Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Listamenn, útivistar- og náttúruverndarsamtök skora á Alþingi að vernda miðhálendið
Sköpunarverkið
einn dýrmætasti
auður Islendinga
ÖLL helstu náttúruverndarsamtök
landsins, listafólk og útivistarfélög
afhentu forseta Alþingis áskorun til
varnar miðhálendi Islands í gær.
Meðal annars var skorað á alþingis-
menn að afturkalla leyfi Landsvirkj-
unar fyrir Fljótsdalsvirkjun og fyrir-
skipa lögformlegt mat á umhveiifisá-
hrifum, að þeir beiti sér fyrir vel
ígrundaðri heildarstefnu varðandi
miðhálendið sem feli í sér verndun
ósnortinnar náttúru, að þeir tryggi
með lagasetningu að friðland Þjórs-
árvera verði ekki skert frekar en
orðið er af völdum virkjunarfram-
kvæmda og að koma í veg fyrir
áform um að hluta Island sundur
með háspennulínum og möstrum eft-
ir endilöngum Sprengisandi.
Aður en áskorunin var afhent las
fjöldi listafólks upp ættjarðarljóð á
Austurvelli og stóð lesturinn yfir í
um tvær klukkustundir. Birgir Sig-
urðsson rithöfundur las áskorunina á
Austurvelli áður en hann afhenti
hana Ólafi G. Einarssyni, forseta Al-
þingis.
Svæðin glatast að eilífu
„Á miðhálendi Islands er stærsta
óbyggða víðerni Evrópu. Þetta sköp-
unarverk náttúrunnar er einn dýr-
mætasti auður Islendinga, hluti af
menningu okkar, sjálfsvitund og
sögu. Margar þjóðir sjá ekki eftir
öðru meira en að hafa fórnað
ósnortnum víðernum fyrir skamm-
vinnan efnahagslegan ábata. Slíkum
svæðum hefur fækkað mjög á jarð-
arkringlunni og þau verða sífellt dýr-
mætari. Ef við röskum ósnortnum
víðernum landsins með mannvirkja-
gerð verður ekki aftur snúið. Þau
eru okkur og afkomendum okkar að
eilífu glötuð," las Birgir Sigurðsson
upp úr áskoruninni.
I áskoruninni kom einnig fram að
virkjunarframkvæmdir á miðhálendi
landsins myndu valda eyðileggingu á
stærsta óbyggða víðerni Evrópu.
Morgunblaðið/RAX
ÞORSTEINN frá Hamri var einn þeirra listamanna sem lásu upp ættjarðarljóð á Austurvelli í
gær í tilefni þess að áskorun til varnar miðhálendinu var afhent.
„Þar með hefðu íslendingar ekki að-
eins valdið tjóni á eigin náttúru. Þeir
hefðu líka valdið stórtjóni á náttúru-
auðlegð Evrópu og þar með alls
heimsins. Ábyrgð okkar er því mikil
og víðtæk.“
Þjóðin ekki haft tækifæri til
að tjá hug sinn
Bent var á að þjóðin öll hefði hvorki
fengið nægan tíma né næg tækifæri
til þess að kynna sér málefni miðhá-
lendisins og tjá hug sinn um þau.
„Miðað við hve mikið er í húfi ber al-
þingismönnum að viðhafa ýtmstu
varkárni þegar teknar eru ákvarðanir
um svo dýrmæta þjóðareign sem mið-
hálendið er. Annað er óábyrgt.“
Áskorunin var í sjö liðum. Auk áð-
ur upptalinna liða var einnig skorað
á Alþingi að beita sér fyrir fjöl-
breyttri og vistvænni stefnu í at-
vinnulífi þjóðarinnar, fyrir því að
orkuauðlindir landsins verði fyrst og
fremst nýttar í almannaþágu og til
vistvæns hátækni- og smáiðnaðar, og
að alþingismenn snúist gegn áform-
um um stórfellda virkjun vatnsafls
til raforkusölu um sæstreng til Evr-
ópu, enda myndu slíkar framkvæmd-
ir valda óbætanlegum spjöllum á
náttúruauðlegð landsins.
Undir áskorunina skrifuðu Nátt-
úruvemdarsamtök Islands, Félag
leiðsögumanna, Fuglavemdarfélag
Islands, Félag um vemdun hálendis
Austurlands, Islensld Alpaklúbburinn
ÍSALP, Landvarðafélag íslands, ís-
lenski fjallahjólaklúbburinn, Náttúru-
vemdarsamtök Austurlands, SÓL -
Samtök um óspillt land í Hvalfirði,
Ferðaklúbburinn 4x4 og Utivist.
Alþjóðlegur geð-
heilbrigðisdagur
Málþing um
mannrétt-
indi og geð-
heilbrigði
í TILEFNI af alþjóðlega geðheil-
brigðisdeginum 10. október verður
á morgun haldið málþing um mann-
réttindi og geðheilbrigði í Odda í
Háskóla Islands. Þar mun Tómas
Zoéga, yfirlæknir á geðdeild Land-
spítala, afhenda Ingibjörgu Pálma-
dóttur heilbrigðisráðhen-a skýrslu
um stefnumótun í málum geðsjúkra.
Fyrirlesarar á þinginu verða Atli
Heimir Sveinsson tónskáld, Stefán
Eiríksson lögfræðingur, Styrmir
Gunnarsson ritstjóri, Þómnn Svein-
bjarnardóttir stjórnmálafræðingur
og einn eða fleiri gestir sem sækja
Vin, athvarf fatlaðra. Málþingið
hefst kl 15.
Hátíð í tilefni dagsins hefst klukk-
an 14.30 við Túngötu 7, þar sem Pét-
ur Hauksson, formaður Geðhjálpar,
flytur ávarp. Þaðan verður gengið til
Odda og munu félagar úr Lúðrasveit
verkalýðsins leika undir.
Opið hús verður kl. 10-15 í Dvöl,
nýju athvarfi geðfatlaðra í Reyni-
hvammi 43 við Digraneskirkju. Á há-
degi verður opnuð málverkasýning
listaakademíu Vinjar í sjálfboðaliða-
miðstöð Reykjavíkurdeildai- RKÍ við
Hverfisgötu 105.
LÍMMIÐAPRENT
Þegar þig vantar límmiða!
Skemmuvegi 14 • 200 Kópavogur
Sími: 587 0980 • Fax: 557 4243
Farsími: 898 9500
Athvarfíð Dvöl formlega opnað á morgun á alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi
Urræði fyrir
geðfatlaða
í Kópavogi
Það er vel við hæfí að taka í notkun at-
hvarf fyrir geðfatlaða í Kópavogi á morg-
un, á alþjóðlegum degi geðheilbrigðismála.
Athvarfíð, sem heitir Dvöl, er tilraunaverk-
efni til þriggja ára. Arna Schram ræddi af
þessu tilefni við þær Sigurbjörgu Lund-
holm, starfsmann Dvalar, Helgu Þorleifs-
dóttur félagsráðgjafa og Sigríði Hrönn
Bjarnadóttur, forstöðumann athvarfsins.
ÞÖRFIN fyrir athvarf til handa geð-
fotluðum í Kópavogi er mikil og fer
sá hópur stækkandi sem á slíku úr-
ræði þarf að halda. Þetta segja þær
Sigurbjörg Lundholm, Helga Þor-
leifsdóttir og Sigríður Hrönn
Bjarnadóttir, en þær hafa undan-
fama mánuði tekið þátt í undirbún-
ingi að stofnun fyrsta athvarfsins
fyrir geðfatlaða í Kópavogi. Athvarf-
ið, sem heitir Dvöl, verður formlega
opnað á morgun, laugardag, í Reyni-
hvammi 43 í Kópavogi og er mark-
mið þess eins og nafnið bendir til að
skapa heimili eða athvarf fyrir geð-
fatlaða í Kópavogi. Ekki er um með-
ferðarstofnun að ræða heldur ein-
ungis hlýlegan stað þar sem geðfatl-
aðir eiga að geta sótt stuðning og fé-
lagsskap annarra gesta og starfs-
manna. Rauði kross Islands í Kópa-
vogi átti frumkvæðið að stofnun at-
hvarfsins Dvalar, en að rekstrinum
standa einnig Svæðisskrifstofa mál-
efna fatlaðra á Reykjanesi og Kópa-
vogsbær.
Húsnæði fyrir athvarfið var keypt
í byrjun þessa árs og var strax hafist
handa við að taka það í gegn, endur-
gera og bæta með markmið starf-
seminnar í huga. Afrakstur þeirrar
vinnu hefur nú litið dagsins ljós og
ekkert að vanbúnaði að taka á móti
gestum í athvarfið. Vel hefur verið
vandað til verksins og eru húsakynn-
in með eindæmum vistleg. Þar er bú-
ið að koma upp sérstakri vinnuað-
stöðu fyrir þá sem vilja fá útrás fyrir
listhneigð sína, hvort sem það er í
saumaskap, smíði eða myndlist. Þá
er þar bað- og þvottaaðstaða, sjón-
varpsherbergi og hvíldaraðstaða
uppi í risi þar sem fólk getur lagt sig
og slakað á, svo eitthvað sé nefnt.
Húsið verður opið alla virka daga og
verður boðið upp á kaffi og mat í há-
deginu, sem hægt er að kaupa á
kostnaðarverði.
Um 30 manns sækja Vin á degi
hverjum
Fyrirmynd athvarfsins Dvalar í
Kópavogi er athvarfið Vin í Reykja-
vík, sem hefur aðsetur við Hverfis-
götu. Að sögn Sigríðar sækja um 25
til 30 gestir Vin á degi hverjum og er
hluti þeirra Kópavogsbúar. „Flestir
sem sækja Vin hafa átt við langvinn
geðræn vandamál að stríða. Eru
kannski í stopulli vinnu eða jafnvel
engri og hafa verið inn og út af stofn-
unum,“ segir Sigríður og bætir því
við að slík langvinn veikindi skapi
hættu á því að menn einangrist fé-
lagslega og glati hæfninni til þess að
framkvæma venjulega hluti sem til-
heyra hversdagsleikanum. ,AHar at-
hafnir daglegs lífs verða jafnvel
mjög erfiðar, til dæmis að elda mat
og þvo þvotta, og því er mikils virði
að geta fengið aðstoð við þær,“ segir
Sigurbjörg og bendir á að starfsfólk
Morgunblaðið/RAX
SIGURBJÖRG Lundholm, starfsmaður athvarfsins, Selma Þórðar-
dóttir, starfsmaður athvarfsins, Sigríður H. Bjarnadóttir forstöðu-
maður og Helga Þorleifsdóttir félagsráðgjafi fyrir utan húsnæði
Dvalar, sem er athvarf fyrir fólk með geðræn vandamál.
Dvalar hafi m.a. það hlutverk að
veita gestum þá aðstoð sem þörf er á
hverju sinni.
Þegar spurt er nánar um starf-
semi Dvalar segir Sigi’íður að hún sé
fyrst og fremst hugsuð sem heimili
eða athvarf og að þangað geti menn
komið til að njóta samvista við aðra
gesti eða starfsfólk eða til þess að
nýta sér þá aðstöðu sem í boði er.
Hún leggur áherslu á að menn komi
til athvarfsins á sínum eigin forsend-
um og að mikilvægt sé að allir hjálp-
ist að, hafi þeir áhuga á því, bæði
gestir og starfsmenn Dvalar. Þannig
verði það ekki bara starfsfólk annars
vegar og gestir hins vegar heldur
vinni allir saman að því að gera Dvöl
að heimilislegu og notalegu athvarfi
fyrir geðfatlaða í Kópavogi.
Eru í samstarfi við lækna
og aðra fagaðila
Helga segir að fulltrúar Kópa-
vogsdeildar Rauða kross Islands hafi
upphaflega fengið hugmyndina að
því að setja á stofn athvarf fyrir geð-
fatlaða í Kópavogi og að sú hugmynd
hafi verið kynnt fulltrúum Kópa-
vogsbæjar og Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra á Reykjanesi fyrir
rúmu ári. Að sögn Helgu var hug-
myndin m.a. sprottin af þörfinni á
úrlausnum fyrir geðfatlaða í Kópa-
vogi, einkum þann hóp sem eigi við
langvinn geðræn vandamál að stríða.
Þörfin á einhverjum hjálparráðum
verði sífellt meh-i, ekki síst í Kópa-
vogi, þar sem bæjarfélagið fari
stækkandi.
Aðspurð segir hún að vart verði
við þessa miklu þörf á Svæðisskrif-
stofu málefna fatlaðra á Reykjanesi
og hjá Félagsmálastofnun Kópavogs
og bendir á að þai- komi áberandi
fram hve fáh’ kostir séu í boði fyrh’
fólk með langvinna geðsjúkdóma.
„Hingað til hefur verið erfitt að
sinna þessum hópi. Honum henta illa
þau félagslegu úrræði sem fólki er
boðið upp á,“ segir Helga.
Sigríður bætir því jafnframt við að
einstaklingar í þessum hópi séu
orðnir þreyttir á sjúkrastofnunum
og vilji frekar vera úti í þjóðfélaginu
og standa á eigin fótum. Til þess
þurfi þeir hins vegar einhvers konar
miðstöð þar sem þeir geti leitað
hjálpar og stuðnings. Þær stöllur
leggja þó áherslu á að höfð sé sam-
vinna við lækna og aðra fagaðila.
Allir geðfatlaðir velkomnir
Sigríður og Sigurbjörg segja að at-
hvörf í anda Vinjar í Reykjavík og
Dvalar sem nú er verið að koma á fót
í Kópavogi megi finna á hinum Norð-
urlöndunum, en áður en Dvöl kom til
sögunnar hafi Vin verið eina slíka atr
hvarfið hér á landi. Þær segja einnig
að þótt fyrirmynd athvarfsins í Kópa-
vogi sé Vin í Reykjavík eigi efth’ að
þróa starfsemina í Kópavogi enn
ft-ekar og laga hana að þörfum þeirra
sem koma til með að nýta sér hana.
Helga ítrekar að athvarfið Dvöl sé
einungis hugsað sem verkefni til
þriggja ára og að reynslan eigi síðan
eftir að leiða í ljós hvort og með hvaða
hætti athvarfið verði rekið áfram.
Á morgun, laugardag, verður at-
hvarfið opnað formlega og verða
húsakynnin opin almenningi frá 10
til 15. Allir eru velkomnir.