Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 45^'
+ Hildur Hafdís
Valdimarsdóttir
fæddist í Reykjavík
15. apríl 1937. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 3.
október síðastlið-
inn. Hildur var dótt-
ir hjónanna Valdi-
mars Valdimarsson-
ar, f. 12.8. 1906 á
Eskifirði, d. 4.3.
1965, póstfulltrúi í
Reykjavík, og Sig-
urbjargar Helga-
dóttur, f. 18.5. 1908
á Þursstöðum,
Borgarhr., Mýr., d. 11.5. 1987,
húsmóðir í Reykjavík. Hildur
átti einn bróður, Gunnar Helga
Valdimarsson, f. 6.2. 1932, bú-
fræðingur á Flateyri, kvæntur
Mörtu Ingvarsdóttur, f. 31.10.
1931.
Börn Hildar eru: 1) Svava Jó-
hanna, f. 26.5. 1957, húsfrú í
Bandaríkjunum, gift Guðmundi
Rúnari Ásmundssyni, pípulagn-
ingameistara, f. 2.11. 1957. Þau
eiga 3 börn. 2) Sigurbjörn Sæv-
ar, f. 26.6. 1960, útgerðarm. í
Hinn 3. október var hringt til
okkar frá Islandi og okkur sagt að
amma okkar hefði látist þá um
nóttina. Við vissum að amma hafði
lengi verið veik, og að þessi stund
mundi koma. En fyrir okkur kom
hún of snemma. Amma og afí
komu til okkar um síðustu jól, og
voru hjá okkur í nokkrar vikur.
Amma kvartaði aldrei, þótt
henni liði ekki sem best, og vildi
alltaf vera að gera eitthvað fyrir
okkur. En við vildum bara hafa
hana sem lengst hjá okkur og
njóta með henni þeirra fáu mán-
aða, sem við áttum eftir að vera
saman. Núna þegar hún er farin
söknum við hennar mikið. En við
vitum að hún er hjá Guði og í
hjörtum okkar. Við gleymum
henni aldrei, brosi hennar, faðm-
lögum og hlátri. Okkur þótti afar
vænt um ömmu okkar og varðveit-
Ólafsvík, í sambúð
með Guðnýju Gísla-
dóttur, f. 30. maí
1953, þau eiga 3
börn. 3) Sína Sigríð-
ur, f. 23.8. 1962,
húsmóðir, gift, Axel
Hilmarssyni, f. 27.5.
1962, sjómaður.
Þau eiga 3 börn. 4)
Valdís Hildur, f. 6.6.
1976.
Eftirlifandi eigin-
maður Hildar er
Sverrir Davíðsson,
f. 27.4. 1929 í Ólafs-
vík, fyrrum sjómað-
ur en síðar starfsmaður í Toll-
vörugeymslunni. Foreldrar
Sverris voru hjónin Davíð Kr.
Einarsson, f. 19.12. 1882, d.
22.4. 1970, verslunarm. og
kaupmaður í Ólafsvík og
Reykjavík, og Sigríður Eyjólfs-
dóttir, f. 23.6. 1886, d. 28.8.
1943. Hildur stundaði verslun-
arstörf og ýmis önnur störf
jafnhliða húsmóðurstörfum.
Útför Hildar fer frá frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
um minningu hennar í hjörtum
okkar. Við biðjum algóðan Guð að
hugga afa Sverri í sorg hans.
Elsku amma, blessuð veri minn-
ing þín.
Dótturbörn þín í Bandaríkjun-
um,
Ásta, Jóhann og Davíð.
Mig langar að minnast frænku
minnar Hildar Hafdísar Valdi-
marsdóttur er lést 3. þessa mánað-
ar aðeins 61 árs að aldri.
Við Bíbí frænka, eins og ég kall-
aði hana alla tíð, vorum systradæt-
ur, hún átti heima í Reykjavík, á
Nesvegi 13, en ég á Ferjubakka í
BorgarhrepjDÍ. Hún var sjö áram
eldri en ég. I mínum huga var hún
ævintýraprinsessa, því var engin
smá tilhlökkun hjá mér þegar von
var á henni í sveitina til sumardval-
ar, en hún var hjálparhe.lla foreldra
minna í allmörg sumur, eða þar til
hún fór að vinna fyrir sér í Reykja-
vík. Mikill kærleikur ríkti á milli
systranna, mæðra okkar, og var
heimili foreldra Bíbíar á Nesvegin-
um ávallt opið foreldrum okkar og
okkur systkinunum og við umvafín
elsku þem-a hjóna. Vafalaust hafa
það verið mikil viðbrigði fyrir
frænku mína að koma í sveitina svo
ung eða innan við fermingu og
sinna þar innanhúsverkum, en
verkunum skilaði hún sem fullorðin
væri. Þegar ég hugsa til baka, finn
ég enn ilminn af namminu sem
kom upp úr tösku frænku minnar
og sé fyrir mér fallegu fötin henn-
ar, hún fékk aldrei að vera ein
fyrstu dagana, hún fékk ekki frið
fyrir foi-vitinni h'tilli frænku, það
var svo gaman að hafa hana hjá
sér, það lifnaði allt við í sveitinni.
Við áttum eitt sameiginlegt, hvor-
ug okkar átti systur, kannski það
hafi tengt okkur eitthvað betur á
þessum árum. Árin liðu, í viðbót við
nammiilm kom ilmur af naglalakki
og allskonar dömudóti, þetta voru
gull og gersemar. Svo voru líka
blöð með ástarsögum, þar voru oft
sögur um fallegar stúlkur sem
lentu í ástarsorg, þá var grátið, en
svo enduðu þessar sögur alltaf vel.
Þannig var það hjá henni frænku
minni, hún eignaðist fjögur efnileg
börn og síðan barnaböm, sem hafa
veitt henni hamingju og gleði. En
stundum komu sorglegir kaflar í
lífi hennar sem tóku á.
Hennar saga endaði vel, þó of
stuttur væri hamingjukaflinn
vegna veikinda hennar síðastliðin
fjögur ár. Hamingjuna fann hún er
hún kynntist eftirlifandi eigin-
manni sínum Svem Davíðssyni
sem hefur reynst henni einstak-
lega vel og annast hana af um-
hyggju og ástúð. Elskulegri
frænku minni vil ég þakka alla um-
hyggju og tryggð fyrr og síðar í
garð okkar systkinanna og aldr-
aðrar móður okkar. Síðar munum
við hittast þar sem er eilíft sumar
og engin sorg. Sverri og bömum
hennar sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Blessuð sé minning þín.
Þín frænka,
Sigurbjörg (Sibba).
HILDUR HAFDÍS
VALDIMARSDÓTTIR
+ Þóra Guð-
mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
12. júlí 1907. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands 2.10.
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Lyngný Sigurðar-
dóttir frá Þorvalds-
stöðum í Hvítársíðu
og Guðmundur
Magnússon, skó-
smiður í Reykjavík.
Þóra giftist Gísla
Guðmundssyni bif-
reiðastjóra. Þóra
og Gísli eignuðust þrjár dætur:
1) Sigríður, f. 4.5. 1931, gift
Þórarni Pálssyni, 2) Þuríður, f.
27.9. 1932, gift Jósef Helga-
syni. 3) Lóló, fædd 11.8. 1939,
lést í maí 1940.
Útför Þóru fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 10.30.
Mikil varð breytingin á lífi
þínu svona upp á það síðasta frá
því að finna ekki fyrir aldrinum
og allt í einu bara rúmföst. Ég
man eftir þínu helsta áhugamáli
sm var að stunda garðyrkju, þú
varst með svokallaða græna fing-
ur, eins og þegar ég kom til þín
þegar þú bjóst í Hveragerði. Þá
gat ég alltaf dáðst að garðinum
þínum.
Þegar þú íluttir á Selfoss var
auðveldara að koma í
heimsókn til þín og
átti ég þar margar
ánægjustundir. Það
leið aldrei langt á milli
þeirra stunda að við
sátum og spiluðum
klukkustundum sam-
an. Þú hafðir alltaf
tíma til að spila, ég
þori ekki að nefna tölu
en þeir voru nokkrir
stokkarnir sem við
spiluðum úr. Það var
ótrúleg þolinmæði
sem þú hafðir þegar
þú varst að reyna að
kenna mér þessi flóknu spil.
Nú á vetuma þá var ég stund-
um að aðstoða þig á milli staða
þegar var illa fært, þú varst nú
svo létt á fæti að ég átti erfitt með
að halda í þig. Það er mér ennþá
svo minnisstætt þegar þú hljópst
yfir íbúðina endilanga á áttræðis-
aldri, enda hafði ég alltaf til við-
miðunar þegar fólk var að spyi’ja
hvort langamma mín væri ekki
orðin gömul, svarið var: Hún er
ekki orðin það gömul að hún getur
enn hlaupið blessunin.
Þegar við vorum þreyttar á að
spila, var gripin næsta bók og les-
ið fyrir mig. Þegar þú last það
lastu alltaf með svo mikilli innlifun
að bækurnar lifnuðu við. Ég man
sérstaklega eftir einni bók sem þú
hafðir greinilega lesið oft, því um
leið og þú last lýstir þú fyrir mér
öllu og ennþá get ég séð fyrir mér
þær persónur hvemig þær litu út
og allt í kringum þær.
Elsku Þóra amma. Þegar ég
kveð þig með þessum orðum vil ég
þakka þér fyrir allar þær stundir
sem við áttum saman. Þær hefðu
mátt vera fleiri undir lokin, en nú
er það víst of seint. Ég mun minn-
ast þín af miklum dugnaði og
virðuleika.
Heyra hvin í trjánum
ogvera hlýtt,
heyrafuglasyngja
ogsyngja með,
sjá fiska í vatninu
og synda með,
frnna lífið fljúga áfram
og halda áfram með.
(Alfheiður Kristberg Lárusdóttir.)
Svandís Bára Pálsdóttir.
Formáli
minning-
argreina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær
sá, sem fjallað er um, er fædd-
ur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka
og börn, skólagöngu og störf
og loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
ÞORA
GUÐMUNDSDÓTTIR
HALLGEIR BJARNI
SIG URÐSSON
+ Hallgeir Bjami
Sigurðsson var
fæddur í Reykjavík
3. janúar 1932. Hann
andaðist í Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 30.
september síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Sigurð-
ur Bjamason, f. 16.8.
1903, d. 27.9. 1990,
og Ágústa Vigdís
Guðmundsdóttir, f.
30.8. 1908, d. 7.11.
1967. Bjami var
ókvæntur og bam-
laus.
Systkini Bjarna era fjögur:
Guðmundur Hafsteinn, skipa-
smíðameistari, f. 2.11. 1929,
kona hans er Guðrún Þórarins-
dóttir og eiga þau fjóra syni.
Erna Guðrún, húsmóðir, búsett
í Svfþjóð, f. 20.2. 1935, maki
Gösta Ohlsson og eiga þau þrjá
syni. Ðóra, símritari, f. 4.9.
1936, maki Jóhannes Jónasson,
þau em barnlaus, og Jónína
Bryndís, skrifstofustjóri, f. 20.6.
1942, maki Hafliði
Hjartarson og eiga
þau tvo syni.
Eftir skyldunám
stundaði Bjarni al-
menna daglauna-
vinnu þar til hann
lauk vélstjóranámi
hinu minna. Hann
starfaði sem slíkur
á erlendum, aðal-
lega norskum,
flutningaskipum um
nokkurra ára skeið.
Eftir að heim koin,
stundaði hann
sendibflaakstur, þar
til hann réðst til Skipaútgerðar
ríkisins og síðar til Hf. Eim-
skipafélags íslands sem krana-
maður við affermingar og lest-
anir við Reykjavíkurhöfn. Hin
síðari ár stundaði hann sjálf-
stæðan atvinnurekstur við
framleiðslu á áhöldum til veið-
arfæraviðgerða.
Útför Hallgeirs fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og liefst
athöfnin klukkan 13.30.
Ég hafði ætlað að heimsækja hann
á sjúkrahúsið, þar sem hann hafði
verið tíður gestur nokkur sl. ár, en
„þú getur ekki komið til mín í dag.
Ég á að fara heim og bíða eftir nið-
urstöðum úr rannsóknunum,“ voru
síðustu orðin sem hann sagði við mig
í símann. Innan sólarhrings hafði
hann kvatt þetta jarðlíf, en Bjarni,
eins og hann var ætíð nefndur, and-
aðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að
morgni 30. september sl. Ég hafði
fylgst með því, hvernig heilsu hans
hafði hrakað á undanförnum árum
og hve erfitt honum hafði reynst
undir það síðasta að koma til mín á
skrifstofuna á 4. hæð. Þegar mér var
tilkynnt um lát hans komu mér í
huga orð skáldsins:
Loks kom heilög hönd, sem um þig bjó,
himnesk rödd, er sagði: Það er nóg.
Því þrátt fyrir söknuð og eftirsjá,
er eins og maður finni til eins konai-
þakklætis, þegar þrotlaus barátta við
erfiðan sjúkdóm er á enda. Því svo
sannarlega var vinur minn orðinn
þreyttur maður. Sem unglingur hafði
hann þurft að gangast undir erfiða
skurðaðgerð vegna meðfædds hjarta-
galla, er þjáði hann lungann af hans
ævi. En hann sýndi einstakan dugnað
í lífsbaráttunni og lét sér fátt fyrir
brjósti brenna. Fannst mér það mik-
ið áræði af hans hálfu t.d. er hann réð
sig sem skipsmann á erlend skip, er
sigldu vítt og breitt um heiminn.
Kynni okkar Bjarna spanna nú yfir
sextíu ár. Þau hófust er fjölskyldur
okkar fluttu í nýbyggðar íbúðir í
verkamannabústöðunum við Hring-
braut. Ibúðimar voru ekki stórar, en
heimilin mannmörg. Samt var það
svo, að okkur leið vel í þessu sambýli.
Var samgangurinn þannig, að líta
hefði mátt á, sem um eitt heimili
hefði verið að ræða. Hefur hinn góði
kunningsskapur, sem þar hófst, hald-
ist æ síðan.
Kunningja- og vinahópur Bjai-na
var ekki stór. Hann tranaði sér ekki
fram, en innan um fólk var hann við-
ræðugóður og á margan hátt
skemmtilegur maður. Hlátur hans
var einlægur. Hann var óragur að
takast á hendur ferðir til útlanda og«e
þrátt fyrir takmarkaða málakunn-
áttu tókust slíkar ferðir farsællega.
Hin síðari ár leyfði hann sér ekki
slíkar ferðir, en í þess stað ferðaðist
hann mikið hér innanlands. Var
skemmtilegt að sjá, hvernig hann
hafði útbúið bílinn sinn. Þar gat að
líta borð og stóla, sem hann bar út,
þegar hann mataðist úti í náttúrunni
og með lítilsháttar tilfærslum innan
dyra, nýttist bíllinn sem svefnpláss.
Þannig naut Bjarni samvista við
landið.
„Ekkert mannlíf, sem sögur fara'*
af, er svo aumt, að af því stafi ekki
geislar einhverrar tegundar," segir
Gunnai- Gunnarsson. Þrátt fyrir að
búa einn mestan hluta ævi sinnar,
átti Bjami einstaklega góð samskipti
við systkini sín. Þar fór saman gagn-
kvæm tryggð, umhyggja og vinsemd.
Það allt mat hann mikils. Hann
fylgdist mjög náið með uppvexti sona
systkina sinna og oft sagði hann mér
frá velgengni þeirra, bæði í starfi og
leik. Átti þetta bæði við um þá, er er-
lendis bjuggu sem og þá, sem búsett-
ir eru hérlendis. Þykist ég og vita, að
þeir sakna góðs frænda.
Bjarni hafði mjög fastmótaðar
skoðanir, var hreinskilinn og stóð
ætíð fast á sínu. Þrátt fyrir lítil efni, _
hélt hann vel um sitt og forðaðist allt
óhóf. Hann var maður skilvís og heið-
arlegur, og áberandi í fari hans var
hve mjög hann bar kjör lítilmagnans
fyrir brjósti.
Frómur maður sagði: „Til hvers
lifum við, hvaða gagn gerum við
heiminum, ef við vitum ekki hver við
sjálf erum?“ Bjarni vissi hver hann
var og hann lifði samkvæmt því.
Er nú skiljast leiðir vil ég þakka
honum fyrir ánægjuleg samskipti í
gegnum tíðina og vottum við systkin-
in og móðir okkar, systkinum Bjarna
og fjölskyldum þeirra innilega samúð
með orðum Kahlil Gibran: „Þú skalt
ekki hryggjast, þegar þú skilur við
vin þinn, því að það, sem þér þykir
vænst um í fari hans, getur orðið þéf "
Ijósara í fjarveru hans, eins og fjall-
göngumaðurinn sér fjallið best af
sléttunni.“
Þorsteinn Guðlaugsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
SVERRIR BREIÐFJÖRÐ GUÐMUNDSSON,
Brunnum 25,
Patreksfirði,
lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar sunnudaginn 4. október. í -
Jarðsett verður frá Eyrarkirkju, Patreksfirði, laugardaginn 10. október,
kl. 14.00.
Ásta S. Gísladóttir,
Guðmundur Lúter Sverrisson,
Sigurborg Sverrisdóttir, Ragnar Már Pétursson,
Heiður Pórunn Sverrisdóttir, Gfslí Hafsteinsson,
Gísli Einar Sverrisson, Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir
og barnabörn. <*■!
r