Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT_________________
Portúgalir eignast
sitt fyrsta Nóbelsskáld
Aldnir heimar
Reuters
Reuters
PORTÚGALSKI rithöfundurinn Jose Saramago á
bókasýninguna í Frankfurt í Þýskalandi í gær.
MEÐ Hubble-sjónaukanum hef-
ur tekist að skyggnast lengra
aftur í tíma og rúmi en nokkru
sinni fyrr og nú hefur hann
komið auga á stjörnuþokur eða
vetrarbrautir, sem eru jafnvel
allt að 12 milljarða ára gamlar.
Þær hafa því myndast í árdaga
er alheimurinn var að stíga sín
fyrstu skref. Myndin sýnir
stjörnuþokur, sumar kunnar en
aðrar ekki og ljósið frá þeim
fjarlægustu er svo dauft, að
það verður að bíða fullkomnari
sjónauka að kynnast þeim nán-
ar.
PORTÚGALSKI rithöfund-
urinn Jose Saramago hlaut í
gær Bókmenntaverðlaun
Nóbels 1998 samkvæmt til-
kynningu í gær frá Sænsku
akademíunni í Stokkhólmi.
Saramago er jafnframt
fyrsti portúgalski rithöfund-
urinn sem hlýtur Nóbels-
verðlaunin en hann hefur
verið orðaður við þau nokk-
ur undanfarin ár. I tilkynn-
ingu Akademíunnar segir að
Saramago hafi „með
dæmisögum innblásnum af
ímyndunarafli, samúð og
háði, stöðugt getað sýnt les-
endum sínum hversu hverful
veröldin ætíð er.“
Jose Saramago er 76 ára
að aldri og öðlaðist ekki
frægð fyrir skáldverk sín
fyrr en seint á ferlinum.
Hann er höfundur skáld-
sagna og ljóða og eru verk
hans sögð blanda töfraraun-
sæis og hvassrar pólitískrar
gagnrýni en Saramago hef-
ur ætíð verið sannfærður
kommúnisti og barist
ótrauður á þeim vettvangi í
heimalandi sínu. Bækur
hans hafa verið þýddar á 25
tungumál og hann er óum-
deilanlega þekktastur af núlifandi
rithöfundum Portúgals. Arið 1995
var hann sæmdur Camoes verð-
laununum sem eru virtustu bók-
menntaverðlaunin sem rithöfundi á
portúgölsku geta hlotnast.
Saramago er fæddur af fátæku
foreldri í Alentejo héraði í sunnan-
verðu Portúgal árið 1922. Fyrstu
skáldsögu sína gaf hann út 1947 en
árið 1982 vakti hann fyrst alþjóð-
lega athygli með skáldsögunni
Memorial do Convento (1982) sem
fjallar um byggingu klaustursins í
Mafra utan við Lissabon. I þessari
sögu eru höfundareinkenni Sarama-
gos sögð koma skýrt fram,
hann blandar saman sögu-
legum staðreyndum og æv-
intýralegum söguþræði, í
sögunni segir frá ungum |í
elskendum sem reyna að
flýja rannsóknarréttinn á
16. öld með því að fljúga
burt í eins konar flugvél. Úr
þessari sögu var gerð óper-
an Baltasar og Blimunda
sem flutt var í Scala óper-
unni í Mílanó 1990.
Aðrar þekktar skáldsögur
Saramagos frá seinni árum
eru Levantado do Chao I
1980, sem lýsir bágum kjör- |
um verkamanna í fæðingar-
héraði höfundarins, Dánar-
ár Ricardo Reis 1984,
Jangada de Pedra 1986
(Steinflekinn), Historia de
Cerco de Lisboa 1989
(Umsátrið um Lissabon) og
Blindni (1995).
Stfll Saramagos er sagður
ljóðrænn og ævintýralegur,
honum svipi að ýmsu leyti |
til Suður-Amerískra höf- j
unda á borð við Gabriel
Garcia Marques. Saramago
hefur neitað þessum tengsl-
um og segir Cervantes og
Gogol hafa haft meiri áhrif á
sig. Hann hefur jafnframt sagt að
þrátt fyrir yfirlýst tengsl sín við
portúgalska kommúnistaflokkinn
skrifi hann ekki til þjóna neinni
hugmyndafræði né pólitískri stefnu.
Jose Saramago býr ásamt spænskri •
eiginkonu sinni í bænum Lanzarote
á Kanaríeyjum.
Vatteruöu
silkivestin eru
komin aftur
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433.
m Hreínlætistæki
Glæsileg hreinlætistæki Ifö Cera.
Innbyggt frárennsli auðveldar þrif
Tvívirkur skolhnappur, hægt er
að velja um 3ja eða 6 lítra skol.
Ifö sænsk gæðavara.
Heildsöludreifing:
TEÍIGIehf.
Smiðjuvegi 11, Kópavogi
Sími 564 10B8.fax564 1089
Fæst í byggingavöruverslunum um landallt.
Háðskur prakkari
gefínn fyrir orðskrúð
Rithöfundurínn José Saramago hefur lengi
veríð talinn væntanlegur Nóbelsverðlauna-
hafí, skáldsagnahöfundur sem er meðal
hinna fremstu sinnar samtíðar. Jóhann
Hjálmarsson var í fjölmennum hópi sem
fagnaði Saramago á Bókastefnunni í Frank-
furt og sat blaðamannafund með honum
sem haldinn var í tilefni verðlaunanna.
„ÉG er þakklátur fyrir heiðurinn
og ekki síst fyrir hönd þjóðar minn-
ar. Þetta mun hafa gildi fyrir bók-
menntir portúgölskumælandi
þjóða,“ sagði José Saramago um-
kringdur aðdáendum.
Ég var staddur á umræðufundi
með spennusagnahöfundum, m.a.
Ken Follett og sænska höfundinum
Reverte, hafði farið til að hlusta á
pólska skáldið Adam Zagajewski en
sat svo áíram þegar metsöluhöf-
undarnir birtust.
í lok fundarins var tilkynnt að
Saramago hefði fengið verðlaunin.
Ég var rétt hjá sýningarsvæði
Portúgala og rann á hljóðið. Það
var ákaft fagnað og rauðum rósum
rigndi fyrir framan sýningarbás
forlags Saramago, Editorial Ca-
mimho, þar sem hann stóð sjálfur
með útgefendum sínum. Þegar
hann komst loksins að var hann
greinilega hrærður og ég sá ekki
betur en landar hans væru margir
tárvotir. Portúgalir eru ekki með
fjölmennustu þjóðum Evrópu, þótt
ríki portúgölskunnar nái langt út
fyrir Portúgal. Þar eru Brasilíu-
menn fjölmennastir, sjálfir mikil og
góð bókmenntaþjóð. Saramago er
einn af þessum frásagnameisturum
þótt hann skrifí oft í epískum stfl
eru bækur hans ekki allar þar sem
þær eru séðar, hann getur stundum
skrifað i prakkarasagnastfl m.a.
Baltasar og Blimunda (1982). Hann
er talinn háðskur og notar tvísæi í
verkum sínum.
Saramago fæddist í Ribatejo
1922. Hann vann fyrst sem járniðn-
aðarmaður, síðan lengi sem blaða-
maðui’ og loks atvinnurithöfundur
frá 1976. Hann hefur hlotið fjölda
verðlauna, heima og erlendis, nú í
ár var skáldsaga eftir hann tilnefnd
til Aristeion-bókmenntaverðlaun-
anna evrópsku og komst í úrslit, en
Belginn Hugo Claus fékk verðlaun-
in.
I skáldsögum sínum er Sara-
mago sagður maður hins góða vilja
og vonar og stfllinn oft barokk eða
hlaðinn og skrautlegur. 1992 flutt-
ist Saramago til Kanaríeyja, vegna
þess að hann lenti í útistöðum við
portúgölsk stjórnvöld.
A blaðamannafundinum hér í
Frankfurt sagði Saramago að frétt-
in um Nóbelsverðlaunin hefði
snortið sig djúpt, hann hefði ekki
vitað fyrirfram um veitinguna.
Saramago er eldri maður, með
grátt hár sem aðeins er eftir af í
hnakkanum. Hann er yfirvegaður í
tali, en stutt í tvísæið þegar hann
þarf á því að halda. í upphafi fund-
arins þakkaði Saramago öllum þýð-
endum sínum sem hefðu glímt við
svo erfíð verkefni og þakkaði sér-
staklega tveimur þýskum þýðend-
um sínum sem sátu við hliðina á
honum á fundinum og túlkuðu
portúgölskuna. Hann sagðist ekki
vita hve margir útgefendur sínir
væru hér í Frankfurt en vissi um
nokkra þeirra frá Bandaríkjunum,
Mexíkó, Argentínu, Þýskalandi, og
fleiri löndum. Hann sagði að alltaf
hefðu komið upp þýðendavandamál
vegna bóka sinna. Einnig þakkaði
hann félögum sínum meðal rithöf-
unda sem höfðu fagnað veiting-
unni, þeir ættu að einhverju leyti í
henni.
Hvaða gildi hefur veitingin fyrir
portúgalska tungu!
„Þetta eru verðlaun til portúgal-
skra bókmennta og tungu. Portú-
galskan er bókmenntamál, menn-
ingarmál. Gleymið ekki að portú-
galskir rithöfundar hafa unnið vel.
Ahuginn mun nú beinast að portú-
galskri tungu og portúgölskum
bókmenntum. Heiðurinn er þeirra
og eftir þeim verður betur tekið en
áður.“ Hann bætti við og ítrekaði
að hann hafði ekki bara átt við
portúgalska rithöfunda í Portúgal
heldur einnig í öðrum löndum.
Hvað ætlarðu að gera við pening-
ana?
„Við erum vanir því að rithöfund-
ar séu fátækir. Tennisleikarar og
knattspyrnumenn eru aldrei spurð-
ir um hvað þeir ætla að gera við
sína peninga. Ég ætla að eyða verð-
launaupphæðinni á besta hátt, m.a.
hjálpa nánum vinum mínum, ekki
kaupa bíla eða myndbandstæki."
Þú hefur oft verið tilnefndur til
Nóbelsverðlauna áður, hvernig er
sú tilfinning?
„Ég sit ekki við útvarpið og
hlusta eftir fréttum um að ég hafí
fengið verðlaunin. Ég hef ekki beð-
ið eftir þessum verðlaunum."
Spænskur blaðamaður spurði
Saramago hvaða gildi verðlaunin
hefðu hugsanlega fyrir Spán og
hann sagði að Spánverjar ættu
einnig skilið að fá Nóbelsverðlaun.
Hann minnti á að hann fór til
Kanaríeyja vegna þess að hann var
ósáttur við portúgölsk stjórnvöld.
Síðan var hann spurður um pólitík
og bókmenntir og svaraði því til að
verðlaunin væru bókmenntaleg,
ekki pólitísk, það hefði honum
skilist á sænsku Akademíunni.
Hann vék að því að alltaf væri verið
að spyrja rithöfunda um stjórnmál,
hvað gengi á í heiminum, og sagði
að allir þegnar væru ábyi-gir, ekki
bara rithöfundar, þeir væru líka
venjulegt fólk í lífi sínu.
Hvernig er góð skáldsaga? ég
spyr að þessu, sagði einn blaða-
mannanna, vegna þess að við vor-
um áðan að ræða metsölubækur.
„Skáldsagan er fyrst og fremst
eigin heimur, síðan kemur minnið,
minningin. Best er að treysta ekki
reynslunni algjörlega."
Er poi-túgölsk tunga íhættu?
„Þér ættuð að efna til ráðstefnu
um þetta. Pólitískur vilji hlýtur að
vera fyrir hendi. Rithöfundar
vernda tungumálið og vinna við
það.“
!
P