Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 39 HUS Geðhjálpar að Túngötu 7. Það sem ekki sést K-DAGUR Kiwanis- hreyfíngarinnar á Is- landi er á morgun, 10. október. Á nýafstöðnu umdæmisþingi Kiwan- isfólks var samhljóða ákveðið að verja söfn- unarfé K-dagsins til Félagasamtakanna Geðhjálpar. K-dagur Fyrsti K-dagurinn var haldinn 1974 undir kjörorðinu „Gleymum ekki geðsjúkum“. Þá gengu Kiwanismenn og aðstoðarfólk þeirra á fund landsmanna og seldu K-lykilinn í íyrsta sinn, sem í táknrænni merkingu er lykill að betra lífi fyrir þá sem eru með geð- sjúkdóma. K-dagurinn hefur síðan verið haldinn þriðja hvert ár og er nú komið að þeim níunda. Allir þurfa þak yfír höfuðið Félagasamtökin Geðhjálp hafa allt frá stofnun 1979 verið á hrak- K-dagur Kiwanishreyf- ingarinnar er á morg- un, laugardag. Ragnar Valdimarsson hvetur landsmenn til að gera K-lykilinn að lykli að framtíð geðhjálpar. hólum og orðið að leigja húsnæði undir starfsemi sína. Það var því mikil gleðistund hjá forsvarsmönn- um Geðhjálpar sl. mánudag þegar þrír af ráðherrum þjóðarinnar af- hendu samtökunum húsið Túngötu 7 í Reykjavík til eignar. Þetta er gamalt og virðulegt hús í miðbæ Reykjavíkur sem fær nú nýtt og þarft hlutverk. Vissulega þurfa allir þak yfír höfuðið en meira þarf til svo Túngata 7 geti þjónað málefn- um Geðhjálpar. Miklar endurbætur og breytingar þarf að gera á öllum innviðum hússins svo að það geti hýst starfsemi samtakanna. Leggjum geðsjúkum lið Á Túngötu 7 ætlar Geðhjálp að koma á fót öflugri starfsemi í þágu geðsjúki’a. Þar verður rekin vinnustofa og framhaldið stuðnings- þjónustu við langveika sem starfrækt hefur verið af samtökunum frá 1994. Öll aðstaða til félags- og íræðslu- staifs batnar til muna og gefur möguleika á betri upplýsingastarf- semi og fjölbreyttari þjónustu. Til að fram- kvæmdir gangi hratt fyrir sig þurfa landsmenn að leggja átakinu lið, taka vel á móti sölufólki Kiwanis og kaupa K-lykilinn. Það sem ekki sést Á undanförnum misserum hafa geðverndarmál verið talsvert í um- ræðunni. Margar fróðlegar greinar hafa verið skrifaðar í blöð og einnig hafa sjónvarpsstöðvar birt þætti um málefni geðsjúkra. Sl. þriðjudags- kvöld sýndi Ríkissjónvarpið mynd- ina „Það sem ekki sést“. Myndin var að mínu mati mjög vel unnin og sagði sögu ungrar konu sem átt hefí ur við geðræn vandamál að stríða. í myndinni sagði frá því sem almennt ekki sést og lítið er talað um, en því miður mjög margir vita um. Rann- sóknir sýna nefnilega að fimmti hver einstaklingur þarf einhvem tíma á ævinni að leita sér hjálpar vegna veikinda af geðrænum toga. Vonandi hefur þessi mynd opnað augu og aukið skilning einhverra á geðverndarmálum. Margar hendur vinna létt verk K-daginn ber að þessu sinni upp á Alþjóðageðheilbrigðisdaginn. Fé- lagar í Kiwanishreyfingunni reiða sig á góðan vilja þjóðarinnar til þess að taka höndum saman og leggjast á eitt við að bæta samfélagsaðstæð- ur þeirra íslendinga sem geðsjúk- dómar herja á. Gleymum ekki geðsjúkum. K-lyk- illinn, lykill að framtíð geðhjálpar. Höfundur er fjöhniöhifuUtrin Kiwnnis. Ragnar Valdimarsson ÞEGAR ég ræði við fólk um málefnalega umræðu með sérstöku tilliti til fiskveiðistjórn- unar, eins og ég hef borið við undanfarið, brýni ég fyrir því, að skoðanir fólks eigum við að virða. Jöfnum höndum legg ég áherslu á að menn gæti þess, þegar ein- hver ætlar að boða þeim skoðanir, hver það er, sem talar, hver eru hans tengsl, ekki síst við þá hagsmuni, sem skoðanirnar varða. Þegar Ki-istján Ragnarsson og Brynjólfur Bjarnason grípa til pennanna á síðum Mbl. í tilefni af nýlegri grein minni um áróðurs- herferð LÍÚ, þá eru þeir einungis að vinna þá vinnu, sem þeir hafa, vonandi með sæmilegum kjöram, verið ráðnir til. Annar gætir hags- muna eigenda Granda hf., en hinn hagsmuna einhvers hluta útgerð- arinnar. Og seinast af öllu mundi ég setja út á að menn reyni að sinna vinnunni sinni. Sjálfur á ég engra hagsmuna að gæta í sambandi við núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Ég hef hins vegar með góðum rökum sýnt fram á það í grein hér í Mbl. í maí- mánuði sl., hvernig börn, barna- böm mín og Islendinga endranær, annarra en erfingja sæaðalsins, munu líða fyrir það í afkomu sinni, ef þetta fiskveiðistjórnunarkerfi fær að ganga sína óheillabraut á enda. En að svargreinunum tveim- ur. Grein Bi-ynjólfs þótti mér æðilotleg. Hann kallar skrif mín „regindellu“ án röksemdafærslu. í staðinn ber hann fram staðhæf- ingu um að ég skrökvi upp á Krist- ján Ragnarsson. Þeirri staðhæf- ingu vísa ég til manna, sem þekkja betur til ferils Ki-istjáns í stjóm Fiskveiðasjóðs en ég geri. I mig hringdi maður, sem sagði, að þetta væri „átakanlega satt“, svo að eitt- hvað era skoðanir skiptar. Að öðra leyti fjallar Brynjólfur ekkert um skrif mín. Þar er ekki reynt til við að hrekja eitt einasta orð, svo ég hlýt að una vel við. Hins vegar vitnar Brynjólfur i gæðastimpil fyrir fiskveiðistjórn- unarkerfið, sem hann telur sig hafa frá forstjóra Þjóðhagsstofn- unar. Leitt þykir mér, að sá mæti maður skuli blásaklaus dreg- inn fram til vitnis- burðar í báðum grein- unum, Kristjáns og Brynjólfs. Ég veit hins vegar, að í um- mæli hans hafa þeir félagar lesið meira en efni standa til. Grein Kristjáns Ragnarssonar olli mér hins vegar furðu. Hann ber mér á brýn að ráðast að honum persónulega, sem er alrangt. Ég rakti nokkur atriði, sem ég tel vera sönn, eftir því sem ég hef getað næst komist, um feril hans sem op- inbers sýslunarmanns í stjórn Fiskveiðasjóðs. Sé það persónuleg ái’ás í huga Kristjáns Ragnarsson- ar, skiljum við það hugtak sinn með hvoram hætti. I öðru lagi kom mér á óvart Ég vil ekki að eftir- komendur mínir lifi í þjóðfélagi, sem veitir einstökum mönnum og afkomendum þeirra efnahagslega aðalstign með lögum, segir Jón Sigurðsson, í svari. til Kristjáns Ragnars- sonar og Brynjólfs Bjarnasonar. hversu ærlega Kristján dró í land frá staðhæfingunum í hinum tveimur fyrstu, dæmalausu áróð- ursauglýsingum LIÚ. Efnislega samsinnir hann æðimörgum þeim rökum, sem ég færði fram í gagn- rýni minni á téðum auglýsingum. Úm staðhæfingu hinnar fyrri aug- lýsingar um hvaðan kaupmáttar- aukning þessara missera sé runn- in, leiðir Kristján ekki fram nein rök, heldur vísar til orða forsætis- ráðheira í stefnuræðu hans. Póli- tískur málflutningur manns, sem eðlilega er að gera sig góðan fyrir þjóð sinni, er ekki góð rök fyrir neinu. Mér þætti meira um vert að fá mat Þjóðhagsstofnunar á ætt- erni batans og mundi þá kjósa, að happdrættisvinningum vegna loðnuveiða og -vinnslu yrði haldið sérgreindum. Um aðra auglýsinguna gengur skv. grein Kristjáns varla hnífur á milli okkar, svo að undrum sætir, að það skuli vera sami maður, sem samið hefur áróður auglýsinganna og grein Kristjáns. Kristján Ragnarsson hvorki þarf né getur kennt mér neitt um mikilvægi sjávarútvegs á íslandi. Aðstæður hafa gefið mér kost á að sjá málefni sjávarútvegsins frá öðram og víðari sjónarhornum en Ki-istján hefur getað leyft sér í hagsmunagæslu hans. Ég gef því lítið fyrir klisjur hans um allan þann árangur, sem núverandi fisk- veiðistjórnarkerfí á að hafa náð. Þar sér Kristján ekki eða kýs ekki að sjá þá skelfilegu framtíð, sem bæði bíður sjávarútvegsins og þar með þjóðarinnar, vegna þess hversu mikilvægur hann er, ef þessi óheillabraut verður farin á enda. Ég finn mig knúinn til að semja langa yfirlitsgrein um málið, svo að Kristján skilji, ef hann þá kærir sig um það eða getur leyft sér það starfs síns vegna. Síðan ég skrifaði síðast hefur birst þriðja áróðursauglýsing LÍ Ú. Þar mun hafa verið mynd af fjór- um bráðfallegum, ungum konum, sem kváðust eiga kvótann. Þær hljóta þess vegna að vera af sæað- alsættum og full ástæða til að óska þeim til hamingju með þá aðals- tign. Þótt ég hafi margsinnis tekið fram, að ég áfellist ekki fólk, sem nýtir sér þá aðstöðu, sem því er gefin, þykir mér nóg komið af svo góðu. Ég vil ekki, að eftirkomend- ur mínir lifi í þjóðfélagi, sem veitir einstökum mönnum og afkomend- um þeiiTa efnahagslega aðalstign með lögum. Það gerir núgildandi fiskveiðistjórnarkerfi. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri og stuðningsmaður Samtakanna um þjóðurcign. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaíi Skólavöróuatíg 21, Heykjavík, síini 551 4050 Að gæta réttra hagsmuna Jón Sigurðsson Sölusýning á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel, Reykjavík. Föstudaginn 9. okt. kl. 13—19 Laugardaginn 10. okt. kl. 12—19 Sunnudaginn 11. okt. kl. 13—19 HÓTEL REYKJAVIK Úrval af renningum frá Afganistan og Pakistan á góóu verði. 10% staðgreiðslu- afsláttur E_ RADGREIÐSLUR <^o\Tatepj5;^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.