Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Háskólarektor boðar til tveggja daga málþings um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði
PÁLL Skúlason, rektor Háskóla ís-
lands, boðar til opins tveggja daga
málþings um miðlægan gagnagi-unn
á heilbrigðissviði nú um helgina.
„Það er von mín að málþing af þeim
toga, sem hér er efnt til, megi stuðla
að sáttum í þjóðfélaginu - sáttum
sem spretta af þekkingu á stað-
reyndum og skilningi á þeim hags-
munum sem í húfi eru,“ segir há-
skólarektor í ávarpi til kynningar
málþinginu.
Það verður haldið í hátíðarsaln-
um í aðalbyggingu Háskólans. Þar
munu erlendir og innlendir fræði-
menn, læknar, erfðafræðingar,
heimspekingar, lögfræðingur og
hagfræðingur fjalla um hvaðeina
sem miðlægum gagnagrunni viðvík-
ur, hver frá sjónarhóli sinna fræða.
Þá munu ráðherrar flytja ávöi'p við
setningu og slit málþingsins. ís-
lensk erfðagreining á sína fulltrúa í
hópi frummælenda og almennar
umræður verða meðal gesta, en
málþingið er öllum opið meðan hús-
ním leyfir.
Þetta er í fyrsta skipti sem rektor
Háskóla Islands boðar til sérstaks
málþings um mál, sem er í brennid-
epli samfélagsumræðunnar, og
blaðamaður spurði Pál Skúlason
hvers vegna hann boðaði til slíks
fundar nú.
Skylda háskóla að stofna til
málefnalegrar umræðu
„Mörg málefni, þar á meðal
þetta gagnagrunnsmálefni, eru af
því tagi, að til að fjalla um þau
þurfa að koma að þeim fræðimenn
úr ýmsum áttum til þess að skýra
þau og gera þau okkur skiljanleg.
Þar sem Háskólinn er samfélag og
söfnuður fræðimanna úr öllum átt-
Stuðli að sáttum með
þekkingu og skilningi
um er kjörið fyrir rekt-
or að hóa í menn úr
ólíkum áttum til að
koma saman og reyna
að skýra og ræða svona
mikilvæg málefni eins
og þetta. Markmiðið er
að stofna til málefna-
legrar umræðu þar
sem við nýtum fræði-
lega þekkingu til að
gera hlutina skiljan-
lega fyrir alla aðra, al-
menning og stjórn-
málamenn, þannig að
það sé meiri von til að
menn komist að skyn-
samlegum niðurstöð-
um.“
Páll sagðist vilja gera greinar-
mun á fræðilegri umræðu, sem mið-
ar að því að skýra mál og gera þau
skiljanleg, og stjómmálalegri um-
ræðu, þar sem takast á hagsmunir
og ólík sjónarmið og þar sem menn
þurfa að taka ákvörðun og komast
að niðurstöðu., jHþingi gerir það en
háskóiar hafa alla tíð haft þá skyldu
gagnvart þvi þjóðféiagi, sem þeir
tilheyra, að stofna til málefnalegrar
umræðu. Einstakar deildir og ein-
stakar stofnanir Háskóla Islands
hafa gert þetta en tilefnið núna er
kannski það að þetta mál, eins og
mörg önnur, kallar á að við náum
saman fræðimönnum
úr ólíkum deildum og
stofnunum."
Hefur háskólinn þá
ekki sinnt skyldu sinni
að stuðla að opinni og
akademískri umræðu í
samfélaginu?
„Hann hefur gert
það á einstökum
fræðasviðum en það
sem ég er að reyna að
gera og ég tel að há-
skólinn eigi að gera, er
að tefla saman fræði-
mönnum af ólíkum
fræðasviðum. Háskól-
inn hefur tvímælalaust
það hlutverk að skýra mál fyrir al-
menningi, þar sem fræðin koma að
gagni til skilnings. Því á rektor að
beita sér fyrir því. Þetta er líka lið-
ur í því að Háskólinn verði opnari
fyrir annarri umræðu í landinu."
Fyrsta málþingið
af mörgum
Páll sagðist alltaf hafa haft i
hyggju að stofna til málþinga af
þessu tagi í sinni rektorstíð. Það sé
hálfgerð tilviljun að hið fyrsta fjalli
um þetta efni.
„Eg sagði frá því í háskólaráði að
ég hefði áhuga á að stofna til svona
málþings og það kom fram mikill
vilji og áhugi hjá háskólaráði, þar
sem sitja allir deildarforsetar há-
skólans, að málþing yrði haldið um
þetta efni. Eg hef fengið mikla
hvatningu til þess,“ segir Páll og
játar því að þetta verði fyrsta mál-
þingið af mörgum sem hann hyggst
gangast fyrir.
Hvað er það við gagnagrunnsmál-
ið umfram önnur mál sem kallar á
að menn fjalli um það á þennan
hátt?
„Ég held raunar að það séu ýmis
önnur mál, sem væri spennandi að
ræða með þeim hætti, sem við er-
um að tala hér um. En það má
segja að þetta mál sé sérstakt að
því leyti að hugmyndin um miðlæg-
an gagnagrunn er komin frá fræði-
manni, Kára Stefánssyni. Þarna er
ákveðin starfsgrein, sem á í hlut og
byggist hreinlega á fræðilegum
rannsóknum. Það má segja að
þetta standi heimi fræðanna nær
en ýmislegt annað. En mál eins og
til dæmis velferðarmál, byggðamál
og auðlindamál eru auðvitað mál
sem þarf líka að ræða frá mörgum
hliðum.“
Hvernig finnst þér umræðan í
þjóðfélaginu um gagnagrunnsmálið
hafa verið?
„Hún hefur verið mjög mikil en
ekki að sama skapi alltaf til þess
fallin að stuðla að skilningi. Hún
Páll Skúlason
hefur jafnvel verið það mikil og
sundurleit að hún hefur ruglað
marga í ríminu. Það á að vera til-
gangur svona umræðu að hjálpa
okkur til að ná utan um málið og
skilja það; gera okkur kleift að átta
okkur betur á því.“
Eru einhver erindi á málþinginu
sem Páll hlakkar sérstaklega til að
hlýða á?
„Þarna verða tveir útlendingar.
Annars vegar Peter Hustinx, sem
er lögfræðingur, og kemur að
þessu máli sem formaður Samtaka
tölvunefnda í Evrópu og forseti
Gagnaverndunarstofnunar
Hollands. Það verður foi-vitnilegt
að heyra hvað hann hefur að segja.
Hins vegar Lady Mary Warnock,
sem hefur fjallað um ýmiss konar
mál fyrir bresku ríkisstjórnina sem
iúta að heilsugæslumálum og per-
sónuvernd. Það er forvitnilegt að
heyra hvað hún hefur að segja. Svo
er þarna fólk úr ýmsum átturn,"
sagði Páll Skúlason.
Það eru orð að sönnu. Meðal
frummælenda verða heimspeking-
arnir Vilhjálmur Árnason, Mikael
Karlsson og Ástríður Stefánsdóttir
en hún er jafnframt læknir eins og
frummælendurnir Guðmundur
Þorgeirsson dósent, Guðmundur
Sigurðsson og Kári Stefánsson.
Kári, ásamt Hákoni Guðbjartssyni,
yfirmanni upplýsingatæknideildar
íslenskrar erfðagreiningar, talar
fyrir hönd þessý'yrirtækis. Þá taka
til máls Einar Árnason, prófessor í
þróunar- og stofnerfðafræði, og
Gylfi Magnússon, frá viðskipta- og
hagfræðideild Háskólans, auk ráð-
herranna Þorsteins Pálssonar,
dómsmálaráðherra, og Ingibjargar
Pálmadóttur, heilbrigðisráðherra.
Sá við Georgíumönnum
Morgunblaðið/Golli
SKAK
Elista í Kalinykfu
Óiympíuskákrnót
ÍSLENSKA sveitin á ólympíu-
skákmótinu í Elista í Kalmykíu
tapaði með minnsta mun fyrir Ge-
orgíumönnum í 9. umferð í gær.
Georgíumenn eru með níundu
sterkustu sveit mótsins, miðað við
skákstig, hafa mjög sterka stór-
meistara á öllum borðum. Þeir hafa
reynst okkur Islendingum erfiðir á
undanförnum ólympíuskákmótum,
í Moskvu, íyrir fjórum árum, feng-
um við aðeins eitt jafntefli og í Jer-
evan 1996 Í'A vinning.
Keppnin í gær var mjög spenn-
andi og hart barist. Hannes Hlífar
Stefánsson tefldi á fyrsta borði við
Azmajparasvílí, sem hefur reynst
honum mjög erfíður til þessa. I
gær varð því miður engin breyting
á því, Hannes lék af sér manni í
lakari stöðu og tapaði í 35 leikjum.
Á öðru borði tefldi Þröstur Þór-
hallsson við Giorgadze. Upp kom
skoski leikurinn, sem mikið hefur
verið rannsakaður að undanförnu.
Byrjunin komst í tísku fyrir átta
árum, þegar Kasparov tók að tefla
hana í heimsmeistaraeinvígi við
Karpov, og hefur sá fyrmefndi síð-
an verið einn helsti sérfræðingur-
inn. Sú undarlega staða kom upp í
gær, að á næsta borði við hliðina á
Þresti og Giorgadze sat fyrmefnd-
ur Azmajparasvíli, sem unnið hefur
að skákrannsóknum með Kasparov.
Hann hefui' eflaust undirbúið Gi-
orgadze undir að tefla þessa byrj-
un, enda fylgdist hann grannt með
gangi mála. Það var því ekki að
furða, þótt andstæðingur Þrastar
léki byrjunina mjög hratt, en gengi
þess á milli um gólf með merkis-
svip. Þröstur lét þetta ekki á sig fá,
og upp kom mjög tvíeggjað enda-
tafl, sem menn eru ekki á eitt sáttir
um. Giorgadze fómaði tveimur
mönnum fyrir hrók og tvö peð og
hóf síðan mátsókn með framrás
peðanna á kóngsvæng. Alltaf lék
Georgíumaðurinn fljótt og hugsun-
arlítið, enda allt undirbúið á eldhús-
borðinu heima. Það var ekki fyrr en
í 26. leik, sem það rann upp fyrir
honum, að mátnetið, sem hann
hafði teflt upp á, var draumsýn ein.
Þá var hann búinn að veikja svo
peðastöðuna, að Þröstur vann tvö
peð og eftirleikurinn varð síðan
auðveldur. Giorgadze gafst upp í
40. leik og var svo niðurdreginn eft-
ir ófarirnar, að hann sat kyrr og
starði á skákborðið í 15 mínútur,
eftir að skákinni lauk. Þröstur vann
þar með þriðju skákina í röð.
Á þriðja borði kom upp erfitt
endatafl hjá Helga Áss Grétarssyni
í skák við Sturua. Helgi fékk veika
peðastöðu, en hafði eitt peð sem
bætur fyrir það. Hann lenti í heift-
arlegu tímahraki og missti stöðuna
niður í tap og gafst upp í 45. leik.
Jón Viktor Gunnarsson tefldi tíð-
indalitla skák við Súpatasvílí á
fjórða borði, sem lauk með friðar-
samningum í jöfnu hróksendatafli,
eftir 35 leiki.
Bandaríkjamenn halda foryst-
unni á mótinu, unnu Frakka 214-1 14,
A-sveit Rússa hafði 2-1 gegn Eng-
lendingum, og virtist jafntefli vera
líklegt í einu skákinni, sem eftir var.
Úkraínumenn unnu Tékka, 3-1, en
merkilegustu úrslitin voru í keppni
B-liðs Rússa og Búlgara. Þeir síðar-
nefndu hafa staðið sig mjög vel á
mótinu til Joessa, m.a. unnið A-lið
Rússa 3-1.1 gær fóru Búlgarar eftir
þein-i gömlu og góðu uppskrift að
semja um jafntefli með svörtu og
svo áttu þeir, sem höfðu hvítt, að sjá
um sigurinn. Svo illa tókst til hjá
þeim, að báðar skákimar með hvítu
töpuðust og keppnin 1-3! B-sveit
Rússa hefndi þar með fyrir A-sveit-
ina.
Við skulum nú sjá skák Þrastar
Þórhallssonar í gær.
Hvítt: Þröstur Þórhailsson
Svart: Giorgi Giorgadze
Skoski leikurinn
1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. d4 - exd4
4. Rxd4 - Rf6 5. Rxc6 - bxc6 6. e5
- De7 7. De2 - Rd5 8. c4 - Ba6 9.
b3 - g5!? 10. g3 - Bg7 11. Bb2 -
0-0-0 12. Bg2 - Hde8 13. 0-0 -
Bxe5!? 14. Dxe5 - Dxe5 15. Bxe5 -
Hxe5 16. cxd5 - Bxfl 17. Kxfl -
cxd5
Skákfræðingar eru ekki sammála
um þessa stöðu, en það má slá því
föstu, að sú aðferð Giorgadzes að
leika peðunum á kóngsvæng fram
og skilja þau eftir á hvítum reitum,
getur ekki reynst vel. Ástæðan er
einfaldlega sú, að hvítur á biskup,
sem gengur á hvftum reitum, og
getur þess vegna sótt að peðunum.
Framhald skákarinnar sýnir þetta
vel.
18. Rc3 - c6 19. Hcl - Kd8 20. Bf3
- h5 21. Be2 - f5 22. Hdl - g4?! 23.
Hd4 - h4 24. Kg2 - He7 25. Bd3 -
hxg3 26. hxg3 - Hh5 27. Hf4 -
He5 28. Rdl! -
Þetta er líklega leikurinn, sem Ge-
orgíumaðurinn hefur ekki reiknað
með. Hann hélt, að hann gæti ofið
mátnet um hvíta kónginn með 28. -
Hel 29. Re3 - Hehl, með hótun-
inni 30. - H5h2+ mát. Hvítur á ein-
falt svar við þessu, 30. Rfl!, og eftir
hann falla peðin á f5 og g4.
28. - c5 29. Re3 - Hg5 30. Rxf5
- c4 31. bxc4 - dxc4 32. Hxc4 -
Hd5
Eftir 32. - Hexf5 33. Bxf5 - Hxf5
34. Hxg4 á hvítur auðunnið enda-
tafl með tvö samstæð frípeð.
33. Bc2 - Hd2 34. Re3 - d5 35. Hc5
- d4
Örvænting í tapaðri stöðu.
36. Hxg5 - dxe3 37. Bb3 - Hxf2+
38. Kgl - Hf3 39. Bdl - Hxg3+ 40.
Kfl og svartur gafst upp.
Bragi Kristjánsson
Líðan manns-
ins eftir
atvikum góð
LÍÐAN mannsins sem lenti í vinnu-
slysi í loðnuverksmiðjunni Lóni á
Vopnafirði í fyn-adag er eftir atvik-
um góð. Samkvæmt upplýsingum
frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri, þar sem maðurinn er til með-
ferðar, er ljóst að hann missir hluta
fótar. Maðurinn, sem er rúmlega
fertugur, var að þrífa snigil í loðnu-
verksmiðjunni þegar slysið varð.
Svo virðist sem hann hafi runnið til
með þeim afleiðingum að fóturinn
festist í sniglinum.
Kanína fær
sérhannað
húsaskjól í
Grafarvogi
SYSTKININ Arnar Freyr og
Ragna Sif í Grafarvoginum í
Reykjavík stóðu í stórræðum fyrir
skömmu. Þau stóðu fyrir byggingu
kanínukofa fyrir vinkonu þeii-ra,
hana Kanínku. Hún er því heppin
að fá eigið sérhannað húsaskjól en
því láni eiga ekki allar kanínur í
Reykjavík að fagna.