Morgunblaðið - 22.09.1998, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 22.09.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJURDAGUR 22. SEPTEMBER 1998 45#- Dýraglens <1\E6H/lDl Þzí' ÉGHbÐl þui'.X^ \ i&mfeSSU £&Z/'e6HEL.t\ )/)£> HANN ZILOI Df?SN<S/~ • ( LEGAN Á£t/< ' u & v j ~ Grettir Tommi og Jenni Smáfólk BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Dularfullt íslenskt málverk Frá Erni Ólafssyni: FRÓÐLEG gi-ein birtit í Lesbók Mbl. eftir Júlíönu Gottskálksdóttur (12.9.98). Þar segir hún frá geometrískri afstraktlist á Islandi um miðja þessa öld. Eg saknaði þess að hún skyldi ekki minnast á af- straktmyndir Finns Jónssonar frá 1924-25, en hér segir frá slíku verki íslensku, einnig máluðu fyrir 1930. Nýlega lauk í Ai’ken, nýju nútíma- listasafni í suðumthverfum Kaup- mannahafnar, merkilegri sýningu, sem var helguð dadaistanum Kurt Schwitters (1887-1948). Sonur hans Ernst (1918-96) safnaði saman til- tækum verkum fóður síns - og lista- manna sem hann þekkti og varð fyrir áhrifum frá. Þarna eru fögur verk eftir Picasso, Klee, rússneska súp- rematista frá því um 1920 - og Ingi- björgu H. Bjarnason! Prýðilegt flat- armálsverk (samsetning hringa og keilu í ýmsum litum) sem hún sýndi hjá „Cerele et carré“ (hringur og ferningur) árið 1930. Nú var auðvitað fræg kona með þessu nafni (1867-1941), forstöðukona Kvenna- skólans frá 1906, fyi-sta konan sem hlaut sæti á Alþingi, 1922 (fyrh' Heimastjómarflokkinn, Ihaldsflokk- inn og Sjálfstæðisflokkinn). Hún virðist afar ólíkleg til að hafa gerst framúrstefnumaður í myndlist um sextugt, en í Islenskri myndlist eftir Björn Th. Bjöi-nsson stendur þó, að hún hafi kennt Júlíönu Sveinsdóttur teikningu. Og umrætt verk ber svo sannarlega með sér kunnáttu í form- fræði og litameðferð, auk þjálfunar í afstraktmyndlist, svo se_m sjá má af meðfylgjandi mynd. í sýningar- skránni (Das gi-osse Dadagluten, Sprengel Museum Hannover/Arken, 1998, bls. 174) segir e-ð á þessa leið: „Þetta virðist vera meginverk í sköpunarstai’fi þessarar lítt þekktu íslensku listakonu. Hún byggir á hreinæktuðu formi konstrúktívista, sem komið höfðu fram hjá „Cercle et can-é“, einkanlega þeir Mondrian, Vordemberge-Gildewart og Vanton- gerloo, en hún fann sitt sérstæða form. Ferningur, hringur, lína, flötur og rétthyrndur þiThymingur mynda grunneiningar flatannálsins, ásamt með litaþrenningunni rautt-gult- blátt, og „ólitunum" svart-hvítt-grátt. Þessum fi-umeiningum skipar lista- konan í vel samsett jafnvægi. Ólíkt t.d. fíngerðum, draumkenndum verk- um Mondrians hefur listakonan skapað grófgerðara, aðgengilegra og nákomnara verk. En þótt myndflöturinn virðist nán- ast kennimannlegur í uppbyggingu, þá koma hér fmlegri tilbrigði til. Hvítur þríhymingurinn og blár fern- ingurinn verða gagnsæir, þar sem þetr leggjast yfír dökka bálkana. Hvíti flöturinn ummyndar blátt í ljós- blátt en svart í grátt, o.s.frv. Hér er fengist við efniskennt og andstæðu þess, þar með einnig við meginpóla nútímalistar, flöt og iými.“ í skránni aftast segh’ (bls. 224) að þetta olíumálverk á léreft (61x49,8 cm), án titils, án árssetningar, hafi Ernst Schwitters keypt á uppboði í Galerie Palette í Zúrich, 25.5. 1991, úr einkasafni í Bem. Því sé lýst í uppboðsskránni, en ekki veit ég hvort þar er meiri fróðleik að hafa en í þeim skrá sem ég hefi nú þýtt úr. Sláandi var það á sýningunni og í skránni, að fæðingarár og dánarár stóðu við nöfn flestra listamannanna, en ekki þessa. Eg ræddi þetta m.a. við minn margfróða kunningja, Ulf Hjörvar, og hann vísaði veginn, í ís- lenskum æviskrám segir Páll Eggert Ólason um Þorleif, bróður Ingibjarg- ar skólastjóra: „Kona 1. (1899): Dr. Adelina Ritt> ershaus (svissnesk); þau slitu sam- vistir. Dóttir þeirra: Ingibjörg málari átti þýskan mann, Stein, og nefndi sig Stein-Bjamason.“ Nú býst ég við að Ingibjörg þessi hafi alist upp í Sviss, þar sem umrætt málverk var svo selt fyrir átta áram. Er öllu skiljanlegra að hún yrði fram- úrstefnumálari þar á þriðja áratug aldarinnar en föðursystir hennar á íslandi. En fróðlegt væri að fá meira að vita um þennan ágæta málara, ég tala nú ekki um að fá að sjá fleiri verk hennar. Bjó hún eitthvað á ís- landi (svo sem ætla mætti af orðalagi Páls Eggerts), sýndi hún þar, era til verk eftir hana þar? Heiti ég á hvem sem upplýst getur málið að leggja sitt af mörkum. ÖRN ÓLAFSSON, Jagtvej 57,2.t.h. 2200 Kaupmannahöfn N. Kentruck STAFLARI HAGKVÆM LAUSN ÁRVÍK ÁRMÚLA1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.’*'1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.