Morgunblaðið - 09.10.1998, Side 33

Morgunblaðið - 09.10.1998, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 33 EITT verka Ólafar Erlu Bjarnadóttur. Postulín og steinleir ÓLÖF Erla Bjarnadóttir opnar sýningu í Gryfju Listasafns ASI við Freyjugötu laugardaginn 10. október kl. 16. Ólöf Erla sýnir lágmyndir og þrívíð verk úr postulíni og steinleir. Verkin eru öll steypt í gifsmót og reyk- brennd í jörðu með viðarkubb- um, heyi, málmsöltum og fleiru, segir í fréttatilkynningu. Viðfangsefni Ölafar Erlu á þessari sýningu er hvort og hvenær mynstur verður að mynd. Tígull er meginform verk- anna, einn sér eða endurtekinn, ýmist í lágmynd, þrívíðu verki eða sem mbmynstur á fleti. Ólöf Erla hefur starfað sem leirlistarmaður í 15 ár og er nú deildarstjóri við leirlistardeild Myndlista- og handíðaskóla fs- lands. Hún rekur ásamt fleirum verslunina Kirsuberjatréð við Vesturgötu. Þetta er 6. einkasýn- ing Ólafar Erlu. Sýningin stendur til 25. októ- ber og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18. Sýning Úðarafélags Reykja- víkur í GALLERÍI Geysi, Hinu hús- inu við Ingólfstorg, opnar Uð- arafélag Reykjavíkur sýningu laugardaginn 10. október kl. 16. Á sýningunni verða úða- brúsaverk eftir átta meðlimi félagsins og endurspeglar hún stfl og tækni úðara, en allir eiga þeir sameiginlegt að nota úðabrúsa við listsköpun sína, segir í fréttatilkynningu. Enn fremur segir að úðar- arnir séu vanari að spreyta sig á að myndgera veggi úti þ.e.a.s. á húsgöflum en hafa nú unnið sérstaklega að því að færa úðabrúsalistina inn í sali gallerísins svo sýningargestir geti séð ólík stflbrögð á sama stað. Á sýningunni getur jafn- framt að líta ljósmyndir og skissur af fyrri verkum félags- manna sem varpa ljósi á sköp- un þeirra í sínu rétta umhverfi þ.e.a.s. sem utanhússskraut. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 25. október og er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 9-23, föstudaga kl. 8-19 og um helgar frá kl. 13-18. Fyrirlestur osr námskeið í MHÍ KRISTÍN ísleifsdóttir leirlistar- maður heldur fyrirlestur í Banna- hlíð, fyrirlestrarsal MHÍ í Skipholti, miðvikudaginn 14. október kl. 12.40. Þar fjallar hún um ferð sína til Ung- verjalands og dvöl í vinnubúðum og ráðstefnu sem nefndist „Hot off the press“. Námskeið BÓKASTOÐIR Ingu Rúnar. Frá skúlptúr til nytjahlutar Leifur Þorsteinsson heldur nám- skeið um myndbreytingar í tölvu- “photoshop". Unnið verður með breytingar og lagfæringar á tónum og lit. Kennt verður í tölvuveri MHÍ í Skipholti 1, og hefst kennsla 12. október. Ríkharður Valtingojer heldur námskeið um steinþrykk og „offset- litografíu". Kenndar verða hefð- bundnar og frjálsar grafískar að- ferðir. Unnið verður á stein og álp- lötu. Kennt verður í grafíkdeild MHÍ í Skipholti 1, og hefst kennsl- an fimmtudaginn 22. október. ----------------- Sýningum lýkur Stöðlakot, Bókhlöðustig 6 SÝNINGU Nikulásar Sigfússonar á vatnslitamyndum lýkur sunnudag- inn 11. október. Stöðlakot er opið daglega kl. 14-18. Ingólfsstræti 8 Grafíksýningu Eloi Puig lýkur nú á sunnudag. Ingólfsstræti 8 er opið fimmtu- daga til sunnudaga frá kl. 14-18. -------♦-♦-♦----- Olía og söngur í Gallerí Island GUÐRÚN Kristjánsdóttir opnar sýningu í Gallerí Island í Osló laug- ardaginn 10. október kl. 13. Guðrún sýnir olíumálverk af íslenskum fjöll- um. Á opnuninni syngur Klaus Ra- nestad, tenór frá Stavanger. Guðrún hefur haldið sýningar á íslandi og víða um heim. Galleri ísland er í Youngstorgets bazar, Youngstorget 6 í Osló. Sýn- ingunni lýkur sunnudaginn 25. októ- ber. INGA Rún opnar sýningu á keram- ikverkum í Listakoti, Laugavegi 70, laugardaginn 10. október. Á sýn- ingunni, sem ber yfirskriftina Frá skúlptúr til nytjahlutar, verða einnig verk eftir fóður hennar, Hörð Ingólfsson, sem lést 7. júlí 1996. í kynningu segir að grunnformið sé skúlptúr unninn út frá því frum- stæðasta og fullkomnasta, þ.e. orm- inum og manneskjunni. Með aðstoð spíralsins hefur Inga Rún sameinað þetta tvennt í eitt einfalt form. Út frá því hefur hún unnið nytjahluti, s.s. bókastoðir og öskjur. Formið er aðalatriðið og á áferðin að undir- strika það. Verkin eru unnin í stein- leir og brennd í „reduserandi" brennslu upp í 1.260° C. Inga Rún stundaði listnám við Fjölbrautaskóla Breiðholts, keram- ikdeild MHÍ, International Keram- ik Studio, Késckemet í Ungverja- landi og Institut for Unika, Kun- sthándværkerskolen Kolding í Danmörku. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýn- ingar hér heima og erlendis. Hörður Ingólfsson fæddist í Reykjavík 1. janúar 1930. Hann lauk prófi frá Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1949 og bætti svo við sig eins árs framhaldsnámi í myndlist og ljósmyndun í Osló 1973. Samhliða listinni starfaði Hörður lengst af í Kópavogi sem myndmennta- og íþróttakennari eða til ársins 1993, en þá sneri hann sér eingöngu að málaralistinni. Hann hélt einkasýningu á Hallveig- arstöðum árið 1979, auk þess sýndi hann oft í Hveragerði þar sem hann bjó síðustu árin. Sýningunni lýkur laugardaginn 31. október og er hún opin mánu- daga til föstudaga kl. 12-18 og um helgar kl. 11-16. Sýning á möguleikum dagbókarinnar A SUFISTANUM, kaffihúsi Máls og menningar við Laugaveg, stend- ur nú sýning, sem unnin er í tengsl- um við Dag dagbókarinnar sem haldinn verður næsta fimmtudag, þ.e. 15. Á sýningunni sýna sex ein- staklingar ólíka notkunamöguleika dagbókarformsins sem er í senn bæði sjálfhverft og persónulegt, segir í fréttatilkynningu. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru rithöfundarnir Thor Vilhjálms- son, Hallgi'ímur Helgason og Auð- ur Jónsdóttir. Auk þeirra eiga Ragna Garðarsdóttir bókmennta- fræðingur, Sigrún Sigurðardóttir, sagnfræðingur og Svanur Krist- bertsson, heimspekingur og tónlist- ai-maður verk á sýningunni. Sýningin stendur til sunnudags- ins 18. október og er opin á opnun- artíma kaffihússins, kl. 9-22. AFRISK svefnsýki eftir Ingu Þóreyju Jdhannsdóttur. Málverk af smitsj úkdómum INGA Þórey Jóhannsdóttir opnar sýningu í Ásmundarsal, Freyju- götu, laugardaginn 10. október kl. 16. I kynningu segir, að til sýnis verði nokkur ægilega gamaldags málverk af hinum ýmsu smitsjúk- dómum, t.d. afríkanskri svefn- sýki og heimatilbúinni málara- bakteríu. Við opnunina leikur hljóm- sveitin hr. ingi - R Cand. Med fyrir gesti. Sýningin stendur til sunnudags- ins 25. oktdber og er opin frá kl. 14-18 þriðjudaga til sunnudaga. Norræna húsið Myndskreytingar við barnabók SÝNING á vatnslitamyndum fínnsku listakonunnar Kaarinu Kaila, stendur nú yfir í anddyri Noiræna hússins og eru það myndskreytingar við barnabók- ina Læmingjaár á Lágheiði eftir rithöfundinn Jukka Parkkinen. Þau eru bæði stödd hér á landi í tilefni sýningarinnar. Bókin kom út í Finnlandi árið 1996 og gerist sagan í Lapplandi og fjallar um ár í lífi læmingjans Flóka, allt frá fæðingu og þar til hann hefur fundið nýjan bústað fyrir læmingjafjölskylduna. Margar hættur og ævintýri bíða hans á þeirri leið. Kaarina Kaila hefur gert vatnslitamyndir sem lýsa á litríkan og lifandi hátt þessum atburðum og náttúra Norður-Finnlands nýtur sín vel í myndum hennar, segir í frétta- tilkynningu. Kaarina Kaila er búsett í Helsinki og stundaði myndlistar- nám við Listaháskólann í Helsinki framhaldsnám í grafík hjá prófessor Pentti Kaskipuro. Hún hélt fyrstu sýningu sína 1971 og hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga heima og erlendis. Jukka Parkkinen er fæddur 1948 í Ábo, og hefur hann búið þar síðan. Hann stundaði há- skólanám í bókmenntum og finnsku, starfaði við dagblöð, sjónvarp og útvarp, en síðastlið- in tíu ár hefur hann eingöngu helgað sig ritstörfum. Hann hef- ur sent frá sér margar skáldsög- ur og smásögur og hann hefur einnig skrifað leikrit og þýtt bækur. Sýningin hefur verið sett upp í bókasöfnum í nokkrum finnskum borgum en hér stendur hún til 18. október og er opin daglega kl. 9-18, nema sunnudaga frá kl. 12-18. Morgunblaðið/Kristinn KAARINA Kaila listakona og Jukka Parkkinen rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.