Morgunblaðið - 10.07.1998, Síða 18

Morgunblaðið - 10.07.1998, Síða 18
18 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Vátryggingar munu ekki bæta tjón vegna „2000 vandamálsiiis“ Falla utan bótasviðs al- mennra tryggingaskilmála VÁTRYGGINGAR munu ekki bæta tjón sem fyrirtæki og aðrir rekstraraðilar kunna að verða fyrir vegna tölvubúnaðar þegar árið 2000 gengur í garð. Samband ís- lenskra tryggingafélaga (SIT) tel- ur að kröfur vegna slíkra tjóna falli yfirleitt ekki undir bótasvið al- mennra skilmála á sviði einstak- lings- og atvinnurekstrartrygg- inga. Tilgangur vátrygginga sé fyrst og fremst að veita vernd gegn óvæntum eða ófyrirséðum atburð- um er valdið geta fjárhagstjóni. Vandamál vegna ártalsins 2000 séu á hinn bóginn fyrirséð og því á ábyrgð fyrirtækja og einstaklinga að leysa þau á sama hátt og önnur upplýsingatæknileg vandamál. Á síðastliðnum árum hafa ýmsir tölvufræðingar varað við því að tölvunotendur gætu orðið fyrir tjóni um leið og árið 2000 gengur í garð sökum þess að tölvubúnaður, sem ætlað er að fást við 20. öldina og ártöl sem byrja á 19, gæti brugðist í einu vetfangi. SIT hefur nú gefíð út bækling til að skýra orsakir og eðli þessa vanda og benda á leiðir til að tak- marka tjón af völdum hans. Jafn- framt er þar gerð grein fyrir að- stöðu vátryggingastarfseminnar til að takast á við tjón af þessu tagi og túlkun erlendra sem innlendra vá- tryggjenda um bótaskyldu vegna slíkra tilvika. Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri SÍT, segir að til- gangur útgáfunnar sé að vekja at- hygli fyrirtækja og einstaklinga á að þau gætu orðið fyrir tjóni, sem rakin verða til dagsetningarvanda- mála, en fást ekki bætt úr vátrygg- ingum. „Það er skilningur bæði ís- lenskra og erlendra vátryggingafé- laga að kröfur vegna tjóna, sem raktar verða til ártalsins 2000 falli yfirleitt ekki undir bótasvið al- mennra skilmála á sviði einstak- lings- og atvinnurekstrartrygg- inga. Tilgangur vátrygginga er fyrst og fremst að veita vátryggð- um vernd gegn óvæntum og ófyrir- séðum atburðum er valda fjár- hagstjóni. Við viljum því hvetja fyrirtæki og einstaklinga til að hefjast handa við að leysa þessi verkefni." Mikilvægt að ganga skipulega til verks í bæklingnum er bent á nauðsyn þess að ganga skipulega til verks við lausn vandamálsins og taka m.a. á eftirfarandi liðum: • Að ganga úr skugga um að vandamálið sé tekið fyrir, rætt meðal æðstu stjórnenda fyrir- tækisins og fái forgang. • Að einhver úr hópi helstu stjórnenda fyrirtækisins hafi umsjón með viðfangsefninu. • Að efla vitund og umræðu um vanda þennan meðal starfs- manna íyrirtækisins. • Að fá nána samstarfsaðila, t.d. birgja og ýmsa þjónustuaðila fyrirtækisins, með í viðræður um málefnið þannig að ekki skorti hráefni, vörur eða þjón- ustu frá þessum aðilum. • Að útbúa gátlista yfir allan tölvubúnað fyrirtækisins, bæði hug- og vélbúnað. • Að búnaðurinn sé prófaður vegna vandamála er tengjast dagsetningum eða leita eftir staðfestingu framleiðanda þess efnis að búnaðurinn standist kröfur að þessu leyti. • Að ganga úr skugga um að til ráðstöfunar sé nægilegur mann- afli og fé til þess að gera nauð- synlegar breytingar og lagfær- ingar. • Að athuga einnig búnað, sem ekki telst vera tölvubúnaður, en gæti verið viðkvæmur að þessu leyti. Allur búnaður með inn- byggða tímastjómun gæti orðið fyrir truflunum. • Að leita til ráðgjafa og fá aðstoð við að meta þau áhrif sem ár- talið 2000 og skyld vandamál geta haft á rekstur fyrirtækis- ins. Sameining Spors og Skíf- unnar stenst samkeppnislög SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirhuguð sameining Skífunnar ehf. og Spors ehf. brjóti ekki í bága við sam- keppnislög. Fyrirtækin höfðu sent ráðinu erindi, þar sem óskað var eftir að það tæki afstöðu til hvort sameiningin færi í bága við lögin. I áliti samkeppnisráðs kemur fram, að árið 1993 hafi Jón Ólafs- son, aðaleigandi Skífunnar, og Steinar Berg Isleifsson stofnað fyrirtækið Spor. Hafi þeir hvor um sig eignast 50% hlut í fyrirtækinu. Með því hafi Jóni Ólafssyni orðið unnt að hafa ákvarðandi áhrif í Spori og fyrirtækin orðið að einni samkeppnislegri einingu. „Stofnun Spors og yfirtaka félagsins á rekstri Hljómplötuútgáfunnar Steina og Steina Músík og myndir fól því í sér slíka samþjöppun á viðkomandi markaði að samkeppn- isyfirvöld tóku hana til athugunar á grundvelli 18. gr. samkeppn- islaga. Vegna rekstrarlegrar og fjárhagslegrar stöðu yfirteknu fyr- irtækjanna, var ekki talið tilefni til íhlutunar," segir í áliti ráðsins. Niðurstöður álitsins eru svohljóðandi: „Með vísan til þess sem að framan hefur verið rakið er það álit samkeppnisráðs að fyrir- huguð sameining Skífunnar og Spors hafi ekki í för með sér frek- ari samþjöppun á markaðnum eða frekari áhrif á samkeppnislega gerð markaða sem fyrirtækin starfa á, en þegar varð í maí 1993. Fyrirhuguð sameining getur því ekki komið til athugunar á grund- velli 18. gr. samkeppnislaga.“ Morgunblaðið/Golli GENGIÐ frá samningum vegna kaupa Skýrr á Breytu. F.v: Sigurjón Pétursson, framkvæmdastjóri stjórnunardeildar Skýrr, Hreinn Jak- obsson forstjóri, Atli Guðmundsson, frkvstj. Breytu, og Hrafnkell Gíslason, frkvstj. þjónustudeildar Skýrr. Skýrr kaupir Breytu SKÝRR hf. hefur keypt hugbúnað- arfyrirtækið Breytu ehf. en það hef- ur aðallega sérhæft sig í aðferðum tengdum „Vöruhúsi gagna“ (Date Warehousing). Með kaupunum hyggst Skýrr leggja meiri áherslu á þessa tegund hugbúnaðarlausna og skapa sóknarfæri á nýjum mörkuð- um. Breyta hefur umboð frá tveimur erlendum hugbúnaðarfyi’irtækjum, Business Objects og Informatica en kerfi frá þeim eru uppistaðan í heild- arlausn fyrir mörg fyrirtæki og stofnanir á þessu sviði hérlendis. Meðal viðskiptavina Breytu eru Eimskip, ÚA, Landssíminn, Ríkis- spítalar, _ Tryggingamiðstöðin og Europay ísland. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, segir að fyrirtækið hafi á und- anfornum árum unnið að ýmsum málum varðandi Vöruhús gagna en með kaupunum á Breytu er stefnt að því að leggja aukinn kraft í þennan málaflokk. „Við ákváðum að kaupa Breytu og sameina rekstur þess og Skýn- til að bjóða viðskiptavinum ár- angursríkar lausnir, skapa sóknar- færi á nýjum mörkuðum og nýta þau tækifæri sem felast í nýrri tækni. Aðferðir Breytu og þau verkfæri sem fyrirtækið hefur haft umboð fyrir hafa leitt til mjög árangurs- ríkra lausna til að veita stjórnendum aðgang að ýmsum sérhæfðum upp- lýsingum sem nauðsynlegar eru við töku ákvarðana. Með þessum lausn- um er hægt að veita stjórnendum og starfsmönnum nýjan og mun betri aðgang að upplýsingum úr tölvukerf- um fyiirtækjanna. Þannig eru upp- lýsingar nýttar betur sem virkt stjórntæki í rekstri viðkomandi fyr- irtækja og margir telja að á næstu árum muni þetta svið fá aukið rými í uppbyggingu upplýsingakerfa fyrir- tækja og stofnana.“ Atli Guðmundsson framkvæmda- stjóri hefur verið eini starfsmaður Breytu en velta fyrh’tækisins nam um fimmtán milljónum króna á síð- asta ári. Starfsemi þess verður nú sameinuð ráðgjafahópi þjónustu- deildar Skýrr hf. og mun Átli hafa umsjón með þeim verkefnum hjá Skýrr sem falla undir Vöruhús gagna. Breyta er þriðja hugbúnaðarfyrir- tækið sem Skýrr fjárfestir í á þessu ári en áður hafði það keypt 62,5% hlut í Kuggi og 10% í Gagnalind hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.