Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 27
UNNIÐ að rannsóknum á rannsóknarstofum íslenskrar erfðagreiningar
að Lynghálsi í Reykjavík.
Fimmtán milljarð-
ar á fimm árum
hún er í hreinni samkeppni við önn-
ur fyrirtæki, þar á meðal lyfjafyrir-
tæki. íslensk erfðagreining þyrfti
að móta sér nýja stefnu, ef frum-
varpið verður ekki að lögum, en ég
er viss um að við stæðum okkur
ágætlega.“
Ef Islenskri erfðagreiningu tekst
ætlunarverk sitt, að einangra mein-
gen, á eftir að selja þá vitneskju.
Kári segir að allar hugmyndir um
verðmæti slíkra upplýsinga séu
ágiskanir einar, því ekki sé ljóst
hvað lyfjafyrirtæki séu tilbúin að
borga. Samningur Islenskrar erfða-
greiningar við svissneska fyrirtækið
Hoffmann-La Roche í febrúar sl.
gefur þó vísbendingu um þær vonir,
sem lyfjafyrirtæki binda við nýjar
uppgötvanir á sviði erfðafræði.
Samningurinn er sá stærsti, sem
fyrirtæki á sviði erfðarannsókna
hefur gert og kveður á um að Hoff-
mann-La Roche leggi fram um 15
milljarða króna á fímm árum, gegn
aðgangi að rannsóknum Islenskrar
erfðagreiningar á tólf sjúkdómum.
Svissneska lyfjafyrirtækið tekur
auðvitað áhættu með þessum samn-
ingi, en Islensk erfðagreining fær
fjármagn til rannsókna, auk hlut-
deildar í sölu lyfja og greiningarað-
ferða, sem kunnu að líta dagsins
ljós. íslensk erfðagi-eining vinnur
einnig að fleiri samningum, en ekk-
ert mun þar fast í hendi enn.
Kári Stefánsson segir að samn-
ingurinn við Hoffmann-La Roche
komi hugmyndum um gagnagrunn á
heilbrigðissviði ekkert við, þetta sé
hefðbundinn samningur um mein-
genaleit og orðið „gagnagrunnur" sé
hvergi að fmna í samningnum.
Islensk erfðagreining einbeitir
sér að leit að meingenum, en eins og
stendur fæst fyiirtækið ekki við
rannsóknir á hvítuefnum, eða
prótínum. Að vísu er þegar farið að
kanna hvernig þau prótín starfa,
sem meingen framleiða og hugsan-
lega verður það starf útvíkkað síð-
ar. Það ræðst þó af öðrum verkefn-
um fyrirtækisins, til dæmis hvort
það byggir upp miðlægan gagna-
gi’unn.
Einkaleyfi á uppgötvunum
Ef Islensk erfðagreining fmnur
gen, þá er sótt um einkaleyfi á
þeim. Kostnaður við að búa til ný
lyf, eftir að gi’undvallaruppgötvun
hefur verið gerð, er jafnvel um 500
milljónir dollara, eða 35 milljarðar
króna. „Ekkert fyrirtæki leggur í
slíkan kostnað nema hafa einkaleyfi
á starfinu. Þótt sumir hafi sitthvað
við þennan ískalda kapítalisma að
athuga, þá er þetta eina leiðin til að
uppgötvanir nýtist sjúklingum. Við
viljum tryggja okkur einkaleyfi til
að verðmæti uppgötvana, sem gerð-
ar eru hér á landi, skili sér hingað,“
segir Kári.
Islensk erfðagi’eining hefur þeg-
ar lagt fram umsóknir um einka-
leyfi hjá einkaleyfisskrifstofum í
Evrópu og Bandaríkjunum. „Það
má vel vera að við fáum einkaleyfí,
en við þurfum að bíða töluverðan
tíma eftir slíkri afgreiðslu, eða í
hálft annað ár frá því að umsókn er
lögð fram,“ segir Kári, sem vill ekki
gefa upp hvað hann hefur sótt um
einkaleyfi á, eða hvenær má vænta
afgreiðslu. „Einkaleyfi gildir í 15-20
ár. Hugverkaiðnaður, sem telur líf-
tækni, hugbúnaðargerð, lyfjagerð
og skemmtanaiðnað, byggir alfarið
á einkaleyfum, höfundarrétti, frum-
kvöðulsrétti."^
Þá hefur íslensk erfðagreining
einnig í hyggju að sækja um einka-
leyfi á ýmsum þeim hugbúnaði, sem
hannaður hefur verið hjá fyrirtæk-
inu.
Samkeppnin í líftækniiðnaðinum
er mikil. Helstu samkeppnisfyrir-
tæki íslenskrar erfðagreiningar eru
franska fyrirtækið Genset, Millen-
nium Pharmaceuticals í Boston,
Myriad Genetics í Utah og AxyS
Pharmaceuticals í Kaliforníu, öll
eldri en Islensk erfðagreining, flest
stærri, en Kári segir Islenska erfða-
greiningu þegar hafa náð forskoti á
þau í erfðafræðivinnunni. Hann seg-
ir þó erfitt að segja til um stöðu fyr-
irtækjanna að því er einkaleyfi
varðar. „Þar sem svo langan tíma
tekur að fá einkaleyfin er ekki hægt
að fá fulla yfirsýn yfir framvinduna.
Það er líka ekki eingöngu hægt að
sækja um einkaleyfí á geni, heldur
getur næsti vísindamaður, sem sýn-
ir fram á að stökkbreytingar í gen-
inu tengist ákveðnum sjúkdómi,
sótt um einkaleyfi á þeirri uppgötv-
un. Svona verður þetta að vera, til
að hvetja nýsköpun. Þetta er hins
vegar vandfarin leið.“
Ráðgjafarþjónusta veiti svör
íslensk erfðagreining notar ætt-
fræðigrunna við rannsóknir sínar
FIMM ára samstarfssamningur
Islenskrar erfðagreiningar og
svissneska lyfjafyrirtækisins
Hoffmann-La Roche, sem und-
irritaður var í byrjun febrúar,
hljóðar upp á rúmar 200 millj-
ónir dollara eða hátt £15 millj-
arða íslenskra króna. Islenskri
erfðagreiningu er tryggt fjár-
magn til rannsóknar á 12 sjúk-
dómum næstu árin og Hoff-
mann-La Roche fær aðgang að
þessum rannsóknum með það
markmið að nýta þekkinguna
til að finna upp og þróa nýjar
aðferðir við greiningu, með-
ferð og fyrirbyggjandi aðgerð-
ir vegna þessara sjúkdóma.
Vegna samningsins tvöfald-
aði fslensk erfðagreining
starfsmannaljölda sinn, sem
við undirritun var rúmlega
100 manns og unnið er að þre-
földun húsnæðis og fjórföldun
tækjakosts. Við undirritunina
kom fram að Hoffmann-La
Roche samþykkti að öll lyf sem
kunna að vera þróuð á grund-
velli samstarfsins verði gefín
íslenskum sjúklingum án end-
urgjalds.
Við undirritunina sagði Kári
Stefánsson að samningurinn
væri sá stærsti af þessum toga
sem gerður hefði verið í heim-
inum.
Samstarfið snýst um rann-
sóknir 12 sjúkdóma, fjögurra
hjartasjúkdóma, fjögurra á
sviði geðrænna og taugasjúk-
dóma og fjögurra ónæmissjúk-
dóma. Auk framlags síns fær
Islensk erfðagreining hlut-
deild í tekjum af sölu þeirra
lyfja og greiningaraðferða
sem fundin verða upp.
Lyfjafyrii-fækið Hoffmann-
La Roche er hluti af einni
stærstu Iyfjasamsteypu heims,
Roche Holding A.G., og hefúr
höfuðstöðvar í Basel í Sviss.
Þræðir fyrirtækisins liggja
hins vegar víða um heim.
Fyrirtækið náði forustu á
lyfjamarkaði þegar það
hóf framleiðslu á valíum,
róandi lyfí, sem náði
meiri útbreiðslu en nokk-
urt annað lyf fram að því.
Samhliða samningnum
við Islenska erfðagrein-
ingu keypti Hoffmann-
La Roche hlut í Islenskri
erfðagreiningu, „óveru-
legan hlut“, að sögn
Kára Stefánssonar.
og samstarfslæknar taka lífsýni úr
sjúklingum. Fyrirtækið fékk leyfi
hjá Vísindasiðanefnd og Tölvunefnd
til að rannsaka ákveðna sjúkdóma
og leitar upplýsts samþykkis sjúk-
linga fyrir sýnatöku. Þessi sýni má
ekki nota í öðrum rannsóknum en
tekið er fram í umsóknum fslenskr-
ar erfðagreiningar. Fyrirtækið lítur
því ekki svo á að það búi yfir „líf-
sýnabanka", því það getur ekki
gengið að lífsýnunum nema til
ákveðinna nota og er svo gert að
eyða þeim, eftir að rannsókn á
erfðafræði MS-sjúkdóms, hand-
skjálfta, þarmabólgu o.s.frv. lýkur.
Ef íslensk erfðagreining fær
einkaleyfi til að reka miðlægan
gagnagrunn gæti aðgangur að
grunninum fyrir aðra en fyrirtækið
sjálft orðið í gegnum ráðgjafarþjón-
ustu. „Hugmyndin er sú að mark-
aðssetja grunninn eingöngu í gegn-
um slíka þjónustu, sem íslensk
erfðagreining myndi reka. í gagna-
grunninum verða ýmis frumgögn,
það þarf ákveðinn hugbúnað til að
lesa úr þeim og einnig þekkingu,
sem íslensk erfðagreining býr yfir.
Okkar hugmynd er því sú, að við-
skiptavinir, læknar og aðrir vísinda-
menn sem vinna að rannsóknum,
geti fengið aðgang með því að
leggja fram spurningar, almennar
eða sértækar. Hvaða spurningar
sem er. Ráðgjafarþjónustan myndi
svo leita svara við þessum spurning-
um og afhenda viðskiptavinum þau
svör. Það fengi því enginn aðgang
að frumgögnum, þótt þau verði
dulkóðuð og útbúin þannig að aldrei
sé hægt að fá upplýsingar um hóp
sem er minni en tíu manns, heldur
aðeins að afleiddum gögnum.
Þannig er persónuvemdin enn bet-
ur tryggð en ella. Sérleyfishafi
myndi að sjálfsögðu hvetja ís-
lensk heilbrigðisyfirvöld og vís-
• indamenn til að nota gagna-
grunninn á þennan hátt. Ef
hann er ekki nýttur þekkir eng-
inn notagildi hans og þá er eng-
inn möguleiki að markaðssetja
hann.“
Kári telur að smám saman
yrði fljótlegra að fá svör úr
grunninum. „Með betri hugbún-
aði og aukinni þekkingu yrði
vinna sem þessi nánast sjálfVirk
með tímanum. Hjá Islenskri
erfðagreiningu starfa nú 30
manns við það eitt að ►
Lykill að framta'ð
GEÐHJÁLPAR
Ágóðinn af sölu K-lykilsins mun að
þessu sinni renna til uppbyggingar
og endurbóta á framtíðarhúsnæði
Geðhjálpar að Túngötu 7 í Reykjavík,
húsi sem samtökin fengu nýverið að
gjöf frá heilbrigðisyfirvöldum.
K-lykillinn er til
sölu uei land allt
Gleymum ekki
geðsjúkum!
Kiwanishreyfíngin á Islandi
Engjateíg 11 • 105 Reykjavík • sími 5881718 • lax 588 1728 • nelfangkiwanis@islandia.is