Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fann föður sinn í Englandi „Sleppti ekki af mér hendinni“ SOFFIA ásamt fóður sínum, Lewis Durney, sem hún fann í Ðevon-héraði í Bretlandi. SOFFÍA Ásgeirs Óskarsdóttir kom nýlega frá Englandi þar sem hún hafði verið í óvenjuleg- um erindagjörðum. í smábænum Totnes í Devon-héraði á suðvest- urkjálka Bretlands fann hún föð- ur sinn, ömmu sína og fjölskyldu þeirra. Soffía er 28 ára og á fjórar dætur með eiginmanni sínum. Hún hafði alla tíð vitað að faðir hennar væri breskur, en hún ólst upp hjá móður sinni og stjúpföð- ur öll sín uppvaxtarár, svo nafn föður síns var það eina sem hún þekkti af honum. I vor ákvað Soffi'a að hafa uppi á föður sín- um. „Sophie, ert þetta þú ?“ „Þetta byrjaði allt þegar ég vann litla söngvakeppni og fékk í verðlaun ferð til Bretlands. Ég hugsaði, nú er tækifærið, nú fer ég og finn föður minn, rétti tím- inn er runninn upp. Ég fór að reyna að hafa uppi á honum og hringdi í símaskrána, en það var enginn skráður með þessu nafni á því svæði sem ég var að leita á. Ég fór því næst á Netið og hafði samband við Family Record Center í London en út úr þeirri leit kom ekki neitt. Þá hringdi ég aftur í símaskrána og fékk gefin upp öll símanúmer í Bretlandi sem skráð voru á eftirnafn pabba. Ég hringdi í efsta númer- ið og spurði hvort hann byggi þar. f ljós kom að ég var alls ekki á réttum stað en konan sem svar- aði þekkti til hans og gat vísað mér á hann. Hún sagði mér að hann byggi á bóndabýli fyrir ut- an Totnes og hann væri ekki með síma, en gaf mér upp númer móður hans. Andlát GUNNAR FINN- BOGASON GUNNAR Finnbogason, fyrrver- andi skólastjóri, er iátinn, 76 ára að aldri. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Skjóli miðvikudaginn 7. október. Gunnar fæddist í Hítardal í Mýrasýslu 9. febrúar 1922, sonur hjónanna Sigríðar Teitsdóttur og Finnboga Helgasonar. Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri og magister í íslenskum fræðum frá Háskóla íslands 1949. Gunnar kenndi íslensku í rúm 40 ár, lengst af við Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar, síðar við Vörðuskóla og var skólastjóri við sama skóla. Hann var mikill áhugamaður um ís- lensk fræði og ritaði fjölda kennslu- bóka um þau efni fyrir efri bekki grunnskóla. Eftirlifandi maki Gunnars er Að- alheiður Jónsdóttir og böm þeirra Sigríður og Gautur Elvar. Við þessar fréttir hélt ég að eitthvað hefði komið fyrir hann, liann væri ekki heill heilsu og væri kannski á einhverskonar stofnun. Það var erfið tilhugsun og mér brást næstum því kjark- ur, en ákvað að hringja í mömmu hans. Ég hringdi í hana, hún svaraði í símann og ég segist heita Soffía og vera frá Islandi. Þá segir hún strax: „Sophie, ert þetta þú? Ég hef fréttir handa þér, ég er amma þín!“ Dvalarleyfíð rann út Að baki sögu Soffíu býr saga inóður hennar. Tvítug fór hún að vinna í Englandi og kynntist. föð- ur Soffíu. Ástin blómstraði, þau byrjuðu að búa saman og hún varð ófrísk af Soffíu. Þegar svo var komið rann dvalarleyfi henn- ar út og afréðu þau að hún færi til Islands og hann kæmi síðar. „En hann kom aldrei, og gufaði hreinlega upp. Við vissum aldrei hvað varð af honum, en nú veit ég það. Honum hafði verið stung- ið í fangelsi í tvo mánuði ásamt vinum sínum fyrir að veiða ólög- lega í á að næturlagi. Hann sat inni þegar mamma átti mig og eftir það fannst honum hann ekki vera manneskja til að hafa sam- band. Honum fannst að mamma ætti betra skilið en hann, þar sem hann væri ólærður og þessi hugsun kemur væntanlega í kjöl- far þeirrar gífurlegu stéttaskipt- ingar sem viðgengst í Bretlandi. Ég hef því alltaf vitað af honum en hvorki vitað hvar hann væri niðurkominn, né haft kjark í mér til þess að hafa upp á honum. Eftir að mamma varð ófrísk var afráðið að ég skyldi heita Soffía, eða Sophie, svo þannig vissi AÐALMEÐFERÐ í máli ríkislög- reglustjóra gegn tveimur mönnum, sem grunaðir eru um að hafa stund- að svarta atvinnustarfsemi í Reykjavík, hófst fyrir Héraðsdómi í fyrradag. Hinir ákærðu ráku skemmtistaðinn Berlín í Reykjavik frá nóvember 1993 til ársbyijunar 1995 án þess að hafa virðisauka- skattsnúmer og utan skráningar skattayfh-valda. Birtist ákæran í þremur köflum þar sem ákærðu er gefið að sök að hafa brotið gegn lögum um virðis- aukaskattsskil, bókhald og tekju- HÆSTIRÉTTUR mildaði í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli íjögurra skipverja á Skógafossi sem áttu mikið magn áfengis og tóbaks er kom fram við tollafgreiðslu vorið 1997. Ekki var fallist á þá mótbáru þeirra að þeir hefðu verið hættir við smygl þegar skipið lagði úr höfn í Rotterdam. Tollyfirvöld fengu vísbendingu um það frá hollenskum yfirvöldum að mikið magn af áfengi og tóbaki væri um borð í Skógafossi, sem væntan- legur var til landsins 3. maí 1997. Við tollafgreiðslu var skipstjóra tjáð að grunur léki á a.6 smyglvarningur væri um borð. I kjölfarið gáfu sig fram fjórir skipverjar sem kváðust amma hver ég var þegar ég hringdi." Eins og að koma heim Soffía segir að leitin að föður sínum og að hitta liann og alla fjölskyldu hans hafi verið mikil lífsreynsla. Fyi-st hafi hún talað við föður sinn í gegnum síma og þá hafi sviti og aukinn hjartslátt- ur óneitanlega gert vart við sig. „Fyrst var þetta mjög erfítt og átakanlegt og á leiðinni til Tot- nes var maginn á mér á hvolfí. Þegar ég svo sá bæjarskiltið Tot- nes hugsaði ég að ég gæti þetta ekki og ætlaði að snúa við. En áfram héldum við og ég byrjaði á að hitta ömmu. Hún tók alveg ótrúlega vel á móti mér og eftir það var ísinn brotinn. Flest systkini pabba komu, svo og hann sjálfur, þannig að það var heil móttökunefnd sem tók á móti okkur, og þeir sem ekki komust hringdu í okkur. Mér fannst eins og ég væri að koma heim, slíkar voru móttökurnar. Pabbi var ofsalega glaður að sjá skráningu. Samkvæmt rannsókn hefðu rekstraraðilarnir átt að greiða 6 milljónir króna í tekjuskatt og virðisaukaskatt. Hinir ákærðu hafa borið við að hafa týnt bókhaldi og að hreinsunardeild Reykjavíkur- borgar hafi hent bókhaldinu þar sem það lá á glámbekk. Þar af leið- andi séu engin gögn til um rekstur- inn. Umfang rekstursins með virðis- aukaskattskylda veltu á umræddu tímabili er talið nema rúmlega 29 milljónum króna. Annar ákærða, sem fyllti út virðisaukaskattskýrsl- eiga vai-ninginn, samtals 300 lítra af spíra, 416 lítra af vodka, 140 lítra af viskíi og 24 lítra af gini auk um 700 kartona af vindlingum. Fyrir dómi báru sakborningar að þeir hefðu séð sig um hönd eftir að varningurinn var kominn um borð í Rotterdam og viljað skila honum. Hins vegar hefðu hollensk yfirvöld neitað að taka við vörunni. í dómi Hæstaréttar segir að þessar stað- hæfingar skipti ekki máli. Ákærðu hafi undirritað yfirlýsingu á leið til landsins sem afhent var tollgæsluyf- ii-völdum þar sem einungis voru gefnir upp 0,75 lítrar af sterku áfengi hjá hverjum og 200 stk. af vindlingum. mig. Hann leiddi mig út um allt og ætlaði ekki að sleppa af mér hendinni. Hann er einhleypur og barnlaus en þarna varð hann skyndilega pabbi og afi í senn, en ég á íjórar dætur.“ Soffía dvaldi í tíu daga hjá föð- urfjölskyldu sinni og segir að kveðjustundin hafi verið erfið. Hún er í stöðugu sambandi við fjölskylduna og föður sinn og segir mikinn áhuga beggja á því að viðhalda því. Pabbi hennar ætlar að koma til landsins í vor og hún ætlar að fara með dætur sínar næsta sumar og dvelja í lengri tíma hjá þeim hópi ætt- ingja sem hún var að kynnast. „Þetta var rosalegt ævintýri. Það hefur oft verið sagt að ég sé lík mömmu, en einnig oft verið sagt hvaðan kemur þú, eða hverj- um ert þú lík? Nú veit ég að ég er með munninn hans pabba og það eina sem ég hugsa í dag er: af hverju gerði ég þetta ekki fyrr? Ég var alltaf ákveðin í að gera þetta einhvern tímann, og ég er fegin að ég dreif í því.“ ur vegna rekstursins, bar við að hafa aldrei séð bókhaldsfærslur þegar saksóknari spurði hvoi-t bók- hald hefði verið fært. Hafi hann haft samandregna tölu gagna frá með- rekstraraðaila sínum og fyllt út virðisaukaskattskýrslur að beiðni hans. Ákærði sagðist ekki hafa átt sæti í hlutafélagi sem stofnað var um reksturinn þegar verjandi hans spurði hann um aðild hans að því. Fleiri mál sem varða svarta at- vinnustai-fsemi í veitingahúsa- rekstri eru til meðferðar hjá ríkis- lögreglustjóra. ,Ákærðu áttu þess kost að leið- rétta rangar upplýsingar sínar áður en tollafgreiðsla skipsins hófst eða gera fyrir það tímamark með öðrum skýi-um hætti grein fyrir því áfengi og tóbaki, sem um ræðir í málinu. Það gerðu þeir hins vegar ekki,“ seg- ir í dómnum. Taldist brot ákærðu varða við 1. mgr. 123. gr. tollalaga nr. 55/1987. Voru þeir dæmdir til greiðslu sektar á bilinu 500.000 ki-. til 1.500.000 kr. miðað við eignarhlut hvers og eins í varningnum auk upptöku hans. Hér- aðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt þá í hærri fjársektir auk skilorðs- bundinnar fangelsisvistar á bilinu 30 til 60 daga. Þorsteinn Pálsson um tilnefning’u dóm- ara við Mannrétt- indadómstólinn „Stóð ekki tii að gera lítið úr tilmælum ráðsins“ ÞORSTEINN Pálsson dómsmála- ráðherra segir að ekki hafi staðið til að gera lítið úr tilmælum ráðherra- ráðs Evrópuráðsins er íslensk stjórnvöld tilnefndu þrjá karla í embætti dómara við Mannréttinda- dómstól Evrópu. Áður hafði aðalrit- ari Evrópuráðsins vakið athygli á tilmælum ráðheiTaráðsins um jafn- ara hlutfall kynja meðal dómara. „Kjarni málsins er sá að þó að þrír karlar séu tilnefndir þá leggja stjómvöld í hverju landi í raun áherslu á einn mann,“ sagði Þor- steinn. „í þessu tilviki ríkti mjög góð sátt um það að tilnefna Gauk Jörundsson, umboðsmann Alþingis, enda tel ég engan hæfari til þess að taka þetta verkefni að sér.“ Þorsteinn segir tilnefningar hæstaréttardómaranna Markúsar Sigurbjörnssonai' og Arnljóts Björnssonar þannig til komnar að annar þeirra hafi áður verið til- nefndur með svipuðum hætti en hinn hafi reynslu af því að taka þátt í undirbúningi og flutningi mála fyr- ir Islands hönd. „Ofangi-eind sjónai-mið réðu því að umræddir menn voru tilnefndir fyi-ir íslands hönd og það stóð aldrei til að gera lítið úr tilmælum ráðherraráðs Evrópuráðsins," sagði Þorsteinn. Jafnréttisráð hefur sent frá sér ályktun þar sem harmað er að Is- land hafi með þessu sniðgengið til- mæli ráðherraráðsins, lagalegar og alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Verslun með sauðfé líkleg- ust til að breiða út riðu RIÐA í sauðfé hefur ekki komið upp á nýjum svæðum síðustu tíu ár- in en stungið sér niður á stöku stað á gömlum riðusvæðum. Sigurður Sigurðarson dýralæknir þakkar varnaraðgerðum þennan árangur og segir mikilvægt einmitt á haustin að gæta að því að flytja ekki gærur eða húðir heim á bæi og segir ólög- legt að flytja fé milli varnarhólfa. Hann segir verslun með sauðfé lík- legasta til að valda riðusmiti. Sigurður Sigurðarson fer jafnan á sveitabæi ef grunur vaknar um riðu og tekur með sér ær, sem hugsanlegt er að hafi sýkst, til rannsóknar að Keldum. Segir hann það bæði til að geta fengið sýni til rannsóknar og til að geta athugað með öðrum atferli ánna í nokkra daga. „Það er mikilvægt að menn fylgist með fé sínu á haustin og fari varlega við flutninga á fé til að breiða ekki út hugsanlegt smit. Það kemur fyrir að menn eru að auglýsa eftir gærum og húðum og bera þetta heim á sveitabæi, sem er al- gjört eitur, því þá geta menn borið smit, enda ólöglegt að fara milli varnarhólfa. Verslun með fé er lík- legust til að dreifa sjúkdómnum og þess vegna ættu menn að hafa hem- il á sér í þessum efnum,“ sagði Sig- urður, en hann hefur síðustu daga verið á ferð um Norðurland, m.a. til að kanna sögu riðuveikinnar í Eyja- firði, sem hann segir að hafi lítið verið skráð. „Menn ættu að halda nýju fé sínu einangruðu eins lengi og hægt er og ekki blanda því saman við fé ann- arra. Mest hætta er á því á haustin og síðan seinni hluta vetrar að veik- in komi upp.“ Ríkislögreglustj óri rannsakar nokkur mál vegna meintrar svartrar atvinnustarfsemi í veitingahúsarekstri Grunur um 6 milljóna króna skattsvik Hæstiréttur mildar smygldóm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.