Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.07.1998, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hjörleifur - Bergþóra og hefnd Hallgerðar I KVEÐJUORÐUM sínum til flokksfélaga á aukalandsfundi AI- þýðubandalagsins sem haldinn var um síðustu helgi kaus Hjörleifur Guttormsson að líkja sér vký foma kven- ,T hetju. „Ég var ung gef- ’ in Njáli,“ sagði hann og vitnaði þar til svars Bergþóra á Bergþórs- hvoli þegar henni var boðin útganga úr Njálsbrennu. Ekki er alveg auðsætt hvers vegna Hjörleifur fór að rifja upp þessi orð kon- unnar sem era ein frægustu ummæli Islendingasagn- anna um tryggð sem nær út yfir gröf og dauða, enda lauk hann hvorki tilvitnuninni né breytti eins og Bergþóra að því er virtist. Hún botnaði setninguna svona eins og alkunna er: „og hefí ég því heitið ..^honum að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði.“ Síðan gekk hún inn í eldinn með bónda sínum. Hjörleifur sagði aftur á móti skilið við flokk- inn. En kannski átti hann alls ekki við Alþýðubandalagið, sem hefur mikið breyst frá því hann bast því tryggðaböndum ungur, heldur þá hugsjón sósíalismans sem flokkur- inn byggði upphaflega tilvist sína á og hrandi til grunna með falli Berlínarmúrsins 1989. Það er í brennunni að baki múmum sem ■•Hjörleifur kýs að enda sína póli- tísku ævidaga. Þar vill hann slokkna með síðustu glæðunum. Það er ekki tilviljun, segir Steinunn Jóhann- esdóttir, að enginn karlanna í þingflokki Alþýðubandalagsins studdi samstarfstillögu ------------------7--------- formannsins. A þeim vettvangi hafði *. Margrét konur einar að styðjast við. Við hin virðum fyrir okkur reykinn úr rústunum. Far vel, félagi Hjör- leifur. Bergþórurnar En þrátt fyrir hrikaleg mistök og stóra glæpi gegn mannkyninu sem framdir hafa verið í nafni sósí- alismans er grunnhugsjónin sem fékkst úr frönsku byltingunni um frelsi, jafnrétti, bræðra- og því ekki systra-lag enn í fullu gildi. Á þeim granni má byggja nýtt. Hjörleifur kaus að líkja sér við konu og hefur augljóslega mætur á Bergþóru eins og fleiri fyrrver- andi flokksbræður hans, enda hef- ur Alþýðubandalagið haft mörg- um trygglyndum konum á að skipa, konum sem hafa vaðið eld fyrir karlana sína. En þar hafa líka verið konur sem trúðu á hug- sjón flokksins um jafnrétti. Konur sem bjuggust við stuðningi þeirra sem þær höfðu stutt. Bitur reynsla hefur kennt mörgum þessara kvenna að eitt eru orð og annað efndir í jafnréttismálum í þeirra flokki eins og öðrum. Al- þýðubandalagið skráir t.d. nafn www.mbl.is sitt á spjöld sögunnar sem sá eini úr fjór- flokknum sem aldrei hefur valið konu úr röðum flokksmanna til að gegna ráðherra- embætti. Hefnd Hallgerðar Fyrir bráðum þrem árum varð þó sá sögu- legi atburður m.a. vegna þrýstings jafn- réttissinna úr gras- rótinni að konu úr kjördæmi Njáls og Bergþóru var lyft upp í formannsstól í flokknum. Kona sú atti kappi við mótframbjóðanda af karlkyni sem hefur átt bágt með að sætta sig við hina lýðræðislegu niðurstöðu. Hann hefur síðan beð- ið færis á því að launa henni kinn- hestinn svo vísað sé til annarrar kvenhetju Njálu og hver veit nema hin hárprúða og hefnigjarna Hallgerður sé hetja Steingríms. Hvort Margrét Frímannsdóttir er Gunnar eða Njáll í þessari nú- tímaútgáfu sögunnar skal ósagt látið að sinni en hitt er augljóst að henni hefur vaxið ásmegin með hlutverki sínu og stuðningur við hana styrkst á meðal flokks- manna. Karlar krækja saman olnbogum En staða Margrétar í þing- flokknum hefur aldrei verið sterk frekar en annarra kvenna sem þar hafa setið um hríð ein og tvær og nú síðast þrjár. Þar hafa karl- arnir ráðið ríkjum, sumir nánast frá stofnun flokksins eins og Ragnar og Hjörleifur, og jafnoft og þeir hafa tekið sér orðið jafn- rétti í munn hefur þeim mistekist að átta sig á að merking þess gæti nokkru sinni snert þá sjálfa eða þeirra stöðu. Og þeir hafa neitað að horfast í augu við að Kvenna- framboðin tvö voru að verulegu leyti klofningsframboð úr Alþýðu- bandalaginu, ekki síður en Nýr vettvangur og Þjóðvaki. Þeir áttu sínar Bergþórur og treystu á tryggð þeirra. Þess vegna verða þeir sem vilja skilja það sem nú er að gerast í Alþýðubandalaginu að átta sig á því að þar er ekki bara tekist á um eitthvað sem menn kalla hægri og vinstri, róttækan sósíalisma eða frjálslyndan. Átök- in snúast ekki síður um stöðu kynjanna, þar sem konur sækja fram en karlarnir í þingflokknum krækja saman olnbogum í grimmri vörn fyrir síðasta vígi karlaveldisins í flokknum með lið- styrk hins „óháða“ Ögmundar. Konur hlusta og styðja Það er ekki tilviljun að enginn karlanna í þingflokki Alþýðu- bandalagsins studdi samstarfstil- lögu formanns síns. Á þeim vett- vangi hafði Margrét aðeins kon- urnar að styðjast við. Konur sem hafa hæfileika til að hlusta og heyra það sem fjöldinn er að segja, hæfíleika sem stundum er af skornum skammti hjá þeim sem tala mest sjálfír. Konurnar heita Sigríður Jóhannesdóttir og Bryndís Hlöðversdóttir. Leggjum nöfn þeirra á minnið því hin nýja hreyfing jafnaðarmanna á meira undir þeim komið en fornkonun- um Hallgerði og Bergþóru. Bryn- dís Hlöðversdóttir tók afgerandi forystu fyrir fjölmennu liði sam- einingarsinna í flokknum. Þar fer kona framtíðarinnar. Höfundur er rithöfundur. Steinunn Jóhannesdóttir SVEINBJORN GUÐMUNDSSON + Sveinbjörn Guð- mundsson fædd- ist á Oxl í Húna- þingi 29. júní 1921. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 5. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson, bóndi og sjómaður, og Anna Jónasdóttir, bæði húnvetnsk. Þau fluttust til Vest- mannaeyja 1923. Bróðir Sveinbjörns var Marinó, f. 18. ágúst 1913, d. 10. okt. 1977. Hálfsystir Svein- björns, samfeðra, var Guðríður Guðmundsdóttir, sjúkrahús- ráðskona í Vestmannaeyjum, f. 2. maí 1897, d. 6. júlí 1992. Hinn 24. desember 1952 kvæntist Sveinbjörn Ingibjörgu Krist- jánsdóttur frá Flat- ey á Skjálfanda. Þau ættleiddu Guð- mund Sveinbjörns- son, f. 21. des. 1953, d. 26. júli 1991. Sveinbjörn hóf sjómennsku í Vest- mannaeyjum 15 ára að aldri. Hann lauk námskeiðum í vél- stjórn í Vestmanna- eyjum og Reykjavík og öðlaðist réttindi sem vélstjóri. Sveinbjörn starf- aði sem vélstjóri og útgerðar- maður Iengst af. títför Sveinbjörns fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu’í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sér handa þér. (B. Halld.) Einn kærasti vinur minn og fé- lagi í áratugi, Sveinbjörn Guð- mundsson, er látinn. Hefur honum verið kærkomin hvíldin eftir harð- an sjúkdóm sem lagði hann síðar að velli. Er hér genginn einn mesti sómamaður og mannvinur sem ég hef kynnst, og langar mig til að minnast hans í nokkrum fátækleg- um orðum. Við kynntumst fyrst haustið 1960 á mjög sérstakan hátt. Hann var þá vélstjóri á Gjafari frá Vest- mannaeyjum sem hann gerði út ásamt mágum sínum tveimur en ég var kokkur á Bergi frá Vest- mannaeyjum og við lágum í land- legu í Reykjavíkurhöfn í alveg kol- vitlausu veðri. Við á Bergi, sem lágum utan á Gjafari, sem var sá sjöundi í bátaröð frá bryggju, höfðum pantað kost og þegar hann kom kl. 5 var ég einn um borð, því allur mannskapurinn hafði farið í bíó. Var þetta mikill kostur og óhægt um vik fyrir mig einan og bílstjórann að koma þessu yfir alla bátana. Heyrum við þá allt í einu kallað: Er hér á ferðinni kokkur- inn á Bergi með kostinn sinn? Og var það eins og við manninn mælt að Sveinbjörn hjálpaði okkur og kom þá fram dugnaðurinn og elju- semi hans sem ég átti eftir að kynnast nánar við lengri kynni. Við höfðum alltaf samband eftir þetta eins og það gat verið, báðir á sjó. Svo fluttist ég frá Vestmanna- eyjum til Reykjavíkur og þaðan norður til Hríseyjar. Leiðir lágu ekki saman á ný fyrir alvöru fyrr en haustið 1984, þá báðir starfs- menn hjá Goða hf. á Kirkjusandi. Þar unnum við saman í 10 ár og var það góður tími fyrir okkur báða og við urðum miklir vinir og hann hjálpaði mér mikið og var alltaf tilbúinn þegar ég var að kvabba á honum og voru það mikil viðbrigði fyrir mig þegar hann veiktist að geta ekki notið verka hans. En svona er lífíð, að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Bjössi gat verið skemmtilegur og reytt af sér brandarana og margar sögur sagði hann mér af löngum sjómannsferli sem ég hafði gaman af. Hann var mikill vélstjóri og reyndi mikið á hann því Gjafar var mikið aflaskip og fast þeir sóttu sjóinn. Nú að leiðarlokum þegar ég lít yfir farinn veg er það enginn spurning að það var mannbætandi að kynnast manni eins og Svein- birni Guðmundssyni. Kveð ég hann með trega og þakka honum allt sem hann gerði fyrir mig. Kæra Inga, ég votta þér mína dýpstu samúð. Lyfti mér langt í hæð lukkunnar hjól, hátt yfir stund og stað, stjörnur og sól, hljómi samt harpan mín: :,:Hærra, minn Guð, til þín,:,: hærra til þín. (M. Joch.) Auðunn. Sveinbjörn Guðmundsson, vél- stjóri, andaðist á hjúkrunarheimil- inu Sunnuhlíð, Kópavogi, hinn 5. júlí sl. eftir erfíð veikindi undan- farin ár. Á Sunnuhlíð hafði hann notið frábærrar umhyggju og hjúkrunar sem ber að þakka. Andlát hans var því lausn frá sjúkdómum og kröm. Sveinbjörn Guðmundsson var um margt sér- stakur maður. Hann var traustur og samviskusamur vélstjóri, frá- bær skákmaður, hagmæltur og vel að sér um marga hluti. En aðals- merki hans var góðmennska og einstök hjálpsemi sem margir munu minnast við andlát hans. Á æskuárum mínum var oft tal- að um frændfólkið í Vestmanna- eyjum, Sigurbjörn Sveinsson, skáld og kennara, bróðurson hans, Sveinbjörn Guðmundsson, vél- stjóra og hálfsystur, Guðríði Guð- mundsdóttur, sjúkrahúsráðskonu. Ég kynntist Guðríði og Sveinbirni síðar á heimili ömmu minnar, Olafar Maríu Sigurvaldadóttur og afa, Björns Friðrikssonar, toll- varðar. En kynni okkar Svein- björns urðu mikil á síldarárunum 1963-1965 á Seyðisfirði er ég starfaði þar á sumrin. Sveinbjörn var þá 1. vélstjóri á hinu þekkta aflaskipi Gjafari VE- 300, sem landaði gjarnan á Seyðis- fírði. Má segja að vinátta okkar hafi haldist alla tíð síðan. Sveinbjörn var meðeigandi í útgerð Gjafars ásamt mágum sínum Rafni Krist- jánssyni, skipstjóra og Sigurði Kristjánssyni, matsveini. Útgerðin var þekkt að myndar- skap og fyrirmyndarrekstri. Sveinbjörn átti sem vélstjóri drjúgan þátt í þeirri velgengni sem útgerðin naut. Samviskusemi hans og vandvirkni í meðferð allra véla og búnaðar var þannig að ekki varð betur gert. Hafði hann jafnan gott úrval varahluta og rekstrarvara um borð og gat oft miðlað öðrum skip- um í hafi. Öll umgengni og viðhald skips- ins var þannig að aðdáun vakti. Var skipið stundum kallað mublan meðal sjómanna. Slíkt var ásig- komulags skips og búnaðar. Þegar hér var komið af sögu var skipið hið þriðja í röðinni með þessu nafni og í eigu þeirra félaga. En útgerð þessari lauk þegar Rafn Kristjánsson, skipstjóri, lést um áramótin 1972-1973. Stundaði Sveinbjörn eftir það vélstjórn á ýmsum skipum svo og lager- og verslunarstörf ýmiskon- ar eftir að hann kom í land. Þau Ingibjörg og Sveinbjörn áttu myndarlegt heimili í Vest- mannaeyjum og eftir gos stóð heimili þeirra lengst af í Grænu- tungu 8 í Kópavogi með sama myndarbrag. Var gaman að heim- sækja þau, skoða myndir hús- bóndans frá Vestmannaeyjum og útgerðarárunum. Myndum þess- um var gjarnan brugðið í mynd- varpa og þær sýndar á stofu- veggnum með skemmtilegum skýringum Sveinbjörns. Kíkt var í glas og lög frá Vestmannaeyjum eftir Oddgeir Kristjánsson leikin af miklum krafti. Þá voru sagðar magnaðar sjóferðasögur en oft var siglt með aflann á erlendar hafnir hér á áram áður og söguefni mik- ið. Fyrir nokkrum árum varð Sveinbjörn fyrir heilsubresti af völdum heilablæðinga. Inga stóð með sínum manni eins og frekast var mögulegt. Samstarf hennar og hjúkrunarliðs Sunnu- hlíðar í veikindum Sveinbjörns var einstakt mannúðarstarf. Við í Fögrubrekku vottum Ingu okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að geyma Sveinbjörn Guðmundsson, öðling, sem alls staðar kom fram til góðs og kveðj- um með orðum föðurbróður hins látna, Sigurbjörns Sveinssonar, og voru Sveinbirni töm. Yndislega eyjan mín, ó; hve þú ert morgunfögur. Uðaslæðan óðum dvín, eins og spegill hafið skín, yfir blessuð björgin þín breiðir sólin geislakögur. Yndislega eyjan mín, ó, hve þú ert morgunfögur. Hilmar Björgvinsson. Lokið hefur jarðvist mætur maður sem okkur langar til að minnast með nokkrum orðum. Aldrei getum við minnst hans öðravísi en sem Bjössa hennar Ingu frænku. Góðar og hlýjar móttökur fengum við alltaf hjá þeim hjónum. Þegar Inga og Bjössi bjuggu í Vestmannaeyjum fór hann stundum með eldri systk- inin í bíltúr um staðinn. Rúsínan í pylsuendanum var að Bjössi bauð upp á ís í lok ökuferðar. Éramsækinn tæknimaður var hann Bjössi í huga okkar barn: anna því hann átti svo fín tæki. í einu jólaboðinu tók hann upp söng systkinabarnanna á fína tækið og leyfði þeim síðan að hlusta á spangólið mörgum árum seinna. Þetta þótti okkur alltaf og þykir enn fyrirmannlegt af Bjössa, því upplifunin var svo sterk á þeim tíma. Bjössi ávann sér traust okk- ar með hlýju viðmóti og góðvild. í Heimaeyjargosinu fluttust þau hjónin í Kópavoginn þar sem þau bjuggu í ein 23 ár. Þegar við strákarnir vorum yngri fengum við að fara í heimsókn á heimili þeirra í Grænutungu 8. Þá var nú líf í tuskunum og mikið prakkar- ast. Nóg var af spilum og ekki spillti nú fyrir þegar sumir fengu að tefla við hann Bjössa. Alltaf lét hann eins og hver leikur væri snilldarleikur og þannig hvatti hann til aukins áhuga á tafl- mennsku. Þótt samverustundum hafi fækkað í seinni tíð eigum við ekkert nema góðar minningar um hann Bjössa. Elsku Inga frænka. Við biðjum góðan Guð að veita þér huggun harmi gegn. Þú, Drottinn, átt það allt, sem öðlumst vérájörð. Hver gjöf og fóm, sem færum vér, er fátæk þakkargjörð. (Þýð. Sbj. E.) Með hinstu kveðju, Sigrún, Sigtryggur, Ósk- ar Stanley, Kristján Rafn og Sigurður Heiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.