Morgunblaðið - 22.09.1998, Side 43

Morgunblaðið - 22.09.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 43 FRETTIR Lyfjatæknar styðja gagnagrunnsfrumvarpið STJÓRN Lyfjatæknafélag íslands styður frumvarp til laga um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði eins og það lítur út, „þó vænt- anlega megi gera einhverjar breytingar enn til bóta“, segir í ályktun stjórnar félagsins. „Stjórn félagsins telur að frum- varp, sem leiða á til aukinnar þekkingar á sviði lyfja- og læknis- fræði, hljóti að vera til heilla, enda er það svo að margar helstu fram- farir á þessu sviði hafa orðið vegna víðtækrar söfnunar og rannsókna á upplýsingum," segir í ályktun stjómarinnar. „Margoft hefur komið fram að erfðafræðiupplýs- ingar þær sem við íslendingar bú- um yfir eru að öllum líkindum ein- stæðar í veröldinni og eru vísinda- menn sammála um að þær geti nýst á ótrúlega margan hátt, sé þeim skipulega fyrir komið. Þá er augljóst að frekari rannsóknar- starfsemi mun leiða til fleiri starfa í þessum geira og bættra launa- kjara heilbrigðisstétta." Síðan segir að þess beri að gæta sérstaklega að frumvarpið brjóti á engan hátt í bága við vernd ein- staklingsins, eins og hún hefur verið skilgreind í stjórnarskrá og alþjóðasáttmálum sem Islendingar eru aðilar að. „Það er ljóst að gæta ber vandlega að því að slíkar upp- lýsingar snúist ekki upp í and- hverfu sínar þannig að þær verði notaðar á vafasaman hátt,“ segir í ályktun félagsins. Síðar segir að segja megi að líklega hafi gæsla upplýsinga sem þessara mátt vera betri í gegnum tíðina „og því sé frumvarp þetta íyrsta ski-efið í breytingum varðandi geymslu og meðferð slíkra upplýsinga“. Morgunblaðið/Golli Slepptu svörtum blöðrum 25 ára afmæli Mennta- skólans í Kópavogi TUTTUGU og fimm ár eru liðin í dag, þriðjudaginn 22. september, síðan Menntaskólinn í Kópavogi var settur í fyrsta sinn árið 1973. í tilefni af afmælinu verður jarð- hæð, lokaáfangi verknámshúss, tekin í notkun, Kjötiðnaðardeild skólans formlega opnuð og brauð- búð sem er gjöf frá Landssam- bandi bakarameistara, Klúbbi bakarameistara og Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, form- lega afhent skólanum. í skólanum er boðið upp á átta brautir til stúdentsprófs: Eðlis- fræðibraut, ferðabraut, náttúru- fræðibraut, hagfræðibraut, mála- braut, tónlistarbraut, félagsfræði- braut og tölvubraut auk tveggja anna skrifstofubrautar og fornám. Boðið er uppá nám til sveinsprófs og meistararéttinda í bakaraiðn, framreiðslu, kjötiðn og mat- reiðslu. Einnig er boðið upp á matartækninám, matsveinanám og nám í grunndeild matvæla- gi'eina. Auk ferðabrautar í dagskóla er í boði almennt ferðafræðinám í öld- ungadeild skólans. Einnig IATA UFTAA nám sem veitir alþjóðlega viðurkenningu og leiðsögunám. Skólameistai'i Menntaskólans í Kópavogi er Margrét Friðriks- dóttir. Mótmæla niðurskurði framlags til tónlistar- kennslu AÐALFUNDUR Samtaka tónlist- arskólastjóra, haldinn að Kirkju- bæjarklaustri 21.-23. ágúst 1998, vill vekja athygli á eftirfarandi: „Haustið 1996 breytti Reykja- víkurborg svo til fyrirvaralaust kennslukvóta margi-a tónlistar- skóla í Reykjavík, skar af sumum og bætti við kvóta annarra. Mest- ur var niðurskurðurinn á kvóta þeirra skóla sem kenna hvað mest á efstu stigum tónlistarnáms og kom rekstri þeirra í mikinn vanda. Síðan þá hafa Samtök tónlistar- skóla í Reykjavík átt fjölmarga fundi með fræðsluyfirvöldum Reykjavíkurborgar um þetta vandamál án þess að niðurstaða til úrlausnar hafi fengist. Nú þegar Reykjavík blasir við sem menn- ingarborg Evrópu árið 2000; þykir Samtökum tónlistarskóla á Islandi það skjóta skökku við að launa tónlistarskólum borgarinnar, bak- hjarli hins blómlega tónlistarlífs, með því að skerða starfsmögu- leika þeirra með þessum hætti. Enginn vafi leikur á því að hin mikla gróska í tónlistarlífi Reykja- víkur á stóran þátt í því að borgin hlaut útnefningu sem menningar- borg og er því niðurskurður þessi í mikilli mótsögn við þá viðurkenn- ingu og hrópandi mótsögn við við- brögðum annarra menningar- borga í sömu aðstöðu sem verð- launuðu tónlistarskóla sína með myndarlegum framkvæmdum og frekari stuðningi. Aðalfundur Samtaka tónlistar- skólastjóra skorar skorar því á yf- irvöld Reykjavíkurborgar að end- urskoða afstöðu sína í þessu máli, að borgin megi bera nafn með rentu sem menningarborg árið 2000.“ AMNESTY International stóð fyrir samstöðufundi á Austur- velli sl. laugardag til þess að mótmæla mannréttindabrotum í Kovosi. Fólk var hvatt til að klæðast svörtu til að sýna stuðn- ing. Þá voru fundarmenn með svartar blöðrur sem sleppt var að fundinum loknum. Málþing um kosningar til sambandsþings í Þýskalandi SKOR þýsku og Norðurlandamála Háskóla Islands, sagnfræðiskor Háskóla Islands og Politica, félag stjórnmálafræðinema við Háskóla Islands, standa að sameiginlegu málþingi miðvikudaginn 23. sept- ember í tilefni væntanlegra kosn- inga til sambandsþings í Þýska- landi. Frummælendur verða dr. Peter WeiB, lektor í þýsku, Steingrímur Sigurgeirsson, blaðamaður á Morgunblaðinu og dr. Valur Ingi- mundarson, sagnfræðingur. Málþingið verður haldið í hátíð- arsal Háskóla Islands og hefst kl. 17.15. Öllum er heimill aðgangur. Aðalfundur Sagnfræðinga- félagsins AÐALFUNDUR Sagnfræðingafé- lags íslands verður haldinn þriðju- dagskvöldið 22. september kl. 20.30 í húsi Sögufélags í Fischer- sundi. Á dagskrá fundarins eru venju- leg aðalfundarstörf en að þeim loknum mun Ólína Þorvarðardóttii’ þjóðfræðingur flytja erindið Galdramál á Alþingi á 17. öld. Ólína er um þessar mundir að leggja lokahönd á doktorsritgerð við heimspekideild Háskóla ís- lands um þrennuöldina á íslandi í málskjölum og munnmælum. Fundurinn er öllum opinn. Fagna mögu- leikum gagna- frumvarps STJÓRN MS-félags íslands hefur sent frá sér eftirfarandi: „Stjórn MS félags íslands fagnar þeim nýju möguleikum sem felast í gagnagi-unnsfrumvarpi ríkisstjórn- arinnar til að rannsaka, auka skiln- ing og leita lækninga á sjúkdómum. Stjórnin treystir því að stjórnvöld búi svo um hnúta að almenningur þurfi ekki að óttast misnotkun upp- lýsinga.“ ■ FIMM félagar í NÁMUNNI, námsiuannaþjónustu Landsbank- ans, voru dregnir úr lukkupotti og fá boðsmiða á gamanleikritið Hellisbú- inn sem sýnt er í Islensku Óperunni, en nöfn þeirra sem gerðust námufé- lagar fyi'ir 15. ágúst sl. fóru sjálf- krafa í lukkupottinn sem dregið var úr. Vinningshafar eru eftirfarandi: Ellert Vilberg Harðarson, Reynimel 31, Stefón Jónsson, Reynimel 72, Karólina M Vilhjálmsdóttir, Víði- bergi 9, Kristrún Ýr Auðardóttir, Sörlaskjóli 44 og Guðrún Dóra Ingv- arsdóttir, Ei'luhólum 6. Þessir heppnu NÁMU-félagar geta nálgast gjafabréf sín á einstaklings- og markaðssviði Landsbanka Islands, Austurstræti 11, 4. hæð. LEIÐRÉTT Ekki fyrsti fjölorkubíllinn SAGT var í blaðinu sl. sunnudag að Toyota Prius væri lyrsti fjölorku- bíllinn sem kæmi hingað til lands. Hið rétta er að Brimborg hf. flutti inn fyrsta fjölorkubílinn, Volvo V70, sem gengur jafnt fyrir gasi sem bensíni, sl. sumar. Byggiðn í Staksteinum sl. laugardag, 19. september sl., er tilvitnun í forystu- grein eftir Magnús Stephensen í blaðinu Byggiðn, sem Menntafélag byggingariðnaðarins gefur út. í inn- gangi að tilvitnun er heiti blaðsins sagt Bygðin í stað Byggiðn sem rétt er. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. Úr dagbók lögreglunnar Erill en engin alvarleg mál 18. til 21. september FÁIR voru á ferli í miðborg Reykjavíkur framan af föstudags- kvöldi enda rigndi talsvert. Fátt var um unglinga undir útivistar- aldri en þó voru einhverjir færðir í athvarf og síðan komið til síns heima. Talið er að um 1.200-1.500 manns hafi verið í miðborginni þegar flest var og ástandið ágætt. Nokkur erill var á vaktinni í miðborginni á laugardagskvöld og fram eftir nóttu og höfðu lög- reglumenn í nógu að snúast þótt handtökur yrðu ekki margar. Engin alvarleg mál komu upp og fáir unglingar voru á ferðinni þarna um nóttina. Umferðin Umferðin gekk nokkuð vel um helgina en þó voru voru 17 teknir fyrir of hraðan akstur og 12 fyrir ölvun við akstur. Síðdegis á föstudag var ekið á gangandi vegfaranda á Bústaða- vegi. Maðurinn var fluttur á slysadeild og var með áverka á fótlegg. Um svipað leyti hjólaði þrettán ára bai-n á bifreið á Hr- ingbraut en varð ekki alvarlega meint af. Vert er að minna á það hvað mikillar aðgæslu er þörf á slíkum umferðargötum. Síðdegis á laugardag varð harður árekstur á gatnamótum Grensásvegar og Sogavegar. Ökumaður og farþegi úr annarri bifreiðinni fóru á slysadeild en voru aðeins með minni háttar meiðsli. Síðdegis á sunnudag var dreng- ur að stíga út úr bifreið á bifreiða- stæði við Laugarásveg. Um leið var annarri bifreið ekið aftur á bak og á þá fyrrnefndu svo að drengurinn klemmdist á milli hurðar og dyrastafs. Hann var fluttur á slysadeild en er ekki tal- inn mikið slasaður. Innbrot og þjófnaðir Síðdegis á föstudag var tilkynnt um innbrot í íbúð á Hrísateig. Stolið var hátalara, magnara, og fleiru verðmæti. Um svipað leyti var tilkynnt um innbrot í íbúð í Kríuhólum. Þar var stolið nokkru af peningum. Á laugardagsmorgun var til- kynnt um innbrot í íbúð í Ljár- skógum. Þar var stolið mynd- bandstæki, skartgripum og fleiru. Um hádegi á laugardag voru tveir menn handteknir fyrir að nota númer af stolnu gi'eiðslukorti. í ljós kom að kortið var úr innbroti og höfnuðu mennirnir í fanga- geymslu enda þurfti að kanna fleiri grunsemdir á hendur þeim. Eftir hádegi á laugardag var til- kynnt um innbrot í Torfufelli, þar var stolið myndavél og fleiru. Nokki’u síðar kom maður heim til sín í Kríuhólum og reyndist þá óboðinn gestur í íbúðinni. Sá slapp án þess að hafa stolið neinu. Á laugardagskvöld kom í ljós að farið hafði verið inn í kjallaraher- bergi í Eskihlíð og stolið verð- mætri tölvu. Slagsmál og árásir Á föstudagskvöld var óskað að- stoðar á veitingastað á Grensás- vegi vegna slagsmála. Þeir sem slógust neituðu að hlýða fyrirmæl- um lögreglu og voru handteknir. Um klukkan hálfþrjú aðfaranótt laugardags var maður handtekinn í Lækjargötu fyrir líkamsárás. Á manninum fundust ætluð fíkni- efni. Stuttu síðar var maður flutt- ur úr Hafnarstræti á slysadeild. Hann var skorinn í andliti eftir árás, nokkuð blóðugur og hafði glatað farsíma sínum. Ái’ásarmað- ur fannst ekki. Nokkru eftir þetta tróð ölvaður maður sér inn um afturglugga bif- reiðar i miðborginni og þreif í ökumanninn. Farþegar í bifreið- inni drógu manninn út úr henni en lentu þá í átökum við aðvífandi vegfarendur sem héldu að verið væri að ráðast á fótgangandi. Lögi’eglan skarst í leikinn en þá snerist sá ölvaði gegn lögreglunni. Hann var handtekinn. Á laugardagskvöld voru fjórir menn við drykkju í húsi í austur- borginni. Þeim sinnaðist og var tekinn fram hnífur. Betur fór þó en á horfðist og urðu meiðsli ekki önnur en skurðir á fingi’um. Aðfaranótt sunnudags var ráð- ist á mann í Austurstræti og meiddist hann í andliti. Hann vildi þó enga aðstoð frá lögi’eglu eða nein afskipti hennar af málinu. Um tvöleytið um nóttina fór maður upp í bíl hjá tveimur hon- um ókunnugum mönnum í mið- borginni. Ökuferð þeirra endaði með því að maðurinn var sleginn í andlit en síðan hurfu árásannenn- irnir á brott. Um sama leyti var maður sleginn í andlit með bjór- könnu á veitingastað í miðborg- inni. Hann skarst á augabrún. Um kl. hálf fjögur voru þrjár konur staddar í biðröð í Hafnarstræti. Þeim sinnaðist svo mikið að lög- reglan varð að skakka leikinn en enginn var handtekin. Ekki er vit- að hvort konurnar voru áfram í biðröðinni. Annað Á föstudagskvöld var skotið á dreng af loftbyssu og hlaut hann meiðsli á baki. Gerendur voru drengir, þeir náðust og lagt hald á byssurnar. Svona byssur geta ver- ið stórhættulegar í höndum þeirra sem ekki kunna með þær að fara og ástæða til að brýna fyrir öllum að hafa ekki svona vopn á glám- bekk. Síðdegis á laugardag var maður handtekinn fyrir að stinga á hjólbarða bifreiðar. Honum var sleppt að rannsókn lokinni. Á laugardagskvöld urðu skemmdir í íbúð við Eggertsgötu af völdum heitavatnsleka. Sem betur fer voru engir innanstokks- munir í íbúðinni. Eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags ætluðu lög- reglumenn að ræða við mann sem kastaði af sér vatni á Laugavegi. Maðurinn brást illa við, réðst á lögreglumennina og varð að hand- taka hann, sem ekki hafði staðið til í upphafi. Um kl. þrjú aðfara- nótt sunnudags henti kona sér í sjóinn við Faxagarð. Henni var fljótlega náð úr sjónum og hún flutt á slysadeild með sjúkrabif- reið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.