Morgunblaðið - 22.09.1998, Qupperneq 36
>36 ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
ORN VIÐIR
SVERRISSON
Örn Víðir
Sverrisson
fæddist 29. ágúst
1965 í Tungu á Dal-
vík. Hann lést af
slysíoruin 14. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Erna Hallgríms-
dóttir, verkakona, f.
1933 og Sverrir Sig-
urðsson, múrari á
Dalvík, f. 1928.
Systkini Arnar eru:
1) Halla Kristín, f.
1953. 2) Emilía Kol-
brún, f. 1955. 3)
Hrafnhildur Hafdís, f. 1956. 4)
Baldvina Sigrún, f. 1957. 5) Sig-
fús, f. 1958. 6) Ingvi Birgir, f.
1959. 7) Valgeir Stefán, f. 1960.
8) Elísabet Jónheiður, f. 1962. 9)
Sigurður Ragnar, f. 1963. 10)
Ása, f. 1966. 11) Inga Hrönn, f.
1969. 12) Hallgrímur Már
Matthíasson, f. 1970. 13) Hall-
dór, f. 1972. 14) Araar, f. 1972.
15) Anna Lísa Sigfúsdóttir, f.
1980.
Örn fluttist suður 1984 og
kynntist þar Eygló Hrönn Frið-
riksdóttur. Börn
þeirra eru: Atli
Heimir, f. 1985,
Ingólfur Friðrik, f.
1988, og Sara Dögg
f. 1990. Þau slitu
samvistir 1994 og
fluttist Örn þá fijót-
lega til heimahag-
anna.
Örn lauk grunn-
skólaprófí frá Dal-
víkurskóla og vann
almenna verka-
mannavinnu bæði til
sjós og lands, síð-
ustu árin hjá
Sæplasti á Dalvík. Örn var Iist-
hneigður og helstu áhugamál
hans voru leiklist, söngur og
ljósmyndun. Hann var virkur í
Karlakór Dalvíkur og lauk 1.
stigi í söng frá Tónlistarskóla
Dalvíkur auk tveggja námskeiða
hjá Leiklistarskóla Bandalags ís-
lenskra leikfélaga. Hann starf-
aði með Ieikfélaginu Synir og
Leikfélagi Dalvíkur síðustu árin.
Útför Arnar fer fram frá Dal-
víkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
+
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
JÓHANNES KRISTINN SIGURÐSSON
frá Siglufirði,
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, mánu-
daginn 14. september sl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 23. september kl. 15.00.
Guðrún Ingólfsdóttir,
Ingi H. Jóhannesson,
Sigurður B.H. Jóhannesson,
Gunnar E.H. Jóhannesson,
Leifur H. Jóhannesson,
Ófeigur S.H. Jóhannesson,
Jón B.H. Jóhannesson,
Ingibjörg G. Jóhannesdóttir,
Anna Fr. Jóhannesdóttir,
Jóhannes H. Jóhannesson,
Þórunn S. Jóhannesdóttir,
Laufey Rós Jóhannesdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Steinunn H. Sigvaldadóttir,
Ásdís Guðmundsdóttir,
Jón Böðvarsson,
Auður Gísladóttir,
Ljótur Magnússon,
S
+
Ástkær faðir okkar og fósturfaðir,
GUNNAR BJARNASON,
fyrrverandi hrossaræktarráðunautur og kenn-
ari, lést á hjúkrunarheimilinu Eir þriðjudaginn
15. september.
Útförin fer fram frá Hvítasunnukirkjunni Fíla-
delfíu, Hátúni 2, föstudaginn 25. september
kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Minningarsjóð íslenzka hestsins, sem skrifstofa Landssambands hesta-
mannafélaga annast um eða Minningarsjóð Fíladelfíukirkjunnar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Halldór Gunnarsson,
Bjarni Gunnarsson,
Gunnar Ásgeir Gunnarsson,
Regína Sólveig Gunnarsdóttir,
Margrét Haraldsdóttir.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ELÍN S. JÓNSDÓTTTIR,
síðast til heimilis í Seljahlíð,
verður jarðsungin frá Áskirkju föstudaginn
25. september kl. 13.30.
Þorbjörg Gísladóttir, Guðmundur Magnússon,
Halldór Gíslason, Stefanfa Pétursdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast þín, elsku Öddi minn. Þú
varst einstakur og yndislegur dreng-
ur, fullur af lífsþrótti. Mér fínnst
hálfdapurlegt að sitja hér og skrifa
þessar línur, ég hélt að við ættum
fleiri ár eftir saman en svona er lífið,
elsku Öddi minn.
Eg man daginn sem þú fæddist
eins og það hafí verið í gær. Við
systkinin vorum úti að leika okkur
og amma kom og sagði að það væri
fæddur drengur. Þú varst yndisleg-
ur við börnin þín og vildir hafa þau
meira hjá þér, þau hafa misst mikið
en geyma minningu um yndislegan
föður í hjarta sínu. Þú sinnth- áhuga-
málum þínum af fullum krafti, fórst
á tvö námskeið hjá Bandalagi ís-
lenskra leikfélaga, fórst í söngnám
og laukst 1. stiginu og tókst meira-
prófíð í vetur. Þú hafðir mikið yndi
af ljósmyndun og tókst margar fal-
legar myndir. Þú varst mikill útivist-
armaður og hafðir gaman af að klífa
fjöll og skoða landið.
Elsku Öddi minn, ég kveð þig með
mikinn söknuð í hjarta og bið guð að
styrkja börnin þín og okkur öll í
þessari miklu sorg.
Nú legg ég augun aftur,
0, guð þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
méryfirláttuvaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Pýð. S. Egilsson)
Hafdís systir.
Mig langar, elsku Öddi minn, að
þakka þér fyrir samfylgdina og
þakka þér fyrir hve yndislegur
bróðir þú varst okkur öllum systk-
inum þínum, hve góður þú varst við
mömmu og pabba og litlu auga-
steinana þína, þau Atla Heimi,
Ingólf og Söru. Missir þeirra og
okkar allra er svo mikill.
Ég bið góðan guð að gefa okkur
öllum styrk til að takast á við þenn-
an mikla missi og þessa djúpu sorg.
Ég sé þig fyrir mér brosandi fal-
lega brosinu þínu, fljúgandi meðal
englanna, að kanna nýjar slóðir. En
ég á þó eftir minninguna um þig og
hana geymi ég á besta stað í hjarta
mínu.
Guð blessi þig elsku bróðir og
gefi þér góða ferð.
Baldvina (Baddý).
Elsku fallegi bróðir minn. Stórt
skarð er nú komið í okkar stóra
systkinahóp. Þú sem varst svo fal-
legur og góður, mikið á ég eftir að
sakna þín og fallega brossins þíns.
Góður guð gefi okkur styrk til að
sætta okkur við missinn, guð gefi
börnunum, sem þú elskaðir svo
heitt, styrk, sem og mömmu og
pabba. Ég á aldrei eftir að sætta
mig við að þú sért dáinn en ég reyni
að lifa með því að ég eigi aldrei eftir
að klípa í kinnarnar á þér og faðma
þig að mér. Ég vona að góður guð,
sem þú trúðir svo heitt á, taki þig í
faðm sinn og passi þig fyrir okkur.
Það ætti enginn að þurfa að sjá á
eftir systkini sínu. Ég bið góðan guð
að styrkja alla sem elskuðu Ödda.
Þín systir
Elísabet (Lilla).
Hann Öddi skólabróðir okkar úr
Leiklistarskóla Bandalags íslenskra
leikfélaga er látinn. Hann lést í bif-
reiðaslysi mánudaginn 14. sept. sl.
Það fyrsta sem kom upp í hugann
er við fréttum af þessu hörmulega
slysi, hvers vegna hann, þessi elsku-
legi maður í blóma lífsins? E.t.v. er
það rétt sem sagt er: „Þeir sem
guðirnir elska deyja ungir.“ Öddi
var sannarlega sú manngerð sem
auðvelt var að láta sér þykja vænt
um með sitt glaðlega drengjalega
bros og elskulega viðmót, alltaf til-
búinn að deila með okkur vinum sín-
um gleði og sorg, því kynntumst við
vel sem vorum bekkarfélagar hans í
skóla BÍL í Húsabakkaskóla yndis-
lega vordaga árin 1997 og 1998.
Kæri vinur! Tár okkar munu
þorna um síðir en minning um
elskulegan vin og félaga lifír.
Innilegar samúðarkveðjur til ætt-
ingja Arnar.
María Guðmundsdóttir, Dóra
Wild og Marta Hauksdóttir.
Þegar einn vinur minn og leikfé-
lagi hringdi í mig í vinnuna rétt fyr-
ir klukkan fjögur hvarflaði ekki að
mér að hann væri með slæmar
fréttir en raunin var önnur, hann
var að segja mér að einn úr hópnum
okkar úr Leiklistarskóla BÍL, hann
Örn, hefði látist í bílslysi þá um
morguninn. Er nokkuð skifytið að
augun fyllist tárum?
Þessu var erfítt að kyngja og upp
í hugann komu margar myndir og
allar ljúfar af brosandi fallegum
ungum manni sem gott var að vinna
með og ekki síður að fylgjast með í
vinnu okkar í skólanum.
Ég sé hann fyrir mér hjá bróður
sínum syngja um Svarfaðardalinn í
kirkjunni á Dalvík þegar við fórum í
óvissuferðina okkar. Ég sé fyrir
mér glæsilegan ungan mann í nýja
íslenska búningnum renna hýru
auga til fallegrar stúlku í lokahófmu
okkar og það gladdi mitt róman-
tíska hjarta að sjá að augnatillitið
var endurgoldið.
Ekki kann ég að rekja ættir Ödda
en ég sendi mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur til allra ættingja hans
og vina.
Bekkarfélagi sumarið 1998,
Guðrún Esther Árnadóttir.
Vinur okkar og félagi, Örn Sverr-
isson, er látinn. Sár harmur er
kveðinn að öllu áhugleikhúsfólki á
fslandi sem til hans þekktu. Örn var
nemandi í Leiklistarskóla Banda-
lags íslenskra leikfélaga tvö fyrstu
starfsárin og átti hann sinn þátt í
því að móta hið ljúfa og skapandi
andrúmsloft og þá innilegu sam-
kennd milli nemenda og kennara
sem er aðalsmerki skólans okkar í
dag. Hann var einnig virkur félagi í
samstarfi áhugaleikara á landsvísu
og var ætíð jákvætt og örvandi að
njóta návistar hans. Hann var góð-
ur félagi, hæfileikaríkur leikari og
yndisleg manneskja sem allir dáð-
ust að og þótti vænt um sem áttu
þess kost að kynnast honum. Við
vottum aðstandendum Ai-nar inni-
lega samúð okkar.
Guð geymi hann.
Gunnhildur Sigurðardóttir,
skólastjóri Leiklistarskóla
Bandalags ísl. leikfélaga,
Vilborg Valgarðsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Bandalags ís-
ienskra leikfélaga.
+
Faðir minn,
SIGMUNDUR GESTSSON
frá Þórshöfn,
lést á hjúkrunarheimilinu Nausti 15. september sl. Útför hans fer fram frá
Svalbarðskirkju, Þistilfirði, fimmtudaginn 24. september kl. 14.00.
Rósa Sigmundsdóttir.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
GUÐNÝ J. SCHEVING
frá Vatnsskarðshólum,
Álfheimum 3,
Reykjavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 18. september.
Sigrún Scheving, Sigurgrímur Jónsson,
Guðný Ósk Scheving, Vidar Aas,
Þórunn Scheving
og barnabarnabörn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir,
ÁGÚST VILHELM HJALTASON,
lést í Auckland á Nýja-Sjálandi laugardaginn
5. september sl.
Jarðarförin hefur farið fram þar ytra.
Catherine Schaumkell,
James Róbert, Aron Alfreð,
Guðfinna Jensdóttir,
Sigríður Hjaltadóttir, Ágústa Hjaltadóttir,
Sólveig Hjaltadóttir, María Hjaltadóttir.
Fugl þokast nær
næstum vorlegur að vetri
viðbúinn sumri
með glit í vængjum
Flýgur hátt
í frelsi stundar
að ónefndum degi
loftmynd á vetrarvegi
(Agústína Jónsdóttir.)
Elsku Öddi - Örn Víðir - örninn
sem er floginn út í óravíddir alheims-
ins. Óþreyjufullur, fróðleiksfús, lífs-
þyrstur með augun svo falleg og
skörp. Mér finnst að tilveran hafi
stöðvast, en veit að það er bara um
stund, því öll hlýjan og elskan sem
þú gafst þeim sem í ki-ingum þig
voru kemur henni af stað aftur. Það
er fjársjóður sem við eigum í hjört-
um okkar hvernig sem allt veltur. Þú
komst inn í líf mitt og drengjanna
minna og umvafðir okkur væntum-
þykju. Og hana áttir þú í svo ríkum
mæli. Þú áttir svo stórt og örlátt
hjarta. Bömin þín þrjú, augastein-
arnir þínir, hamingja þín þegar þú
fékkst þau til þín eftir langar fjar-
vistir.
Elsku Atli, Ingó og Sara. Þið vor-
uð og verðið alltaf fjársjóðurinn hans
pabba ykkar. Guð veri með ykkur og
styrki á lífsleiðinni.
Elsku Erna, Sverrir og fjölskyld-
an ykkar stóra: „Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn, og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.“ (Ka-
hlil Gibran).
Við kveðjum kæran vin, takk fyrir
allt.
Arna, Óli Valur og Viktor.