Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 33 EITT verka Ólafar Erlu Bjarnadóttur. Postulín og steinleir ÓLÖF Erla Bjarnadóttir opnar sýningu í Gryfju Listasafns ASI við Freyjugötu laugardaginn 10. október kl. 16. Ólöf Erla sýnir lágmyndir og þrívíð verk úr postulíni og steinleir. Verkin eru öll steypt í gifsmót og reyk- brennd í jörðu með viðarkubb- um, heyi, málmsöltum og fleiru, segir í fréttatilkynningu. Viðfangsefni Ölafar Erlu á þessari sýningu er hvort og hvenær mynstur verður að mynd. Tígull er meginform verk- anna, einn sér eða endurtekinn, ýmist í lágmynd, þrívíðu verki eða sem mbmynstur á fleti. Ólöf Erla hefur starfað sem leirlistarmaður í 15 ár og er nú deildarstjóri við leirlistardeild Myndlista- og handíðaskóla fs- lands. Hún rekur ásamt fleirum verslunina Kirsuberjatréð við Vesturgötu. Þetta er 6. einkasýn- ing Ólafar Erlu. Sýningin stendur til 25. októ- ber og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Sýning Úðarafélags Reykja- víkur í GALLERÍI Geysi, Hinu hús- inu við Ingólfstorg, opnar Uð- arafélag Reykjavíkur sýningu laugardaginn 10. október kl. 16. Á sýningunni verða úða- brúsaverk eftir átta meðlimi félagsins og endurspeglar hún stfl og tækni úðara, en allir eiga þeir sameiginlegt að nota úðabrúsa við listsköpun sína, segir í fréttatilkynningu. Enn fremur segir að úðar- arnir séu vanari að spreyta sig á að myndgera veggi úti þ.e.a.s. á húsgöflum en hafa nú unnið sérstaklega að því að færa úðabrúsalistina inn í sali gallerísins svo sýningargestir geti séð ólík stflbrögð á sama stað. Á sýningunni getur jafn- framt að líta ljósmyndir og skissur af fyrri verkum félags- manna sem varpa ljósi á sköp- un þeirra í sínu rétta umhverfi þ.e.a.s. sem utanhússskraut. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 25. október og er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9-23, föstudaga kl. 8-19 og um helgar frá kl. 13-18. Fyrirlestur osr námskeið í MHÍ KRISTÍN ísleifsdóttir leirlistar- maður heldur fyrirlestur í Banna- hlíð, fyrirlestrarsal MHÍ í Skipholti, miðvikudaginn 14. október kl. 12.40. Þar fjallar hún um ferð sína til Ung- verjalands og dvöl í vinnubúðum og ráðstefnu sem nefndist „Hot off the press“. Námskeið BÓKASTOÐIR Ingu Rúnar. Frá skúlptúr til nytjahlutar Leifur Þorsteinsson heldur nám- skeið um myndbreytingar í tölvu- “photoshop". Unnið verður með breytingar og lagfæringar á tónum og lit. Kennt verður í tölvuveri MHÍ í Skipholti 1, og hefst kennsla 12. október. Ríkharður Valtingojer heldur námskeið um steinþrykk og „offset- litografíu". Kenndar verða hefð- bundnar og frjálsar grafískar að- ferðir. Unnið verður á stein og álp- lötu. Kennt verður í grafíkdeild MHÍ í Skipholti 1, og hefst kennsl- an fimmtudaginn 22. október. ----------------- Sýningum lýkur Stöðlakot, Bókhlöðustig 6 SÝNINGU Nikulásar Sigfússonar á vatnslitamyndum lýkur sunnudag- inn 11. október. Stöðlakot er opið daglega kl. 14-18. Ingólfsstræti 8 Grafíksýningu Eloi Puig lýkur nú á sunnudag. Ingólfsstræti 8 er opið fimmtu- daga til sunnudaga frá kl. 14-18. -------♦-♦-♦----- Olía og söngur í Gallerí Island GUÐRÚN Kristjánsdóttir opnar sýningu í Gallerí Island í Osló laug- ardaginn 10. október kl. 13. Guðrún sýnir olíumálverk af íslenskum fjöll- um. Á opnuninni syngur Klaus Ra- nestad, tenór frá Stavanger. Guðrún hefur haldið sýningar á íslandi og víða um heim. Galleri ísland er í Youngstorgets bazar, Youngstorget 6 í Osló. Sýn- ingunni lýkur sunnudaginn 25. októ- ber. INGA Rún opnar sýningu á keram- ikverkum í Listakoti, Laugavegi 70, laugardaginn 10. október. Á sýn- ingunni, sem ber yfirskriftina Frá skúlptúr til nytjahlutar, verða einnig verk eftir fóður hennar, Hörð Ingólfsson, sem lést 7. júlí 1996. í kynningu segir að grunnformið sé skúlptúr unninn út frá því frum- stæðasta og fullkomnasta, þ.e. orm- inum og manneskjunni. Með aðstoð spíralsins hefur Inga Rún sameinað þetta tvennt í eitt einfalt form. Út frá því hefur hún unnið nytjahluti, s.s. bókastoðir og öskjur. Formið er aðalatriðið og á áferðin að undir- strika það. Verkin eru unnin í stein- leir og brennd í „reduserandi" brennslu upp í 1.260° C. Inga Rún stundaði listnám við Fjölbrautaskóla Breiðholts, keram- ikdeild MHÍ, International Keram- ik Studio, Késckemet í Ungverja- landi og Institut for Unika, Kun- sthándværkerskolen Kolding í Danmörku. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýn- ingar hér heima og erlendis. Hörður Ingólfsson fæddist í Reykjavík 1. janúar 1930. Hann lauk prófi frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1949 og bætti svo við sig eins árs framhaldsnámi í myndlist og ljósmyndun í Osló 1973. Samhliða listinni starfaði Hörður lengst af í Kópavogi sem myndmennta- og íþróttakennari eða til ársins 1993, en þá sneri hann sér eingöngu að málaralistinni. Hann hélt einkasýningu á Hallveig- arstöðum árið 1979, auk þess sýndi hann oft í Hveragerði þar sem hann bjó síðustu árin. Sýningunni lýkur laugardaginn 31. október og er hún opin mánu- daga til föstudaga kl. 12-18 og um helgar kl. 11-16. Sýning á möguleikum dagbókarinnar A SUFISTANUM, kaffihúsi Máls og menningar við Laugaveg, stend- ur nú sýning, sem unnin er í tengsl- um við Dag dagbókarinnar sem haldinn verður næsta fimmtudag, þ.e. 15. Á sýningunni sýna sex ein- staklingar ólíka notkunamöguleika dagbókarformsins sem er í senn bæði sjálfhverft og persónulegt, segir í fréttatilkynningu. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru rithöfundarnir Thor Vilhjálms- son, Hallgi'ímur Helgason og Auð- ur Jónsdóttir. Auk þeirra eiga Ragna Garðarsdóttir bókmennta- fræðingur, Sigrún Sigurðardóttir, sagnfræðingur og Svanur Krist- bertsson, heimspekingur og tónlist- ai-maður verk á sýningunni. Sýningin stendur til sunnudags- ins 18. október og er opin á opnun- artíma kaffihússins, kl. 9-22. AFRISK svefnsýki eftir Ingu Þóreyju Jdhannsdóttur. Málverk af smitsj úkdómum INGA Þórey Jóhannsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsal, Freyju- götu, laugardaginn 10. október kl. 16. I kynningu segir, að til sýnis verði nokkur ægilega gamaldags málverk af hinum ýmsu smitsjúk- dómum, t.d. afríkanskri svefn- sýki og heimatilbúinni málara- bakteríu. Við opnunina leikur hljóm- sveitin hr. ingi - R Cand. Med fyrir gesti. Sýningin stendur til sunnudags- ins 25. oktdber og er opin frá kl. 14-18 þriðjudaga til sunnudaga. Norræna húsið Myndskreytingar við barnabók SÝNING á vatnslitamyndum fínnsku listakonunnar Kaarinu Kaila, stendur nú yfir í anddyri Noiræna hússins og eru það myndskreytingar við barnabók- ina Læmingjaár á Lágheiði eftir rithöfundinn Jukka Parkkinen. Þau eru bæði stödd hér á landi í tilefni sýningarinnar. Bókin kom út í Finnlandi árið 1996 og gerist sagan í Lapplandi og fjallar um ár í lífi læmingjans Flóka, allt frá fæðingu og þar til hann hefur fundið nýjan bústað fyrir læmingjafjölskylduna. Margar hættur og ævintýri bíða hans á þeirri leið. Kaarina Kaila hefur gert vatnslitamyndir sem lýsa á litríkan og lifandi hátt þessum atburðum og náttúra Norður-Finnlands nýtur sín vel í myndum hennar, segir í frétta- tilkynningu. Kaarina Kaila er búsett í Helsinki og stundaði myndlistar- nám við Listaháskólann í Helsinki framhaldsnám í grafík hjá prófessor Pentti Kaskipuro. Hún hélt fyrstu sýningu sína 1971 og hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga heima og erlendis. Jukka Parkkinen er fæddur 1948 í Ábo, og hefur hann búið þar síðan. Hann stundaði há- skólanám í bókmenntum og finnsku, starfaði við dagblöð, sjónvarp og útvarp, en síðastlið- in tíu ár hefur hann eingöngu helgað sig ritstörfum. Hann hef- ur sent frá sér margar skáldsög- ur og smásögur og hann hefur einnig skrifað leikrit og þýtt bækur. Sýningin hefur verið sett upp í bókasöfnum í nokkrum finnskum borgum en hér stendur hún til 18. október og er opin daglega kl. 9-18, nema sunnudaga frá kl. 12-18. Morgunblaðið/Kristinn KAARINA Kaila listakona og Jukka Parkkinen rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.