Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913
229. TBL. 86. ÁRG. FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Fulltrúadeildin samþykkir rannsókn á meintu misferli Clintons
31 þingmaður demókrata
fylgjandi tillögnnni
Washinton. Reuters.
HENRY Hyde, formaður dómsmálanefndar fulltníadeildarinnar á
blaðamannafundi að lokinni atkvæðagreiðslunni í gær.
Fyrstu átökin
á landamærum Irans
og Afganistans
Talebanar
sagðir hafa
átt upptökin
Teheran. Reuters.
ÍRANIR sögðu í gær, að talebanar í
Afganistan hefðu farið miklai’ hrak-
farir í fyi’stu átökunum á milli ríkj-
anna, en mikil spenna hefur verið
með þeim að undanförnu.
Mohammad Ali Jafari, yfirmaður
íranska byltingarvarðarins, sagði, að
hermenn talebana hefðu hafið skot-
hríð á íranska landamæraverði í
gærmorgun og beitt sprengjuvörj)-
um og öflugum vélbyssum. Hefðu Ir-
anh’ svarað árásinni og gjöreytt
þremur stöðvum talebana. Talsmað-
ur talebanastjórnarinnar í Kabúl
sagði aftur á móti, að hermenn henn-
ar hefðu ekki skotið á Irani og raun-
ar sýnt mikla stillingu þrátt fyrir, að
Iranir hefðu haldið uppi látlausri
skothríð á afganskt land dögum sam-
an. Iranska fréttastofan IRNA
sagði, að átökin hefðu átt sér stað í
héraðinu Khorasan og staðið í þrjár
klukkustundh’.
Iranir saka talebana um að hafa
myrt nokkra íranska sendimenn og
blaðamann fyi’h’ skömmu. Krefjast
þeir þess, að morðingjum mannanna
verði hegnt og vilja fá leysta úr haldi
í Afganistan 40 íranska borgara.
Kamal Khai-razi, utanríkisráðherra
Irans, sagði í fyrradag, að Irans-
stjórn útilokaði ekki, að hervaldi yrði
beitt til að fylgja efth’ kröfum sínum.
FULLTRUADEILD Bandaiíkja-
þings samþykkti í gær tillögu
dómsmálanefndar um að hafin
verði formleg rannsókn á því hvort
grundvöllur sé fyrir málshöfðun til
embættismissis á hendur Bill Clint-
on forseta. Tillagan var samþykkt
með 258 atkvæðum gegn 176, og
var 31 þingmaður Demókrata-
flokksins henni fylgjandi.
Clinton lét í Ijós þá ósk að rann-
sókninni lyki innan hóflegra tíma-
marka. „Að öðru leyti hef ég ekkert
að segja. Málið er ekki í mínum
höndum, það er í höndum þingsins
og þjóðarinnar, og að lokum í hönd-
um guðs. Ég get ekkert gert,“ sagði
forsetinn þegar úrslit voru ljós.
Þar sem repúblikanar eru í
meirihluta í fulltrúadeildinni kom
niðurstaða atkvæðagreiðslunnar
ekki á óvart. Margir höfðu þó spáð
því að fleiri þingmenn Demóki’ata-
flokksins myndu styðja tillöguna,
vegna ótta um gengi sitt í þing-
kosningunum, sem fram fara 3.
nóvember næstkomandi. Sam-
kvæmt tillögu dómsmálanefndai’-
innar er umfang rannsóknarinnar
ótakmarkað, og ekki eru sett nein
tímamörk. Áður en tillagan var
samþykkt hafði fulltrúadeildin
hafnað breytingatillögu demóki’ata
um að rannsókninni yrði að ljúka
fyiTi’ áramót og að hún næði
eingöngu til samskipta forsetans
við Monicu Lewinsky.
Þetta er í þriðja sinn í sögu
Bandaríkjanna sem fulltrúadeildin
samþykkir að hefja rannsókn, sem
leitt gæti til málshöfðunar til emb-
ættismissis á hendur forseta.
Dómsmálanefnd fulltrúadeildar-
innar mun nú taka við rannsókninni
og svo getur farið að hún yfirheyri
Clinton og Monicu Lewinsky.
Henry Hyde, formaður nefndarinn-
ar, sagði í gær að hann ætti ekki
von á að yfirheyrslur myndu hefj-
ast fyrr en að þingkosningum lokn-
um. Hann sagðist ákveðinn í að sjá
til þess að fyllstu sanngirni yrði
gætt og kvaðst myndu beita sér
fyrir því að rannsókninni lyki fyrir
áramót. Dómsmálanefndin ákveður
þá hvort leggja eigi til að fulltrúa-
deildin samþykki foimlega ákæru
til embættismissis á hendur forset-
anum.
Samþykki fulltrúadeildin ákæni
með meirihluta atkvæða er henni
vísað til öldungadeildarinnar, þar
sem dómsmálanefndin flytur málið
undir stjórn forseta hæstaréttar
Bandaríkjanna. Oldungadeildin
starfar þá sem kviðdómur og lög-
fræðingar forsetans verja hann.
Komist tveir þriðju öldungadeildar-
innar að þeirri niðurstöðu að forset-
inn hafi gerst sekur um alvarlegt
lögbrot verður hann að láta af emb-
ætti. Miðað við núverandi þing-
styrk demókrata í öldungadeildinni
þykir líklegt að Clinton haldi velli,
en það gæti breyst eftir kosning-
arnar í nóvember.
Herjum NATO senn
skipað í viðbragðsstöðu
Bmssel, Pristina, Washington. Reuters.
Reuters
EFNT var til mótmæla gegn hugsanlegri hernaðaríhlutun NATO í
Kosovo við sendiráð Bandaríkjanna í Kíev í Úkraínu í gær.
Verðbréf og dollari lækka
Otti og óvissa
ráða ferðinni
New York. London. Reuters.
MADELEINE Albright, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sagðist í
gær reikna með að Atlantshafs-
bandalagið (NATO) myndi „á allra
næstu dögum“ samþykkja að setja
herlið sitt í viðbragðsstöðu vegna
deilunnar í Kosovo. Sakaði hún
Slobodan Milosevic, forseta Júgó-
slavíu, um fyrirslátt og sagði að sá
tími sem hann hefði til að koma í veg
fyrir loftárásir NATO væri óðum að
renna út.
Albright var í gær viðstödd fund
Tengslahópsins svokallaða, sem
Bretar, Frakkar, Rússar, Þjóðverj-
ar, ítalir og Bandaríkjamenn skipa.
ígor ívanov, utanríkisráðherra
Rússlands, sagði að fundinum lokn-
um að ríkin hefðu færst nær sam-
komulagi um hvernig komast mætti
að friðsamlegri lausn, án þess að til
loftárása þyrfti að koma. Richard
Holbrooke, samningamaður Banda-
ríkjastjórnar, mun í dag eiga fund
með Milosevic í því augnamiði að
gera úrslitatilraun til að fá hann til
að hlíta ályktunum öryggisráðs SÞ
og binda enda á kúgunaraðgerðir
Serba í Kosovo.
Samþykki Clintons
liggur fyrir
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hefur þegar samþykkt fyrir sitt
leyti tilskipun þess efnis að her-
sveitir NATO verði settar í við-
bragðsstöðu, að sögn heimildai’-
manna vestra, en slik tilskipun
myndi reynast lokaski’efið áður en
til loftárása á skotmörk í Júgóslaviu
kæmi. Var Clinton harðorður i gær
þegar hann sagði að vissulega vildu
menn fremur að Milosevic hlítti til-
mælum SÞ en að til loftárása kæmi.
„En NATO verður að vera reiðubú-
ið að verja hagsmuni okkar og koma
í veg fyrir frekari fjöldamorð og
mannréttindabrot á Balkanskaga.“
Vestrænar þjóðir hófu í gær að
flytja á brott starfsfólk sendiráða
sinna í Júgóslavíu þai’ sem nú er
talið æ líklegi’a að til loftárása
NATO komi og munu hersveitir
Serba nú vígbúast af kappi, ef
marka má frétt bandarísku sjón-
varpsstöðvarinnar ABC. Bárust
jafnframt þau tíðindi úr höfuðstöðv-
um Frelsishers Kosovo (KLA) í gær
að skæruliðar hans myndu „hafa sig
hæga“ frá og með morgundeginum
og á meðan á loftárásum NATO
stæði.
■ ítalir segja/22
VERULEGT gengisfall var á verð-
bréfamörkuðum víða um heim í
gær. í Wall Street lækkaði verð-
bréfavísitalan um 238 stig eða
3,09% og vai’ það rakið að nokkru
til gengisfalls dollarans, sem hefur
ekki verið lægri gagnvart japönsku
jeni í 15 ár. Englandsbanki lækkaði
í gær vexti um fjórðung úr pró-
sentustigi.
Sérfræðingar verðbréfafyrir-
tækja segja, að tilfinningar en ekki
kalt mat hafi ráðið ferðinni. Menn
séu svo taugaóstyrkir, að þeir elti
hvaða ástæðu sem er til að lækka
gengið eins og sjáist best á því, að
jafnvel gengi bandarískra skulda-
bréfa til 30 ára hafi lækkað örlítið.
Yfirleitt er litið á þau sem gott
skjól á óvissum tímum.
Gengi dollarans lækkaði í gær
annan daginn í röð vegna þess, að
flestir telja, að framhald verði á
vaxtalækkunum vestra. Venjulega
ýtir lækkun dollarans undir hækk-
un á gengi bandarískra hlutabréfa
vegna þess, að hún greiðir fyrir út-
flutningi en svo var ekki nú. Varð
hún aðeins til að auka enn á óró-
ann.
Englandsbanki lækkaði vexti í
gær úr 7,50% í 7,25% en fyrr í vik-
unni sagði Gordon Brown, fjár-
málaráðherra Bretlands, að hag-
vöxtur í landinu yrði miklu minni
en spáð hafði verið. Nikkei-verð-
bréfavísitalan japanska féll í gær
um 5,8% en í kauphöllum í Evrópu
var lækkunin á bilinu 2,7 til 4,5%.
Jeltsín seg-
ist ekki láta
af embætti
Moskvu. Reuters.
BORIS Jeltsín, forseti Rúss-
lands, aftók í gær að hann
myndi láta af embætti í kjölfar
fjölmennra mótmæla um allt
land á miðvikudag, þar sem yf-
ir ein milljón Rússa krafðist
afsagnar hans.
Jeltsín sagði í ávarpi við
skipun nýrra yfirmanna hers-
ins að hann myndi sitja út
kjörtímabilið, sem lýkur árið
2000. Forseti neðri deildar
rússneska þingsins, Gennadí
Seleznýov, sagði í gær að rúss-
neska þjóðin ætti að ráða ör-
lögum Jeltsíns, og hvatti til
þess að haldin yrði þjóðarat-
kvæðagi’eiðsla um framtíð
hans í embætti.