Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Flutningar Atlantsskipa ehf. og Transatlantic Lines fyrir varnarliðið
Eimskip og Van Ommeren
kvarta til bandarískra yfirvalda
News Corp.
býður í
Lewinsky
Hollywood. Reuters.
NEWS Corp., fyrirtæki Ruperts
Murdochs, hefur boðið Monicu
Lewinsky 3 milljóna dollara marg-
miðlunarsamning, sem kveður á
um að hún segi frá reynslu sinni í
sjónvarpsþætti í Fox-sjónvarpinu
og að gefin verði út bók um
reynslu hennar á vegum
HarperCollins.
Fréttin hefur ekki fengizt stað-
fest, en kunnugir segja að alvarleg-
ar viðræður hafi farið fram um
skeið. Aðalsamningamaður News
Corp. er David Hill, forstjóri Fox
Broadcasting Co.
News Corp. fyrirtækið er ekki
eitt um hituna, en bent er á að
samningsstaða þess sé góð.
EIMSKIPAFÉLAG íslands og
bandan'ska skipafélagið Van
Ommeren hafa bæði lagt fi-am
kvörtun vegna ákvörðunar flutninga-
deildar bandaríska hersins um að út-
hluta skipafélögunum Atlantsskip
ehf. og Transatlantic Lines LLC. í
Connecticut öllum skipafiutningum
fyrir vamarliðið á Keflavíkurflug-
velli til tveggja ára frá og með 1.
nóvember næstkomandi.
Að sögn Þórðar Sverrissonar,
framkvæmdastjóra flutningasviðs
hjá Eimskip, er málið til skoðunar
hjá bandarískum úrskurðaraðilum í
samkeppnismálum og er niðurstöðu
að vænta innan þriggja mánaða. Að
sögn Þórðar telja Eimskipsmenn
samninginn m.a. brjóta í bága við
samkomulag ríkjanna frá árinu
1986 þar sem kveðið er á um að
meginhluti umræddra flutninga,
eða 65%, skuli vera í umsjá íslensks
skipafélags en 35% komi í hlut
bandarískra aðila. En eins og komið
hefur fram þá eru Atlantsskip og
Transatlantic Lines bæði í eigu
Guðmundar Kjæmested.
Nickel Van Reesema, forstjóri
Van Ommeren, segist hafa heimild-
ir fyrir því að Guðmundur hyggist
ekki nota það skip sem hann gaf
upp fyrir hönd Transatlantic Lines
í útboðinu, heldur hafi hann ein-
ungis notað það sem lepp til að
uppfylla kröfur flutningadeildar
hersins varðandi lágmarks skipa-
kost þeirra félaga sem buðu í verk-
ið. Hann segir umrætt skip þar að
auki í mjög slæmu ásigkomulagi og
engan veginn í stakk búið til þess
að takast á við vetrarsiglingar á
Norður-Atlantshafi: „Hvort Guð-
mundur hafi náð að útvega annað
skip til að annast flutningana vitum
við ekki enda málinu óviðkomandi.
Aðalatriðið er að umrætt félag
hreppti samninginn á fölskum for-
sendum og slíkt látum við ekki við-
gangast án athugasemda. Þar að
auki var Guðmundur í starfi hjá
Van Ommeren fram í febrúar á
þessu ári sem þýðir að hann hafði
allar upplýsingar um tilboð okkar á
sama tíma og hann undirbjó stofn-
un og þátttöku eigin skipafélags í
útboðinu sem hlýtur að vekja
ákveðnar siðferðisspurningar."
Ekki náðist í Guðmund Kjærne-
sted vegna málsins.
Erlend skuldabréf með hærri ávöxtun en innlend síðastliðna 18 mánuði
Gæti þýtt enn frekari
lækkun ávöxtunarkröfu
Vísitölur innlendra og erlendra skuldabréfa
ERLEND skuldabréf hafa gefið
betri ávöxtun en íslensk skuldabréf
síðastliðna átján mánuði þrátt fyrir
að vextir séu töluvert hærri hérlend-
is en í flestum öðrum löndum. Þetta
gæti leitt til þess að ávöxtunarkrafa
hérlendis lækki enn frekar. Þetta
kemur fram í umfjöllun um þróun á
skuldabréfamarkaði í Vikutíðindum
verðbréfasviðs Búnaðarbankans.
Vaxtalækkun á Islandi er rakin til
þess að lítið framboð hefur verið á
löngum skuldabréfum, m.a. vegna
minni ásóknar ríkissjóðs í lánsfé.
Auk þessa hafi verið töluverður
vaxtamunur á milli íslands og er-
lendra rikja. Islensk fyrirtæki hafa
því fremur kosið að skulda í erlend-
um myntkörfum en íslenskum krón-
um og það hefur minnkað lánsfjár-
eftirspurn eftir krónum.
Evran að veruleika um áramót
Meginástæða þess að vextir á
skuldabréfamörkuðum í Evrópusam-
bandslöndunum hafa lækkað er hins
vegar talin vera sú að um áramótin
verður evran að veruleika. Þau ríki,
sem ætla að vera með í evrópska
myntsamstarfinu (EMU) frá byrjun,
hafa verið að samræma vexti og hef-
ur mismunur á vöxtum ríkisskulda-
bréfa þeirra landa, sem taka þátt í
EMU, minnkað verulega og nálgast
SAMVINNUHÁSKÓLINN á
Bifröst hefur samið við Islandia
Intemet um hönnun og rekstur sér-
staks fjarnámskerfis á Netinu sem
tekið verður I notkun um næstu ára-
mót. Kerfið byggist á hugmyndum
sem þróaðar hafa verið með ágæt-
um árangri við nokkra bandaríska
háskóla og felst í því að nemendur
geti tileinkað sér námsefni nánast
hvar og hvenær sem er. Fjar-
námsvefur Samvinnuháskólans og
Islandia verður þannig aðgengileg-
ur námsmönnum frá öllum venju-
legum heimilistölvum, svo framar-
lega sem þær eru búnar netteng-
ingu og hljóðkorti.
Á vefnum verða fyrirlestrar (hljóð
og mynd), ýmis gagnvirk samskipta-
kerfi milli nemenda og kennara iyrir
hóp- og verkefnavinnu og rafrænt
kennsluefni, allt fellt saman í eina
heild. Fjamámskerfið er þannig tals-
vert frábrugðið þeirri fjarkennslu
sem sumar íslenskar menntastofn-
anir hafa boðið upp á og hefur eink-
um byggst á tvenns konar aðferðum.
vexti þar sem þeir eru lægstir innan
Evrópu.
Önnur ástæða þess að vextir á
evrópskum og bandarískum lang-
tímabréfum hafa lækkað er umrót á
hlutabréfamörkuðum og flótti fjár-
magns frá svonefndum nýmörkuð-
um. Margir fjárfestar hafa bragðist
við þessu með því að selja hlutabréf
og kaupa skuldabréf í staðinn. Við
þetta hefur verð á hlutabréfum
lækkað en verð á skuldabréfum hef-
Annars vegar tölvupóstssamskipt-
um, stundum með stuðningi af
heimasíðum á vefnum og hins vegar
á svokölluðum fjarfundabúnaði sem
einungis er til staðar á nokkram
stöðum á landinu.
Spennandi nýbreytni
Jónas Guðmundsson, rektor
Samvinnuháskólans á Bifröst, segir
verkefnið spennandi nýbreytni sem
komi til með að gera fleiram fært að
sækja nám við skólann: „Til að
byrja með verður boðið upp á
tveggja ára framhaldsnám íyrir út-
skrifaða rekstrar- og iðnrekstrar-
fræðinga sem geta þannig hlotið
BS-gráðu samhliða vinnu og óháð
búsetu. Námið fer að stærstum
hluta fram í gegnum vefsíðu á Net-
inu sem Islandia Internet er nú að
hanna. Þar geta nemendur sótt alla
fyrirlestra, verkefni og annað sem
að náminu lýtur, hvenær sem þeim
hentar."
Jónas segir fjarnámið vera
hreina viðbót við þá kennslu sem
ur hækkað við lægri ávöxtunarkröfu.
Þegar frammistaða íslenskra og er-
lendra skuldabréfa er borin saman
frá byrjun árs 1997 kemm- í ljós að
ávöxtun erlendu bréfanna er meiri.
Er þá borin saman vísitala fimm ára
verðtryggðra spariskírtcina á Islandi
og heimsvísitala JP Morgan verð-
bréfafyrirtækisins en hún miðast við
ávöxtun ríkisskuldabréfa til 5-6 ára
víðs vegar um heim. I ljós kemur að
fjárfestir sem í ársbyrjun 1997 lagði
boðið er upp á í dagskóla á Bifröst.
Ekki liggur enn fyi-ir hver kostnað-
urinn við námið verður en Jónas
segir ljóst að skólagjöldin verði
nokkru hærri en í reglulega nám-
inu m.a. vegna þeirrar þróunar-
vinnu og tæknikostnaðar sem skól-
eina milljón króna í íslensk verð-
tryggð skuldabréf, ætti nú bréf að
verðmæti 1.160 þúsund krónur. Fjár-
festir sem lagði eina milljón króna í
erlendan skuldabréfasjóð, sem fjár-
festi í skuldabréfum sem liggja að
baki heimsvísitölunni, ætti hins vegar
tæplega 1.200 þúsund krónur nú.
íslenski markaðurinn
seinn að taka við sér?
Árni Oddur Þórðarson, forstöðu-
maður markaðssviðskipta Búnaðar-
bankans, segir að það komi á óvart
að ávöxtunin skuli vera hærri er-
lendis, ekki síst vegna þess að vextir
séu töluvert hærri á Islandi en í
flestum öðrum löndum. „Sú spurning
vaknai- hvort verðbréfamarkaðurinn
hérlendis sé seinni að taka við sér en
erlendir markaðir og hvort við eig-
um lækkunina eftir ef svo má segja.
Þetta gæti því verið vísbending um
að vextir ættu eftir að lækka meira á
íslandi, þ.e.a.s. ef staðan á erlendum
mörkuðum helst óbreytt. Nú virðist
a.m.k. vera þrýstingur á áframhald-
andi vaxtalækkun hér vegna lækk-
ana erlendis hvað sem síðar verður."
í gær lækkuðu skammtímavextir í
Bretlandi og Danmörku um 25
punkta (0,25%) og búist er við frek-
ari vaxtalækkunum víða um heim að
sögn Árna Odds.
inn hefur þurft að standa straum
af. Ekki stendur til að fjölga kenn-
urum skólans vegna breytinganna,
heldur mun fjarnámið verða í
höndum núverandi kennaraliðs
sem sinnir því samhliða hefðbund-
inni kennslu.
Flugleiðir
Vikulegt
fraktflug
til Boston
FLUGLEIÐIR hefja vikulegt
fraktflug til og frá Boston 25. októ-
ber nk. Fljúga á alla sunnudaga
fram að jólum að sögn Róberts
Tómassonar markaðsstjóra hjá
flugfrakt Flugleiða, og er ætlunin
að meta í lok ársins hvort framhald
verður á fluginu. Að hans sögn er
ekki ólíklegt að fluginu verði haldið
áfram eftir áramót.
Róbert segir aðalástæðu þess að
hefja eigi reglulegt fraktflug á
þessari leið þá að flug-flutnings-
getu hafi vantað inn á Boston
svæðið fyrir fisk. „Það er búið að
fara mikið af fiski inn á markaði í
Boston og nágrenni og þetta flug
var m.a. ákveðið í samráði við okk-
ar viðskiptavini," sagði Róbert.
15-17 tonn í hverri ferð
Áætlað er að flytja um 15-17
tonn af fiski í hverri ferð út til
Boston en flytja síðan heim til baka
svipað magn af ferskum ávöxtum
og grænmeti. „Uppistaðan er fisk-
urinn sem fer út og svo grænmeti
og ávextir heim, en auðvitað geta
allir notað sér þessa þjónustu."
Róbert sagði að viðskiptavinir
Flugleiða, sem ætla að nota sér
þjónustuna, hafí hug á því m.a. að
flytja inn viðkvæma ávexti eins og
t.d. jarðarber.
Róbert sagði að Flugleiðir rækju
nú eina vél, sem notuð yrði í
Boston-flugið, sem væri eingöngu í
fraktflugi, Boeing 737-300. Flug-
vélin hefur hingað til flogið með
vörur til og frá Köln í Þýskalandi
og hefur einnig flutt hesta á fæti
frá Islandi til Non’köping í Svíþjóð
og Billund í Danmörku. Boston
bætist nú við áfangastaði vélarinn-
ar.
-----*-•-*----
Landsbankaútboðið
Greiðslu-
seðlar í póst
GREIÐSLUSEÐLAR vegna
kaupa á hlutabréfum í Landsbanka
Islands hf. hafa nú verið póstlagðir
og munu þeir berast verðandi hlut-
höfum í bankanum á næstu dögum
samkvæmt upplýsingum frá bank-
anum.
Þeim áskrifendur, sem óskuðu
eftir láni vegna kaupanna, er bent
á að snúa sér til þess afgreiðslu-
staðar þar sem áskriftarbeiðnin
var móttekin. Frestur til að greiða
áskriftarbeiðnir rennur út miðviku-
daginn 14. október klukkan 16.
Samvinnuháskól-
inn býður fjarnám
Morgunblaðið/Þorkell
FORSVARSMENN Samvinnuháskólans á Bifröst og Islandia Internets
undirrituðu samstarfssamning í gær. F.v. Runólfur Ágústsson, aðstoð-
arrektor SVHS, Jónas Guðmundsson, rektor, Svavar G. Svavarsson,
framkvæmdastjóri Islandia, og Helgi Þór Jóhannsson, sölustjóri.