Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HERBERT GÍSLASON + Herbert Gísla- son, fæddist í Neskaupstað 28. desember 1927. Hann varð bráð- kvaddur mánudag- inn 21. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gísli Gissurarson, f. 1.7. 1897, d. 15.8. 1972 og Stefanía Ei- ríksdóttir, f. 27.12. 1892, d. 16.6. 1974. Herbert var ókvæntur, hann vann almenna verkamannavinnu í Hafnarfirði, lengst af hjá Hafnarfjarðarbæ. Herbert byggði húsið Grænak- inn 19 í Hafnarfirði og bjó þar til dauðadags. Utför Herberts fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Á göngu minni um Áslandið dag- inn fyrir andlát Herberts bar fund- um okkar síðast saman. Hann var þá staddur í kartöflugarði sínum, ánægður með uppskeruna og hress ~'P. bragði. Þó þótti honum miður að fá ekki framar notið garðsins, þar sem taka ætti landið á næstunni undir íbúðabyggð. Þama hafði Herbert um 40 ára skeið stundað kartöflurækt af alúð og áhuga og þar sagðist hann hafa átt sínar bestu stundir, þótt víða um heim hafi leiðir hans legið. Það er því táknrænt, að hann kvaddi jarð- neska lífið í þessum garði, sem hon- um var svo kær, en þar varð hann bráðkvaddur. 0.. Með Herberti er genginn um margt sérstæður mannkostamaður. Hann var einkar hógvær og heiðar- legur, reglusamur og góðlyndur. Við hann var gott að ræða og mann- bætandi önnur sam- skipti. Hann ávann sér hlýhug þeirra, sem honum kynntust og var traustur vinur. Nær alla starfsævi eða um 50 ára skeið var Herbert verkamað- ur hjá Hafnarfjarðar- bæ, lengi við vatnsbíl- inn, en síðustu starfs- árin í áhaldahúsi bæj- arins. Hafði hann ætíð traust yfirboðara og velvilja starfsfélaga, enda óáreitinn og vandaður í öllu dagfari með trúmennsku í fyrirrúmi. Á síðari árum ævinnar naut hann þess ríkulega að kynnast framandi þjóðum og fór þá oft í ferðir til út- landa. Það var 1974 eftir fráfall móður hans, sem Herbert hóf þess- ar ferðir, íyrst til Grænlands og Færeyja. Síðan lá leiðin til margra landa í Evrópu, m.a. til Grikklands, Italíu og í skíðaferðir til Austurríkis eftir að hafa á sextugs aldri verið á skíðanámskeiðum í Kerlingarfjöll- um. Einnig fór hann til Afríku, Bandaríkjanna og víðar. En ferð til Kína varð honum þó eftirminnileg- ust, en þangað fór hann 1979 eftir flug til Moskvu og sjö sólarhringa í járnbrautarlest um Síberíu og Mongólíu. Frá Kínaferðinni sagði Herbert í mjög fróðlegu viðtali í Borgaranum í ársbyrjun 1980. Þar kemur glöggt fram, hversu opinn hugur hans var fyrir öllu, sem ferðin bauð. Tók hann m.a. fram í viðtalinu, „hve fólkið í Kína var ánægt og gladdist yfir litlu“. Vék hann í því sambandi að orðum Einars Benediktssonar, þegar skáldið sagði: „Gleðin er heilust og dýpst við það smáa“. Og það hygg ég, að Herbert hafi og fundið í eigin lífi. Allt tildur og óhóf var honum fjarri, en ráðdeild í heiðri höfð. Ein- falt líf, löngun til að auka á víðsýni sína og láta gott af sér leiða var honum uppspretta gleðinnar. Eftir ferðina til Kína hélt Her- bert áfram utanlandsferðum. Há- punktur þeirra ferða var heimsókn hans til frændfólksins í Ástralíu. Var fróðlegt að heyra hann segja frá þeirri ferð. Þegar litið er til þess, að Herbert hafði ekki vald á neinu erlendu tungumáli, var lofs- vert það áræði hans að hafa ferðast svo oft og vítt um heim. Þótt ferðalöngun Hebba, eins og hann var oft kallaður, hafi verið mikil, var honum þó eigið land kærast eins og fram kemur í eftir- farandi orðum hans í framan- gi-eindu viðtali: „Ég held, að við eigum eitthvert jafnfegursta og besta land í heimi og ég held, að fólki líði í raun og veru hvergi bet- ur en hér, þegar öllu er á botninn hvolft." Herbert var hinn besti ferðafé- lagi. Það fékk ég að reyna um langt skeið í árlegum sumarferðum Fé- lags óháðra borgara, sem hann tók oftast þátt í. Síðustu árin fór hann oft ferðir um landið með vinum sín- um Guðjóni Gíslasyni og Kristni Sigurðssyni í bifreið Kristins. Veit ég, að þeir félagar nutu vel þeirra samvista. Einig ferðaðist Hebbi mikið fyrr á árum með góðvini sín- um, Magnúsi Björnssyni, sem lést sl. vor. Herbert var hrifnæmur, kunni að gleðjast á heilbrigðan hátt og rækt- aði sjálfan sig. Þannig stundaði hann reglulega sund, fór í göngu- og skíðaferðir og hafði jákvætt lífsgildi að leiðarljósi. - Hæst í minningunni um Herbert er þó látleysi hans og sönn einlægni. Hann varðveitti barnið í sálu sinni í bestu merkingu, var trúrækinn og hafði kristilegar dyggðir í hávegum. Góður vinur og fermingarbróðir er kvaddur með þakklæti fyrir vin- áttuna og lærdómsrík kynni. Guð blessi minningu hans. Árni Gunnlaugsson. RAGNHEIÐUR BJARNADÓTTIR FÆRGEMAN + Ragnheiður Bjarnadóttir Færgeman fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 2. nóv- ember 1912. Hún lést á Fjóni í Dan- mörku 1. október 1998. Foreldrar hennar voru Bjarni Pétursson fæddur 1873, dáinn 1923, og Margrét Egils- dóttir, fædd 1875, dáin 1932. Systkini hennar voru Pétur, Ásgeir, Magnús, Olína, Kristín og Einar. Ragn- heiður giftist Robert Fær- geman í Reykjavík 2. júlí 1938. Börn þeirra eru: 1) Margrét, f. 31.12. 1938. 2) Per, f. 24.9.1941, kvæntur Lis Hansen. Þeirra sonur er Anders f. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringínn. www.utfararstofa.ehf.is/ 30.11. 1970, 3) Nanna, f. 7.6. 1948. Hennar börn eru: Susan, f. 18.3. 1970, Mai-tin, f. 22.5. 1973, Carol, f. 3.11. 1974 og Stine, f. 8.3. 1985. 4) Soya, f. 15.7. 1950, gift Flemming Anton Nielsen. Þeirra börn eru: Ann Mar- lene, f. 22.9. 1968, Camilla, f. 12.4. 1971 og Maria, f. 27.3. 1983. Ragnheiður var yngst systkina sinna og ólst upp á Þingeyri og í Reykjavík. Hún lærði hárgreiðslu og starf- aði á hárgreiðslustofunni Car- men við Laugaveg. Eftir að hún giftist Robert Færgeman og eignaðist börn var hún hús- móðir. Heimili þeirra var í Danmörku 1939- 1946, á ís- landi 1946-1950 og frá 1950 í Danmörku. Utför Ragnheiðar fer fram í Ringe á Fjóni í dag. M inningars j óður m Skióls sími 568 8500 Kleppsvegi 64 Ragnheiður Færgeman eða Ragna frænka eins og við kölluðum hana alltaf var ömmusystir okkar. Strax sem böm heyrðum við mikið talað um Rögnu frænku í Dan- mörku. Eftir að við urðum fullorðn- ar tókst með okkur góður vinskapur þó að aldursmunurinn væri hátt í 50 ár. Ragna var einstaklega glöð manneskja með stórt hjarta. Hún átti létt með að umgangast fólk og alltaf voru allir velkomnir til hennar í Tværgade. Þar var oft margt um manninn og glatt á hjalla. Þrátt iyr- ir að hún byggi í Danmörku var alltaf talað um hana eins og hún væri í næsta húsi. Hún heimsótti Is- land nokkrum sinnum og við heim- sóttum hana líka og var lengi lifað á hverri heimsókn. I hugann koma upp margar heimsóknir og mörg at- vik er gerðust í heimsóknum þess- um. Það helsta sem einkennir þær er hlátur, gleði og ómissandi þáttur sem var langt borðhald að dönskum sið. Þá var oft spjallað saman langt fram á nótt og var Ragna oftast hrókur alls fagnaðar. Eftir að Ragna varð ekkja fækk- aði ferðum hennar til íslands. Fyrir rúmu ári kom hún til íslands ásamt Soyu dóttur sinni og var það henn- ar síðasta ferð heim. Börnum henn- ar, barnabörnum og langömmu- börnum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Ingunn og Anna Margrét Wernersdætur. 13Iámcibú5i m ^arðskom v/ Possvo0skipkji4g«pipð Sfmi: 554 0500 www.mbl.is LOVÍSA INGIMUNDARDÓTTIR + Lovísa Ingi- mundardóttir fæddist á Karls- stöðum við Beru- fjörð hinn 5. maí 1910. Hún lést á Hrafnistu 20. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna María Lúðvíksdóttir frá Berufirði og Ingi- mundur Sveinsson trésmiður frá Skeiðflöt í Mýrdal. Þau bjuggu allan sinn búskap á Hammersminni á Djúpavogi, eða þar til hann féll frá 1923. Eiginmaður Nýlátin er á Hrafnistu í Reykja- vík Lovísa Ingimundardóttir frá Hjarðarholti á Stöðvarfirði. Mig langar að minnast hennar að leiðar- lokum. Hún er síðust fjögurra systkina er fluttu sunnan frá Berufirði, bræðurnir allir látnir en þeir settust að á Stöðvarfirði og bjuggu þar til æviloka. Að vísu kom Lovísa fyrr en þeir eða strax eftir lát fóður síns, en hún var þá þrett- án ára, fór í fóstur eða sem kaupa- kona að Heyklifi til Önnu Carls- dóttur frænku sinnar er þar bjó ásamt manni sínum, Jóhanni Páls- syni. Þar var mjög fjölmennt, mikil umsvif, bæði búskapur og útgerð, svo það þurfti mikinn vinnukraft því ekki var tækninni fyrir að fara í þá daga. Það hefur verið gott fyrir heimilið að fá lipra og myndarlega stúlku, hún sagðist hafa lært þar margt, því Anna var vel menntuð og afbragðs húsmóðir. Móðir henn- ar, Anna Lúðvíksdóttir var þar líka, síðar með yngsta son sinn, er hún hafði alltaf með sér eftir að hún varð ekkja. Hin bömin höfðu farið í fóstur á ýmsa staði. Bræðumir Sveinn og Sverrir höfðu verið á Berunesi á Berafjarðarströnd, þeir flytja einnig á Stöðvarfjörð, svo þá era fjögur systkinin öll fullorðið fólk, komin þangað. Dagný, systir Lovísu, fór til Vestmannaeyja og er þar enn, nú ein á lífi þeirra systk- ina, en Rannveig, systir hennar, til Reykjavíkur til frændfólks síns, hún er látin íyrir nokki-u. Þegar hér er komið sögu hefur orðið breyting á högum Lovísu. Eftir að hún komst til fullorðinsára fer hún til náms í Reykjavík og lærir kjóla- og annan fatasaum, sem kom bæði henni og öðram að góðu haldi, því auk þess að sauma allt fyrir sitt heimili, var hún boðin og búin að rétta fólki hjálparhönd ef á þurfti að halda, með stórt og smátt. Eftir að hún kemur heim frá námi, gengur hún í hjónaband með Albert Biynjólfssyni, er var að mestu alinn upp hjá Álfheiði og Páli á Heyklifi, föður Jóhanns, þau leigðu sér íbúð á Hóli. Til þeirra kom Anna móðir hennar og Nenni. Þau og bræðumii- allir byggja sér stærðar hús er þeir nefndu Bræðraborg. Nú var fjölskyldan aftur sameinuð og undi vel hag sín- um. Síðan smíðuðu þeir sér bát er þeir nefndu Venus og gerðu hann út og var mikið látið af hve vel þeim gekk, enda spöruðu þeir hvorki krafta né vinnu. Systkinun- um öllum var hagleikurinn, hjálp- semin og greiðviknin í blóð borin. Ég held að varla hafi það heimili eða fyrirtæki verið til á Stöðvar- firði, sem þeir mágar hafi ekki ver- ið kallaðir til ef eitthvað bilaði eða þurfti að smíða, hvort sem var tré eða járn, gert fljótt og vel og oftast lítið spurt um tíma sem fór í slíkt. Þeir voru mikill stuðningur við eig- inmann minn sem oft leitaði til þeirra fyrir kaupfélagið. Eftir að bræðurnir kvænast, byggja þeir sér hús annars staðar í þorpinu, sem enn standa og er búið í þeim öllum. Jón settist að í Sunnu- hlíð með eiginkonu sinni Petra Sveinsdóttur ásamt móður sinni og Lovísu var Albert Brynjólfsson frá Heyklifi í Stöðvar- firði. Hann andað- ist fyrir nokki-um árum. Lovísa og Albert eignuðust tvö börn: 1) Anna, er gift Benedikt Þorsteinssyni, sjó- manni og eiga þau þrjár dætur. 2) Birgir, er kvæntur Ingibjörgu Eyþórs- dóttur, fóstru og eiga þau þrjú börn. Utför hennar fór fram frá Fossvogskirkju 25. septem- ber. var hún þar til æviloka. Þar er hið mikla steinasafn, sem frægt er orð- ið víða um heim. Sveinn nefndi sinn bæ Kirkjuhvol. Þar býr seinni kona hans Guðlaug Sigbergsdóttir. Hann var áður giftur Þóreyju Jónsdóttur, ljósmóður frá Steinaborg, á Bera- fjarðarströnd. Húsið er smekklegt og öllu haganlega íýrir komið og ber vandvirkni hans fagurt vitni. Albert og Lovísa byggðu Hjarð- arholt utarlega í þorpinu, fallegt hús og þægilegt. Þar var allt þakið fegurstu blómum bæði úti og inni. Það var ekki til sú jurt, hversu smá og veikbyggð hún var, að hún þrif- ist ekld í höndum Lovísu. Hún var oft búin að gleðja fólk með því að færa því blóm. Færði hún tengda- móður minni bæði græðlinga og af- skorin blóm, sem gladdi hana mjög mikið. Meðan ég bjó á Stöðvarfirði var ég formaður í nýstofnuðu kvenfé- lagi á staðnum. Okkur datt í hug að biðja Lovísu um að kenna á nám- skeiði sem okkur langaði að halda. Tók hún því mjög vel og stóð sig með prýði, lagði mikla áherslu á vandvirkni. Flestallar félagskonur voru með og mikið var unnið og mikil ánægja ríkti á námskeiðinu. Að lokum höfðum við sýningu sem fékk mjög góða dóma. Mig minnir að Lovísa hafi lítið eða ekkert tekið fyrir alla kennsluna. Ég og fjölskylda mín fluttum norður á Siglufjörð, skipið sem við ætluðum með kom um hánótt, en þetta var fógur júnínótt. Við vorum öll að kveðja með döprum huga, þá er Lovísa þar mætt með fangið fullt af blómum. Þetta atvik hefur hlýjað mér um hjartarætur, alltaf er mér dettur það í hug. Ef kosið hefði verið um fegursta gluggann í þorpinu, hefði það áreiðanlega ver- ið gluggi í Hjarðarholti sem fékk verðlaunin, það var unun að ganga þar framhjá. Sverrir varð eftir í Bræraborg og bjó þar með eiginkonu sinni Ljósbjörgu Guðlaugsdóttur, mestu dugnaðar- og ágætiskonu, hún sýndi það best hve vel hún reyndist honum í veikindum hans. Það kom sér vel að húsið var stórt, því börn- in urðu sjö. Börn Lovísu og Alberts og barnabörn eru öll glæsileg og góð- ar manneskjur sem hún var stolt af. Fyrir nokkrum árum flytja Lovísa og Albert til Reykjavíkur og fengu íbúð við Jökulgrunn, skammt frá DAS. Það var sama viðmótið á því heimili sem áður. Eftir að Albert féll frá, vildi hún heldur fá dvalarstað á Hrafnistu. Þangað heimsóttum við Eysteinn sonur minn hana á afmælisdaginn hennar 5. maí sl. Hún var glöð og ljúf eins og alltaf og við áttum sam- an góða stund. Þessi elskulegu hjón vora einstakar gæðamann- eskjur, lífið á Stöðvarfirði hefði orðið snauðara án þeirra. Ég kveð Lovísu vinkonu mína með virðingu og þökk. Hún hélt mikið upp á hvítt blóm er hún nefndi betlehem- stjörnu, kannske vísar hún henni veginn áfram. I Guðs friði. Þorbjörg Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.