Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR PAVEHAWK HH-60G þyrla frá 56. björgunarsveit æfir aðflug nálægt Hengli 6. júlí 1998. F-15C frá 390. flugsveit lendir á Keflavíkurflugvelli 1. október sl. VARNARLIÐIÐ skipti um mán- aðamótin um flugsveit F-15 véla eins og verið hefur frá 1995. Að þessu sinni komu hingað fimm F- 15C Eagle vélar frá flugsveit sem aldrei hefur komið hingað áður eða 390. flugsveit 366. flugdeild- ar sem staðsett er á Mountain Home flugstöðinni í Idaho-fylki. Þetta er í ijórða skipti á þessu ári sem ný flugsveit kemur hing- að. Fyrst var það flugsveit frá þjóðvarðliði Flórídafylkis í aprfl, siðan sveit sex F-15E véla frá Lak- enheath-flugstöðinni í Bretlandi, en hún hafði aðeins viðveru hér í júlímánuði og því næst sveit sex F- 15C vélar frá Spangdalem-flug- stöðmni í Þýskalandi. 390. sveit verður hér á landi í sex vikur. Spyrja má hvers vegna nú séu svona tið umskipti í iiðinu sem hingað kemur. Nokkrar ástæður má nefna. Flugherinn hefur áhyggjur af því hve mikið flug- menn ákveðinna sveita þurfa að vera að heiman frá sér á því sem nefna má friðartímum. Því er álaginu dreift á margar deildir og venjulegur dvalartími hverrar sveitar er nú 45 dagar. Að vísu dvelur hver flugmaður aðeins í tvær vikur hér. Auðvelt er fyrir flugmenn flughersins að fá atvinnu hjá bandarískum flugfélögum og hef- ur því verið haldið fram að til séu stöður fyrir flestalla flug- menn flughersins hjá flugfélög- unum. Einnig þess vegna er æskilegt að dreifa álaginu á margar deildir í styttri tíma. Æskilegt er að gefa fleiri deild- um kost á að kynna sér aðstöð- una hér og nýta lágflugsvæðin yfir landinu, en framboð af slík- um svæðum fer minnkandi, sér- staklega í Evrópu. Ný flug- sveit hjá varnar- liðinu Viðbragðssveit 366. flugdeildin á Mountain Home flugstöðinni er einstök innan raða bandaríska flughers- ins. Hún er mynduð af flugsveit- um sem búnar eru mörgum gerðum flugvéla. Ein sveitin er búin B-IB Lancer sprengjuflug- vélum, önnur F-15E Strike Eagle orrustu- og árásarvélum, þriðja F-15C Eagle orrustuvélum, Qórða F-16C Viper orrustuvélum og sú fimmta er búin KC-135R eldsneytisáfyllingarvélum. Þannig er 366. deild í raun eins og sjálfstæður lítill flugher sem hægt er með litlum eða engum fyrirvara að senda til átaka- svæða sé þörf á. Allar sveitirnar eru vanar að vinna saman, stjórnendur kunnugir hver öðr- um og því virkar deildin sem ein heild. 300. björgunarleiðangur þyrlu- sveitar varnarliðsins 56. björgunarsveitin fór laug- ardaginn 3. október í 300. björg- unarleiðangurinn siðan flugher- inn tók við björgunarhlutverki varnarliðsins aftur árið 1971. Fyrirrennari 56. sveitarinnar var 14. sveit (det 14) sem var hluti 67. flugdeildar sem var staðsett á Woodbridge flugvelli í Englandi. Nafni 14. sveitar var síðar breytt í 67. björgunarsveitin. Þessi sveit notaði HH-3E Jolly Green Giant þyrlur og er Islendingum að góðu kunn. Eftir að 56. björgun- arsveitin kom hefur hún ein- göngu notast við nýjar HH-60G Pavehawk þyrlur. Allar flugsveitir flughersins hér á landi eru nú undir stjórn 85. deildar varnarliðsins. Þyrlu- sveitin stundar æfingar til að vera fær um að bjarga mönnum af sjó eða landi í vinveittu eða óvinveittu landi. Aðalhlutverk hennar hér er að vera til taks ef einhver af orrustuflugvélum varnarliðsins ferst, og mun hún því fara ef orrustuflugvélarnar verða ekki staðsettar hér lengur. Meðan sveitin er hér njóta Is- lendingar góðs að velvilja varn- arliðsins til að takast á hendur björgunarleiðangra sem þyrlu- sveit Landhelgisgæslunnar getur ekki sinnt vegna vegalengdar, en hvorug þyrla gæslunnar getur tekið eldsneyti á flugi eins og Pavehawk þyrlurnar geta. Björgunin sem um ræðir fór fram aðfaranótt laugardagsins. Sjómaður á rússneska togaran- um Staryj Arbat var með blæð- andi magasár og þurfti læknis- hjálp. Togarinn var 290 mflur suðvestur af landinu og því ekki innan færis þyrlu Landhelgis- gæslunnar. Pavehawk þyrlan tók eldsneyti á leiðinni út. Vel gekk að finna togarann þrátt fyrir lé- legj; skyggni og tók björgunin sjálf ekki nema 30 mínútur en fer oft upp í klukkustund. Þyrlan lenti við Sjúkrahús Reykjavíkur kl. 4.25 á laugardagsmorgun. KC-135R eldsneytisáfyllingarvél frá 366. deild á Keflavíkurflugvelli 7. október sl. KC-150H Herkúles björgunar- og eldsneytisvél gefur Pavehawk þyrlu eldsneyti 6. júlí sl. Takið eftir slöngunni sein fer í inntaksstútinn sem er hægra megin á Pavehawk þyrlunni. Myndin er tekin með 28 mm linsu og sýnir vel hve nálægt hvor annarri vélarnar eru. Skipuð verði sex manna miðborgar- stjórn í Reykjavík Framkvæmdastjóri ráðinn MEIRIHLUTI borgarráðs hefur samþykkt tillögu undirbúningshóps miðborgarstjórnar um að skipuð verði sem fyrst sérstök sex manna miðborgarstjórn í Reykjavík. Tillag- an gerir ráð fyrir að borgarstjóri verði for- maður stjórnarinnar, en að auki eigi þar sæti tveir fulltrúar borgarinnar og þrír fulltrúar utan borgarkerfisins. Ahersla er lögð á að sem fyrst verði ráðinn framkvæmdastjóri miðborgarinnar, sem heyri beint undir borg- arstjóra með aðsetur í Ráðhúsinu. í greinargerð með tillögunni kemur meðai annars fram að borgaryfirvöld hafi haft for- göngu um stofnun Þróunarfélags Reykjavík- ur og að ýmis félagasamtök, síðast Miðborg- arsamtökin, hafi verið stofnuð í svipuðum til- gangi. Borgaryfirvöld hafi einnig starfrækt sérstaka framkvæmdanefnd um miðborgar- málefni og margvíslegar úttektir og kannan- ir hafi verið gerðar en þrátt fyrir viðleitni hafi ekki tekist að ná þeim árangri sem að var stefnt og því Ijóst að leita þurfti nýrra leiða. Þróunarfélagið verði lagt niður Undirbúningshópurinn gerir ráð fyrir að framkvæmdastjóri miðborgarinnar fái út- gjaldaramma af fjárhagsáætlun borgarinnar eins og aðrar rekstrareiningar. Athygli er vakin á að framlag borgarinnar til Þróunar- félagsins hafi verið 6 millj. á síðasta ári og að borgaryfirvöld standi frammi fyrir ákvörðun um hvort halda skuli áfram sam- starfi við Þróunarfélagið eftir að tillagan hefur verið samþykkt. Verkefni og hlutverk miðborgarstjórnar og Þróunarfélagsins falli að mestu leyti saman og því telji hópurinn eðlilegt að teknar verði upp viðræður um að leggja félagið niður með tilkomu miðborgar- stjórnar. Tekið er fram að tillögur um skipan mið- borgarstjórnar og stöðu framkvæmdastjóra innan stjórnsýslunnar mótist ekki síst af þeirri skoðun að mikilvægt sé að bregðast skjótt við ýmsum ábendingum og kvörtunum sem fram hafa komið og tengjast þjónustu borgarinnar. Jafnframt er talið rétt að leitað verði leiða til að koma á auknu samstai’fi borgarinnar og einkaaðila t.d. með sam- starfssamningum um ákveðin verkefni. Enn- fremur sé æskilegt að leita eftir sérstöku samkomulagi við ríkisvaldið um málefni mið- borgarinnar. Ríkið eigi þar mikilla hagsmuna að gæta og skyldum að gegna. í lokaorðum greinargerðarinnar er tekið fram að tillaga undirbúningshópsins eigi sér hvergi hlið- stæðu í þeim erlendu borgum sem litið var til. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarráðsfull- trúi Sjálfstæðisflokksins og varaformaður Þróunarfélagsins, gagnrýndi í bókun þá ákvörðun meirihluta borgarráðs að stofna miðborgarstjóm sem hluta af stjórnkerfi borgarinnar, þar sem borgarstjóri tæki ákvörðun um hverjir yrðu fulltrúar hags- munaaðila í stjórninni. Eðlilegra væri að mið- borgarstjórnin yrði samstarfsvettvangur full- trúa atvinnulífsins og borgarinnar þar sem þau samtök sem hefðu hagsmuni að gæta til- nefndu sjálf fulltrúa. Með þessu fyrirkomulagi væri verið að draga úr áhrifum og frumkvæði hagsmunaaðila og þjappa saman valdinu í Ráðhúsinu og ráða þangað enn einn embætt- ismann. Frumkvæði fái notið sín Síðan segir: „Ég tel að það hefði verið bæði auðvelt og skynsamlegt að gera breytingar á samþykkt fyrir Þróunarfélag Reykjavlkur og fela félaginu þau verkefni sem gert er ráð fyr- ir að miðborgarstjómin hafí, enda eru þau í meginatriðum í samræmi við þau verkefni sem Þróunarfélagið hefur unnið að og við samþykktir félagsins." I bókun borgarstjóra er bent á að tillaga um miðborgarstjórn og stöðu framkvæmda- stjóra sé ekki sett fram af R-listanum heldur af sérstökum vinnuhópi embættismanna borg- arinnar og einstaklinga sem starfa, búa og eiga hagsmuna að gæta í miðborginni. Með nýju fyrirkomulagi sé ekki verið að draga úr áhrifum og frumkvæði samstarfsaðila borgar- innar í Þróunarfélaginu heldur sé þvert á móti verið að gefa þeim hlutdeild í framkvæmda- valdinu þannig að frumkvæði þeirra fái betur notið sín. Framkvæmdavald hjá miðborgarstjórn Guðrún Agústsdóttir, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og stjórnarformaður Þró- unarfélagsins, bendir á að það sé undirbún- ingshópur sem borgarstjóri skipaði, sem leggi fram tillögu um miðborgarstjórn. „Ég er í raun mjög sátt við það,“ sagði hún. „Þetta er í samræmi við tillögur í þróunaráætlun mið- borgarinnar sem breskir ráðgjafar hafa unnið með okkur. Að vera með sérstaka miðborgar- stjórn er mjög jákvætt, því þar liggur þá framkvæmdavaldið líka. Borgarstjóri er for- maður og þar verða fulltrúar frá meiri- og minnihluta. Ég held að þetta sé rétt ákvörð- un.“ Guðrún sagði ljóst að Þróunarfélagið myndi ekki starfa áfram með sama hætti. „Við erum að undirbúa stjórnarfund hjá Þróunarfélag- inu, þar sem við munum leggja til breytingar á starfsemi félagsins, en til þess þarf ekki að breyta samþykktum félagsins," sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.