Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
ALÞJOÐLEG
VIÐSKIPTAMIÐSTÖÐ
HUGMYNDIN um að setja á fót alþjóðlega viðskiptamið-
stöð sem stundar viðskipti við erlenda aðila með vörur
sem eiga uppruna sinn erlendis og falla ekki undir EES-
saminginn, er ekki ný af nálinni. Breyttar aðstæður heima
og erlendis gera hana fýsilegri kost en áður. Hún virðist
eðlilegt skref til samtíma viðskiptahátta.
Þjóðarbúskapur okkar hefur verið að laga sig að alþjóð-
legu viðskiptaumhverfi. Löggjöf um fjármagnsmarkað hefur
verið endurnýjuð. Traustur fjármagnsmarkaður er opinn í
öllum grundvallaratriðum. Gjaldeyrisviðskipti hafa verið
gefin frjáls. Fjárfestingar milli landa eru heimilar að stærst-
um hluta. I ljósi þessarar þróunar og þeirrar staðreyndar að
íslenzk sölufyrirtæki sjávarafurða hafa lengi starfað austan
hafs og vestan, sem og að íslenzk fyrirtæki hafa verið að
hasla sér völl í sjávarútvegi erlendis, verður að telja rökrétt
að stíga þetta skref.
Alþjóðlegar fjármálamiðstöðvar eru starfandi í mörgum
löndum, m.a. Sviss, Jersey, Lúxemborg og Liechtenstein.
Þær velta óhemju fjármunum. Hér er ekki stefnt að upp-
byggingu slíks fjármálasvæðis heldur miðstöðvar á sviði al-
þjóðlegra sjávarútvegsviðskipta, en á þeim vettvangi búa Is-
lendingar að dýrmætri reynslu og þekkingu.
Talsmenn alþjóðlegrar viðskiptamiðstöðvar hér á landi
telja, að með því vinnulagi megi betur tryggja að arður og
skatttekjur af viðskiptum með fisk, sem veiddur er eða
keyptur utan íslenzkrar lögsögu og einnig markaðssettur er-
lendis, skili sér heim. Löggjöf um alþjóðleg viðskiptafélög
opni og gi'eiðari leiðir til að nýta íslenzkt hugvit og þekkingu
í alþjóðlegum sjávarútvegsviðskiptum.
Hér er með öðrum orðum stefnt að því að nýta betur hug-
vit og þekkingu Islendinga í markaðssetningu sjávarvöru. Ef
vel tekst til getur þessi leið orðið gjöful búbót fyrir þjóðar-
búskapinn, að ekki sé fastar að orði kveðið. Það er tilraunar-
innar virði að láta á hana reyna.
ENDURUPPTAKA
GEIRFINN SMÁLS
YFIRLÝSING Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, á Al-
þingi sl. þriðjudag þess efnis, að það hefði valdið honum
vonbrigðum, að Hæstiréttur hefði ekki talið sig hafa lagaskil-
yrði til að taka svonefnt Geirfinnsmál upp á nýjan leik hefur að
vonum vakið mikla athygli og þá ekki síður þau orð forsætis-
ráðherra, að dómsmorð hafi verið framin í því máli. Ennfremur
að það hefði verið góð og nauðsynleg hundahreinsun fyrir ís-
lenzka dómstóla að fara í gegnum þetta mál, þótt slíkt yrði
sársaukafullt.
Með þessum yfírlýsingum hefur forsætisráðherra skipað sér
í hóp þeirra landsmanna, sem hafa talið að margvíslegir og al-
varlegir annmarkar hafi verið á rannsókn Geirfinnsmálsins og
málsmeðferð allri og að réttlætinu hafi ekki verið fullnægt með
dómsniðurstöðum. Ohætt er að fullyrða, að Davíð Oddsson hef-
ur komið fólki á óvart með því að lýsa þessari afstöðu. Jafn-
framt fer ekki á milli mála, að í orðum hans felst þung gagnrýni
á réttarkerfíð á þeim tíma, sem þessi mál voru til meðferðar.
Ljóst er, að ástæðan fyrir því að forsætisráðherra lýsir þess-
ari skoðun nú er frumvarp, sem Svavar Gestsson, þingmaður
Alþýðubandalags, hefur flutt á Alþingi um stofnun sérstaks
réttarfarsdómstóls til þess að fjalla um kröfur um endurupp-
töku mála. I umræðum um frumvarpið sagði Þorsteinn Pálsson,
dómsmálaráðherra, m.a.: „En framhjá hinu verður ekki litið að
það kunna að vera veruleg mannréttindi í húfi að geta tekið upp
mál þannig, að fyrir það sé girt að saklausir menn sitji uppi
með dóm, sem ekki eru rök fyrir.“
Eftir ummæli forsætisráðherra og þessi orð dómsmálaráð-
herra, fer tæpast á milli mála, að líkur hafa aukizt á því að Al-
þingi taki einhverja þá ákvörðun, sem leitt getur til endurupp-
töku Geirfinnsmálsins. Svavar Gestsson lýsti því yfir í umræð-
unum, að kysi ríkisstjómin að fara aðra leið en hann hefði lagt
til skipti það engu fyrir hann. Sennilegt má því telja, að sam-
staða geti tekizt með honum og ráðherrunum tveimur um að
vinna að framgangi málsins á Alþingi. Það hljóta óneitanlega að
teljast nokkur tíðindi.
BREYTINGAR A KJÖRDÆMASKIPANINNI
Megintillaga að
nýrri skipan
kjördæma
i
_.......JégJurkjö.rdpmj,
(Vesturland, Vestfirðir og Húnavatnssýslur)
-v
Þingsæti: 8+1 / Kjósendur: 18.291
2.Q3:
Reykjavík vestur
HHWHC
Þingsæti: 9+2 / Kjósendur: 39.517
3.592 að baki hvers þingmanns
Reykjavík austur
HHHHMt
Þingsæti: 9+2 / Kjósendur: 39.516
3.592 að baki hvers þingmanns
Suðvesturkjördæmi-
HHHHt'H
Þingsæti: 9+2 / Kjósendur: 40.312 / 3.665 að baki hvers þingmanns
Kjördæma-
mörk sem
i nú eru í gildi
rðausturkjördæmi
;agafjarðarsýsla, Siglufjörðuir
N'órðurland eystra og MúlasýslJr)
Þingsæti: 9+2 / Kjósendur: 30.276
2,752 að baki hvers þingmanns
Suðurkjördæmi
(Suðurnes, Árnessýsla, Rangárvallasýsla og Skaftafellssýslur)
(Reykjanes
án Suðurnesja)
Skiptar skoðanir meðal
s veitar stj órnarmanna
Sumir sveitarstjórnarmenn hafa margt að
athuga við megintillögu nefndar forsætis-
ráðherra um breytingar á kjördæmaskip-
aninni eins og fram kemur 1 samantekt
Hjálmars Jónssonar og hafa mikla fyrir-
vara við hana. Aðrir eru sáttir við breyt-
inguna og telja hana nauðsynlega.
SKIPTAR skoðanir eru meðal
sveitarstjórnarmanna varð-
andi hugmyndir um breyt-
ingar á kjördæmaskipaninni
og þeir eru margir hverjir gagnrýnir
á það að skipta upp núverandi kjör-
dæmum. Samkvæmt megintillögu
nefndarinnar á að skipta upp Norður-
landskjördæmi vestra, Austurlands-
kjördæmi, Reykjavík og Reykjanesi
og búa til þrjú stór landsbyggðakjör-
dæmi og þrjú þéttbýlislqördæmi. Þá
er því einnig haldið fram að lands-
byggðarkjördæmin verði landfræði-
lega alltof stór og það muni gera
þingmönnum erfitt fyrir að halda
tengslum við kjósendur.
Elín R. Líndal, oddviti í sameinuðu
sveitarfélagi í Vestur-Húnavatns-
sýslu, sagði í samtali við Morgunblað-
ið að hún hefði flutt tillögu á þingi
Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra í sumar þess efnis að kjör-
dæminu yrði ekki skipt heldur sam-
einað öðrum kjördæmum í heilu lagi.
Tillagan hefði verið samþykkt og
henni komið til nefndarinnar sem
undirbúið hefði breytingar á kjör-
dæmaskipaninni og tilhögun kosn-
inga til Álþingis. Það væri mjög mik-
ilvægt að kjördæmið yrði ekki klofið
niður við þessar breytingar.
Mikil áhrif á samstarf innan
kjördæmisins
Elín sagði að hún sæi ekki annað
fyrir sér en breytingar sem þessar
hefðu mikil áhrif á það
samstarf og samstöðu
sem hefði skapast innan
kjördæma, eins og í
Norðurlandi vestra á
vettvangi Sambands
sveitarfélaga, svo og á önnur verkefni
sem unnin væru á kjördæmavísu. Þó
góð orð væru höfð um það að hægt
yrði að vinna vel saman áfram þrátt
fyrir þessar breytingar, færi það á
annan veg þegar á reyndi, því eðli-
lega leituðu kjördæmin inn á við hvað
varðaði slík verkefni.
Hún sagði að góð samstaða hefði
verið á þingi sambandsins í sumar
um þá tillögu að kjördæminu yrði
ekki skipt. Hins vegar hefði ekki ver-
ið tekin afstaða til þess hvort kjör-
dæmið ætti að sameinast í vestur eða
norður, en því væri ekki að leyna að
tónninn hefði fremur verið sá að sam-
einast í norður. Einhvem veginn væri
það hennar tilfinning að kjördæmið
ætti meira sameiginlegt með Norður-
landskjördæmi eystra en Vestfjörð-
um til dæmis.
Elín bætti því við að þau upplifðu
það þannig að kjördæmið yrði að
tveimur jaðarsvæðum hvort í sínu
kjördæminu ef þessi tillaga næði
fram að ganga og það væri hið versta
mál.
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, sagði að að mörgu
leyti teldi hann að sú breyting sem
boðuð væri með tillögu kjördæma-
nefndarinnar væri nauðsynleg. Það
væri annaðhvort að gera þetta með
þessum hætti eða að lenda í því að
þingmönnum hefði fækkað í ákveðn-
um kjördæmum. Svo megi deila um
það hvort landið hefði ekki bara átt
að vera eitt kjördæmi, en það sé
kannski stærra mál en svo að hægt sé
að kasta því fram án nokkurs for-
mála.
Guðjón sagði að ekki væri
hægt annað en bregðast við
þeirri íbúaþróun sem orðið
hefði í landinu með breyting-
um á kjördæmafyrirkomu-
laginu. Þetta væri svona millileikur í
stöðunni.
Líst illa á
Smári Geirsson, forseti bæjar-
stjórnar sameinaðs sveitarfélags
Eskifjarðar, Neskaupstaðar og Reyð-
arfjarðar, sagði að sér litist illa á tii-
lögu kjördæmanefndarinnar. „í
fyrsta lagi veltir maður fyrir sér til-
ganginum með þessu sem er jöfnun
atkvæða. Þetta er náttúrlega rökstutt
með kröfu um lýðræði og jöfn áhrif
einstaklinga, en staðreyndin er hins
vegar sú að ég alla vega tengi nú lýð-
ræði og réttlæti mjög sterkt saman.
Það að vera að jafna atkvæðavægið
þetta mikið á sama tíma og öll stjórn-
sýsla og öll helsta opinbera þjónustan
af ríkisins hálfu er á einum stað á
landinu, það finnst mér að mörgu
leyti vera afar hæpið. Þarna eru
menn ósköp einfaldlega að draga úr
mögulegum áhrifum landsbyggðar-
innar með því að jafna þetta vægi,“
sagði Smári.
Hann sagði að auðvitað væri best
og æskilegast að allir hefðu sama at-
kvæðisréttinn. Hins vegar yrðu ýmsir
aðrir hlutir að fylgja með samtímis,
eins og miklar breytingar á þjónustu
ríkisins og stjórnsýslunni í landinu,
svo honum fyndist þau rök gild að
það eigi að jafna atkvæðisréttinn
þetta mikið.
„Ef það fylgdu með kerfisbreyt-
ingar væri ég alveg tilbúinn til þess
að fallast á að þetta ætti mikinn rétt
á sér, en á meðan stjórnkerfið er
eins og það er og ríkisstarfsemin er
eins og hún er, nánast öll á sama
bletti landsins, þá finnst mér það
vera rök fyrir því að það að sé veru-
legur munur á vægi atkvæða, enda
held ég að það megi færa rök fyrir
því að höfuðborgarsvæðið hafi ekki
goldið þess að þessi atkvæðavægis-
munur hafi verið til staðar," sagði
Smári ennfremur.
Hann bætti því við að þau gríðar-
lega stóru kjördæmi sem tillagan
gerði ráð fyrir myndu veikja allt sam-
band milli kjósenda og þingmanna, en
þetta samband væri geysilega mikil-
vægt fyrir kjördæmin sem væru
fjærst frá höfuðborginni.
I öðru lagi væri verið að kljúfa
kjördæmi eins og Austurlandskjör-
dæmi. „Það er í reyndinni verið að
stefna í óvissu allri þeirri félagslegu
uppbyggingu sem hefur átt sér stað
hér á kjördæmisgrunni, sem er mjög
mikili ókostur," sagði Smári.
Hann sagði að hann fengi ekki bet-
ur séð að ef megintillaga nefndarinn-
ar næði fram að ganga þá yrðu báðir
hlutar Austurlandskjördæmis afar
veikir í hinum nýju stóru kjördæm-
um. Austur-Skaftafellssýslan yrði af-
skekkt svæði í þessu nýja víðlenda
Suðuriandskjördæmi, þar sem lang-
flestir íbúarnir væru í vesturhluta
kjördæmisins. „Við hér í norðurhluta
Austurlandskjördæmis komum til
með að heyra undir þetta norðaust-
urkjördæmi nýja þar sem Eyjafjarð-
arsvæðið og Ákureyi'i verða nafli al-
heimsins. Eg tel að við Austfirðingar
förum mjög illa út úr þessu. Það er
ákveðin tilhneiging hjá stjórnsýsl-
unni að hugsa landið á gi-undvelli
kjördæma þegar til dæmis er verið
að koma upp stjórnsýslustofnunum
og öðru slíku og ég held að þessi nýja
kjördæmaskipan eigi eftir að verða
okkur Austfirðingum afar óhagstæð.
Eg tel að þetta séu mjög vondar hug-
myndir sem þarna ena á ferðinni og
þetta eru hugmyndir sem ég tel að
komi til með að veikja landsbyggðina
og setja ýmis mál sem þar hefur ver-
ið unnið að í uppnám," sagði Smári.
Hann bætti því við að sér kæmi á
óvart sá hljómgrunnur sem þessar
hugmyndir virtust hafa fengið í þess-
ari svokölluðu kjördæmanefnd.
Sameinist sameiginlega
Snorri Björn Sigurðsson, sveitar-
stjóri í Skagafirði, sagðist út af fyrir
sig skilja að það yrði að jafna at-
kvæðavægið, en hugmynd-
ir um skiptingu Norður-
landskjördæmis vestra
vektu ekki sérstaka hrifn-
ingu hans. Hann vildi að
kjördæmið sameinaðist
sameiginlega öðrum kjördæmum
hvert svo sem það færi. Þó samkomu-
lagið hefði ekki alltaf verið gott í
kjördæminu væri staðreyndin engu
að síður sú að það væri orðið viss fé-
lagsleg heild að ýmsu leyti og það
yrði erfitt að slíta kjördæmið í sund-
ur.
Hann bætti því við að þó jafnvægi
næðist með þessum breytingum nú,
mætti spyrja sig að því hvað sú lausn
dygði í langan tíma. „Mér finnst það
satt að segja alveg skelfilega óaðlað-
andi lausn sem maður þykist geta séð
að sé í rauninni ekki lausn nema í
einhver ár. Þá þurfi aftur að fara að
skera í sundur og splitta saman á ein-
hvern annan háttsagði Snorri.
Hann bætti því við að ef kjördæmið
ætti að ná frá Vatnsskarði suður fyrir
Djúpavog mætti spyi'ja sig að því
hverju það breytti ef öll landsbyggðin
yrði gerð að einu kjördæmi.
Snorri sagði að sveitarstjórnarmenn
í Norðui'landskjördæmi vestra hlytu
að taka þessi mál til skoðunar, ræða
þau sameiginlega og kanna hvort ekki
sé möguleiki á að íylgjast að.
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri í
Reykjanesbæ, sagði að löngu hefði
verið orðin þörf á að endurnýja og
laga kjördæmaskipanina. Það að
nefndin skyldi ná samstöðu væri mik-
il trygging fyrir því að þessar tillögur
næðu fram að ganga. Það legðist auð-
vitað mismunadi í menn þegar sveit-
arfélög eða landshlutar væru færðir
milli kjördæma. Hann persónulega
væri alveg sáttur við að vera í þessu
stóra Suðurkjördæmi og sæi því ekk-
ert til fyrirstöðu. Allar breytingar
væru þess eðlis að menn aðlöguðust
þeim fljótt.
„Þetta er náttúrlega langt kjör-
dæmi utan af Garðskaga og alla leið
til Djúpavogs, þannig að þingmenn-
irnir mega hafa sig alla við að sækja
fundi hingað og þangað í kjördæm-
inu, en í heildina lít ég mjög jákvæð-
um augum til þessara breytinga og
tel bara að þær séu af hinu góða,“
sagði Ellert.
Hann sagði að það væri mjög gott
að menn væru að vinna í því að lag-
færa kjördæmaskipan á Islandi.
Miklar efasemdir
Sigurður Rúnar Friðjónsson, odd-
viti Dalabyggðar, sagðist hafa mjög
miklar efasemdir um þær hugmyndir
að kjördæmabreytingu sem komið
hafa fram, sérstaklega hvað varðar að
stækka kjördæmin jafnmikið og raun
bæri vitni. Að hans mati muni það í
enn frekara mæli skera á tengsl þing-
manna og kjósenda.
Gísli sagði einnig að í sambandi við
umræðu um vægi atkvæða yrðu
menn að horfa til þess og vega og
meta með hvaða hætti stjórnsýslan
kæmi inn í þetta en hún væri öll í
Reykjavík. Þeir sem réðu miklu bak-
við tjöldin væru nánast allir búsettir í
Reykjavík og þar sæti öll stjómsýsl-
an. Það sé því langur vegur frá því að
hægt sé að líta á þetta einvörðungu
þannig; einn maður, eitt atkvæði. Það
sé mikil einföldun.
Gísli sagðist því gera mikla fyrir-
vara við þessar tillögur og hann sæi
ekki hvaða tíma þingmenn ættu að
hafa til að sinna kjósendum í stækk-
uðu kjördæmi. Rætt væri um að þeir
fengju aðstoðarmenn, en hann sæi
ekki ef það væri tilfellið að með sama
hætti væri hægt að vega stjórnsýsl-
una í Reykjavík inn í dæmið. „Ef það
er hægt að rökstyðja það að þing-
menn eigi að fara að sinna helmingi
stærri kjördæmum með því að ráða
til sín aðstoðarmenn, því má þá ekki
sleppa því að ráða þessa aðstoðar-
menn og meta ráðuneytisstjórana og
hina ýmsu deildarstjóra opinberra
stofnana inn í til mótvægis gegn
þessu atkvæðavægi," sagði Gísli enn-
fremur.
Jón B. G. Jónsson, forseti bæjar-
stjórnar Vesturbyggðar, sagði að
stærsta gagnrýnisatriðið varðandi
þessar tillögur væri að kjördæmin
yrðu alltof stór. Persónulegt sam-
band þingmanna við kjósendur hyrfi
nánast með slíkum risakjördæmum. I
tilfelli Vestfjarða væri rætt um að
kjördæmið sameinaðist Vesturlandi
auk Húnavatnssýslna. Þeir sæju
hreinlega ekki hvernig menn ættu að
komast yfir það að sinna
kjördæmunum almennilega
og hætt væri við að minni
staðir eins og á Vestfjörð-
um hyrfu í skuggann.
Jón sagði að frekar væri
hægt að hugsa sér minni sameiningar
til að mæta því vandamáli sem við
væri að glíma. Vel væri hægt að
hugsa sér að Dalasýslan og það svæði
kæmi inn í Vestfjarðakjördæmi og
kannski hluti af Húnavatnssýslunni,
en eins og tillögumar litu út nú væru
kjördæmin alltof stór.
Jón sagði að ýmis sérstök mál
brynnu á íbúum í einstökum byggðar-
lögum eins og Vestur-Barðastranda-
sýslu og hann væri hræddur um að
íbúar á slíkum svæðum yrðu dálítið út
undan í svona risakjördæmum. „Það
er náttúrlega dálítið hætt við því.
Menn líta bara á það; hvar eru at-
kvæðin. Það er nú bara svo einfalt,“
sagði Jón.
Jaðarsvæði
hvort í sfnu
kjördæminu
Dregið úr
áhrifum lands-
byggðarinnar
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 35 f
Dæmi um að óbirt-
ar tilskipanir
væru lögfestar
EFND sú, sem forsætis-
rá,ðherra skipaði til að
fjalla um lögfestingu
EES-reglna, nefnir í
skýrslu sinni nokkur dæmi um máls-
meðferð, þar sem lögleiðing regln-
anna hefur ekki verið í samræmi við
íslenzkar réttarreglur. Hér eru
nefnd fjögur dæmi af sex, sem
nefndin rekur, en í þeim kemur m.a.
fram að tilskipanir, sem enn höfðu
ekki birzt á íslenzku, voru lögleiddar
hér á landi árið 1994.
Fyrsta dæmið, sem nefndin til-
gi'einir, er gildistaka ákvæða til-
skipunar ráðherraráðs Evrópu-
bandalagsins um lágmarkskröfur
um öryggi og hollustu til að bæta
læknismeðferð um borð í skipum
annars vegar og hins vegar tilskip-
un ráðsins um lágmarkskröfur er
varða öryggi, hollustuhætti og
heilsu við vinnu um borð í fiskiskip-
um. Nefndarmenn segja þessar til-
skipanir hafa verið látnar taka gildi
í heild sinni með auglýsingu í maí
1996. I auglýsingunni sé vísað til
reglugerðarheimildar í lögum um
eftirlit með skipum.
Skýra lagaheimild skorti
Nefndin segir að í tilskipunum
ESB, sem lögleiddar vona með aug-
lýsingunni, sé að finna reglur sem
leggi skipafélögum og útgerðum
fiskiskipa á herðar ýmsar skyldur og
feli þess vegna í sér takmarkanir á
frelsi, sem útheimti ótvíræða laga-
stoð að íslenzkum rétti. Sem dæmi
eru nefnd ákvæði þar sem lagðar eru
ýmsar skyldur á herðar útgerðum
um lyf og lækningatæki um borð.
I þessu tilviki verði hins vegar
ekki talið að ákvæði laganna um eft-
irlit með skipum, sem heimila ráð-
herra að setja reglugerðir vegna
skuldbindinga samkvæmt EES, feli
óyggjandi í sér efnislega heimild til
setningar almennra stjórnvaldsfyr-
irmæla með svo íþyngjandi reglum.
„Hefði verið rétt að veita skýra
heimild í settum lögum til að leggja
þessar skyldur á útgerðarmenn.
Telur nefndin að tilskipanir þær
sem veitt var gildi með auglýsingu
nr. 330/1996 skorti að minnsta kosti
að hluta til efnislega lagastoð í ís-
lenzkum rétti og séu því ekki gildar
réttarheimildir hér á landi,“ segja
nefndarmenn. „Þessu til viðbótar
verður hér fyrir sá annmarki, að
hvorki er gerð grein fyrir því í aug-
lýsingunni, hvei'nig laga beri til-
skipanirnar að íslenzkum aðstæð-
um, né hefur hún að geyma efnisá-
kvæði um hvernig þeim skuli
hrundið í framkvæmd á íslandi. í
þeim báðum er þó að finna ákvæði
um að aðildarríkin skuli samþykkja
nauðsynleg ákvæði í þessu skyni
innan tiltekinna tímamarka. Hér er
um að ræða efnisannmarka á gildis-
töku þessara tilskipana."
Lagastoð vantar fyrir takmörk-
unum á at.vinnufrelsi
í öðru dæminu, sem nefndin til-
tekur, er fjallað um gildistöku EES-
reglugerða um inn- og útflutning
hættulegi-a efna. Þessar reglugerðir
ESB voru festar í lög með auglýs-
ingu í janúar 1996. Nefndin segir
ljóst að í sumum þessum reglum
felist takmarkanir á atvinnufrelsi,
því að þær leggi til dæmis sérstakar
skyldur á útflytjendur. I auglýsing-
unni er jafnframt gert ráð fyrir að
brot á reglunum skuli varða refs-
ingu. Nefnd forsætisráðherra segir
að auglýsingin sé sett með tilvísun til
ákveðinna laga og því megi ætla að
þar sé að finna efnislegar heimildir
til að lögfesta þær takmarkanir, sem
felist í reglugerðunum. Reglugerðar-
Dæmi um gallaða lög-
festingu EES-reglna eru
rakin í skýrslu nefndar
forsætisráðherra. Þar
kemur m.a. fram að til-
skipanir ESB voru lög-
festar hér á landi
án þess að þær
hefðu verið birtar
á íslenzku.
Morgunblaðið/ÓÞS
DÆMI eru um að EFTA í Brussel
liafi ekki lokið birtingu tilskip-
ana þegar þær voru lögleiddar
á Islandi.
ákvæði, sem ætlað sé að kveða á um
refsiverða háttsemi, þarfnist fremur
en nokkur önnur efnislegrar laga-
stoðar.
Við leit í lögunum, sem um ræðir,
finnur nefndin hins vegar ekki
þessa ótvíræðu heimild. Niðurstaða
hennar er þessi: „Telja verður að
framangreind aðferð við að lögleiða
reglugerðina hér á landi hafi ekki
verið fullnægjandi. Sem fyrr greinir
fær það ekki staðizt að leggja á ein-
staklinga eða fyrirtæki skyldur sem
takmarka atvinnufrelsi, hvað þá að
kveða á um refsingar á hendur
þeim, með almennum stjórnvalds-
fyrinnælum nema nema ótvíræða
efnislega stoð sé að finna í lögum
fyrir þeirri tilhögun. Þá ótvíræðu
stoð er hins vegar ekki að finna í
fyrrgreindum lögum svo sem rakið
hefur verið.“
Hvergi sagt hvar reglurnar
séu birtar
Þriðja dæmið varðar lögfestingu
tveggja tilskipana ESB um tak-
mörkun á hávaða frá loftfórum.
Akveðið var að tilskipanir þessar
skyldu öðlast gildi hér á landi með
auglýsingu árið 1994. Tilskipanirnar
voru ekki birtar með auglýsingunni
og ekki var í henni að finna ákvæði
um hvai’ þær væri að finna.
Nefndin telur að þessi aðferð við
lagasetningu hafi ekki samræmzt ís-
lenzkum réttaiTeglum. í fyrsta lagi
segi í auglýsingunni að hún sé sett
samkvæmt heimild í loftferðalögum.
Sú heimild sé hins vegar aðeins
formleg heimild til reglugerðarsetn-
ingar. „Hún segir ekkert til um
hvort hin efnislega heimild hafi verið
til staðar en slíkrar heimildar í lög-
um er jafnan þörf ef stjórnvaldsregl-
ur hafa inni að halda takmarkanir á
athafnafrelsi..." segir í nefndarálit-
inu.
Nefndin telur að í tilskipununum
séu íþyngjandi reglur, sem leggi
kvaðir á eigendur loftfara og banni
m.a. notkun flugvéla séu þær of há-
værar. I loftferðalögunum sé hins
vegar eingöngu heimilað að banna
notkun loftfars af öryggisástæðum.
Ekki verði því séð að loftferðalögin
hafi haft að geyma efnislega lagastoð
fyrir þessum reglum. Hún telur þó
að með nýjum loftferðalögum frá
þessu ári hafi verið bætt úr þessum
annmörkum.
I öðru lagi segir nefndin að hvorki
sé grein gerð fyrir því í auglýsing-
unni hvernig aðlaga beri tilskipan-
irnar íslenzkum aðstæðum né hvern-
ig hrinda beri þeim í framkvæmd. Þó
sé í tilskipununum kveðið á um að
aðildarríki skuli samþykkja nauð-
synleg ákvæði í þessu skyni.
Loks segir nefndin að í auglýs-
ingunni séu engar upplýsingar um
það hvort tilskipanirnar hafi verið
birtar hér á landi og þá hvar. Við
nánari eftirgrennslan nefndarinnar
hafi komið í ljós að þessar tilskipan-
ir hafi birzt í sérriti, undir fyrir-
sögninni „Tæknilegar reglugerðir,
staðlar, prófanir og vottun (17. hefti ’
af 26) XVII. Umhverfisvernd".
Þessi sérrit hafi ekki verið komin út
þegar auglýsingin var birt og því
ekki verið unnt að vísa til þeirra í
auglýsingunni. „Verður ekki séð
hvernig almenningi í landinu er ætl-
að að finna gerðir, þar sem tilvísun
vantar í auglýsingu og flokkun
þeirra er í þokkabót með svo tor-
kennilegum hætti sem hér greinir,
svo ekki sé nú talað um það tímabil
sem leið frá því auglýsingin birtist
og þar til gerðin var birt í sérrit-
inu,“ segir nefndin.
Reglur um nánari frainkvæmd
ekki settar
I fjórða dæminu er fjallað um gild-
istöku tilskipunar Evrópusambands-
ins um lágmarkskröfur fyrir tiltekin
olíuflutningaskip, sem lögfest var
með auglýsingu árið 1993. í tilskip-
uninni er gert ráð fyrir að tankskip
fullnægi ýmsum skilyrðum, m.a. um
upplýsinga- og tilkynningaskyldu.
Þá séu lagðar eftirlits- og tilkynn-
ingaskyldur á hafnsögumenn og í til-
skipuninni séu jafnframt ákvæði sem
geri beinlínis ráð fyrir að aðildarríki
EES setji lög og stjómsýslufyrir-
mæli, sem nauðsynleg séu til að
framfylgja tilskipuninni.
Nefndin segir að sú aðferð að lög-
leiða tilskipunina með áðurnefndri
auglýsingu fái ekki staðizt. Engin -
efnisleg heimild sé í lögum til að
leggja skyldur á flutningafyrirtæki
og aðra vegna umræddra skipa. Þá
hafi þær reglur, sem fjallað er um í
tilskipuninni að eigi að setja, ekki
verið settar. „Afleiðingin af því verð-
ur meðal annars sú að ekki liggur
ljóst fyrir hvert sé það „lögbæra yf-
irvald" sem senda á tilkynningar til
samkvæmt tilskipuninni,“ segja
nefndarmenn. Þeir nefna að ekki
hafi heldur verið tekin afstaða til
þess hvort rétt sé eða skylt að víkja
frá fyrirmælum tilskipunarinnar .
samkvæmt ákvæðum í henni sjálfri
og loks vanti reglur um viðurlög og
málsmeðferð í tilefni af brotum gegn
fyrirmælum tilskipunarinnar.
Nefndin gerir athugasemdir við
birtingarhátt allra EES-gerðanna,
sem um ræðir, og tekur þannig und-
ir álit umboðsmanns Alþingis frá því
í byrjun ársins. '