Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
MORGUNB LAÐIÐ
FRÉTTIR
Davíð Oddsson forsætisráðherra f stefnuræðu á Alþingi
Stærstur hluti þjóðar-;
innar taki þátt í útgerð
SVONA taktu ofan pottlokið, strákur, og segðu frúnni hvernig hún á að
drullumalla þetta ofan í liðið.
Bæjarstjórn Austur-Héraðs vill lögíormlegt
umhverfísmat um Fljótsdalsvirkjun
Meirihluti bæjarstjórnar
klofnaði í afstöðu sinni
MEIRIHLUTI bæjarstjórnar í
Austur-Héraði klofnaði á fundi fyrr
í vikunni þegar atkvæði voru greidd
um tillögu þar sem hvatt var til að
fram færi lögformlegt umhverfís-
mat vegna Fljótsdalsvirkjunar.
Broddi Bjamason, forseti bæjar-
stjórnar og oddviti framsóknar-
manna, útilokai- ekki að þessi niður-
staða komi til með að hafa áhrif á
meirihlutasamstarf B- og F-lista.
Eftir sveitarstjórnarkosningar í
vor mynduðu Framsóknarflokkur
og Listi félagshyggju við fljótið
meirihluta. I samstarfssamningi
flokkanna segir að þeir séu sam-
mála um að virkja jökulár norðan
Vatnajökuls, „enda fari fram um-
hverfismat fyrir alla virkjanakosti“.
í síðustu viku lagði F-listinn fram
tillögu á bæjarráðsfundi þar sem
skorað er á bæjarstjóm að láta fara
fram „lögformlegt umhverfismat“
vegna Fljótsdalsvirkjunar. Fi-am-
sóknarmenn lýstu yfir andstöðu við
tillöguna og töldu að í henni fælist
efnisleg breyting frá samkomulagi
flokkanna í vor. F-listinn taldi hins
vegar að með tillögunni væri verið
að framfylgja samkomulagi flokk-
anna.
Hefur áhrif á samstarfið
A bæjarstjórnarfundi í fyrra-
kvöld var tillagan borin undir at-
kvæði og samþykkt með atkvæði
þriggja F-listamanna og tveggja
sjálfstæðismanna. Fjórir framsókn-
armenn greiddu hins vegar atkvæði
gegn henni.
„Þetta hlýtur að hafa einhver
áhrif á samstarfið vegna þess að
okkur finnst að það sé verið að
hræra í þessum trúnaði sem okkur
fínnst skipta miklu máli í samstarfi
tveggja flokka. Tíminn mun leiða
það í Ijós hvort þetta var trausta-
brestur eða hvort þetta var brestur
sem á eftir að leiða til frekari gliðn-
unar,“ sagði Broddi.
Broddi sagði að fulltrúar F-list-
ans hefðu borið tillöguna upp í bæj-
arráði án nokkurs samráðs við
framsóknarmenn. Þeir væru ekki
sáttir við þessi vinnubrögð, en
myndu ekki slíta samstarfinu að svo
komnu máli.
agurkusalat, bbdg
IÐINNI HEIM • UM LAND ALLT
XTC orkudrykkur
M)-
Vilko bláberjasúpa
Beauvais rauðkál, 570g
Islandsheimsókn Davids Carsons
Virðir hvorki
boð né bönn
Guðbjörg Gissurardóttir
DAVID Carson,
einn fremsti og
jafnframt um-
deildasti hönnuður sam-
tímans, heldur fyrirlest-
ur og námskeið hér á
landi um helgina. Guð-
björg Gissurardóttir, MS
í grafískri hönnun, segir
að áhugi Carsons á landi
og þjóð hafi ráðið mestu
um að hann ákvað að
koma hingað. Guðbjörg
kom að máli við Carson
eftir að hafa hlýtt á fyrir-
lestur hans í New York í
fyrra. Eftir að Carson
hafði lýst áhuga sínum á
að koma hingað til lands
var ferðin skipulögð.
Styrktaraðilar heimsókn-
arinnar eru Félag ís-
lenskra teiknara (FIT), Sam-
band íslenskra auglýsingastofa
(SIA) og Prenttæknistofnun.
Guðbjörg segir að Carson sé
sjálfmenntaður í faginu. „Ein
afleiðingin af þvi er hversu
frjálslegan stíl hann hefur til-
einkað sér. Carson vinnur eins
og listamaður, lætur innsæið
ráða og virðir hvorki boð né
bönn gi-afískrar hönnunar.
Eg verð að segja að eftir að
hafa heyrt hvernig hann vinnur
kom mér mest á óvart hvað
undirbúningsvinnan tekur lang-
an tíma í ferlinu. Gott dæmi er
að þegar Carson er að vinna
fyrir tímarit les hann greinarn-
ar alltaf vandlega yfir og veltir
fyrir sér hvernig hann geti
komið efninu til skila í grafísku
formi áður en hann hefst handa
við sjálfa hönnunina.
Reyndar hafa sumir gagn-
rýnt Carson fyrir að vera ólæsi-
legur en þegar betur er að gáð
er alltaf einhver djúp hugsun á
bak við hönnunina."
- Fyrir hverja er fyrirlestur-
inn í dag?
„Fyrirlesturinn í Háskólabíói
kl. 17 er fyrst og fremst ætlaður
nemendum í faginu, fagmönn-
um og ljósmyndurum. Ekki er
heldur ólíklegt að fagfólk í al-
mennri hönnun komi til að
hlýða á Carson. A fyrirlestrin-
um talar hann um eigin verk,
gömul og ný, kemur að hug-
myndavinnu, þróun stíls, hlut-
verki innsæis og tilfinninga."
- Carson verður svo með opið
námskeið um helgina. Hvað
verður gert á því?
„Ég hef óskað eftir því að líkt
og hann hefur áður gert á nám-
skeiðum sínum reyni hann að fá
fólk til að velta því svolítið fyrir
sér hvert það sjálft sé og hvern-
ig sé hægt að koma því til skila í
hönnuninni og gleyma
kúnnanum um stund.“
- Hefur Carson
gert mikið af því að
hulda fyrirlestra og
námskeið erlendis?
„Já talsvert, enda er mikið sóst
eftir að fá hann til hinna ýmsu
landa. Þess vegna er hann yfir-
leitt með þéttskipaða dagskrá
og getur ekki orðið við óskum
allra. Ég hef einmitt talsvert
verið spurð að því hvemig mér
hafi tekist að fá hann hingað.
Þar spilaði áhugi hans sjálfs
auðvitað inn í.“
- Hver eru sérkenni Carsons
íhönnun?
„Almennt er hægt að segja að
Carson sé mjög róttækur í allri
sinni hönnun, þótt hann sé far-
inn að færa sig meira út í ein-
► Guðbjörg Gissurardóttir er
fædd 27. maí 1968 í Reykja-
vík. Guðbjörg varð stúdent frá
Verslunarskóla Islands árið
1988. Eftir fjögurra ára nám
lauk hún námi í grafískri
hönnum frá Myndlistaskóla ís-
lands árið 1994. Framhalds-
nám stundaði hún svo í Pratt
Institute í New York og lauk
þaðan MS-gráðu í samskipta-
hönnun vorið 1997.
Guðbjörg starfaði á auglýs-
ingaskrifstofunni Kirsenbaum
síðastliðinn vetur. Nú er hún í
fæðingarorlofi með íjögurra
mánaða dóttur sína. Maður
hennar er Jón Árnason hug-
myndasmiður.
faldleikann. Ef draga á sérstak-
lega fram ákveðin einkenni má
nefna að hann vinnur mikið með
leturgerðir og samspil leturs og
mynda.“
- Fyrir hverja hefur hann
unnið?
„Carson hefur starfað á ýms-
um sviðum. Ég get nefnt að
hann hefur hannað og séð um
útlit á bandarískum tímaritum á
borð við Ray Gun. Á auglýs-
ingasviðinu hefur hann unnið
fyrir ekki minni risa en Nike,
Pepsi, MTV, Sony og nú síðast
fyrir Armani. Ekki má heldur
gleyma því að hann hefur skrif-
að tvær bækur, „2nd sight“ og
„The End of Print“. Seinni bók-
in er ein söluhæsta hönnunar-
bók í heiminum í dag.“
- Carson er félagsfræðikenn-
ari að mennt. Hefur sá bak-
gi-unnur áhrif á hönnun hans?
„Ég held að félagsfræðin
hjálpi honum talsvert í nám-
skeiðahaldinu. Eflaust hefur
hún svo einhver áhrif í sjálfri
hönnuninni. Ég
treysti mér hins veg-
ar ekki til að segja
nákvæmlega til um
hvernig - svona án
frekari skoðunar."
- Ætlar Carson að gefa sér
tíma til að skoða landið í ís-
landsheimsókninni?
„Já, ég ætla að fara með hann
um Reykjavík og næsta ná-
grenni og svo verður farið í
dagsferð upp á hálendið. Car-
son hefur gaman af að ferðast
og tekur alltaf myndavélina
með. Ekki bara til að taka
myndir úti í náttúrunni, því
hann hefur gert töluvert af því
að taka myndir af heimagerðri
hönnun, óvenjulegri áferð og
ýmsu öðru til að nota með
óbeinum hætti í hönnun sinni.“
Fólk gleymir
kúnnanum
um stund