Morgunblaðið - 27.09.1998, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Þjóðverjar kjósa í dag um hver eigi að stjórna landi þeirra inn í 21. öldina
„Hin uýj a miðja“
eða áframhald
Kohl-tímabilsins
í dag ræðst hvort kynslóðaskipti verða í
stjórn Þýzkalands. Sextíu milljónir þýzkra
kjósenda ganga að kjörborðinu og kveða
upp sinn dóm um það, hvort Helmut Kohl
fái umboð til að halda áfram fímmta kjör-
tímabilið í röð eða hvort Gerhard Schröder
verði þriðji jafnaðarmaðurinn til að setjast
í kanzlarastólinn frá þvi Sambandslýð-
veldið var stofnað 1949. Auðunn Arnórsson
lýsir því hér hvað einkenndi kosningabar-
áttuna fyrir þessar hugsanlega sögulegu
kosningar og nokkrum ályktunum sem
hægt er að draga af henni.
XC^kr hApLf
Reuters
KONA gengur framhjá kosningaspjöldum með myndum af Gerhard
Schröder, kanslaraefni þýskra jafnaðarmanna, og Helmut Kohl,
kanslara Þýskalands.
ÓTT skoðanakannanir séu
gallagripir og þeir sem
gera slíkar kannanir í
Þýzkalandi hafi orðið að
viðurkenna að hafa misreiknað sig
er þeir spáðu um úrslit í nokkrum
síðustu kosningum til héraðsþinga
í landinu - öllum kom t.d. á óvart
hve mikið fylgi hægriöfgamenn
fengu í austur-þýzka sambands-
landinu Sachsen-Anhalt fyrir
nokkrum mánuðum - þá er óhætt
að draga eina ályktun af niðurstöð-
un nýjustu skoðanakannananna
fyrir Sambandsþingkosningarnar
sem fara fram í dag.
Hlutfall óákveðinna var síðustu
dagana fyrir kosningamar hærra
en nokkru sinni hefur áður mælzt
svo skömmu áður en á hólminn
skal gengið. Niðurstöðumar voru
að vísu nokkuð mismunandi eftir
stofnunum, en í stórum dráttum
má segja að tæplega fjórðungur
aðspurðra teldi sig myndu styðja
Kristilega demókrata (CDU), flokk
Helmuts Kohls kanzlara, rámlega
fjórðungur Jafnaðarmannaflokkinn
(SPD) með Gerhard Schröder í
broddi fylkingar, þriðji fjórðungur-
inn dreifðist á alla aðra flokka og
framboðslista en um einn fjórði að-
spurðra hefði enn ekki getað gert
upp hug sinn. Inni í þessari tölu má
að vísu gera ráð fyrir fólki sem
ekki hyggst neyta kosningarréttar
síns, en ljóst er að með svo háu
hlutfalli óákveðinna er ómögulegt
að segja til um hver verður raun-
verulegur sigurvegari kosning-
anna.
Mislukkuð kosningabarátta
Fyrsta ályktunin sem blasir við
að draga megi af þessu er sú, að
kosningabarátta jafnaðaimanna
hafi mistekizt að miklu leyti. í vor,
hálfu ári fyrir kosningarnar, var
staða SPD að mörgu leyti sam-
bærileg við stöðu brezka Verka-
mannaflokksins undir forystu
Tonys Blairs fyrir þingkosningarn-
ar í Bretlandi í fyrravor. Enda
hugðist Gerhard Schröder og
stjórnendur kosningabaráttu SPD
reyna að leika þann leik eftir sem
Blair hafði tekizt í Bretlandi og
Lionel Jospin, leiðtoga franska sós-
íalistaflokksins, hafði tekizt í
Frakklandi. Með sannfærandi sigri
SPD í kosningum til þings Neðra-
Saxlands, þar sem Schröder er for-
sætisráðherra, sameinaðist flokk-
urinn að baki honum og útnefndi
hann kanzlaraefni sitt. Þetta setti
Kohl kanzlara alveg út af laginu,
þar sem hann hafði fastlega reikn-
að með að Oskar Lafontaine, for-
maður SPD, yrði mótherji sinn í
Sambandsþingskosningunum.
Svipað og í Bretlandi, þar sem mik-
il óeining einkenndi Ihaldsflokkinn
síðustu misseri valdatíma Major-
stjómarinnar, sáu flokksbræður
Kohls um að veikja stöðu CDU
með óeiningu og mánaðalöngu
karpi um það hver ætti að taka við
af Kohl sem leiðtogi flokksins og
hvenær. í vor mældist Schröder
mörgum sinnum vinsælli en „mara-
þon-kanzlarinn“ - eins og Kohl er
gjarnan nefndur eftir að hafa setið
í sextán ár á valdastóli - það var
útlit fyrir að yfirgnæfandi meiri-
hluti Þjóðverja hefði sannfærzt um
- svipað og Bretar - að nú væri
kominn tími til að skipta um „liðið í
bránni", og Sehröder væri rétti
maðurinn til að taka við og leiða
Þýzkaland inn í 21. öldina.
Síðan liðu mánuðirnir, og kosn-
ingabaráttan komst á fullan skrið
eftir sumarleyfistímann í ágúst. Þá
þegar hafði dregið nokkuð saman
með stóru flokkunum tveimur í
skoðanakönnunum, en SPD og
Schröder héldu fylgisforskoti sínu.
Allir flokkar, einkum og sér í lagi
þó SPD, eyddu að þessu sinni mun
meira púðri en áður í auglýsinga-
herferðir, ekki sízt í sjónvarpi.
Svipað og Verkamannaflokkurinn
gerði með því að leggja allt kapp á
nýja ímynd sína („New Labour"),
sem miðaði ekki sízt að því að telja
kjósendum trá um að flokkurinn
hefði varpað af sér hugmynda-
fræðiballest fortíðarinnar og færzt
nær miðju stjórnmálanna, stóð
kosningabarátta SPD að þessu
sinni undir yfirskriftinni „Hin nýja
miðja“ (Die Neue Mitte). í kosn-
ingaauglýsingum flokksins, sem
mjög var vandað til að allri ytri
gerð, bar mikið á viðleitni til að
sýna að Kohl væri ekki lengur í
takt við tímann - ólíkt Schröder og
hinni „nýju miðju“ - framtíðin væri
jafnaðarmanna, ekki Kohls. Með
slíkum áherzlum þótti mörgum
sem málefnin - pólitískt innihald -
hefðu notið of lítils vægis. Kjósend-
ur stóðu frammi fyrir tveimur
meginvalkostum: Annan gerþekktu
þeir, en sökum þess hve erfitt virt-
ist að festa hendur á því hvað hinn
valkosturinn, „hin nýja miðja“,
stæði fyrir, vann CDU aftur á í
skoðanakönnunum og hlutfall óá-
kveðinna minnkaði ekki þótt ekki
vantaði að Schröder og hans lið
legði hart að sér til að koma sínum
boðskap tO hinna sextíu milljóna
kjósenda landsins. Á síðustu vikum
kosningabaráttunnar tróð
Schröder upp á sjötíu stórum kosn-
ingafundum og veitti ótal fjölmiðla-
Helstu stjórnmálaflokkar í Þýskalandi^JK
Þjóðverjar ganga að kjörborðinu í dag, 27. sept.,
og kjósa menn á Sambandsþingið (Bundestag).
CDU
Kristilegir demókratar/Kristilega sósíalsambandið (CDU/CSU)
Helsta stjórnmálaafl í Þýskalandi eftir stríð og þakkar sér efnahags-
legan uppgang landsins. Flokkur Helmuts Kohls kanslara nýtur þó
heldur minna fylgis en SPD og Gerhard Schröder samkvæmt
skóöanakönnunum.
Jafnaðarmannaflokkur Þýskalands (SPD)
SPD, sem kallar sig nú hina nýjú miðju’, hefur varpað fyrir róða
mörgum gömlum stefnumálum vinstrimanna og oft er erfitt að greina
á milli hans og CDU. Flokkurinn sjálfur er þó talinn töluvert lengra til
vinstri en Schröder, leiðtogi hans.
EEXR
'Jr
E3
Frjálsir demókratary (FDP)
FDP hefur tekið þátt í samsteypustjórnum frá 1969 en stuðningur
við flokkinn hefur minnkað að undanförnu, einkum í austurhlutanum.
Hafa þeir goldið þess, að lítið hefur orðið úr áætlunum um umbætur
í skattamálum og óvíst, að þeir fái tilskilin 5% til að koma manni á
þing. ____________________________________
Bandalag 90/Græningjar
Græningjar, sem skipta má í hófsaman og róttækan arm, eiga þess
hugsanlega kost í fyrsta sinn að taka þátt í stjórn beri jafnaðarmenn
sigur úr býtum en þurfi samt á stuðningi þeirra að halda.
Lýðræðislegi sósíalistaflokkurinn (PDS)
Afkomandi austur-þýska kommúnistaflokksins, heldur fram
sósíalisma og berst gegn kapítalisma en segist styðja lýðræði
og þýsku stjórnarskrána. Nýtur helst stuðnings í austurhlutanum.
Hægri öfgafiokkar
Dvut
Deurscur
vuiksunion '
±)
Þýska þjóðarsambandið (DVU)
TDVU skaut uppkollinum í apríl sl. og fékk þá næstum 13%
atkvæða ríkisþinginu í Sachsen-Anhalt í austurhlutanum.
Er það mesta fylgi við hægriöfgaflokk eftir stríð.
Þjóðlegi lýðræðisflokkurinn (NPD)
NPD hefur náð besta árangri hægriöfgaflokks í þingkosningum eftir
stríð þegar hann fékk 4,3% 1969. Vantaði hann lítið upp á að fá
menn kjörna á þing. Sameining landsins jók félagatöluna og nú er
þriðjungur félagsmanna í austurhlutanum.
Lýðveldisflokkurinn (Die Republikaner)
Hefur reynt að skapa sér virðulegri ásýnd en hinir tveir flokkarnir
hafa og reynir að höfða meir til miðstéttarinnar en til óánægðs
verkalýðs og ungmenna. hann er þó ekki talinn neinn eftirbátur
hinna í kynþáttahatri.
viðtöl. Kohl, sem verður sjötugur
árið 2000, sýndi sig á 60 stöðum út
um allt landið, ekki sízt í austur-
hlutanum, þar sem vinsældir hans
hafa dalað allrækilega frá því hann
var hylltur sem „kanzlari samein-
ingarinnar“ árið 1990. Af viðbrögð-
um nokkurra ungra óákveðinna
kjósenda að dæma, sem Morgun-
blaðið ræddi við eftir þrautskipu-
lagðan kosningafund SPD í iðnað-
arborginni Ludwigshafen í vikunni,
virðist öll þessi fyrirhöfn þó ekki
hafa skilað tilætluðum árangri.
Þetta unga fólk var alveg jafn óá-
kveðið í því hvernig það myndi
verja atkvæði sínu og áður en það
kom og hlýddi á boðskap
Schröders og annarra úr forystu-
sveit SPD sem töluðu þetta kvöld,
þar á meðal Rudolf Scharping,
fyrrverandi forsætisráðherra sam-
bandslandsins Rheinland-Pfalz og
kanzlaraefni flokksins 1994.
Hvatt til stjórnarskipta
I allaugljósri tilraun til að vinna
gegn því að fólki fyndist SPD ekki
bjóða upp á nógu skýran valkost,
sem óhætt væri að treysta fyrir því
að setja landinu nýja stefnu, birt-
ust á föstudaginn heilsíðuauglýs-
ingar í stærstu dagblöðum Þýzka-
lands, þar sem stór hópur þekktra
og minna þekktra einstaklinga úr
mennta- og menningarlífi, efna-
hags- og stjórnmálalífi landsins
skrifar undir áskorun til kjósenda
um að veita stjórnarskiptum at-
kvæði sitt. Yfirlýsingin hefst á
þessum orðum: „I Bretlandi og í
Frakklandi er búið að kjósa ný-
frjálshyggjuöflin frá völdum. Líka í
Þýzkalandi vonast æ fleiri til þess
að það verði af umskiptum yfir í
stjórnarstefnu, sem grípur þau
mótunartækifæri sem gefast, sem
vogar að hrinda í framkvæmd um-
bótahugmyndum, sem snúast um
frelsi, réttlæti og félagslega sam-
kennd...“ En af stemmningunni að
dæma við lok kosningabaráttunnar
var ekki að sjá, að andstæðingum
stjórnar Kohls hefði tekizt að nýta
sér það tækifæri sem augljóslega
felst í því að mörgum Þjóðverjum -
ekki síður en Bretum - þykir tími
til kominn að skipta um stjórn.
Einu má þó ekki gleyma í þessu
sambandi, sem örugglega sker
þýzka kjósendur frá brezkum, al-
mennt séð, en það er að þegar
óvissa og óstöðugleiki blasir við í
umheiminum, eins og margt bendir
til að nú sé, þá'hneigist þeir frekar
til þess að kjósa það sem þeir
þekkja en að hætta á að veðja á
nýjan hest, þegar þannig stendur
á. Þessar tilfinningar hafa stjórn-
endur kosningabaráttu CDU reynt
að spila á með slagorðinu „öryggi í
stað áhættu" (Sicherheit statt
Risiko).
Kynslóðaskipti
framundan?
Að öðru leyti gekk kosningabar-
átta CDU að mestu út á að leggja
áherzlu á hve mikilvægt það væri
þýzkum þjóðarhagsmunum að
Kohl héldi kanzlarastólnum, þar
sem hann nyti gífurlegs álits á al-
þjóðavettvangi og væri trygging
fyrir stöðugleika. Eitt er víst, að
gangi allt upp fyrir SPD og Ger-
hard Schröder verði kanzlari, þá
yrðu með því kynslóðaskipti í
stjórn landsins. Helmut Kohl var
orðinn nógu gamall áður en Þriðja
ríkið hrundi til að verða félagi í
Hitlerjugend, æskulýðshreyfingu
Nazistaflokksins, eins og aðrir
þýzkir drengir á þeim tíma. Hann
er semsagt af þein-i kynslóð sem
man vel hörmungar stríðsins og fór
út í stjórnmál ekki sízt með þá hug-
sjón að gera það sem hann gæti til
að hindra að slíkt gæti nokkru
sinni endurtekið sig. Þessi hugsjón
er að baki innilegri sannfæringu
hans um ágæti samruna Evrópu,
þar sem hann tryggi að nágranna-
þjóðir Þýzkalands fái aldrei aftur
ástæðu til að óttast þetta volduga
land í miðri álfunni. Schröder er
fæddur 1944 og ólst upp hjá ein-
stæðri móður, sem missti mann
sinn í stríðinu. Hann hefur sýnt
það á pólitískum ferli sínum, að
hann er ekki maður hinna stóru
hugsjóna, heldur öllu heldur
stjórnunarstfls, sem markast af því
eingöngu hvað lofar góðum árangri
til að ná settu marki.
!
I
I
,
I
s