Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 3ÍK R » I : l » » » » » s» » » » . SIGRÍÐUR ÁSGEIRSDÓTTIR + Sigríður Ás- geirsdóttir, fyrverandi ljós- móðir, var fædd á Fossi á Skaga í Skefilsstaðahreppi 3. desember 1905. Hún andaðist á EIli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 1. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ásgeir Hall- dórsson, bóndi á Fossi, f. 17.6. 1872, d. 3.7. 1967, og kona hans, Sigurlaug Sigurð- ardóttir, f. 17.3. 1877, d. 23.11 1961. Árið 1929 giftist Sigríð- ur Eggerti Arnórssyni, f. 7.9. 1900, d. 8.9. 1982, Árnasonar prests í Hvammi í Laxárdal og átti með honum tvær dæt- ur, Sigurlaugu, f. 9. febrúar 1930, d. 23.12. 1986, og Mar- gréti, f. 15. apríl 1931. Þau skildu. Hún átti þrjú barna- börn og fjögur barnabarna- börn. Sigríður lauk prófi frá Ljósmæðraskólanum í Reykjavík 14. júní 1928 og var skipuð ljósmóðir í Skefils- staðahreppi 22. ágúst sama ár. Sigríður gegndi ljósmóð- urstörfum í Skefilsstaða- í dag verður til moldar borin amma mín, Sigríður Ásgeirsdóttir ljósmóðir frá Fossi á Skaga. Ég tel það forréttindi að hafa fengið að kynnast á lífsleiðinni konu eins og henni og er hreykin af því að hafa átt hana fyrir ömmu. Hún var einkabam foreldra sinna, fædd 1905, og var sagt um langafa minn Ásgeir og langömmu Sigurlaugu að þau hafi verið víðsýn og fram- farasinnuð enda heimilið á Fossi þekkt fyrir rausnarskap og góða búskaparhætti. Þeim var kappsmál að dóttirin fengi eins gott uppeldi og mögulegt var á þeim tíma. Áhersla var lögð á að hún menntað- ist eins og kostur var enda var amma fróðleiksfús og hafði gaman af því að lesa og læra. Hún sagðist iðulega hafa lært í fjósinu við grút- arljós enda hefði verið svo hlýtt hjá kúnum. Hún var mjög greind kona og stálminnug og það sem henni var gert að læra kunni hún orðrétt. Að loknu námi í ljósmæðraskólan- um í Reykjavík 1929 var hún skipuð ljósmóðir í Skefilsstaðahreppi. Ljósmóðurstarfinu fylgdi mikil ábyrgð enda sinnti hún um leið heilsugæslu bæði tví- og fer- fætlinga í sveitinni. í bókaskápnum var að finna allar bækur um lækn- isfræði manna og dýra sem gefnar höfðu verið út á íslensku fyrr á öld- inni. Hún var mjög trúuð og tók virkan þátt í kirkjustarfi sem orgel- leikari um árabil bæði í Hvamms- kirkju og einnig í kirkjunni á Ketu. Hjónaband hennar og afa míns, Eggerts Arnórssonar, stóð stutt og sá hún því alfarið um uppeldi og uppvöxt dætranna tveggja. Hún var sannfærð um gildi og nauðsyn menntunar enda alin upp við slíkan hugsunarhátt. Dæturnar Margrét og Sigurlaug voru því sendar til náms. Margrét lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og Sigurlaug kennaraprófi frá Hús- mæðrakennaraskólanum á Laugar- vatni. Það hlýtur að hafa verið gíf- urlega erfitt fyrir fátækt bændafólk að standa straum af kostnaðinum sem þessu fylgdi. Fyrir henni vakti að mennta þær báðar þannig að þær yrðu sjálfstæðar og gætu séð fyrir sér sjálfar. Þetta var hugsun- arháttur sem eflaust margir hafa á þeim tíma ætlað sonum sínum en ekki endilega dætrum. Hún var fulltrúi þein-ar kynslóðar íslend- inga sem upplifði landið þróast úr fátæku vanþróuðu bændasamfélagi til nútímans, eða úr samfélagi þar hreppi til 1951 og var auk þess org- elleikari í Hvamms- og Ketu- sókn um árabil. Hún brá búi það ár og fluttist til Sauð- árkróks þar sem hún bjó í eitt ár áður en hún flutt- ist 1952 ásamt öldruðum foreldr- um sínum til Reykjavíkur. Hún annaðist foreldra sína meðan þau lifðu. I Reykjavík starfaði hún lengst af hjá Olíufélaginu Es- so, fyrst í mötuneyti félagsins og síðar á kaffistofu skrifstof- unnar. Hún fékkst einnig við saumaskap og hafði sérhæft sig í að sauma íslenska bún- inga. Hún bjó lengst af í Skip- holti 53 en árið 1990 fluttist hún til dóttur sinnar, Mar- grétar, og bjó hjá henni og tengdasyni í Brúnalandi 38. í janúar 1997 varð hún fyrir áfalli og hafði dvalið rúmt ár á sjúkradeild Elli- og hjúkr- unarheimilisins Grundar. Útför Sigríðar fer fram frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. sem rafmagn þekktist aðeins af af- spum til þráðlausra fjarskipta og það er fyrir okkur sem yngri eru nánast vonlaust að gera okkur grein fyrir þeim gífurlegu breyting- um á lffsháttum og viðhorfum fólks sem hennar kynslóð hefur á þessari öld þurft að tileinka sér. Hún fluttist til Reykjavíkur 1952 ásamt foreldrum sínum sem bæði voru orðin heilsulaus. Jörðin var seld íyrir íbúð á mölinni. í Reykja- vík hafnaði hún því að starfa áfram við sitt fag sem ljósmóðir enda hentaði það starf illa konu sem hugsa þurfti um tvö gamalmenni. Hún starfaði lengi hjá Olíufélaginu Esso og eignaðist þar fjölmarga góða vini sem héldu tryggð við hana löngu eftir að hún lét þar af störfum. Auk þess fékkst hún við saumaskap, starf sem hún gat unn- ið við heima. Skagafjörðurinn var henni alla tíð hugleikmn og hún sagði oft að fallegasta sýn hennar væri Tindastóllinn séður frá bæn- um á Fossi. Hún tók lengi vel virk- an þátt í starfi Skagfirðingafélags- ins í Reykjavík og starfaði einnig fyrir kvennadeild félagsins. Allir eiga fyrirmyndir í lífinu og amma var mín fyrirmynd. Ég þyk- ist þess viss að hún hafi verið fyrir- mynd kvenna í Skefilsstaðahreppi meðan hún bjó þar. Sú æskuminn- ing er fast greypt í huga minn að ég ætlaði að verða jafn stór og amma enda var hún hávaxnasta kona sem ég þekkti, afar grönn og mjög ungleg að sjá. Ég minnist þess að leikfélagamir trúðu mér ekki þegar ég sagði að þama væri amma mín á ferð, enda leit hún ekki út eins og dæmigerðar ömmur áttu að líta út. Amma kenndi mér að skera út laufabrauð, sauma slát- urkeppi, jafnvel skafa gamir og leiðbeindi mér við fyrstu handtökin á saumavélina. Þegar utanlands- ferðir íslendinga urðu algengar fór amma margsinnis með fjölskyld- unni til meginlands Evrópu enda hafði hún gaman af því að ferðast. Amma Sigríður var víðsýn kona og fordómalaus og hún fylgdist vel með þjóðmálum. Það skipti hana alla tíð miklu máli að hafa eitthvað fyrir stafni og gera gagn. í janúar á síðasta ári datt hún og lærbrotnaði. Hún náði sér aldrei eftir það áfall og sætti sig illa við að vera ósjálfbjarga og algjörlega upp á aðra komin. Hún var ánægð með að fá dvalarpláss á Elli- og hjúkr- unarheimilinu Gmnd þar sem hún MINNINGAR dvaldi á sjúkradeild síðasta árið og fékk eins góða aðhlynningu og hægt var að veita. Hún hafði góða sjón og það var mikil blessun að hún skyldi geta prjónað. Þeir munu um árabil hlýja okkur aðstandend- um treflamir sem hún prjónaði á Gmnd. Löngu þrotin að kröftum fékk hún langþráða hvíld hinn 1. júlí sl. Hún trúði því einlæglega að þá fengi hún að hitta aftur foreldra sína og Sigurlaugu dóttur sína sem lést um aldur fram 1986. Þegar úr tilvemnni hverfur ein- staklingur sem haft hefur jafn djúpstæð áhrif á þroska og tilveru manns og amma hafði á mitt líf eða eins og ömmur gjarnan hafa á líf og tilvem barnabama sinna kemur upp í huga minn þakklæti fyrir að hafa þó fengið að njóta samveru hennar svo lengi sem raun ber vitni og ég kýs að minnast hennar á íslenskum búningi á hátíðarstund þegar hún var upp á sitt besta. Ég er viss um að hún hefði viljað láta minnast sín á þann hátt. Guð blessi minningu ömmu Sigríðar. Sigríður Jónsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn iátna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast. margt er að þakka. Guði sé Iof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Elsku besta amma mín, þegar kemur að því að kveðja þig skortir mig orð og ekkert fær lýst þeim til- finningum sem bærast í brjósti mér. Þú kenndir mér svo margt gott og ég bjóst ekki við að lær- dómsdögum yrði lokið svona fljótt. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi allt frá fæðingu að fá að alast upp á heimili þínu, með þér og mömmu í Skipholtinu og allt til fermingar, þá fluttum við mæðgur en þó ekki lengra í burtu en nokkurra mínútna gang. Æska mín og uppvaxtarár eru full af góðum og fallegum minn- ingum um þig, og tel ég það forrétt- indi að hafa fengið að hafa þig sem samferðamann í gegnum lífið. Með- an á veikindum þínum stóð varstu svo hugrökk og lést engan bilbug á þér finna allt til enda. Elsku amma mín, þú varst svo góð og blíð og umhyggjusöm og lést þér annt um alla. Stórt skarð er höggvið í hjarta mitt sem ég mun reyna að fylla með yndisleg- um minningum um þig. Með þess- um fáu línum langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér og mínum. Þú varst einhver sú ljúfasta og besta amma sem maður getur hugsað sér. Elsku amma mín, ég kveð þig nú með söknuði og bið góðan Guð að fylgja þér í ný heimkynni þar sem þér hefur verið tekið opnum örm- um. Guð blessi þig, amma mín, og þakka þér fyrir allt og allt. Minn- ing þín mun alltaf lifa í hjarta mínu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þín Ásgerður Hrönn. Amma mín var alltaf mjög indæl við mig og passaði mig þegar ég var lítill. Mér þykir mjög vænt um hana og ég var mjög hissa þegar ég frétti að hún væri dáin. Þá varð ég dapur. Bless, amma mín, og gangi þér vel til himnaríkis og hafðu það gott þar. Þinn Theodór Orri. ÞORSTEINN SVANLA UGSSON . + Þorsteinn Jónas Öxndal Svan- laugsson fæddist á Akureyri 6. ágúst 1920. Hann lést á Akureyri 2. júlf síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Svanlaug- ur Jónasson, verk- sljóri hjá Akureyr- arbæ, f. 4.11. 1882, d. 15.10. 1946, og kona hans Kristjana Rósa Þorsteinsdótt- ir, húsmóðir f. 23.11. 1882, d. 20.2. 1957. Þorsteinn átti 14 systkini. Eftirlifandi eru: Eva, hjúkrunarkona f. 1.5. 1906, Ragnheiður, hjúkrunarkona, f. 15.5. 1907, Hrefna, húsmóðir, f. 7.12.1912, Hulda, hjúki-unar- kona, f. 12.10. 1914, og Helga, hjúkrunarkona, f. 6.9.1922. Hinn 23. nóvember 1952 kvænt- ist Þorsteinn eftirlifandi eigin- konu sinni, Lissý Sigþórsdóttur, húsmóður, f. 13.6. 1929. For- eldrar hennar voru Septína Magnúsdóttir og Sigþór Jó- hannsson. Þau Þorsteinn og Lissý eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Rósa, ljósmóðir, f. 8.4. 1955, búsett í Kópavogi. Eiginmaður hennar er Haraldur Rafnar, rafeindavirki, f. 1.12. 1948. Sonur Rósu og Sigur- björns Arngríms- sonar er Þorsteinn Jónas, f. 7.8. 1983. 2) Ásta, starfsmaður þvottahúss FSA, f. 29.4. 1957, búsett á Akureyri. 3) Hulda, sjúkraþjálfari, f. 6.2. 1962, búsett á Akur- eyri. Eiginmaður hennar er Heimir Gunnarsson bygg- ingatæknifræðing- ur, f. 18.2. 1959. r~ Synir þeirra eru Birkir, f. 17.7. 1987, og Arnar, f. 27.10. 1991. Þorsteinn ólst upp hjá foreldr- um sínum á Akureyri. Hann starfaði sem bifreiðasljóri hjá BSA og Stefni þar til hann hóf sjálfur rekstur hópferðabíla. Lengst af ævinnar var hann starfsmaður Flugfélags fslands á Akureyri en síðustu starfsárin var hann fulltrúi hjá bæjarfó- getanum á Akureyri. Þorsteinn var áhugamaður um íþróttir og helgaði íþróttafélaginu Þór krafta sína til margra ára. Einnig hafði hann áhuga á stjórnmálum og var virkur fé- lagi í Alþýðuflokknum. Útför Þorsteins fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var að kvöldi 2. júlí eftir langan og sólbjartan ferðadag í fríi norður á Jótlandi, að ég fékk þá sorgarfrétt að hann pabbi hafði dáið mjög skyndilega. Ég sem hafði tal- að við hann tveimur dögum áður og þá var hann svo hress og glaður í símanum, allur að ná sér eftir smá- aðgerð sem hann hafði verið í og þennan dag var veður á Akureyri yndislegt, en veðrið var stór þáttur í lífi hans. Á leið minni heim til Is- lands næsta dag snerust allar mínar hugsanir um þig, pabbi minn, minn- ingarnar streymdu að. Þú varst svo mikið fyrir að vera úti í náttúnmni, helst í óbyggðum, varst duglegur að ganga á fjöll. Ofáar urðu ferðimar á Súlutind og í öllu þessu urðum við systumar þátttakendur. Pabbi, þú varst sá ósérhlffnasti og greiðvilöi- asti maður sem ég hef kynnst, alltaf tilbúinn að hjálpa öðmm, leiðbeina, aðstoða og taldir aldrei eftir þér sporin, hvort sem þurfti að keyra okkur eða aðstoða á annan hátt. Við systumar fengum yndislegt uppeldi hjá ykkur mömmu þar sem við nut- um öryggis, okkur var treyst og alltaf vomð þið tilbúin að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda. Hvað er betra veganesti út í lífið? Þið mamma áttuð yndislegt heim- ili með okkur á Ásvegi 24, Akureyri, þar sem þú byggðir þitt glæsilega hús og síðar í Víðilundi 21, þar sem þið höfðuð búið nú í rúm níu ár og þar leið ykkur vel. Þú varst mikill fjölskyldumaður og eyddir miklum tíma með okkur og bamabörnunum þínum varst þú einstakur. Ég man hvað þú varðst stoltur þegar ég sýndi þér nýfæddan son minn sem fæddist aðeins sex tímum eftir af- mælisdaginn þinn og að sjálfsögðu var hann skírður í höfuðið á þér. Lffsviðhorf þitt var að gefast aldrei upp og þannig bjóst þú okkur fyrir lífið. Nú hin síðari ár þegar heilsan tók að bila, brást þú við með þínum einstaka dugnaði. Þú hafðir trú á að hreyfing og útivera væri til alls góðs og þess vegna fórst þú í daglegar gönguferðir. Þú varst í hópi þeirra sem stofnuðu Félag hjartasjúklinga á Eyjafjarðarsvæðinu, sem hafði það m. a. að markmiði að ganga alla laugardaga og þar varst þú göngu- stjóri frá fyrstu gönguferð sem far- in var 6. október 1990. Þú skráðir hverja göngu niður í dagbókina þína, hversu margir komu að ganga, hvernig veður var, hvar gengið var og fyrir stuttu sagðir þú mér stoltur frá því að aldrei hefði laugardagur fallið úr hversu slæmt sem veður hefði verið. Þú varst félagslyndur og naust þín í góðum hópi og hafðir yndi af spilamennsku. Nú hin síðari ár hef- ur Steini minn notið þess að spila rommí við afa og ömmu við eldhús^ borðið í Víðilundi. Snyrtimennskan var alltaf í fyrirrúmi, þú varst alltaf að hugsa um garðinn þinn, mála og dytta að húsinu og alltaf var bíllinn hreinn og nýbónaður. Það sem ein- kenndi þig, pabbi minn, var létt lund og gamansemi. Þú varst stríð- inn og áttir til að taka upp á ýmsu skemmtilegu eins og t.d. þegar þú faldir alltaf einn jólapakka í húsinu á aðfangadagskvöld þegar við syst- urnar vorum litlar og síðan þurfti að leysa þrautir til að finna pakk- ann. Nú hin síðari ár hitti ég þig sjaldnar, en alltaf var jafngott að koma heim og sitja við eldhúsborðið í Víðilundi, spjalla saman yfir kaffi- bolla og ekki síst að hlæja með þér' því alltaf komst þú manni til að hlæja. Það eru forréttindi að hafa átt föður eins og þig. Það er stórt tóm í lífi okkar fjölskyldu nú eftir brotthvarf þitt, ég veit að þú hafðir mikla lífstrú og áttir ótalmargt ógert, en það hlýtur að vera gott að kveðja með góða samvisku og virð- ingu allra. Elsku pabbi, við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allt það sem þú gafst okkur. Við biðjum góð- an Guð að geyma þig. Hvíl í friði. Þín dóttir Rósa. Ég var að fá símhringingu um að?< bróðir minn Steini hefði orðið bráð- kvaddur. Ég sit sem lömuð um stund. Svo stend ég upp, kveiki á kerti, næ í mynd sem tekin var uppi á Höfðanum á Akureyri, þar standa Steini og Lissý við bílinn sinn. Það sést yfir Pollinn, Oddeyrina og út Eyjafjörðinn, Vaðlaheiðina og Hval- bak. Hve oft hafði Steini bróðir ekki keyrt okkur systur eitt og annað eftir að við urðum ekkjur. Minningarnar streyma að um góðan og glaðan bróður sem vildi öllum gott gera. Þið hjónin tókuð„. alltaf með hlýhug og höfðingsskap móti okkur, er við, skyldfólkið héð- an að sunnan, komum norður. Lissý mín, þú og fjölskylda þín hafið mikið misst. En við munum minnast góðs drengs sem genginn er og hugur okkar fylgir með þakk- læti fyrir allt hið góða. Kveðja, með Guðs blessun. ff Hulda Svanlaugsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.