Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 48
«48 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Guðrún Dóra
Erlendsdóttir
var fædd 3. júní
1938. Hún lést 30.
september 1998.
Foreldrar hennar
voru Bergþóra
Halldórsdóttir, f.
17.11. 1917, d. 14.5.
1996 og_ Erlendur
Steinar Ólafsson, f.
5.5. 1912. Systkini
hennar eru: 1) Bald-
"’ur, f. 1939. 2) Sól-
veig, f. 1943. Henn-
ar maður er Sveinn
H. Skúlason. Bðrn
þeirra eru: Steinar Þór, f. 1971
og Hrund, f. 1977. 3) Gísli Jó-
Það er nú einhvern veginn svo að
við lítum á það sem við höfum sem
sjálfsagðan hlut. Sé heilsan góð er
það sjálfsagt. Sá sem hefur vinnu
veltir ekki fyrir sér atvinnuleysi og
við tökum því sem eðlilegum hlut að
ættingjar og vinir séu í nánd og
ætíð til taks. Síðan hendir eitthvað
og þessi veröld hinna einföldu stað-
reynda riðar. Það er ekkert gefið í
henni veröld, ekkert er öruggt og
enginn veit hvað bíður við homið.
Það var sem ég fengi högg og að allt
riðaði til falls þegar ég frétti að
Guðrún Dóra væri dáin. Hún Gunna
Dóra mágkona, sem var búin að
vera svo stór hluti af lífí mínu í þrjá-
tíu ár. Þetta var eitthvað sem ekki
gat staðist og mátti ekki vera.
Þannig leið mér og líður raunar nú
þegar ég reyni að koma fátæklegum
kveðjuorðum til skila.
Við kynntumst þegai- ég og Sólveig
systir hennar fórum að draga okkur
'♦iaman. Síðan höfum við, mín litla
fjölskylda og Gunna, þolað saman
súrt og sætt. Óvenju náið og gott
samband var á milli okkar. Það leið
vart sá dagur að ekki væri haft sam-
band eða að við hittumst. Bömin mín
nutu þess í ríkum mæli að eiga
Gunnu Dóm að. Hún var ógift og
bamlaus og þau voru henni mjög
mikils virði. Hún fylgdist með þroska
þeirra og framförum frá fyrsta degi.
Hver hamingjudagur í þeirra lífi var
hann, f. 1947. Kona
hans er Kirsten
Voigt Erlendsson.
Börn þeirra eru:
Kristian, f. 1978,
Jakob, f. 1981 og
Stefan, f. 1988.
Guðrún Dóra var
menntaður meina-
tæknir og starfaði
nær allan sinn
starfsaldur hjá
Borgarspítalanum.
Hún var ókvænt og
barnlaus.
Útför Gúðrúnar
Dóru fer fram frá
Laugarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
hennar hamingja, hver áfangi sem
náðist var hennar sigur. Við fínnum
það svo greinilega núna að Gunna
Dóra var þeim ekki síður mikils virði.
Þótt það sé erfitt fyrir okkur foreld-
rana að skynja sorgina sem hefm-
gripið þau Hrund og Steinai’ Þór, þá
er einnig hægt að segja að hún veiti
okkur vissa gleði. Hún segir okkur
hve strengurinn á milli þeirra var
sterkur. Það er hægt að skynja mikia
fegurð í sterkri sorg.
Samband Sólveigar og Guðrúnar
Dóru var mjög náið og gott og
reyndar á það við þau öll systkinin.
Samband við aldraðan föður var
mjög mikið og ekki er hans missir
minnstur. Það var sérstakt að fylgj-
ast með hve þau Guðrún Dóra og
Baldur bróðir hennar sinntu vel föð-
ur sínum. Maður vill að allt það sem
er fallegt og gott vari að eilífu og
spyr af hverju þurfti þetta að ger-
ast. Á hinn bóginn gerir maður sér
grein fyrir því að slík ósk er ósk-
hyggja. Því verður maður að þakka
fyrir það sem manni er gefið og
njóta vel á meðan varir. Síðan er að
njóta góðu minninganna og meta
stundirnar sem við áttum saman.
Sveinn H. Skúlason.
Ég minnist frænku minnar og
vinkonu allt frá því að við sátum
saman í bekk í Laugarnesskólanum.
Seinna skildu leiðir hvað skóla-
göngu snerti en alltaf héldum við
vinskap. Á unglingsárunum voru
bíóferðir og viðkoma á kaffihúsum
mikilvægur hluti tilverunnar auk
gönguferða, jafnt í góðu veðri sem
slæmu, við höfðum báðar dálítið
gaman af að ganga úti þegar hvasst
var. Síðastliðin 35 ár höfum við
haldið hópinn nokkrar saman sem
saumaklúbbur, en þegar ég hugsa
til baka finnst mér að umræðurnar
hafi gjaman snúist um menningu og
listir, það var ekki síst fyrir áhuga
Gunnu Dóru eins og hún var kölluð.
Hún hafði góðan smekk fyrir öllu
sem list getur talist. Ballett skipaði
stóran sess hjá henni, enda var hún
sem ung í ballettnámi. Hún var fag-
urkeri í þess orðs bestu merkingu.
Það er erfitt að missa eina úr hópn-
um svo skyndilega en ég vil þakka
frænku minni samfylgdina í öllum
okkar ferðum og óska henni bless-
unar í sinni ferð.
Sólveig Björg Halldórsdóttir.
Kær starfssystir okkar er látin.
Guðrún Dóra Erlendsdóttir lést síð-
asta dag septembermánaðar. Um
nokkurt skeið hafði hún kennt sér
lasleika en hafði náð kröftum þegar
lát hennar bar svo brátt að. Guðrún
Dóra á langa starfsævi að baki á
Rannsóknastofu Sjúki’ahúss
Reykjavíkur, svo er um okkur flest
og samkenndin á vinnustaðnum er
mikil. Stórt skarð er þar sem Guð-
rún Dóra var og er hennar nú sárt
saknað.
Guðrún Dóra var glæsileg kona,
hún var há og grannvaxin. A sínum
yngri árum stundaði hún ballett og
síðar var hún tískusýningarstúlka.
Hreyfingar hennar báru þess vitni,
kvenlegar og virðulegar. Guðrún
Dóra var margfróð og víðlesin.
Þetta kom vel í ljós þegar rætt var
um menn og málefni. I umræðum
um þjóðmál var greinilegt að hún
bar hag lítilmagnans fyrir brjósti.
Brids-spilamennska var mikið
áhugamál hjá Guðrúnu Dóru. Okk-
ur starfsfélögunum þótti oft mikið
til koma þegar hún ræddi um spila-
mennskuna og gat rakið spil fyrir
spil hvernig leikurinn hafði gengið
fyrir sig.
Oft var glatt á hjalla á kaffistof-
unni þegar Guðrún Dóra sagði frá
ævintýrum sínum. Hún hafði auga
fyrir því skoplega í hversdagsleik-
anum.
Þegar Meinatæknafélagið var
ungt var hún framarlega í hags-
munabaráttu þess. Ymsum trúnað-
arstörfum gegndi hún fyrir félagið
og sat í stjórn þess og ýmsum
nefndum.
Við kveðjum starfssystur okkar
og þökkum samfylgdina. Föður
hennar og fjölskyldu sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Samstarfsfólk á Rannsóknar-
stofu Sjúkrahúss Reykjavíkur.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Jón Thoroddsen.)
Fagi-ir haustdagar vekja trega í
brjóstum margra. Sumarið er á
enda og veturinn tekur við. Á einum
þessara fögru daga hvarf Gunna
Dóra héðan, langt fyrir aldur fram.
Flestar okkar kynntust henni fyrst,
þegar hún var nýkomin heim eftir
dvöl í Þýskalandi og starfaði á
Raforkumálaskrifstofunni og síðar
atvinnudeild háskólans. Gunna
Dóra var glæsileg kona, há og
grönn með fallega framkomu. I
nokkur ár sýndi hún fatnað á tísku-
sýningum. Hún hafði þá hæfileika
og það útlit sem hæfði vel. En
Gunna Dóra venti kvæði sínu í
ki-oss einn góðan veðurdag og sett-
ist aftur á skólabekk og lauk námi
sem meinatæknir og starfaði við
það síðan. Hún hafði yndi af lestri
góðra góka, ekki síst ljóðum, og
sótti reglulega bæði leikhús og tón-
leika. Þótt hún væri ekki „pólitísk“ í
eðli sínu hafði hún ákveðnar skoð-
anir á mönnum og málefnum og
hafði ríka réttlætiskennd.
Við fylgdumst með ferli Gunnu
Dóru á þessum árum, því að í byrj-
un sjöunda áratugarins varð sauma-
klúbburinn okkar til í núverandi
mynd. Við vorum sjö talsins, ungar
og hressar. Sumar okkar höfðu
þekkst lengi, en aðrar skemur. í
rúmlega 35 ár höfum við hist reglu-
lega og höfum fylgst með lífi hverr
annarrar. Gunna Dóra réðst í að
kaupa sér íbúð í Fífuseli í Breið-
holti, á efstu hæð með útsýni til
allra átta. Var gaman að koma til
hennar þar og fylgjast með þegar
hún smám saman bjó hana öllu því
vandaðasta og smekklegasta. Heim-
ili hennar bar þess vott hve næmt
auga hún hafði fyrir einföldum, list-
rænum hlutum. Síðast í vor, í júní,
hittist saumaklúbburinn heima hjá
henni. Hún var þá nýorðin sextug.
Við erum allar komnar yfir þann
þröskuld nú, komnar á tímabil
haustsins. Við söknum allar Gunnu
Dóru. I gegnum árin er margs
skemmtilegs að minnast. Við höfum
elst saman þessi hópur, erum ennþá
„stelpumar“ og gátum hlegið dátt
að einföldustu atriðum. Við eigum
góðar minningar um Gunnu Dóra
og munum sakna hennar einlæg-
lega, nú þegar vetur fer í hönd.
Saumaklúbburinn kveður kæra
vinkonu og við vottum nánustu að-
standendum okkar innilegustu sam-
úð.
Edda, Fríða, Hanna, Inga
Lára, Kolbrún og Sólveig.
Það er fátt verra en að vera er-
lendis þegar slíkar fréttir berast, að
náinn ættingi sé látinn. Það er erfitt
að skynja hvað hefur gerst fyiT en
maður er aftur kominn í það um-
hverfi sem maður umgekkst við-
komandi í. Það er ekki fyrr en þá og
þegar maður hittir þá sem bera
sorgina með manni, að maður fer á
átta sig á þessum gangi lífsins.
Hugsunin er samt sem áður óraun-
veruleg og erfið að meðtaka, að
Gunna Dóra frænka mín sé dáin.
Gunna Dóra var systir móður minn-
ar og hún var einhleyp. Fjölskyldan
er lítil og náin og þar sem ég og
systir mín erum einu systkinabörn
Gunnu Dóru hér á landi nutum við
hennar í ríkum mæli. Það hefur alla
tíð verið mikill samgangur og náin
tengsl. Gunna Dóra passaði okkur
systkinin í æsku og dekraði við okk-
ur á einn eða annan máta alla tíð.
Hún stóð okkur ætíð nærri. Það
hefur oft verið sögð sagan af því í
fjölskyldunni þegar ég í barnæsku
var að átta mig á því hvernig hlut-
irnir virkuðu í umhverfi mínu. Ég
vissi það að mamma hlyti að eiga
mest í mér en með hátíðlegum svip
lýsti ég því yfir að Gunna Dóra ætti
á mér stóru tána. Bragð er að þá
bamið finnur og svona skynjaði ég
lífið. Þetta er nú orðin helgisaga í
mínum huga.
Steinar Þór Sveinsson.
GUÐRÚN DÓRA
ERLENDSDÓTTIR
+ Sigríður Björns-
dóttir fæddist 9.
september 1905 að
Steinum, A-Eyja-
ijöllum. Hún lést á
Ljósheimum 2.
október sl. Foreldr-
ar hennar voru
Björn Edvard Jón-
asson, fæddur 8.
maí 1866, og Mar-
grét Guðmunds-
dóttir, fædd 24.
febrúar 1873. Sig-
ríður var einbirni
og ólst upp í heima-
„Jiúsum til ársins
1927, er hún fluttist austur í
Fljótsdal.
Sigríður giftist Halldóri Vil-
hjálmssyni 27. apríl 1929. Hall-
dór var fæddur 11. janúar 1896,
hann lést 21. júlí 1959. Þeirra
böm eru: Björn, f. 16.3. 1931,
kvæntur Guðbjörgu
Olafsdóttur, þau eiga
fjögur börn og sjö
barnabörn. Vilhjálm-
ur, f. 7.6. 1932, d.
11.7. 1995, hans kona
var Hrafnhildur
Kjartansdóttir, þau
skildu. Þau eiga fjög-
ur börn og tvö barna-
börn. Grétar, f. 9.10.
1933, kvæntur Mar-
gréti Sigurgeirsdótt-
ur, þau eiga fjögur
börn og sjö barna-
börn. Þórhildur
Maggý, f. 4.4. 1935,
gift Hreini Aðalsteinssyni, Þór-
hildur eignaðist þijú börn, eitt er
látið, og á hún eitt barnabarn.
Sigríður og Halldór bjuggu á
Víðivöllum í Fljótsdal til ársins
1938, þá fluttu þau að Efri-Sýrlæk
í Villingaholtshreppi, þar bjuggu
þau til ársins 1953, er þau fluttu á
Selfoss og byggðu sitt húsnæði í
Smáratúni 14. Árið 1966 fluttist
Sigríður með syni sínum Birni og
fjölskyldu hans að Birkivöllum 34,
og deildi með þeim heimili þar til
hún flutti 1984
f þjónustuíbúð aldraðra í
Grænumörk 3, þar bjó hún í
tæp 10 ár. Sigríður var ein af
stofnendum Kvenfélags Sel-
fosskirkju og var virkur félagi
þar meðan hún hafði heilsu til.
Útför Sigríðar fer fram frá
Selfosskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Svo viðkvæmt er lífið, sem vordagsins blóm,
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsheijardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu gengin á guðanna fund,
það geislar af minningu þinni.
(Fr.St. frá Grímsstöðum.)
Elskuleg tengdamóðir mín er lát-
in. Hún fékk lausn frá þessu lífi og
langvinnu heilsuleysi að morgni 2.
október sl. Þeirri líkn getum við ást-
vinir hennar fagnað nú, meðan sorg
og eftirsjá blandast öllum kærum
minningunum sem við eigum um
hana. Sorgin og gleðin eru systur og
enginn getur glaðst af hjarta nema
sá sem hefur kynnst sorginni, stend-
ur einhvers staðar. Og er það ekki
einkennilegt að aðeins góðu minn-
ingamar lifa, ef eitthvað er til af öðr-
um toga þá er eins og miskunnar-
samri blæju gleymskunnar sé sveip-
að um þær svo að þær hverfi sjón-
um. Það er líka þannig að þegar
þessi gestur kveður dyra, sem alla
heimsækir að lokum og enginn fær
umflúið, þá er eins og allt annað
verði léttvægt og ekkert skiptir máli
nema þetta sem var og við áttum
sameiginlegt með þeim ástvini sem
nú er horfinn yfir á land eilífðarinnar
„meira að starfa guðs um geim“. Sig-
ríður var mjög bókelsk kona, hafði
gaman af hverskyns lestrarefni og
var mjög fróðleiksfús. Hún hafði
mikla ánægju af ferðalögum innan-
lands sem utan og fór til Búlgaríu
með eldriborgurum frá Selfossi áiið
1978. Oft sagði hún okkur frá þessari
ferð með mikilli gleði. Ekkert í heim-
inum var henni jafnt kært og Eyja-
fjöllin, hún talaði líka um Eyjafjalla-
jökulinn sinn og Skógafossinn sinn
þannig að vel var hægt að halda
hvort tveggja einkaeign. Hvergi leið
henni betur en undir fjöllunum, þai’
átti hún líka trausta vini og var alltaf
velkomin til Önnu og Bárðar í Stein-
um og ekki síður til Lilju og Ingólfs í
Drangshh'ðardalnum. Þær verða
seint fullþakkaðar móttökumar og
öll liðlegheitin frá þessum fjölskyld-
um í garð Sigríðar og hennai’ fjöl-
skyldna. Við áttum því láni að fagna
að ferðast með Sigríði um Austur-
land þar sem hún bjó um nokkurra
ára skeið, þetta var 1974 þegar
hringvegurinn var opnaður, þá var
farið um Fljótsdalinn og komið við á
Víðivöllum þar sem Sigríður og Hall-
dór bjuggu og börn þeirra fæddust.
Heimsóttir voru gamlir nágrannar
og vinir, síðan var komið við á Litla-
Bakka og heilsað upp á ættingja, þar
átti bara að stoppa smá stund en því
vai’ð ekki viðkomið af heimilisfólki
og úr varð tveggja daga stopp.
Gunnar og Dísa fóru með okkur um
allt Héraðið og höfðum við mjög
gaman af þeirri ferð og ekki síst Sig-
ríður. Þess má líka geta að í júlí 1995
fór Sigríður ásamt fjölskyldum sín-
um á ættarmót að Víðigerði í Fljóts-
dal. Þar voru samankomin ættmenni
frá Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og
Litla-Bakka. Sigríður naut þessarar
ferðar mjög vel en sumar ferðir enda
ekki eins vel og til var ætlast, Vil-
hjálmur sonur hennar varð bráð-
kvaddur á heimleið. Þetta fékk mjög
á Sigríði og má segja að hún hafi
ekki borið sitt barr eftir það. Á ní-
ræðisafmæli Sigríðar heimsóttu
hana ættingjar og vinir, naut hún
þeirrar stundar í ríkum mæh og ber
að þakka það. 12. október 1995 veikt-
ist Sigi’íður og fór á sjúkrahús, eftir
það kom hún ekki meira heim. Hún
fór á Ljósheimana 16. jan. 1996 og
dvaldist þar tii dánardægurs. Ég get
ekki látið hjá líða að þakka Sigrúnu
frá Sýrlæk, Bergi og Élínu frá Stein-
um allar þær góðu stundir sem þau
veittu Sigríði með heimsóknum sín-
um til hennar á Ljósheima. Einnig
færi ég starfsfólki Ljósheima mínar
allra bestu þakkir fyrir frábæra um-
önnun og elskulegheit við Sigríði.
Sigii'ður mín, þér þakka ég sam-
fylgdina og allt það sem þú varst
mér og mínu skyldfólki, börnum
mínum og barnabömum.
Við eigum minningar um brosið bjarta,
lífsgleði og marga glaða stund.
Um konu sem átti gott og göfugt hjarta,
sem gengið hefur nú á Guðs síns fund.
(E.V.)
Hér áttu blómsveig
bundinn af elsku
blíðri þökk
og blikandi tárum.
Hann fölnar ei
en fagur geymist
í hjörtum allra
ástvina þinna.
(H.L.)
Guð veri með þér að eilífu.
Þín tengdadóttir,
Guðbjörg Ólafsdóttir.
Skilafrestur
minningargreina,
EIGI minningargrein að birtast á tveimur virkum dögum fyrir birt-
útfarardegi (eða í sunnudagsblaði
ef útför er á mánudegi), _er skila-
frestur sem hér segir: I sunnu-
dags- og þriðjudagsblað þarf grein
að berast fyrir hádegi á föstudag. í
miðvikudags-, fimmtudags-, fóstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
ingardag. Berist grein eftir að
skilafrestur er útrunninn eða eftir
að útför hefur farið fram, er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingar-
degi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu
greina, enda þótt þær berist innan
hins tiltekna skOafrests.
SIGRIÐUR
m BJÖRNSDÓTTIR