Morgunblaðið - 10.07.1998, Page 60

Morgunblaðið - 10.07.1998, Page 60
 Sparaðu tíma, sparaöu peninga 'BÚNAÐARBANKINN ip' traustur banki MeWiiM -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Engum varð meint af þegar 35 manna hópur lenti í hrakningum á Vatnajökli Morgunblaðið/Málfrid Grimstvedt SKYGGNI á Vatnajökli var mjög slæmt og þar var mikil ofankoma og rok, þegar norski ferðahópurinn lenti í hrakningum á miðvikudagskvöld. SOPHIA Hansen og Halim A1 í Divrigi í gær eftir að Sophia hafði eytt dagstund með Á milli þeirra stendur ungur sonur Halims. Fauk útaf veg*i og mjaðmar- brotnaði FRANSKUR hjólreiðamaður fauk út af þjóðveginum við Hofsá í Álftafirði í roki um há- degi í gær og slasaðist talsvert. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn til Djúpavogs og flutti til Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar á Djúpavogi var bálhvasst á Aust- fjörðum í gær, allt að 8 til 9 vindstig. Nýlögð klæðning var á vegarkaflanum þar sem maður- inn fauk út af veginum og lausa- möl og vindur stóð honum á hlið. Þyi’lan lenti í Reykjavík um fímmleytið í gær og var maður- inn fluttur á slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur. Fór hann í aðgerð þar í gærkvöld vegna mjaðmarbrots. Sophia hittir dætrn* sínar aftur í dag SOPHIA Hansen hitti dætur sín- ar Dagbjörtu og Rúnu í gær, annan daginn í röð, í fjallaþorp- inu Divrigi í Tyrklandi en sam- kvæmt úrskurði Hæstaréttar í Ankara frá því í fyrra á Sophia umgengnisrétt við dætur sínar í júlí og ágúst á hverju ári. Vel fór á með mæðgunum og notuðu þær timann meðal ann- ars til að skoða myndaalbúm með myndum af íslenskum ætt- ingjum, að sögn Sigurðar Pét- urs Harðarsonar, stuðnings- manns Sophiu. Sigurður segir að sér virðist sem Halim sé nú farinn að skilja alvöru málsins og sé nú við- mótsþýðari en oft áður. Eins og kunnugt er hefur Halim brotið umgengnisrétt Sophiu við dætur sínar ítrekað undanfarin ár og á yfír höfði sér margar kænir vegna þeirra brota. Halim sagði í sjónvarpsviðtali í Tyrklandi í gær að Sophia mætti koma hvenær sem hún vildi til Divrigi til að eiga fund með dætrum sínum. Fjölmiðlar ytra sýna málinu mikinn áhuga Fjölmiðlar sýna málinu mik- inn áhuga og í sjónvarpsviðtali í gær sagðist Sophia vera ánægð með að hafa hitt dætur sínar og kvaðst einnig ánægð með mót- tökurnar sem hún fékk í þorp- inu. Sophia hittir dætur sínar aft- ur síðdegis í dag, eða eftir að þær hafa beðist fyrir í mosku staðarins. Leit illa út - aði ENGUM varð meint af þegar 35 manna hópur Norðmanna og ís- lendinga lentu í hrakningum á Vatnajökli á miðvikudagskvöld. Beiðni um aðstoð var send út klukk- an átta að kvöldi miðvikudags, og voru björgunarsveitarmenn frá Höfn í Hornafirði komnir á staðinn um miðnætti. Allir voru heilir á húfi, en helmingur hópsins kvartaði und- an kulda í andliti, á höndum og fót- um. Hópurinn var á leið frá Kverk- fjöllum í norðanverðum jöklinum að Skálafellsjökli sem er í honum sunnanverðum. Helmingur hópsins, sem var á vélsleðum, varð viðskila end- vel við snjóbfl sem var með í för eftir rúmlega klukkustundar akstur á jöklinum. Vélsleðafólkið náði engu fjarskiptasambandi, en var komið heilt á húfí í skála í Kverkfjöllum skömmu eftir að hjálparbeiðni var send úr snjóbílnum. Hátt í 100 manns voru í við- bragðsstöðu vegna útkalisins, en björgunarsveitarmenn frá Höfn komu á fimm jeppum að fólkinu þar sem það var annars vegar í snjóbfl á jöklinum og hins vegar í skála Jöklarannsóknafélags Islands í Hveradölum í Kverkfjöllum. Hrakningar/6/12 Kj arvalsmál verk fínnast eftir 25 ár TVÆR Kjarvalsmyndir hafa nú verið fluttar aftur til Vestmanna- eyja eftir 25 ára útlegð uppi á landi. Árið 1967 gáfu Sigfús M. John- sen og Jarðþrúður Johnsen Vest- mannaeyjakaupstað 34 myndir og málverk eftir Jóhannes Kjarval og eru umræddar myndii' hluti af þein-i gjöf. í Vestmannaeyjagos- inu 1973 voru öll málverkin flutt í Þjóðminjasafnið til geymslu. Þeg- ar þau fóra svo aftur tfl Vest- mannaeyja hafa þessi tvö orðið eft- ir og fundust nú nýlega í ómerkt- um pakka í Þjóðminjasafninu. Á Þjóðminjasafninu fundu starfsmenn út hvaðan málverkin gætu verið komin og höfðu sam- band við Jóhann Friðfínnsson, safnstjóra Byggðasafns Vest- mannaeyja. Jóhann kom í land og eftir að hafa borið saman gjafa- bréfið sem fylgdi myndunum á sínum tíma og skráningu sem gerð var á Kjarvalsmyndunum fékkst sú niðurstaða að málverkin ættu heima í Vestmannaeyjum með verkunum 32 sem þar eru. ■ KjarvalsmáIverk/4 ■ Snæddu saman/4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.