Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MORGUNBLjíÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Kvöld með rentu * I leikhúsum borgarinnar hefur hver sum- arsmellurinn slegið í gegn af öðrum. Grease og Þjónn ísúpunni eru tvö verk- anna sem berjast um áhorfendurna þetta sumar. Hildur Loftsdóttir fór út að borða á Astró með leikurum úr báðum verkunum. VEITINGA- og skemmti- staðurinn Astró er ekki að spara við sig þegar hann tekur á móti gestum, held- ur fór og sótti þá í limmósínu þetta kvöld. I Borgarleikhúsinu var náð í Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Baldur Trausta Hreinsson sem voru að ljúka við aðra sýningu á söng- leiknum Grease þar sem þau leika Jan og Kenickie. Iðnó er æfinga- og sýningarstaður nýs leikrits, „Þjónn í súpunni", eftir leikarana sjálfa en áhorfendur eru stór hluti af verk- inu. Margrét Vilhjálmsdóttir bíður þar glæsileg í indverskum sarí, vernduð af félögum sínum Kjartani Guðjónssyni og Stefáni Karli Stef- ánssyni. Nammi namm Hver slær hendinni á móti ljúf- fengu Pommery-kampavíni í for- drykk? Ekki við! Magnús Örn Guð- marsson eldar ofan í mannskapinn og segir eldamennskuna undir sterkum áhrifum frá Kalifomíu-eld- húsinu. Þegar maturinn er borinn á borð fáum við vatn í munninn. For- rétturinn er Quesedillas; einskonar mexíkönsk hveitikökuumslög fyllt með gráðaosti og villisveppum sem bráðna þegar þeim er rennt niður með Médoc ‘95-rauðvíni og maður finnur mátulega mikið fyrir tabasco-sósunni. Heimalagað tagli- atelle með humar, kóríander og hvítlauk i rjómasósu er án efa besti pastaréttur sem ég hef smakkað. Þegar maður er orðinn svona sadd- ur er ljúft að fá eitthvað létt til að hjálpa til við meltinguna. Canneloni eru kakópönnukökur með ís, ávöxt- um, hvítri og brúnni súkkulaðimús og berja- og vanillusósu. Koníakið með kaffínu er Rémy Martini V.S.O.P. (ég sleiki út um!), og nú held ég að það sé ekki hægt að setja meira ofan í sig! Leiklistin Og um hvað var talað við matar- borðið? Auðvitað sýningarnar, lífíð og leiklist. Kjartan hefur þónokki'a reynslu af spunaverkefnum eins og „Þjónninn“ er. Hann segir að leikararnir sitji saman, ryðji úr sér hugmyndum sem er síðan komið á blað. „Það er erfitt að æfa án áhorfenda, en við fengum nokkra lánaða í gærkveldi, og eftir það vitum við að sýningin er skemmtileg. Mjög skemmtileg." Edda Björg er að takast á við sitt fyrsta verkefni eftir nám í Leiklistarskóla íslands. „Mér finnst mjög skemmtilegt að taka þátt í „Grease"; að syngja og dansa, og sérstaklega vegna þess að áhorf- endur Morgunblaðið/Halldór UNGFRÚ Margrét fær fylgd lífvarða eftir æfíngu á „Þjóninum í súpunni“. skemmta sér svo vel. Jan er hins vegar ekki sérlega krefjandi hlut- verk, en ég er nú líka bara rétt að byrja.“ Stefán Karl á eitt ár eftir í Leik- listarskólanum, og honum fínnst „Þjónninn" mikil áskorun. „í svona spunaverkum er ekki hægt að stóla á neitt fyrr en áhorfendurnir era komnir í salinn. Það er viss hnútur í maganum og það verður gaman að sjá hvernig leysist úr honum. Það er virkilega skemmtilegt að fá að vinna með þessum reyndu leikuram einsog Bessa og Eddu, og líka í þessu húsi.“ Baldur Trausti er ekki alveg ókunnugur söngleikjaforminu, því hefur leikið í Evitu og Gauragangi. „Grease er eiginlega þriðji söngleik- urinn minn á einu ári og mig er far- ið að langa að reyna eitthvað annað. Maður má ekki festast í þeim, en það er hætta á því. Eg velti því fyrir mér hvort ég ætti að taka þessu hlutverki eða ekki. Maður þarf jú að lifa og þetta er mjög skemmtilegt. Dramatíkin kemur með haustinu." Margrét hefur undanfarin ár ver- ið ein vinsælasta leikkonan af yngri kynslóðinni. „Það er mikil upplifun að mæta áhorfendum. Við leikum mest á þá en ekki á hvort annað. Þótt við höfum ákveðna forskrift þá era það áhorfendurnir sem gefa boltann, og það virkar alltaf. Fólk er búið að setja sig í þannig stelling- ar áður en það kemur.“ Endalok Það voru saddir og sælir leikarar sem hurfu frá Astró seint á laugar- dagsnóttu, eftir herramannsmat, ljúffeng vín, dans og almennan gleð- skap. Hvort þau verða strax hress og til í næstu sýningu eða æfíngu er hins vegar óvitað. En hvað er betra en að borða góðan mat, drekka glas af víni og spjalla við gott fólk? Góð leiksýning? Um það verður hver að dæma fyrir sig. Tílboðsréttir: Tilboð öll kvöld og um helgar. Bamamatseðill fyrir smáfólkið! Grillaöur SKÖTUSELUR meö pemodsósu. AÐONSKR. 1590.* . Grilluð KJUKUNGABRINGA meö gljáöu grænmeti og paprikusósu. aðönskr.1590.- Grillaður LAMBAVÖÐVI meö bakaðri kartöflu og Bernaisesósu. AÐSNSKR. 1590.' Ristaðar GELLUR meö Julian-grænmeti og hvítiaufcsrjóma AÐÐNSKR. 1.490.- PASTA aö haetti kokksins, borið fram meö hvítlauksbrauði aððnskr.1.490- GRÍSAMEDALÍUR meö rauölauksmarmelaöi og madeirasósu AÐÐNSKR. 1590.- HLAÐBORÐ SÆLKERANS Frjálst val: Súpa, salatbar og heitur matur, margartegundir. KR.790.- 22 -1690 öllum /n’Kiiurn jjómnœtu réttunv brauóbut', salatbur <><j ítiliur. cí^e/HÍi( ifkluu' aÁtjótSttl bifiótt/n wSVésí.ii
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.