Morgunblaðið - 10.07.1998, Page 45

Morgunblaðið - 10.07.1998, Page 45
MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 45 FRÉTTIR I iKa 1 I I ! i Stjórn Ör- nefnastofn- unar skipuð í MARS sl. voru samþykkt á Alþingi lög um Örnefnastofnun Islands og öðlast þau gildi 1. ágúst nk. (Jög nr. 14/1998). Ornefnastofnun íslands leysir af hólmi Örnefnastofnun Þjóð- minjasafns, sem starfað hefur síðan árið 1969. Menntamálaráðherra hefur skip- að stjórn Örnefnastofnunar Islands til fjögurra ára og er hún þannig skipuð: Ólafur Oddsson, mennta- skólakennari, formaðm’, skipaður án tilnefningar; Helgi Þorláksson, pró- fessor, tilnefndur af þjóðminjaráði, og Jón G. Friðjónsson, prófessor, til- nefndur af háskólaráði Háskóla Is- lands. Til vara eru Páll Sigurðsson, pró- fessor, varaformaður, skipaðui’ án tilnefningar; Guðný Gerður Gunn- arsdóttir, safnstjóri, tilnefnd af þjóð- minjaráði, og Margrét Jónsdóttir, dósent, tilnefnd af háskólaráði Há- skóla Islands. Morgunganga á slóðum saltfisk- verkunar HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð á slóðir salt- fiskverkunar í Vesturbænum og Miðbænum í fyrramálið. Farið verð- ur frá Hafnarhúsinu kl. 8 upp Gróf- ina, um Hljómskálagarðinn og Há- skólahverfið suður að Þormóðsstöð- um við Skerjafjörð. Þaðan um Vest- urbæinn og niður í Miðbæ og komið við á stöðum þar sem saltfískur var þurrkaður fyiT á árum. Á leiðinni verður flaggað líkt og gert var til að kalla á verkafólk til að breiða og aft- ur til að taka saman þegai’ þurrkur var. í lok göngunnar verður boðið upp á molakaffi í Kaffivagninum og síðan litið inn í Fiskkaup^ saltfisk- verkun og á sýninguna A slóðum saltsins í tjaldinu á Miðbakka og komið við þar sem verið er að undir- búa saltfiskdaginn á Fræðslutorg- inu. BOGI Sigurðsson í Búðardal og fyrri eiginkona hans, Ragnheiður Sig- urðardóttir frá Flatey á Breiðafirði, ásamt einu barna sinna, Jófríði Bryndísi Guðrúnu, sem þau misstu 2ja ára. Niðjar Boga í Búðardal hittast NIÐJAR Boga Sigurðssonar, bónda og kaupmanns í Búðar- dal, koma saman í Búðardal helgina 11. og 12. júlí. Stefnt er að því að snæða kvöldverð í Dalabúð á Iaugardeginum og efna til kvöldvöku. Hlýtt verður á messu hjá sóknarprestinum í Hjarðarholtskirkju kl. 14 á sunnudeginum og síðdegiskaffí drukkið á Edduhótelinu á Laugum í Sælingsdal á eftir. Hótel Edda Flúðum Lax- og lamba- hlaðborð Á HÓTEL Eddu á Flúðum er boðið upp á hlaðborð á föstudögum, laug; ardögum og sunnudögum í sumar. Á borðinu verða eingöngu réttir úr laxi og lambi. Húsið er opnað kl. 18. Þögn í þágu frið- ar á írlandi SAMTÖKIN The World Peace Prayer Society hvetja til einnar mín- útu þagnar, í þágu friðar á írlandi, á hádegi laugai’daginn 11. júlí og sunnudaginn 12. júlí. Herferð gegn hentistefnu Skip til sýnis í Sundahöfn FOSSBRÆÐUR VIÐ NORÐURÁ LIFIÐ, TILVERAN OG SJOBLEIKJAN ■ BENS árgerð ‘59 ekur fólki milli bæja í Árbæjarsafni. Hana-nú 15 ára Fornbílar á Arbæjar- safni HIN árlega fornbflasýning Fornbflaklúbbs Islands og Ár- bæjarsafns verður sunnudaginn 12. júlí frá kl. 13-17. „Bflarnir eru á flestum aldursskeiðum, þeir elstu frá því snemma á þriðja áratugnum. Ef aðstæður leyfa verður boðið upp á liringakstur um svæðið á vöru- bflspalli í anda þess ferðamáta sem var algengur fyrr á öld- inni: Bens, árgerð ‘59, verður til þjónustu í flutninga á milli bæja. Að venju verður heitt á könn- unni í Dillonshúsi. Handverks- fólk verður við iðju sína í hús- unum. Hjá Kornhúsi verða kassabflar fyrir börnin,“ segir í fréttatilkynningu frá Árbæjar- safni. í SUMAR er Frístundahópurinn Hana-nú 15 ára. I tilefni af því efnir Gönguklúbbur Hana-nú til „hátíð- armorgungöngu“ laugardagsmorg- uninn 11. júlí kl. 10 frá Félagsheim- ilinu Gjábakka, Fannborg 8. Aðalsteinn Sigfússon, félags- málastjóri Kópavogs, flytur ávarp, áður en lagt er af stað í gönguna þar sem Lúðraveit Reykjavíkur verður í broddi fylkingar. Síðan verður slegið upp grillveislu og hljómar úr harmoníkunni hennar Jónu Einarsdóttur munu gleðja geð viðstaddra. „Matar- og skemmtana- skattur er 300 kr., en 100 kr. fyrir börn 12 ára og yngri. Það er öllum velkomið að taka þátt í þessum morgunfagnaði Hana-nú, jafnt ung- umsem öldnum. Á 10 ára afmæli Hana-nú var Gönguklúbbur Hana-nú heiðraður af íþróttaráði Kópavogs fyrir fram- lag klúbbsins til aukinnar útiveru og hollrar hreyfingar bæjarbúa og á síðasta ári veitti heilbrigðisráð- hen-a, Ingibjörg Pálmadóttir, Hana-nú heilsuverðlaun heilbrigð- isráðherra árið 1997,“ segir í frétta- tilkynningu frá Hana-nú. ALÞJÓÐASAMBAND flutninga- verkafólks, ITF, minnist þess í ár að herferð sambandsins gegn henti- stefnu hefur staðið í hálfa öld. Sam- bandið minnist þessara tímamóta með veglegu sniði. ITF festi kaup á fiutningaskipi sem í dag ber nafnið Global Mariner. Um borð hefur ver- ið sett upp sýning sem mun ferðast umhverfis jörðina frá byrjun þessa mánaðar. Tilgangur siglingarinnar er að vekja athygli fólks á tilgangi hentifánaherferðarinnar, vinna að umbótum á aðbúnaði sjómanna sem og að kynna störf þeirra almennt. Glóbal Mariner er flutningaskip. í því eru fimm lestir. Skipið er smíðað í Stóra-Bretlandi 1979, er 162 m á lengd, 22,9 m breitt og ristii’ 6,5 m. Aðalskrifstofa ITF í Lundúnum hefur skipulagt siglingaleið skipsins og áætlun. Skipið lagði úr höfn frá Lundúnum 7. júlí og Reykjavík verð- ur fýrsti áfangastaður siglingarinnar að ósk aðildarsamtaka íslenskra sjó- manna í ITF, Sjómannasambands Islands, Farmanna- og fiskimanna- sambandsins og Vélstjórafélags Is- lands. Skipið verður til sýnis öllum sem vilja skoða það í Reykjavíkur- höfn (Sundahöfn við Korngarð), sunnudaginn 12. júlí frá kl. 10-17. Guðmundur Hallvarðsson, for- maður Sjómannadagsráðs, opnar sýninguna kl. 10 sunnudaginn 12. júlí. Lúðrasveit verkalýðsins mun leika og Reynir Jónasson leikur sjó- mannalög o.fl. á hannoníku. y: 4 V v.- -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.