Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Leikfélag Reykjavíkur frumsýnir Qfanljós á Litla sviðinu í kvöld Morgunblaðið/Ásdís HLUSTAR þú á rapp? spyr Tom, Þorsteinn Gunnarsson, Kyru, Guðlaugu Ólafsdóttur. EDWARD, Friðrik Friðriksson , kemur óvænt til Kyru ári eftir að móðir hans deyr. Barátta upp á líf og dauða KJARNI málsins er pabbi,“ segir Edward, þegar hann birtist allt í einu kvöld eitt á heimili Kyru, ári eftir að móðir hans deyr úr krabbameini. Hann segir Kyru undan og ofan af ástandinu á heimilinu, sem ekki er hægt að segja að sé gott. Raunar er hann farinn að heiman. Seinna sama kvöld er hamast á dyrabjöllunni hjá Kyru og fyrir utan stendur Tom, fað- ir Edwards, fullur örvæntingar og sektarkenndar. í heil sex ár höfðu Tom og Kyra átt í ástarsambandi, en það beið skipbrot eftir að Alice, eig- inkona Toms, komst á snoðir um það - og Kyra fór. Síðan eru liðin fjögur ár. Hún vinnur nú af mikilli hugsjón, kennir ungu fólki í hverfum lágstétta og innflytjenda, og býr ein í kaldri íbúð í ekki sérlega fínu hverfí, við nokkuð aðrar aðstæður en þegar hún vann við veitingahús þeirra hjóna, bjó inni á heimili þeirra og var við- haid Toms. Þessa köldu vetramótt á sér stað hið óhjákvæmilega uppgjör milli þeirra tveggja - og baráttan er upp á líf og dauða. „Þetta er saga um fólk sem hefur verið lostið ástinni og ástin er afl sem alltaf setur allt á annan endann í tilfmningum manna. Hún setur af stað ákveðið ferli sem veldur ringul- reið, fólk verður að endurskoða sjálft sig frá grunni, gildi, stöðu og skoðanir," segir leikstjórinn, Kristín Jóhannesdóttir, um leikritið Ofan- ljós efth’ breska leikritaskáldið Da- vid Hare, sem verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld. Með hlutverk Kyru Hollis fer Guð- laug Elísabet Ólafsdóttir, Þorsteinn Gunnai’sson leikur Tom Sergeant, fyrrverandi ástmann hennar, og son hans, Edward Sergeant, leikur Frið- rik Friðriksson. _ Islenska þýðingu leikritsins gerði Ami Ibsen, höfund- ur leikmyndar og búninga er Stígur Steinþórsson, lýsingu annast Ög- mundur Jóhannesson og um leik- hljóð sér Ólafur Örn Thoroddsen. Guðlaugu Elísabetu vefst tunga um tönn þegar hún er spurð um hvað leikritið fjalli eiginlega. „Þetta er svo margslungið og flókið verk. Þegar ég var að byrja að æfa og fólk spurði um hvað það væri, lenti ég í hálfgerðum vandræðum. Þetta er um fólk,“ segir hún og ypptir öxlum. „Maður getur ekki sagt neitt, þetta er eiginlega bara um allt. Þetta fjallar ekki um framhjáhald eða ástandið í Eastham, en samt er þetta allt þarna. Það er kannski pínulítið galdurinn í því - þegar maður fer af stað veit maður ekkert hvar það endar,“ segir hún. David Hare er eitt fremsta núlif- andi leiki-itaskáld Bretlands. Hann er fæddur í Sussex á Englandi árið 1947 og lauk MA-gráðu í ensku 1968. Hann hefur starfað sem leikskáld við Þjóðleikhúsið í London allt frá árinu 1971 og þar hafa ellefu leikrita hans verið sett á svið. Hin þekktustu þeirra, Plenty, The Secret Rapture, The Racing Demon, Absence of War og Skylight eða Ofanljós hafa einnig verið sýnd á Broadway í New York. Fyrsta kvikmynd hans af sex, Wetherby, sem hann leikstýrði einnig, vann gullbjörninn á kvik- myndahátíð Berlínar 1985. Hare gerði einnig handpitið að mynd Louis Malle, Damage. Aður hefur eitt leik- rita Hares verið sett á svið hér á Uppgjörið er óhjá- kvæmilegt og það er barist upp á líf og dauða eina kalda vetr- arnótt á heimili Kyru Hollis. Margrét Svein- björnsdóttir fylgdist með rennsli á Ofanljósi og spjallaði við leik- stjórann og einn þriggja leikara. landi, Fanshen í leikstjórn Bríetar Héðinsdóttur í Nemendaleikhúsinu árið 1978. Kristín vitnar í gagnrýnanda New York Post, sem skrifaði um Ofanljós að hann teldi ekki ósennilegt að það myndi öðlast sess á meðal örfárra leikverka aldarlokanna sem teljast sígild. „Ég hef það sama á tilfmning- unni,“ segir hún. Sjálfur hefur David Hare látið þessi orð falla í tengslum við Ofan- ljós: „Ég ski’ifa ástarsögur. Hin nýja sýn á heiminn sem ástin veldur og ringulreiðin sem hún skapar er ein- hver magnaðasta lífsreynsla margra. Efnið sem ég skrifa einkum um er getuleysi Englendinga til að gefa eitthvað af sér og þetta getuleysi verður svo augljóst þegar fólk er ást- fangið, vegna þess að ástin setur svo mikinn þrýsting á allt þetta." Þessi orð tekur leikstjórinn undir. Nema hvað hún segir að þetta gildi ekki einungis um Englendinga heldur allt nútímafólk. Það að gefa, eða kannski öllu heldur að geta ekki gefið, er nokkuð sem kemur aftur og aftur upp í verkinu. „Það er djúp gjá á milli þeirra Kyru og Toms, óendan- legur viðhoifsmunur. Þau geta ekki fyrirgefið og geta ekki gefíð, sem er það sem til þarf til að brúa þessa gjá, og þar liggur þeirra tragík,“ segir Kristín. „Kyra er aldrei tilbúin til þess að lúta vilja annarra, hún verður að lifa lífínu eftir sínum eigin leikreglum vegna þess að hún treystir ekki nein- um öðrum. Þann þátt var dálítið erfitt fyrir mig að skilja, að geta ekki treyst einum einasta manni. Þau hafa bæði svo rétt fyrir sér þegar þau eru að skjóta hvort á annað. Hann spyr hana ítrekað hvort hún sé ánægð og hvort hún sé hamingjusöm en hún kemur sér alltaf einhvern- veginn undan því að svara,“ segir Guðlaug Elísabet. „Það sem kemur manni sífellt á óvart við þetta verk er að það er ekki í stóru yfirlýsingunum, stóru lyklun- um eða niðurstöðunum sem sann- leikurinn liggur, heldur er það í hinu litla, einhvers staðar þar sem síst skyldi. Líka það að sannleikurinn er ekki hjá einhverjum einum frekar en öðrum. Maður heldur af lífi og sál með einni persónunni meðan hún er að skýra út sína afstöðu en svo er maður umsvifalaust, þegar andstæð- ingurinn svarar, kominn yfíi’ á hans band. Og allt þetta virkar á mann sem fullkomlega sönn og rétt rök í hvert skipti, hvort sem það er Tom eða Kyra. Þannig held ég að höfund- urinn sjái þetta líf; það er ekki til einn sannleikur eða einn veruleiki. Þetta verk virkar á mig eins og kristall, sem er verið að sýna okkur endalaust ljósbrot á. Og þessi krist- all er kærleikurinn. Þetta er nátt- úrulega vægðarlaus atlaga að mannssálinni og þarna standa þessar persónur og rista sig inn í kviku tii þess að komast til botns í tilfinning- um sínum. Þetta gerir auðvitað alveg óhemjulegar og óvægilegar kröfur til leikaranna, vegna þess að það var al- veg ljóst frá upphafi að þau þyrftu að ganga mjög nærri sér til að birta alla þessa tilfinningafleti á þessum per- sónum - og þau gera það,“ segir Kristín. „Það er meira en að segja það að kynnast þessaii konu, Kyru Holhs,“ segir Guðlaug Ehsabet. „Ég er búin að fara í marga hringi með hana, því hún er svo allt öðru vísi en annað fólk sem ég hef kynnst. Ég lenti oft í vand- ræðum vegna þess að ég hreinlega skildi hana ekki, hvei-nig það væri hægt að vera svona ofsalega fastheld- in. Við ui’ðum að kafa ansi djúpt til þess að ftnna forsendumar, hvers vegna svona er komið fýrir þessari konu,“ segir hún. Um uppgjör Toms og Kyru segir hún að það hafi einfald- lega verið lífsnauðsynlegt. „Þetta upp- gjör þeirra er óhjákvæmilegt til þess að þau geti haldið áfram að lifa.“ SS FLINKIR BRÆÐUR SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóm'uhijómsveit íslands, einleikar- arnir Dimitri og Vovka Ashkenazy og hljómsveitarstjórinn Michael Christie flytja bandaríska tónlist. ÞAÐ var fullt út úr dyrum á Sinfón- íutónleikum í gærkvöldi; efnisskráin amerísk, sem og hinn 23 ára hljóm- sveitarstjóri, Michael Christie, en ein- leikarar voru bræðumir Dimitri Ash- kenazy klarinettuleikari og Vovka Ashkenazy píanóleikari. Á efnisskrá voru þrír helstu stríðshestar banda- rískra tónbókmennta: Klarinettu- konsert eftir Aaron Copland, Píanó- konsert í F eftir George Gershwin og Sinfónískir dansar úr West Side Story eftir Leonard Bemstein, en fyrsta verkið á efnisskránni var Ash eftir Michael Torke, sem fæddur er 1961. Það gerist allt of sjaldan að flutt séu hér á tónleikum verk erlendra samtímatónskálda. Þetta hlýtur þó að vera grundvöllur þess að íslenskir tónlistarannendur geti fylgst með því sem er að gerast utan landsteinanna og borið saman við það sem hér er gert. Þess vegna hefði það átt að verða sérstök ánægja að heyra hér ballettinn Ash, eða Ösku, eftir Mich- ael Torke. Þótt tónskáldið sé ekki nema 37 ára á það samt að baki lang- an og athyglisverðan feril í heima- landi sínu - bæði í tónsmíðum og hljóðfæraleik. Það má kannski kalla Torke stjörnu á ameríska vísu, því hann er orðinn tískutónskáld þar í landi og hljómsveitir og stofnanir keppast um að fá hann til að semja fyrir sig. Og fyrir verk sín hefur hann fengið ótal viðurkenningar og verðlaun. En hvílík vonbrigði. Þetta verk var ekkert annað en léleg lumma og hallærisleg stæling á sin- fóníum Beethovens með tilheyi’andi hornablæstri og pákuslætti, og að- eins fleiri synkópum. Og það var heldur engin von til þess að hljóm- sveitin gæti spilað þennan hroða vel. Ekki einu sinni það, að hér var á ferð verk eftir erlent samtímatónskáld, gat réttlætt flutning þessa verks. Og þó, kannski það eitt, að með því varð andstæðan við það sem á eftir fór enn skarpari og lyfti seinni hluta tón- leikanna á enn hæixa plan en kannski hefði verið ella. Og þá varð sko líka gaman. Walter Damrosch, stjórnandi Sin- fóníuhljómsveitarinnar í New York, pantaði píanókonsert af George Gershwin eftir að hafa verið við- staddur sögulegan frumflutning Rhapsody in Blue. Fyrir ft’umflutn- inginn ski’ifaði Gershwin grein í dag- blaðið New York Herald Tribune, þar sem hann gerði grein fyrir upp- byggingu verksins. Þar sagði hann meðal annars: I fyrsta þættinum er að finna hrynjandi Charleston-dans- ins. Hann er hraður og með slag- krafti eins og æskuþrótturinn í amer- ísku samfélagi. Annar þátturinn er ljóðrænn og stemmningin í honum lík því sem kallað hefur verið amerískur blús. Lokaþátturinn er líkari hinum fyrsta - þar sem ægir saman alls lags hrynjandi." Vovka Ashkenazy lék konsertinn með miklum glæsibrag. Hann er óhemju músíkalskur pí- anisti; með fínlegan áslátt, en sýndi þó líka kröftugan leik - og það svo að slitnaði strengur undir lok fyrsta þáttar konsertsins, sem hann lék óhemju fallega. Það kom ekki að sök; strengnum var kippt úr og áfram haldið. í stemmningsfullum blús- þættinum sýndi hljómsveitarstjórinn ungi að hann var þess megnugur að laða fram það besta í leik Sinfóníu- hljómsveitar Islands. Þar áttu blás- arai’ hljómsveitarinnai’ „stórleik". Þetta var ákaflega fallega spilað. Einleikarinn og hljómsveitin léku lokaþáttinn með miklum bravúr. Klarinettukonsert Aarons Coplands er einnig meðal þekktustu einleikskonserta amerískra tónbók- mennta; saminn fyrir klarinettuleik- arann kunna Benny Goodman fyrir réttri hálfri öld. Klarinettukonsert- inn er fallegt og hrífandi verk í tveimur samfelldum þáttum. Fyirí þátturinn er ljóðrænn og expressífur - þar sem klarinettan beinlínis „syngur“. Einleikskadensa brúar bil- ið yfir í seinni þáttinn. I henni fær einleikarinn að sýna listir sínar og flinkheit, og það gerði Dimitri Ash- kenazy líka. Seinni þátturinn er fjör- ugur og bjartur - með tilvísunum í suður-amerísk alþýðulög. I túlkun hljómsveitarstjórans voru andstæð- urnar milli hins ljóðræana fyrri kafla og káta seinni kafla skarpar og skýr- ar. Þetta var músíkalskur flutningur og einstaklega gaman að heyra í þessum fína klarinettuleikara. Það sem einkenndi leik bræðranna beggja var innileg spilagleði og spilanautn, öryggi og óbrigðult mús- íkalitet. Mikið væri gaman að fá að heyra í þeim oftar hér. Sinfónískir dansar úr West Side Story eru örugglega skemmtilegasta verk Leonards Bernsteins - jafnvel skemmtilegi’i en söngleikurinn sjálf- ur og kannski bara skemmtilegasta ameríska tónverkið frá árunum kringum 1960. Sinfóníuhljómsveitin lék dansana vel, undh- stjórn Michaels Christies. Þar fékk slag- verksdeildin að sýna hvað í henni býr - er á engan hallað þótt Pétm- Grétarsson sé nefndur fyrir svipmik- inn leik á rauða trommusettið. Þrátt fyrir ólánlegt upphaf voru þetta skemmtilegir tónleikar og mik- il stemmning í heitum salnum - heit- um og blautum salnum - því bæði á sviði og í salnum sat fólk undir bunu- lækjum haustrigningarinnar sem barði sér leið gegnum þakið. Bergþóra Jónsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.