Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Greip til gaffals við handtöku KÚBVERSKUR íþróttamaður, sem leikið hefur með íslensku fé- lagsliði, var handtekinn við komu til landsins á Keflavíkurflugvelli í síð- ustu viku með útrunnið dvalarleyfi. Útlendingaeftirlitið á Keflavíkur- flugvelli ætlaði að vísa honum úr landi en veitti maðurinn þá mót- spymu og einnig iögreglu sem kvödd var á staðinn. Að sögn lögreglu greip maðurinn til gaffals þegar laganna þjónar ætl- uðu að sinna sínum skyldum. Var hann þá handtekinn og færður í handjámum í fangageymslur á Keflavíkurflugvelli. Þar var hann vistaður í nokkra daga. Samkvæmt upplýsingum Útlend- ingaeftirlitsins hefur mál mannsins verið leyst og er hann frjáls ferða sinna hér á landi. -------» ♦ ♦...— Reykjavíkurdeild RKÍ 13.000 sjúkra- flutningar REYKJAVÍKURDEILD Rauða kross íslands fór um 13.000 sinnum í sjúkraflutninga á síðasta ári, að því er fram kemur í ársskýrslu sam- takanna. Sjö sjúkrabílar em í dag- legum rekstri hjá deildinni. í ársskýrslu Rauða krossins kem- ur einnig fram að gestakomur í Rauðakrosshúsið, neyðarathvarf fyrir böm og unglinga, hafí verið 138 talsins í fyrra og aðeins einu sinni áður verið fleiri á einu ári. Þá hafi nærri 4.700 hringt í trúnaðar- síma hússins og daggestir verið nærri tvö þúsund talsins. Úrskurður menntamálaráðherra í deilu húsafriðunarnefndar og Dómkirkjunnar Leyfí ina NÝLEGA úrskurðaði menntamála- ráðherra í máli sóknamefndar Dómkirkjunnar og húsafriðunar- nefndar um breytingar á bekkjum kirkjunnar. Ráðherra felldi úr gildi ákvörðun húsafriðunarnefndar frá 17. febrúar 1998 og veitti sóknar- nefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík jafnframt heimild til að stytta bekki kirkjunnar. Gagngerar endurbætur munu verða gerðar á kirkjunni næsta sumar, að utan sem innan, og verða þá einnig gerðar breyting- ar á bekkjunum. Umsókn um styttingu bekkjanna í Dómkirkjunni á sér áralanga sögu. I janúar 1994 óskaði sóknar- nefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík eftir heimild húsafriðunarnefndar til að breyta bekkjaskipan kirkj- unnar þannig að bekkirnir yrðu styttir svo að gangrými skapaðist báðum megin við útveggi. Húsa- friðunarnefnd hafnaði erindinu í fyrstu en samþykkti styttingu bekkjanna með bréfi í september 1994. Rúmu ári síðar dró húsafrið- unamefnd leyfið svo til baka, sem leiddi til þess að sóknarnefnd Dóm- kirkjunnar kærði ákvörðun nefnd- arinnar. Stytting bekkjanna dregur ekki úr listrænu gildi þeirra í úrskurði menntamálaráðherra segir að samkvæmt þjóðminjalög- um beri húsafriðunarnefnd í störf- um sínum að tryggja á sem bestan hátt varðveislu menningarsögu- til að stytta bekk- í Dómkirkjunni Morgunblaðið/Golli MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur úrskurðað að sóknarnefnd Dóm- kirkjunnar sé heimilt að stytta bekki kirkjunnar. KOMAST má í og úr bekkjunum frá báðum hliðum eftir að þeir verða styttir en við það myndast 70 cm breiðir gangar með útveggjum. legra minja þjóðarinnar. Hins veg- arinnar að hún gæti hófs í ákvörð- ar verði að gera þá kröfu til nefnd- unum sínum í samræmi við meðal- hófsreglu stjórnsýslulaganna og gæti þannig að því að fara ekki strangar í sakir en nauðsyn beri til. Taka verði tillit til þess sjónarmiðs að besta húsverndin felist í því að tryggja nýtingu umrædds húss. Kærandi hafi lagt fram gögn sem sýndu að bekkirnir hafi verið aflag- aðir á ofanverðri þessari öld án þess að notagildi þeirra hafi aukist við þá aðgerð og auk þess leitt fag- leg rök að því að styttingin á bekkj- unum myndi ekki draga úr listrænu gildi kirkjunnar að innan. Marinó Þorsteinsson er fonnað- ur endurbótanefndar Dómkirkj- unnar og segir hann ánægjulegt að málinu sé lokið, þar sem það eigi sér 17 ára sögu. „Úrskurðurinn er mikið ánægjuefni íyrir okkur en með honum erum við í raun að fá til baka fjögurra ára samþykkt húsa- friðunarnefndar, þegar hún sam- þykkti styttingu bekkjanna. Við getum nú farið að láta hendur standa fram úr ermum við endur- bæturnar," sagði Marinó. Að hans sögn fylgja ýmsir kostir styttingu bekkjanna. Áðgengi að þeim batn- ar, en í stað þess að einungis sé hægt að komast að þeim frá miðju kirkjugólfi verða 70 cm breiðir gangar með útveggjum, svo komast megi í og úr bekkjunum frá báðum hliðum. „Styttingin bætir nýtingu bekkjanna og veldur miklu minni röskun í kirkjunni ef fólk vill til dæmis fara út á meðan á athöfn stendur," sagði Marinó. Deila Technopromexport og verkalýðsfélaga vegna rússneskra starfsmanna Umboðum starfsmanna safnað til málsóknar Morgunblaðið/Golli FULLTRÚAR Technopromexport og Electrosevkavmontaj funduðu með íslenskum verkalýðsforingjunum síðdegis í gær í húsnæði Rafiðn- aðarsambandsins. Verkalýðsfélögin slitu fundinum þegar Rússarnir neituðu að sýna launaseðla starfsmanna sinna. ÖRN Friðriksson, formaður Félags jámiðnaðarmanna, og Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, hafa safnað umboðum hluta þeirra verkamanna sem starfa á vegum rússneska fyrirtækisins Teehnopromexport við lagningu Búrfellslínu 3Á og undirbúa mál- sókn gegn fyrirtækinu fyrir þeirra hönd til innheimtu vangreiddra launa reynist það nauðsynlegt. Guð- mundur segist búast við að félögin muni gera kröfu fyrir dómstólum um kyrrsetningu upphæðar sem nemur launum allra starfsmanna Technopromexport. Fulltrúar Technopromexport og undirverktaka þess, Electrosevka- vmontaj, fóru á fund Páls Péturs- sonar félagsmálaráðherra í gær og lofuðu að sýna honum í dag launa- seðla allra starfsmanna. Á hinn bóg- inn hafa þeir að ráði lögfræðiráð- gjafa síns neitað að sýna verkalýðs- félögunum þá og segja að með því væri brotið gegn trúnaðarréttindum verkamannanna samkvæmt íslensk- um lögum. Leita samþykkis starfsmanna til að sýna launaseðla I samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi sagði Andrei R. Yankilevsky, einn framkvæmdastjóra Techno- promexport, sem þá var staddur á Selfossi, að sennilega yrði leitað samþykkis staifsmanna fyrir því að sýna verkalýðsfélögunum launa- seðla þeirra á morgun. Formenn verkalýðsfélaganna segja að breytt afstaða Technopromexport sé til komin vegna þrýstings Landsvirkj- unar. Þeir hafa fengið þau skilaboð frá Landsvirkjun að búast megi við nýjum fundi með Technopromex- port í dag og segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, að þá verði í samstarfi við Landsvirkjun tekið mjög fast á málum. Yankilevski og E. Subbota, aðal- framkvæmdastjóri Electrosevka- vmontaj, undirverktaka Techno- promexport, og aðstoðarmenn þeirra hafa verið nær látlaust á fundum síðastliðna tvo daga með yf- irmönnum Landsvirkjunar, verka- lýðsfélögunum, félagsmálaráðherra og fjölmiðlum. Á miðvikudagskvöld voru Rúss- arnir á þriggja tíma fundi með for- ystumönnum Rafiðnaðarsambands- ins, Félags járniðnaðarmanna og lögfræðingi og hagfræðingi ASI. Örn segir að þar hafi þeim skilist að Technopromexport myndi afhenda verkalýðsfélögunum öll gögn um laun verkamanna sinna til að hægt væri sannreyna að þeim hafi verið greitt fyrir alla yfirvinnutíma. Á fundi síðdegis í gær hafi Rússamir hins vegar neitað að afhenda alla launaseðla, sem þeir sögðu trúnað- armál starfsmanna, en buðust til að sýna launaseðla verkstjóra sem sýnishorn. íslensku verkalýðsfor- ingjarnir höfnuðu því og slitu fund- inum. Ekki hlutverk félagsmála- ráðherra að reikna launin „Við tökum ekki mark á uppgjöri nema við getum gengið úr skugga um það sjálfir að það sé rétt,“ segir Öm. „Það er ekki hlutverk [félags- málaráðherra] að reikna það út, það er okkar hlutverk. Félag járniðnað- armanna er með fullt umboð, fyrir að minnsta kosti þrjá verkamenn, í þessum málum og við munum auð- vitað nýta okkur það.“ Guðmundur og Örn segja að um- boðum fleiri verkamanna hafi verið safnað, en vilja þó ekki gefa upp hversu mörg þau era. Örn tekur þó fram að hann líti svo á að hlutverk félagsins sé að gæta hagsmuna allra verkamannanna, enda hafi það gefið umsögn um atvinnuleyfi þeirra allra til félagsmálaráðuneytisins á sínum tíma, eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Hann segir að lögfræðingur undirbúi nú formlega kröfu á hend- ur Technopromexport. Skattareglur í Rússlandi kannaðar Verkalýðsfélögin hafna því með öllu að Technopromexport eigi að innheimta skatta fyrir rússnesk yf- irvöld hér á landi, enda starfi fyrir- tækið sem innlent fyrirtæki. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra segist hafa spurt Rússana að því á fundi í gær af hverju fyrirtæk- ið innheimti skatt af starfsmönnum nú en léti það ekki bíða þangað til þeir væra komnir heim. „Þeirra skýring var sú að fyrir- tækið væri ábyrgt fyrir staðgreiðsl- unni og það gæti allt eins verið að mennirnir kæmu ekki heim aftur og þá fengi rússneska ríkið ekki það sem því bæri. Það mætti svo sem hugsa sér það að þeir færu til Am- eríku eða eitthvað annað út í heim.“ Páll segir að ekki sé ástæða til að vantreysta upplýsingum Rússanna en þó sé verið að bera þær saman við gögn sem borist hafa frá utan- ríkisráðuneytinu. Sendiráð íslands í Helsinki hafi til dæmis í gær sent gögn varðandi skattareglur í Úkra- ínu, þaðan sem hluti starfsmann- anna er, en þar eru reglur öðruvísi en í Rússlandi. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að nú sé verið að kanna þá leið að leita til útibús alþjóðlegrar endur- skoðunarskrifstofu hér á landi, sem einnig hefur skrifstofu í Moskvu, til að fá úr því skorið hvort Techno- promexport eigi að innheimta skatta fyrir rússnesk yfirvöld. Vill tryggja að mennirnir sem farnir eru fái greitt Páll Pétursson félagsmálaráð- herra gagnrýnir framferði bæði verkalýðsfélaganna og Techno- promexport í deilunni. Hann segir að yfirmenn Technopromexport hafi valdið óþarfa tortryggni í sinn garð með því að vera of svifaseinir við að láta upplýsingar af hendi. „Þeir virðast vera vanir öðru vinnu- umhverfi og öðruvísi samskiptum milli verkalýðshreyfingar og fyrir- tækja.“ Aðspurður um hvort íslensku verkalýðsfélögin hafi staðið sig vel í deilunni við Technopromexport segist hann ekki vilja leggja dóm á það. „Ég hef ekki verið samþykkur öllu sem Guðmundur Gunnarsson hefur sagt í fjölmiðlum. Ég hefði í mörgum tilfellum orðað hlutina öðruvísi en hann hefur gert og hann hefur verið með ásakanir á bæði mig og mitt starfsfólk sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Ég reikna með því að verkalýðsfélögunum gangi gott eitt til við að passa upp á hagsmuni þessara erlendu starfs- manna en mér finnst fjölmiðlagleðin stundum hafa keyrt fram úr hófi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.