náin Karli í 25 ár, sé nú að koma fram á sjónarsviðið sem fylgikona hans til frambúð- ar“, segir í frétt blaðsins. Veðbankar taka viðbragð Breskir veðbankar fylgjast jafnan grannt með stöðu mála Yf irbm ríir i 20 ár til sjós og lumls. r'^ MASTER ♦ háþrýstispil fyrir báta og vinnuvélar , Mismunandi stæröir og geröir af PULLMASTER háþrýstispilumtil aö mæta hverri þörf til sjós og lands. Stiglaus hraðastýring, þægileg spilstjórn. Togkraftur frá 500 kp (1,102 Ibjtil 22,680 kp (50,000 Ib). Sjálfvirkar diskabremsur. Traust hönnun, öryggi og árei>anleiki hefur gert PULLMASTER háþrýstispilin þekktum allan heim. Mikið úrval fyrirliggjandi. Góð þjónusta og hagstætt verð. VELASALAN ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 552 6122. hjá konungsfjölskyldunni. Eftir að fréttir bárust af fundum Vil- hjálms og Kamillu tilkynnti einn helsti veðbankinn að líkurnar á konunglegu brúðkaupi fyrir lok næsta árs væru nú komnar úr sjö á móti einum í þrjá á móti einum. Karl og Kamilla kynntust árið 1970, en upprunalegu sambandi þeirra lauk þremur árum síðar, þegar hann gekk í sjóherinn og hún giftist öðrum manni. Ástin blómstraði þó á milli þeirra á ný og Karl viðurkenndi í sjónvarps- viðtali árið 1995 að þau hefðu átt í framhjáhaldi eftir að brestir komu upp í hjónabandi hans og Díönu prinsessu. Svo virtist sem breska þjóðin væri að taka Ka- millu í sátt, en eftir lát Díönu á síðasta ári hefur hún haldið sig til hlés. Hreinlætistæki Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera. Innbyggt frárennsli auðveldar þrif Tvívirkur skolhnappur, hægt er að velja um 3ja eða 6 lítra skol. Ifö sænsk gæðavara. Heildsöludreiflng: Ti Smiðjuvegi 11,Kópavogi Sími 564 1088.fax564 1889 Fæst í bygoingavdruverslunum um landallt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.