Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 29 Erfítt að skemma góða sögu VILHJÁLMUR Hjálmarsson og Arnar Jónsson í hlutverkum sínum. lýsingar inn í hann. Það yrðu ekki starfsmenn Islenskrar erfðagrein- ingar. „Þetta verða að vera starfs- menn viðkomandi heilbrigðisstofn- unar. Vinnan við gagnagi’unninn myndi skapa störf á stofnununum og sérleyfishafi myndi greiða kostn- aðinn sem af hlytist. Við ætlum alls ekki að senda okkar starfsmenn inn á stofnanirnar, heldur skapa at- vinnu á hverjum stað. Sérleyfishafi myndi svo semja við hverja stofnun um hvernig staðið væri að frágangi gagna í tölvutækt form, en eftirlit með að staðið væri rétt að málum yrði í höndum Tölvunefndar." Áætlað er að uppbygging gagna- grunns taki 3-5 ár. Islensk erfða- greining hefur áætlað kostnaðinn 12-20 milljarða út frá mismunandi forsendum og Stefán Ingólfsson verkfræðingur, sem lagði mat á hugsanlegan kostnað fyrir heil- brigðisráðuneytið, taldi hann verða 10,5 til 19,3 milljarða. „Við nefndum fyi-st lægri töluna, 12 milljarða, af því að við óttuðumst að fólk tryði ekki hæm tölunni, en með launum, tækjum, uppbyggingu ráðgjafar- þjónustunnar, hugbúnaðar- og að- ferðaþróun þykir mér líklegt að við verðum við hærri töluna." Samið um tilraunaaðferðir Sérstaða íslenskrar erfðagi-ein- ingar byggðist í upphafi á efniviðn- um, erfðafræðilega einsleitri þjóð með nákvæmar ættfræðiupplýsing- ar. Kári segir að smám saman breytist þetta. „Sérstaða íýiártækis- ins er að flytjast til þess sjálfs, vegna þekkingar, sköpunarmáttar og tæknigetu.“ Enn bætist við þekkinguna. Kári segir að nú sé Islensk erfðagreining að semja við tvö fyrirtæki, sem séu mjög framarlega í tækniþróun á sviði líftækni. „Við byrjum fljótlega að vinna með tilraunaaðferðir, sem þessi fyi'irtæki hafa hannað,“ segir Kári, sem vill ekki gefa upp hvaða fyrirtæki þetta eru fyrr en gengið hefur verið frá samningum. Fyrirtæki erlendis hafa tilkynnt að þau hafi þróað mjög fljótvirkar aðferðir til að raðgreina erfðamengi mannsins og ætli að ljúka verkinu á þremur árum. Kári segir að íslensk erfðagreining geti nýtt sér þá vit- neskju til að auðvelda starfann, því erlendu fyi'ii'tækin ætli að birta megnið af upplýsingunum um leið og þær liggi fyrir. Þetta skipti hins vegar ekki öllu fyrir leitina að mein- genum. Ráðuneytið ver sína hagsmuni vei í frumvarpi til laga um gagna- gi-unn á heilbrigðissviði er gert ráð fyrir að einkaleyfið á rekstri hans renni út að tólf árum liðnum. Kári segist skilja frumvarpið svo að eftir tólf ár taki heilbrigðisráðuneytið yf- ir rekstur gi'unnsins þar til ákveðið hafi verið hvort frekara rekstrar- leyfi verði veitt sama aðila eða öðr- um leyft að vinna með upplýsing- arnar. „Vandi ráðuneytisins er sá, að það er erfitt að sjá tólf ár fram í tímann og því er eðlilegt að halda sem flestum leiðum opnum. Það gerir hins vegar sérleyfishafa erfitt fyrir, ef hann verður allt í einu sviptur þessum gi-undvallarupplýs- ingum eftir uppbygginguna, því þá er ekki aðeins verið að stöðva upp- lýsingaflæðið heldur einnig að koma í veg fýrir að hægt verði að nýta þá þekkingu, sem myndast hefur innan fyrirtækisins á þessum tíma. Það er þó eðlilegra að semja um þá hags- muni sérleyfishafa síðar og ráðu- neytið hefur varið sína hagsmuni vel með þessu ákvæði.“ Kári segir að frumvarpinu sé ætl- að að setja lagaramma á þann hátt, að ekki verði komið í veg fyrir að hægt verði að beita nýjum aðferð- um til að vemda persónuupplýsing- ar, verði slíkar aðferðir til. Þess vegna sé það lagt í hendur Tölvu- nefndar að móta nánari starfsreglur um gagnagrunninn. „Tölvunefnd er hins vegar vanbúin til eftirlits í dag og þeir árekstrar sem orðið hafa við nefndina hafa verið óþarfir og allir átt rætur sínar í því að nefndin hef- ur ekki eðlilegt starfslið. Hún þarf stórbætta aðstöðu nú þegar, hvað þá ef gagnagrunnurinn verður til. Það er alls ekki hagur íslenskrar erfðagreiningar að nefndin sé veik, hún þarf að vera skilvirk og vel upp- lýst.“ Einn grunnur öruggari en margir smærri Gagnagi'unnurinn verður þannig úr garði gerður, að upplýsingar er aldrei hægt að rekja til einstak- linga. „Þegar við finnum hóp sjúk- linga, sem hætt er við sjúkdómi, þá getum við aldrei rakið okkur aftur til einstaklinganna. Við verðum hins vegar búin að kortleggja eiginleika þeirra og getum látið heilbrigðis- kerfið um að finna þá. Þaðan komu upplýsingarnar upphaflega og þar verða þær enn. Læknar geta svo sjálfir fundið einstaklinga með þessa eiginleika og leitað til þeirra. Það er þeirra að sinna fólkinu og þessi leið mjmdi ekki eingöngu nýt- ast hér á landi, heldur um heim all- an.“ Bernhard Pálsson, einn aðstand- enda líftæknifyrirtækisins Urðar Verðandi Skuldar, hefur lýst þeirri skoðun sinni að betra væri að reka nokkra aðskilda gagnagrunna, í stað þess að færa allar upplýsingar í einn grunn. Kára finnst þetta hins vegar aðeins tilraun til að fela hug- mynd um miðlægan grunn. „Það skiptir engu máli hvort þú keyrir saman marga smærri grunna, eða hefur einn stóran. Hins vegar fylgja ýmis vandamál þessari hugmynd Bernhards. I hvert sinn sem þarf að samkeyra upplýsingar þarf að ná í nafntengdar upplýsingar inn á stofnanir. Kraftur gagnagrunns minnkar ef hann er í bútum hér og þar og það eykur hættuna á að unn- ið sé með persónuupplýsingar. Kosturinn við miðlægan gagna- grunn er að eftir að hann hefur ver- ið byggður upp þarf aldrei að fara aftur í persónutengdar upplýsingar, eins og nú er sífellt verið að gera.“ Mikill stuðningur Kári hefur farið víða á síðustu vikum, haldið borgarafundi og kynnt hugmyndir sínar um miðlæg- an gagnagrunn. „Ég finn mikinn stuðning við þessa hugmynd um allt land og ég hef aðeins rekist á örfáa lækna sem eru hugmyndinni and- snúnir. Ég er því ekki viss um að stjórn Læknafélags íslands sé góð- ur fulltrúi grasrótarinnar í sínu fé- lagi í þessu máli. Umræðan hefur ekki verið málefnaleg og ég held að það sé miklu minna bil á milli skoð- ana minna og heilbrigðisráðuneytis- ins annars vegar og stjórnar Læknafélagsins hins vegar en kom- ið hefur fram í umfjöllun fjölmiðla. Það eru miklir möguleikar á að finna sameiginlegan flöt. Innan stjórnar Læknafélagsins er margt gott fólk, sem vill ná sáttum um þetta mál og ég held að líkur séu á að það takist.“ Á MORGUN Miðlægur gagnagrunnur Á morgun verður fjallað um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. Lýst verður hugmyndum ís- lenskrar erfðagreiningar um nafn- leyndarkerfi gagnagrunnsins og nýjum kröfum heilbrigóisráðuneyt- is um hvernig tryggja beri lág- marksöryggi og persónuvernd. Greint verður frá því hvernig dulrit- un gagna fer fram, hvaða hömlur á að setja á notkun upplýsinga í gagnagrunninum og rætt um ýmis álitamá! varðandi öryggisráðstaf- anir í tölvukerfum. Sjónleikur frumsýnir annað kvöld í Tjarnarbíói leikverk- ið Svartklæddu konuna sem gengið hefur í tíu ár samfellt á fjöl- unum í London. Sigur- björg Þrastardóttir fylgdist með æfíngu, ræddi við lykilmenn og fræddist um leikhljóð, ímyndun og hroll. ÚNSTIN við að vekja hroll í leikhúsi er að alUr sem að sýningunni vinna geri það af ein- lægni,“ segir leikstjórinn, Guðjón Sigvaldason, og klappar sínu fólki kumpánlega á bakið skömmu áður en æfing hefst. „Auk sögunnar sjálfrar eru það svo áhorfendur sem fullkomna heildina með upp- lifun sinni og ímyndunarafli," bæt- ir hann við, býður upp á kaffi og kveðst tiltölulega rólegur þótt frumsýningardagur færist óðfluga nær. Þegar hann hins vegar skyndilega hrópar að fimm mínút- ur séu til stefnu, hriktir í stoðum Tjarnarbíós og hávaðinn nægir til að gera hverjum manni hverft við. Ekki í síðasta sinn sem óhljóð fá blaðamann til þess að grípa and- ann á lofti, enda leikurinn til þess gerður. Landlægur áhugi á draugum „Það er mjög erfitt að rústa góðri sögu,“ segir Vilhjálmur Hjálmarsson, leikari, fram- kvæmdastjóri og forsprakki Sjón- leiks. „Hrollvekja á möguleika á að heppnast ef handritið er gott en það er erfiðara ef handritið er lé- legt, jafnvel þótt bestu tæknibrell- um sé beitt.“ Leikverkið Svart- klædda konan er byggt á hroll- vekju Susan Hill en leikgerðina skrifaði Stephen Mallatratt sem einna frægastur er fyrir handrits- gerð hinna þekktu bresku sjón- varpsþátta Coronation Street. „Verkið er byggt á draugasögu- hefð sem er sterk í Bretlandi en á ekki síður erindi hér heima,“ segir Vilhjálmur og mótleikari hans, Airnar Jonsson, tekur undir. „Áhugi Islendinga á draugum er náttúrulega landlægur og verður vonandi ásamt öðru til þess að vekja foi-vitni á verkinu." I Svartklæddu konunni leikur Ai'nar aldraðan lögfræðing, Arth- ur Kipp, sem á ónotalegar minn- ingar frá því hann á yngri árum var sendur í afskekkt sveitaþorp til að vera við útför dularfullrar ekkju og ganga frá erfðamálum hennar. Hann fær ungan leikara til þess að aðstoða sig við að koma upplifun sinni frá sér og eftir því sem dulmagnað andrúmsloft, þungbúnir þorpsbúar og sögu- sagnir um reimleika þrengja að, hættir viðstöddum að standa á sama innan sviðs sem utan. „Eg er enginn leikari" Vilhjálmur Hjálmarsson leikur unga leikarann og það er óneitan- lega kúnstugt að sjá hvernig hann tekur hinn reynda leikara, Ai'nar Jónsson, í læri í upphafi sýningar. Roskni lögfræðingurinn þekkir hvorki haus né sporð á leikrænni tjáningu, stendur óstyrkur í sviðs- ljósinu og þylur textann „eins og verðbréfavísitölu". Af og til afsak- ar hann að hann sé enginn leikari og hafi „enga tilhneigingu í þá veru“ en ungi leikarinn gefst ekki upp við þjálfunina. Vilhjálmur, er ekki undarlegt að segja jafnreyndum manni til og Arnari Jónssyni?" Vilhjálmur: „Vissulega, og í rauninni var það þannig í verunni að hann kenndi mér miklu meira en persóna mín kennir persónu hans.“ Guðjón: „Ég held að þeir hafi lært hvor af öðrum eins og allir læra af öllum í leikhúsi. Auðvitað er ómetanlegt á sviði að fá að vinna með þetta reyndum manni sem oft kom með góðar lausnir þegar við sigldum í strand." Vilhjálmur: „Kannski þrjátíu ára gömul trikk sem áhorfendur muna blessunarlega ekki eftir.“ Var ekkert erfítt að leika mann sem kann ekki að leika? Arnar: „Ef persónan nær að skríða undir skinnið hlýtur maður að túlka bakgrunn hennar en ekki sinn eiginn. Hins vegar fékk ég stundum ávítur frá leikstjóranum þegar honum fannst Arthur Kipp farinn að leika of vel ... en það er allt farið.“ Samvinnan gerir leik- húsið skemmtilegt Guðjón, hvernig gekk að leik- stýra manni sem hefur séð verkið erlendis, á sýningarréttinn og er höfuð leikhópsins - lætur hann nokkuð að stjórn? Guðjón: „Það erfiða við að leik- stýra framkvæmdastjóranum Vil- hjálmi er að hann er alltaf upptek- inn en annars er ekkert mál að stýra leikaranum Vilhjálmi. Hann lætur vel að stjórn. Þeir félagar eru hinir þægilegustu leikarar þótt að sjálfsögðu hafi komið erfiðar stundir." Ai-nar: „Eins og hvenær?" Guðjón: „Nei, ég segi nú bara svona. Æfingatímabilið hefur verið mjög skemmtilegt og lærdómsríkt og allur hópurinn, sem telur um tuttugu manns, hefur unnið mjög vel saman.“ Vilhjálmur: „Það er einmitt samvinnan sem er það skemmti- legasta við leikhúsið. Hún er lykil- atriði svo allt gangi vel.“ Arnar: „Það er gríðarlega dug- legt fólk hér í kringum okkur og allir leggja sig fram svo að sýning- in megi smella saman.“ Hvernig gekk ungum leikara með sýningu á eigin vegum að fá til liðs við sig reynt fagfólk? Vilhjálmur: „Með því að leggja nokkrar snörur og herða þær hægt!“ Guðjón: „0, þú þorðir nú ekki einu sinni að nefna þetta við Arnar fyrr en ég skipaði þér að spyi'ja hann...“ Vilhjálmur: „... en hann tók til allrar hamingju ekki ólíklega í er- indið þótt önnum kafinn væri.“ Ai'nar: „Það var margt sem lokkaði mig til samstarfs við Sjón- leik. Ég hef alltaf haft taugar til þeirra sem leggja á sig að búa til leikhús á eigin vegum, enda hef ég oft staðið í þeim sporum sjálfur. Mér finnst nauðsynlegt og eðlilegt að aðstoða í slíkum tilvikum ef maður hefur tök á. Svo hef ég alltaf verið fylgjandi þeirri hug- mynd að gott sé að viðra sig öðru hverju annars staðar en við sama stallinn.“ Vilhjálmur: „Arnar var vissu- lega mikill happafengur fyrir sýn- inguna og við erum afar þakklát Þjóðleikhúsinu fyrir að leyfa okkur að njóta krafta hans.“ Að vekja hroll og bros Nú hefur Arnar magnaða frá- sagnarrödd sem hlýtur að hafa stuðlað að vali hans í hlutverk manns sem segir hrollvekjandi sögu, ekki satt? Guðjón: „Fyrst og fremst var gott að fá leikara með jafnmikla reynslu og hæfileika og Árnar býr yfir en svo kom vald hans á ís- lensku talmáli sér auðvitað einnig mjög vel.“ Vilhjálmur: „Já, ég keypti allan pakkann þegar ég réð hann.“ Arnar: „Það sem mér persónu- lega fannst einna skemmtilegast var að leita eftir húmornum í verk- inu. Ég fer að vísu með hlutverk tragískrar persónu en hún verður samt hlægileg á sviðinu í byi’jun þar sem hún veit ekki hvei'nig hún á að haga sér.“ Guðjón: „Þetta er einmitt skemmtilegt verk þótt hrollvekj- andi sé og það er einn af kostun- um. Einnig er sýningin ágæt kennslustund í leikhúsi. Ahorfend- ur fylgjast með sviði sem er leik- svið í raun og veru og meðöl leik- hússins eru útskýrð í kennslu- stund unga leikarans. í Bretlandi hafa skólahópar einmitt streymt á Svarfklæddu konuna í tíu ár til þess að fræðast um leikhús en um leið til þess að fylgjast með spenn- andi sögu.“ Vilhjálmur: „Leikhljóð gegna til dæmis lykilhlutverki í sýningunni og leikarinn vekur sérstaka at- hygli á þeim í upphafi. Þegar á líð- ur fara þau hins vegar að virka, þótt áhorfandinn viti að þau séu spiluð af bandi. Þannig eru töfrar leikhússins.“ Hljóðmeistari sýningarinnar er Kjartan Kjartansson, ljósameist- ari Þorsteinn Sigurbergsson og aðstoðarleikstjóri er Bryndís Petra Bragadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.