Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 27.09.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1998 1 9 Konur og Kristur meðal útgáfubóka Setbergs Þroskaleit og heilbrigðir lífshættir Á MEÐAL bóka frá Setbergi á þessu hausti er Konur og Krístur, ný bók eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. í kynningu segir að í bók- inni sé mikill fróðleikur í aðgengi- legum búningi, en fyrst og fremst sé hún samin með tilliti til þess að hún gæti orðið til hjálpar við íhug- un og innri þroskaleit: „Konur voru í fornöld rúmur helmingur mannkyns, alveg eins og nú. En í annálum og sagnaritum fer ekki að sama skapi mikið fyrir konum. Þær eru nánast ósýnilegar í flestum heimildum. En hvað um þau fornu rit sem skýra frá ævi og störfum Jesú Rrists? Eða þau sem kynna lífíð innan þeirrar hreyfing- ar sem hann hratt af stað? Um þetta er fjallað í bókinni Konur og Ki-istur. Þar er athygli beint að spurningunni um þátt kvenna í sögu Jesú, eins og sú saga liggur fyrh- í frumheimildum, og í fram- haldi af því er spurt um aðild kvenna að útbreiðslu áhrifanna frá honum.“ Lækningar og sígild ævintýri Þorsteinn Njálsson læknir annast útgáfu bókar sem ber titilinn Lækningabók heimilanna - ráðleggingar fyrir ein- staklinga og fjölskyldur. Höfundur er kunnur læknaprófessor, Patrick Pietroni. „Hér er að finna upplýsingar um orsakir og einkenni algengi-a sjúkdóma og kvilla, ráðleggingar um forvamir og viðbrögð þegar veikindi virðast yfii-vofandi... Sérstakur kafli er um heilbrigða h'fshætti og hvem- ig efla megi heilsu og vellíðan." Bók- in er 224 blaðsíður í stóm broti og efninu til stuðnings og skýringar em 450 teikningar og litmyndir. Að venju gefur Setberg út eina af nýjustu skáldsögum Danielle Steel og er það Til móts við liðna tíð, nítjánda bók henn- ar á íslensku, en bækur hennar hafa verið þýddar á 30 tungumál og hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka. Fjöldi barnabóka kemur út hjá Setbergi, m.a. nýr flokkur Sígildu ævintýrabókanna og einnig harðspjaldabæk- ur, en þýðandi þessara bóka er Stefán Júlíus- son. Stefán þýðir líka tvær nýjar ht- ríkar bækur í víðfrægum bókaflokki sem í em dýramyndir og ævintýri. Þórir S. Guðbergsson þýðir nýja út- gáfu Ævintýra bamanna og Fyrsta orðabókin mín verður endurútgefin með meira en 1.000 litmyndum og mörg þúsund orðum á íslensku, dönsku og ensku. Sigurbjörn Einarsson Sýnisbók smásagna BÆKUR Smásögur STJÖRNURNAR í KONSTANTÍNÓPEL Ritstjóri: Halla Kjartansdóttir. Mál og menning 1998 - 255 bls. SMÁSAGAN er sérstakt bók- menntaform en hefur lengi vel hér á landi verið í skugga skáldsögunnar. Hún á sér þó sína sögu líkt og skáldsagan og því ekki úr vegi að gefa út sýnisbók íslenskra smá- sagna frá 1847-1997. Halla Kjart- ansdóttir hefur tekið saman slíka bók og nefnir Stjörnurnar í Kon- stantínópel. Bókin er ætluð fram- haldsskólanemum til lærdóms og skemmtunar og gefa þeim sýnis- horn af sögum þessa tímabils. Auk sagnanna eru í bókinni umsagnir um hvern höfund og bókmennta- söguleg umfjöllun í formála. Halla velur í bókina á hefðbund- inn hátt út frá bókmenntasöguleg- um viðmiðum og reynir að gefa inn- sýn inn í helstu tímabil bókmennta- sögunnar. Það kemur þannig ekki á óvart að sjá- Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar, Vonir Einars H. Kvarans, Ósigur ítalska flugflotans eftir Halldór Laxness, í hvaða vagni eftir Ástu Sigurðardóttur eða Tilbury eftir Þórarinn Eldjárn. Aðr- ir höfundar að efni í bókinni eru einnig með kunnustu höfundum þjóðarinnar; Einar Benediktsson, Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum, Ólafur Jóhann Sigurðsson, Halldór Stefánsson, Svava Jakobsdóttir, Guðbergur Bergsson, Einar Kára- son, Kristín Ómarsdóttir, Sjón og Gyrðir Elíasson. Mikilvægt er að vel takist til í vali í slíka bók því að vitaskuld mótar hún sýn manna á bókmenntasög- una. Höfundur segir sjálfur um val sitt að hugmyndin á bak við það sé að það „spegli bókmenntasöguna með því að geyma sögur eftir höf- unda sem gagnast vel í þeim til- gangi, annaðhvort sem fulltrúar sinnar kynslóðar eða ákveðinnar bókmenntastefnu eða -tísku.“ Valið í bókina myndar vissulega heild. Höfundur leggur áherslu á það í formála hvernig sumar sög- urnar kallast hver á við aðra. Hins vegar sýnist mér sú heild nokkuð á kostnað fjölbreytninnar. Ég geri mér svo sem grein fyrir því að það er fremur holur hljómur í þeirri gagnrýni sem snýst um að hina og þessa höfunda vanti í safnið. Gæti ég þó nefnt menn og konur sem töluvert hafa skrifað af góðum smásögum og engin eiga verkin í þessari bók, Geir Kristjáns- son, Matthías Johann- essen, Thor Vilhjálms- son, Indriða G. Þor- steinsson, Steinar Sig- urjónsson og Einar Má Guðmundsson svo að einhverjir séu nefndir eða Gest Pálsson og Jakobínu Sigurðar- dóttur. Það er einkum þó tvennt sem mér finnst gera þá heildarmynd af smásögunni sem dregin er upp í bókinni ofurlítið þrönga. í fyrsta lagi velur Halla einungis þrjár sög- ur frá 19. öld og þrjár frá fyrri hluta 20. aldar en fimm sögur sem gefnar eru út á seinustu 10 árum. Þetta er óheppileg slagsíða og óþarfa áhersla á yngstu höfundana í slíkri sýnisbók jafnvel þótt þeir eigi allt gott skilið. Áberandi er einnig hversu hug- myndafræðileg lífssýn höfundanna er keimlík. Félagsleg sjónannið eru ráðandi og sögurnar hafa margar mjög ríka söguhneigð. Á þessu eru þó að vísu undantekningar. Á móti kemur að höfundar vinna með ólíkar hugmyndir. í sögum Þórarins Eldjárns og Sjóns er sótt til kynferðislegra hugmynda um púka sem sjúga viðfang sitt, sumar sögurnar fjalla um kvennakúgun og aðrar um ki-eppu fjölskyldunnar og tilfinningalífs. Þá þótti mér einnig áberandi hversu margar sögurnar fjölluðu beinlínis um átök. Saga Einars Benediktssonar, Valshreiðr- ið, grípur sérstaklega á slíku átaka- Fúlasta alvara á 22 MYNDLISTARSÝNINGIN Fúlasta alvara verður opnuð á veitingastaðnum 22, Laugavegi 22, í dag, sunnudag, kl. 20. Þetta er samsýning fimm einstaklinga sem sýna mikro-ljósmyndir af veggmálverkinu á Hótel Fróni. Einnig verða til sýnis samunnar myndir og klippimyndir. Á opn- uninni mun Vete-Skorpor fremja tónlist á efri hæðinni. munstri þegar hann segir í sögu sinni: „I leikjunum, eins og líf- inu sjálfu, kemur það fram að tvennir viljar geta aldrei orðið að ein- um eða sama vilja. Tveir eða fleiri geta, að því sem verður ráðið af því ytra, fallist á eitt mál. En í raun réttri er það þá ætíð svo að ann- ar lýtur yfirráðum hins.“ Hvað sem líður viljaheimspeki Einars birtist slíkt átaka- munstur í flestum sagnanna, átök elskenda, átök hins nýja og gamla, átök innan fjöl- skyldu og átök innra með mönnum. Tvær sögur fjalla þannig um konur sem láta frá sér börn sín og eiga í erfiðleikum með að sætta sig við til- veruna eftir það og aðrar fjalla um átök nútíma og eldra samfélags, átök fasisma og alþýðu og svo mætti lengi telja. I Stjörnunum í Konstantínópel er að finna býsna margar bitastæðar smásögur og það er auðvitað aðalat- riðið. Það er fremur létt yfir mörg- um sögunum og ég efast ekki um að þær henta vel stálpuðum unglingum til aflestrar. Skafti Þ. Halldórsson Myndir úr rennilásum í Skotinu í SKOTINU, Hæðargarði 31, stendur yfir sýning á verkum Bert- hu Guðjónsdóttur Hall. Bertha vinnur með blandaðri tækni en rennilásar era meginuppistaðan í verkum hennar. Hún hóf söfnun á rennilásum fyrir nokkram áratug- um, en gafst síðar á ævinni tóm til að búa til myndir úr þeim, segir í fréttatilkynningu. Myndefni, sem hún hefur valið sér, era aðallega blóm og fuglar. Hún hefur sýnt nokkram sinnum í Bústaðakirkju, en þetta er hennar fyrsta einka- sýning. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-16 og lýkur miðvikudaginn 28. október. Halla Kjartansdóttir EIN ásýndamynda Óskars Theódórssonar. Asýnd kvenna í Eden ÓSKAR Theódórsson opnar sýn- ingu í Eden í Hveragerði þriðjudag- inn 22. september. Sýningin hefur yfirskriftina Ásýnd kvenna og er um að ræða 30 andlitsmyndir af konum, málaðar með olíupastellit- um. Myndimar setur málarinn fram eftir sinni skynjun og innri hugsun, segir í fréttatilkynningu. Sýningunni lýkur 5. október. Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 16. október kl. 19. Húsið opnar kl. 18. Dagskrá: Kvöldverður við undirleik Ijúfra tóna og fjöldasöngur á milli rétta. Sérstakur söngkvartett flytur létt lög. Danssýning. • Hin eina og sanna Diddú syngur eins og henni einni er lagið. Nokkur íslensk þjóðlög verða flutt í nýstárlegum búningi. Helgi Jóhannsson forstjóri flytur ávarp og kynnir óvænt tilboð. Happdrætti. Hljómsveit leikur fyrir dansi. Miðasala hefst hjá Samvinnuferðum - Landsýn, Austurstræti 12, mánudaginn 5. október. Verð 1.990 kr. Dublin Örfá sæti laus í ferð Kátra daga til Dublin 11,- 15. október. Gist verður á hinu glæsilega Burlington-hóteli. Skemmtidagskrá ÖJI kvöld og fjölbreyttar skoðunarferðir. Sérstakur fararstióri er Steinunn Inqvarsdóttir hjúkrunarfræðingur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.