Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 43
að þú átt eftir að hafa það gott hjá
afa og öllum hinum sem þykja vænt
um þig eins og okkur. Við munum
minnast þín alltaf og að eilífu.
Góður Guð, geymdu hana ömmu
okkar.
Magnús Þór og
Ragnhildur Þórunn.
Elsku amma.
Nú ertu búin að kveðja í síðasta
skipti, hérna í þessu lífí. Það eru
margar minningar sem koma fram í
hugann um þig og afa. Það var eins
og að koma í annan heim þegar við
komum í heimsókn til þín og afa á
Túngötunni. Þar ríkti alltaf mikill
kærleikur og mér, eins og eflaust
mörgum öðrum, fannst ég vera dýr-
mætasti gullmolinn þinn.
Það var eins og það væri allt
leyfílegt hjá þér og afa. Þú áttir
alltaf eitthvað sem gladdi lítinn
dreng, hvort sem það var stórt
hjarta af kærleik eða fullur ísskáp-
ur af nammi, gosi og ég tala nú ekki
um maltölið.
í minningunni finnst mér þú alla
þína ævi hafa verið að þjóna öðrum.
I bæði vinnu og einkalífi gegndi
þjónustulund þín lykilhlutverki.
Sama hvað á bjátaði þá varst þú
alltaf í góðu skapi. Við munum
aldrei eftir þér öðruvísi en brosandi
og sáttri við lífíð og tilveruna. Þessi
glaða lund þín var okkur mikill inn-
blástur og held ég að allir sem átt
hafa við þig einhver samskipti muni
þig fyrir þína léttu lund og glaðlegu
framkomu.
Sú gleði sem þú ávallt geislaðir
af, þrátt fyrir á stundum erfíða
tíma, var okkur mikill lærdómur.
Þú sagðir oft að líf hvers einstak-
lings væri fyiúrfram skipulagt af
æðri máttarvöldum og þannig varð
maður bara að sætta sig við tilver-
una. Það að sætta sig við tilveruna
hefur einkennt fas þitt og fram-
komu. Sama hvernig á stóð, þá
varstu alltaf sátt við þinn hlut, þetta
kenndir þú okkur einnig að vera.
Þessi hugsun var okkur mikill
styrkur hér í sumar þegar við þurft-
um að ganga í gegnum miklar þján-
ingar og gleði á sama tíma.
Núna ert þú farin úr þessum
heimi. Farin á sama stað og afi og
ástkær sonur okkar og bróðir. Við
vitum að þú munt gæta fyrir okkur
Guðmundar Bjarka og passa hann
með öllum þínum kærleik, eins og
önnur barnabörn þin í lifandi lífí.
Dýrmætan ástvin höfum við
misst í þér, en við höfum eignast
Alexander, sem mun ávallt minna
okkur á þig.
Þú munt alltaf eiga stóran stað í
hjarta okkar allra.
Guðmundur, Björk
og Alexander.
Hver kynslóð er örstund ung
og aftur til grafar ber,
en eilífðaraldan þung
lyftir annarri á brjósti sér.
Þá kveðjumst við öll, voru kvöldi hallar -
en kynslóð nýja til starfa kallar
sá dagur, sem órisinn er.
(Tómas Guðmundsson.)
Og nú er það hún Rristín okkar á
Hallveigarstöðum sem hefur kvatt.
Við nefndum hana gjarnan þessu
nafni, Hvítabandskonumar, vegna
þess að við áttum hauk í horni þar
sem hún var. Rristín var húsvörður
á Hallveigarstöðum við Túngötu og
hún gætti þess að við ættum vísan
stað og tíma til að halda félagsfundi
og fyrir 23 árum gekk hún til liðs
við félagið.
Hin síðari ár, þegar hún hafði lát-
ið af störfum og var farin frá Hall-
veigarstöðum og átti orðið erfítt um
vik sökum heilsubrests, þá óskaði
hún eftir því að vetrarstarfíð hæfist
inni á heimili hennar og lét sig ekki
muna um að taka á móti félags-
systrum af myndarskap og naut við
það aðstoðar dætra sinna. Slíkur
var áhugi hennar á mönnum og mál-
efnum.
Hvítabandið minnist Kristínar
Guðmundsdóttur með virðingu og
þökk og vottar ástvinum hennar
einlæga samúð.
F.h. Hvítabandsins,
Ruth Fjeldsted.
+ Stefán Lúðvíks-
son var fæddur
23. niars 1980. Hann
Iést 4. október síð-
astliðinn. Foreldrar
Stefáns eru Denise
Lusile Rix, gift Hall-
dóri Erlendssyni og
Lúðvík Jóhann As-
geirsson, kvæntur
Guðrúnu Berndsen.
Systkini Stefáns eru:
Adolf Þór Lúðvíks-
son; Ásta Hally Lúð-
vfksdóttir; Hjördís
Laufey Lúðvíksdótt-
ir; Sigurrós Hulda
Halldórsdóttir og Erlendur Hall-
dórsson.
Stefán lætur eftir sig tveggja
mánaða gamlan son.
títfor Stefáns fer fram frá
Vidalínskirkju í Garðabæ í dag
og hefst athöfnin klukkan 15.
Það var á haustdegi, eins og þess-
um, fyrir átján árum, að sonur minn
kom með lítinn böggul og lagði í
kjöltu mína. Hann bjó þá með móð-
ur drengsins og bað mig að gæta
hans, því hann og móður hans lang-
aði að skreppa út. Ég horfði inn í
sindrandi augu og andlit með
geislandi bros og þessi litli bögull
gekk inn í hjarta mitt. - Seinna var
ég svo heppin að ég fékk að vita af
þessum litla dreng, þó að móðir
hans og sonur minn byggju ekki
lengur saman. Móðuramma hans
bjó rétt hjá mér. Einnig var ömmu-
stelpan mín á sama dagheimili. Oft-
ar en ekki heyrði ég í dyrasíma
bjarta rödd „amma, þetta er Stef-
án“. Ömmustelpan mín tók það sem
sjálfsagðan hlut, að Stefán ætti
sama rétt á heimilinu og hún. Svo
var hann líka mánuði eldri, og það
var allnokkuð. Stundum fengu þau
bæði að sofa hjá ömmu, og þá varð
ég að vera á milli þeirra, því ekki
mátti hallast á. Ég horfði á sofandi
börnin, sitt við hvora hlið og mér
fannst ég svo rík! Seinna flutti
drengurinn á æskustöðvar mínar, og
eina sambandið sem ég hafði var
gegnum síma. En alltaf kom þetta
sjálfsagða orð „amma“ fyrir hjá hon-
um. Svo var það í sumar, að ég var á
ættarmóti „heima“ að um nóttina er
bankað, og inn kemur hár og grann-
ur maður. Ég hváði í rökkrinu hver
kominn væri, og fékk þetta eina orð
í staðinn, „amma“. Ekki vissi ég þá,
að þetta yrði síðasta skiptið, sem ég
fengi að klappa þessum beinvaxna
dreng, með geislandi brosið - og
hjarta mitt grætur.
Börnin mín öll syrgja líka, því
fyrir þeim var Stefán eins og bróðir
og alltaf talinn til okkar nánustu.
Ég bið Drottin að vera hjá móður
hans, nýfædda drengnum hans og
systkinum og milda missinn hræði-
lega. En hann einn veit, hver til-
gangur lífs og dauða er.
Ingibjörg Árnadóttir.
Við kveðjum þig með söknuði
Stefán, við gátum þó eignast yndis-
legan son. Ég sakna allra góðu
BRIDS
Umsjfin Arnðr G.
Ilagnarsson
Bridsdeild Barðstrendinga
og Bridsfélag kvenna
ÞEGAR búnar eru 12 umferðir í
Monrad barómeter tvímenningi er
röð efstu para eftirfarandi:
Stefanía Sigurbjömsd. - Inga J. Stefánsd. 255
Helgi Samúelsson - Eyþór Hauksson 226
Friðjón Margeirss. - Valdimar Sveinss. 162
Guðbjöm Þórðars. - Jóhann Stefánss. 91
Guðlaugur Sveinss. - Lárus Hermannss. 85
Hjördís Siguijónsd. - Krisján Blöndal 82
Bestu skor 5. október.
Helgi Sæmundss. - Eyþór Haukss. 141
Stefnia Sigurbjömsd. - Inga J. Stefánsd. 122
Soffía Daníelsd. - Kristjana Steingrimsd. 103
JónínaPálsd.-JónStefánsson 83
stundanna sem við átt-
um saman, þær voni
það yndislegasta sem
ég hef átt. Þær minn-
ingar munu alltaf vera
í huga mínum. Ég vil
þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gefið mér
og veitt okkur. Við
kveðjum þig með sökn-
uði í huga og ég bið
góðan guð að styrkja
okkur öll í sorginni.
Stefán var yndisleg-
ur og góðhjartaður
ungur maður, hann
gerði allt sem hann gat
fyrir alla. Far þú í friði til hins eilífa
ljóss og friður guðs varðveiti þig að
eilífu.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðarviðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú
hjjóta skalt.
(V. Briem.)
Linda Björk Jónasdóttir,
óskírður Stefánsson.
Elsku Stebbi. Við söknum þín.
Það verður erfitt að venjast því að
hafa þig ekki nálægt, stríðnina þína,
hláturinn þinn, neðanbeltishúmor-
inn, aulafyndnina en fyrst og fremst
smitandi brosið þitt. Þú gast aldrei
setið kyrr, óþreytandi og alltaf til í
allt. Við gleymum því aldrei þegar
þú varst að sýnast á skellinöðrunni,
sem þú varst límdur við og skrans-
aðir svo harkalega að þú hrundir á
hausinn beint fyrir framan okkur.
Við vinkonurnar vorum að fletta í
gegnum gömul bréf sem við skrifuð-
um í 10. bekk. Það var ekki hægt að
komast hjá því að tala um þig (skrif-
að 5. jan. ‘96): „Stebbi situr fyrir
aftan Úlfar frekar þungt hugsi,
hann starir á svörtu inniskóna hans.
Á stundum sem þessum fer maður
að pæla í öllum þeim hugsunum
sem brjótast um í kollinum á hon-
um.“ (Skrifað 8. jan. ‘96): „Stebbi er
dökkhærður með v.v.o.b. greiðslu í
bláum síðerma smash bol, svörtum
gallabuxum og grænum ullarsokk-
um. Hann er með gulllitaðan hring í
hægra eyra. Það er svo skn'tið hvað
maður tekur allt í einu eftir minnstu
smáatriðunum, t.d. Stebbi er með
einn fæðingarblett hægra megin á
hálsinum og þrjá vinstra megin,
þessir þrír mynda röð, alveg eins og
belti Óríons.“
Bikarkeppni Reykjaness
HAFIN er skráning í bikarkeppni
Reykjaness. Áætlað er að ljúka
fyrstu umferðinni fyrir 1. nóvember
nk. og þar sem stutt er í spiladag er
æskilegt að spilarar fari að tala
saman til að mynda sveitir. Dregið
verður í 1. umferðina 15. október.
Þátttaka tilkynnist til Kjartans í
síma 421-2287 eða 421-2720 (sím-
svari). Skráning er einnig hjá Sigur-
jóni í síma 898-0970.
Bridgefélag Reykjavíkur
Þriðjudaginn 6. október var spil-
aður einskvölds tölvureiknaður
Monrad Barómeter með þátttöku
22 para. Efstu pör voru:
Stefanía Sigurbj.d. - Jóhann Stefánss. 57
Sigurður Þorgeirss. - Daníel Sigurðss. 41
Við munum aldrei gleyma þér svo
lengi sem við lifum, við eigum eftir
að sakna þín sárt en við vonum að
þér líði vel þar sem þú ert núna. Við
hittumst kannski aftur einhvern
tímann, einhvem daginn.
Sjáumst, þínar vinkonur,
Aðalheiður, Þuríður
og Rebekka.
Kæri Stebbi! Okkur finnst erfítt
að trúa hvað gerst hefur en svona
er lífið. Það var svo margt sem við
vildum segja en gátum aldrei sagt,
en nú í dag skiljum við hvað það er
mikilvægt að láta vita hvað manni
þykir vænt um vini sína, áður en
það er of seint, maður veit aldrei
hvenær kallið kemur. Við munum
geyma minningu þína í hjarta okk-
ar, þangað til við hittumst aftur. Við
munum minnast þín sem stráksins
sem kom manni alltaf á óvart og
einnig til að brosa og hlæja. Við
munum eftir fyrsta deginum sem
við hittumst, þú komst með mömmu
þinni á litla ljósgræna bílnum og
sast þar með mömmu þinni þangað
til skólinn byrjaði og varst hálf
feiminn að okkur fannst, en feimnin
fór fljótt því þú varðst fljótt einn af
okkur.
Við munum svo vel eftir sæta
pattaralega andlitinu og hýra bros-
inu sem gat alltaf glatt mann. Megi
guðsenglar vaka yfír syni þínum og
þeim sem eiga um sárt að binda.
Stebbi! Takk fyrir þær góðu
stundir sem við áttum saman. Við
vildum að þær hefðu getað verið
fleiri en þær voru.
Guð blessi þig og minningu þína.
KaUið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðarviðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning þín.
Þínir vinir að eilífu,
Heiðdís, Stefanía og Jón.
Elsku Stefán okkar, það er
hörmulegt að hugsa til þess að þú
sért farinn úr þessu lífi, en við von-
um að þú hafír það gott á nýja
staðnum. Stefán okkar, en við mun-
um geyma þig í hjarta okkar. Þú
gast gefið frá þér yndislegan son
sem er alveg eftirmynd þín. Við vit-
um að þú munt fylgjast vel með
honum þarna hinum megin.
Jæja, Stefán minn, það er erfitt
að minnast þín í orðum svo við segj-
um Guð geymi þig.
Elsku Denna, Halldór og Jóhann,
Guðrún og böm og aðrir aðstand-
endur, Guð blessi ykkur í þessari
miklu sorg.
Daníel Ingimundarson,
María Antonía Jónasdóttir,
Aníta Sonja og Brynja Karen.
Elsku Stebbi frændi, þótt okkar
kynni væru ekki náin seinustu ár,
voru þau það samt. Þú komst oft til
mín til að leita ráða eða fá hjálp. Þú
birtist ávallt á ótrúlegustu tímum
fyrirvaralaust í heimsókn enda
þurftir þú ekki að gera boð á undan
þér, því þú varst ávallt velkominn.
En nú ert þú farinn en samt er eins
HelgiHermannss.-Kjartan Jóhannss. 37
Guðmundur Baldurss. - Sævin Bjarnason 32
Gróa Guðnad. - Torfi Ásgeirss. 27
Þorsteinn Karlss. - Róbert Geirss. 27
8 pör tóku þátt í Verðlaunapottin-
um og því varð heildarverðmæti
hans 4.000 kr. Hann rann allur til
Sigurðar og Daníels.
Á þriðjudagskvöldum BR verða
spilaðir einskvölds tölvureiknaðir
tvímenningar, Mitchell- og Monrad-
Barómeter til skiptis. Spilurum
verður boðið að taka þátt í verð-
launapotti, þ.e. að leggja 500 kr. í
pott sem rennur til efsta parsins af
þeim sem tóku þátt í pottinum. Allir
spilarar eru velkomnir á þriðju-
dagskvöldum. Spilarar sem eru 20
ára og yngri spila frítt á þriðjudög-
um og föstudögum. Keppnisstjóri er
Sveinn Rúnar Eiríksson.
og þú gætir komið í heimsókn á
morgun eða hinn, en ég veit það
innst inni að svo er ekki því miður,
ég á eftir að sakna þess allra mest.
Það hefur verið stór heiður í lífi
mínu að vera ein af þínum fyrir-
myndum.
Saknaðarkveðjur,
Ásgeir, stóri frændi,
og fjölskylda.
Elsku Stefán. Það var mikið áfall
fyrir mig þegar mamma vakti mig
upp á sunnudagsmorguninn og
sagði mér fréttirnar af slysinu sem
þú lentir í. Þú hvarfst allt of fljótt úr
lífi okkar allra, og þá sérstaklega
litla sonar þíns sem er ekki nema
tveggja mánaða. Ég vildi að við*-'
hefðum fleiri minningar að geyma,
hefðum átt fleiri skemmtilegar
stundir saman, eins og til dæmis
þær þegar við vorum saman á
Skagaströnd í heimsókn hjá pabba
þínum. Sérstaklega þegar ég, þú og
Adolf bróðir þinn fórum á fótbolta-
æfíngar, lékum okkur í körfubolta
og margt fleira. Einnig minnist ég
þess sérstaklega þegar við frænd-
urnir vorum saman um helgar
heima hjá Ástu ömmu og Mása í
Garðabæ.
Guð mun gefa foreldrum þínum
og systkinum styrk í sorg sinni og
þú munt vaka yfir litla syni þínum í
framtíðinni.
Guð geymi þig og varðveiti á sálu^"
og lífi þennan dag og alla daga.
Þinn frændi,
Atli Már.
„Þó ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum, hugsið ekki um dauð-
ann með harmi og ótta. Ég er svo
nærri, að hvert ykkar tár snertir
mig og kvelur, þótt látinn mig hald-
ið. En þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug, sál mín lyftist upp
í mót til ljóssins. Verið glöð og
þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og
ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu.“ (Khalil Gibran)
Þórunn, Vala, Steinunn,
Rakel og Svava.
í fáum orðum viljum við kveðja
vin okkar og félaga, Stefán Lúðvíks-
son, og vottum nánustu ættingjum
hans samúð okkar. Sérstaklega þó
ungum syni hans sem fékk ekki að
kynnast honum.
Stefán var skemmtilegur og lífs-
glaður ungur maður sem verður
lengi í okkar minnum hafður.
Hugur okkar reikar aftur til allra
ánægjulegu stundanna sem við átt- y
um með honum og við kveðjum
Stefán með söknuð í hjarta.
Megi hann hvíla í friði.
Kær kveðja,
Sigurbjörn Jónsson, Snorri
Jónsson, María Guðmunds-
dóttir, Pétur Svavarsson,
Hanna Lotta Svavarsdóttir,
Þröstur Áskelsson, Kristúi
Sigmundsdóttir, Páll Hjartars-
son, Halldór Ólafsson, Gauti
Þórðarson, Hrefna Guðmunds-
dóttir, Hjálmar Guðbjörnsson,
Hafþór Benediktsson, Katrín
Wasyl, Ragnar Jóhannsson,
Rut Friðriksdóttir, Halldór
Jónsson, Ragnheiður Gunn-
arsdóttir.
Fyrsta kvöldið af 7 í Póllandství-
menningi félagsins var spilað mið-
vikudaginn 7. október. 44 pör spiluðu
Hipp hopp-tvímenning í 2 riðlum.
Efstu pör:
A-riðill - N/S:
Haukur Ingason - Helgi Jónss. 679
Jón St. Gunnlaugss. - Gylfi Baldurss. 669
Guðmundur Amarson - Þorlákur Jónss. 647
A/V
Sigtryggur Sigurðss. - Bragi Haukss. 650
Steinberg Ríkarðss. - Ólafur Steinason 626'*“''
Ragnar S. Magnúss. - Kristján Blöndal 594
B-riðiIl - N/S:
Hrafnhildur Skúlad. - SofBa Daníelsd. 684
Gísli Hafliðason - Ólafur Þór Jóhannss. 627
Sverrir G. Kristinss. - Guðm. Péturss. 620
AV
Aron Þorfmnss. - Snorri Karlss. 675
Guðm. Hermannss. - Helgi Jóhannss. 648
Hjálmar S. Pálss. - Gísli Steingrímss. 612^
STEFAN
LÚÐVÍKSSON