Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Brosað í gegnum skýin ÞAÐ eru engar ýkjur að landið haf! brosað við vestan Kaldadals, og festi skælbrosandi jökul- flugmanninum, sem flaug yfír smájökulinn Ok, skallann á filmu. Norsk Hydro ráðgerir að stórauka álframleiðslugetu fram til 2005 Alver á Islandi lið- ur í aukningunni NORSKA stóriðju- og orkufyrir- tækið Norsk Hydro hefur sett sér það markmið að auka framleiðslu- getu sína á áli úr 750.000 tonnum í 1,3 milljónir tonna á ári árið 2005. Liður í þessum áformum er bygg- ing álvers á Islandi. Þetta segir Jostein Flo, aðstoðarforstjóri ál- og boxítdeildar Norsk Hydro, í samtali við Morgunblaðið. Framleiðslugeta Norsk Hydro var í hittifyrra 650.000 tonn en síð- an hafa álver fyrirtækisins verið stækkuð og er ársframleiðslugetan nú 750.000 tonn. „Það koma þrír til fjórir valkostir til greina til að ná þessu markmiði. í fyrsta lagi með því að víkka út starfsemina utan Noregs, t.d. í Mið- austurlöndum, þ.e. Katar, eða í Trinidad [í Suður-Ameríku]. í öðru lagi með byggingu álvers á íslandi, sem er mjög raunhæfur kostur, og gæti einnig komið til greina þótt fyrsti kosturinn yrði fyrir valinu. í þriðja lagi með enn frekari fram- leiðsluaukningu í Noregi. Einnig er husanlegt að allir þessir kostir verði nýttir upp að einhverju marki,“ seg- ir Jostein Flo. Flo segir að ekki sé unnt að segja til um hvenær þessum áform- um verði hrint í framkvæmd en segir að gott samstarf sé við ís- lendinga og viðræður séu í gangi við stjórnvöld. „Það er ennþá stefnt að því að reisa álver á Is- landi og ég lít björtum augum á framvindu þess máls.“ Bjartsýni þrátt fyrir lágt álverð Hann segir að þrátt fyrir lágt ál- verð nú um stundir ríki bjartsýni um framtíðarhorfur á álmarkaði. „Til lengri tíma litið verður eftir- spurnin meiri en framboð, einkum vegna aukinnar notkunar áls við framleiðslu samgöngutækja. í Evr- ópu er skortur á áli. Noregur og ís- land eru vænlegir staðir til þess að annast eftirspurnina í Evrópu. Þess vegna er einnig unnið að undirbún- ingi frekari framkvæmda í Noregi. En eitt verkefni útilokar ekki ann- að,“ segir Flo. Flo segir að umhverfismál séu ávallt í brennidepli hjá Norsk Hydro. Verði ráðist í byggingu ál- vers á íslandi verði umhverfís- verndarsjónarmið ráðandi við hönn- un þess og mengunarvarnabúnaður af bestu gerð. Sigmundur Ó. Steinars- son fréttastjóri íþrótta SIGMUNDUR Ólafur Steinarsson hefur verið ráðinn fréttastjóri íþrótta við Morgun- blaðið. Skapti Hall- grímsson, sem var um- sjónarmaður íþrótta- frétta blaðsins frá vor- inu 1987 og fréttastjóri íþrótta frá 1. febrúar 1995, hverfur nú til annarra starfa á rit- stjóm Morgunblaðsins. Sigmundur er fímm- tugur að aldri. Hann var blaðamaður á Tím- anum 1971-1980, Vísi 1980- 1981 og á DV 1981- 1987 og skrifaði Sigmundur Ó. Steinarsson um íþróttir og al- mennar fréttir á þess- um blöðum. Hann var ritstjóri blaðsins Reykjaness hálft árið 1986. Frá 1. nóvember 1987 hefur Sigmundur starfað á Morgunblað- inu og fjallað um íþróttir. Sigmundur hefur skrifað níu bæk- ur um íþróttir og íþróttamenn. Sigmundur Ó. Steinarsson er kvænt- ur Maríu Haralds- dóttur og eiga þau eina dóttur. Álftir á matseðlum? í KJÖLFAR drápa á álftum í tuga- tali í Þykkvabæ um síðastliðna helgi hyggst Náttúrufræðistofnun leggja fýrir lögi-eglu upplýsingar sem hún telur sýna að ákveðin veitingahús hafí boðið upp á álftir á sælkera- og villibráðarkvöldum. Náttúrufræði- stofnun telur að samhengi gæti ver- ið á milli veiðanna um helgina og villibráðarkvölda veitingahúsanna og telur brýnt að drápin verði rann- sökuð ofan í kjölinn. Að sögn Jóns Gunnai's Ottósson- ar, forstjóra Náttúrufræðistofnunar, hefur verið vitað lengi að álftir hafi verið skotnar af einstaklingum, en þegar svo mai’gir fuglar séu skotnir í þeim tilgangi að leggja fram hráefni fyrir veitingahús sé málið komið á mjög alvarlegt stig þar sem um til- tölulega lítinn og viðkvæman stofn sé að ræða. „Álftin hefur verið matur á opinberum veitingahúsum og í veislum á vegum félagasamtaka og við höfum vitneskju um ákveðin fé- lagasamtök og veitingahús sem höfðu þær á boðstólum í íyrra og hittifyrra,“ segir Jón Gunnar. Að- spurður hvort einhverjir nafngreind- ir aðilar verði kærðir segir hann að málið verði rætt við lögreglu. Fækkun í stofninum um 3% Álftastofninn er mjög viðkvæm- ur að sögn Jóns Gunnars og hefur farið minnkandi undanfarin ár. Stofninn hefur verið talinn á fimm ára fresti síðan 1986 og bendir síð- asta talning, sem fram fór árið 1995, til þess að fækkað hafi í stofninum um 3% á ári frá 1991. 15.842 álftir voru taldar árið 1995, sem bendir til fækkunar upp á 2.193 fugla eða 12,2% frá síðustu talningu árið 1991. Árleg afföll voru þá áætluð 19,7% í samanburði við 16,7% nýliðun yfir þetta árabil, sem jafngildir 3% fækkun. Helsta þekkta dánarorsök álfta fyrir utan , náttúrulegan dauða er sú að þær fljúga á raflínur, en á Náttúru- fræðistofnun fer nú fram rannsókn | á fugladauða af völdum raflína. „Við erum að reyna að meta áhrif raflína á álftadauða, en við vitum í rauninni ekkert í hversu miklum mæli hún er skotin. Það breytir því ekki að veiðar á álft eru stranglega bannaðar og eru refsivert athæfi,“ segir Jón Gunnar. Eftirlitsstofnun EFTA um tilskipun Evrópusambandsins um skip sem flytja hættulegan farm Reka á eftir breytingu sem ekki hefur verið birt RAGNHILDUR Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðu- neytinu, segir að ráðuneytið geti ekki leitt í lög nema aðra breyt- inguna af tveimur á tilskipun Evr- ópusambandsins um skip með hættu'egan farm, sem Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) rak á eftir í síðasta mánuði með útgáfu rök- studds álits til íslenzkra stjórn- valda. Ástæðan sé sú að útgáfu- deild EFTA hafi enn ekki birt við- komandi breytingu í EES-viðbæt- inum við Stjórnartíðindi Evrópu- bandalagsins. Eftirlitsstofnunin sendi íslandi tvö rökstudd álit vegna tveggja breytinga á tilskipun ESB um skip, sem flytja hættulegan farm. Taldi stofnunin að breytingar þessar á tilskipuninni hefðu ekki verið lög- leiddar hér með fullnægjandi hætti. Ragnhildur segir að við skoðun málsins í samgönguráðuneytinu hafi komið í ljós að aðra breyting- una væri ekld búið að birta á ís- lenzku í EES-viðbæti við Stjómar- tíðindi EB og því væri illmögulegt að leiða hana í lög hér á landi. Ragnhildur segir að ráðuneyti hér hafi farið þess á leit við útgáfudeild EFTA að reynt verði að hraða þýð- ingum og birtingum EES-gerða í EES-viðbætinum. Ragnhildur segir að auk þessa snerti breytingamar tvær, sem gerðar hafa verið á tilskipuninni og ESA rekur nú á eftir að verði lög- leiddar, eingöngu gildistöku til- skipunarinnar en ekki efni hennar. „Það er verið að gera breytingar á gildistöku tilskipunarinnar með vísun til breytinga á alþjóðlegum samningum, sem Island á nú þegar aðild að, og þessar reglur era því komnar í gildi á íslandi,“ segir Ragnhildur. „Þetta er því hreint formsatriði en ekki efnisatriði. Það gilda sömu reglur um flutning hættulegs farms á íslandi í dag og í öðram ríkjum EES. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbi.is L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.