Morgunblaðið - 09.10.1998, Side 2

Morgunblaðið - 09.10.1998, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Brosað í gegnum skýin ÞAÐ eru engar ýkjur að landið haf! brosað við vestan Kaldadals, og festi skælbrosandi jökul- flugmanninum, sem flaug yfír smájökulinn Ok, skallann á filmu. Norsk Hydro ráðgerir að stórauka álframleiðslugetu fram til 2005 Alver á Islandi lið- ur í aukningunni NORSKA stóriðju- og orkufyrir- tækið Norsk Hydro hefur sett sér það markmið að auka framleiðslu- getu sína á áli úr 750.000 tonnum í 1,3 milljónir tonna á ári árið 2005. Liður í þessum áformum er bygg- ing álvers á Islandi. Þetta segir Jostein Flo, aðstoðarforstjóri ál- og boxítdeildar Norsk Hydro, í samtali við Morgunblaðið. Framleiðslugeta Norsk Hydro var í hittifyrra 650.000 tonn en síð- an hafa álver fyrirtækisins verið stækkuð og er ársframleiðslugetan nú 750.000 tonn. „Það koma þrír til fjórir valkostir til greina til að ná þessu markmiði. í fyrsta lagi með því að víkka út starfsemina utan Noregs, t.d. í Mið- austurlöndum, þ.e. Katar, eða í Trinidad [í Suður-Ameríku]. í öðru lagi með byggingu álvers á íslandi, sem er mjög raunhæfur kostur, og gæti einnig komið til greina þótt fyrsti kosturinn yrði fyrir valinu. í þriðja lagi með enn frekari fram- leiðsluaukningu í Noregi. Einnig er husanlegt að allir þessir kostir verði nýttir upp að einhverju marki,“ seg- ir Jostein Flo. Flo segir að ekki sé unnt að segja til um hvenær þessum áform- um verði hrint í framkvæmd en segir að gott samstarf sé við ís- lendinga og viðræður séu í gangi við stjórnvöld. „Það er ennþá stefnt að því að reisa álver á Is- landi og ég lít björtum augum á framvindu þess máls.“ Bjartsýni þrátt fyrir lágt álverð Hann segir að þrátt fyrir lágt ál- verð nú um stundir ríki bjartsýni um framtíðarhorfur á álmarkaði. „Til lengri tíma litið verður eftir- spurnin meiri en framboð, einkum vegna aukinnar notkunar áls við framleiðslu samgöngutækja. í Evr- ópu er skortur á áli. Noregur og ís- land eru vænlegir staðir til þess að annast eftirspurnina í Evrópu. Þess vegna er einnig unnið að undirbún- ingi frekari framkvæmda í Noregi. En eitt verkefni útilokar ekki ann- að,“ segir Flo. Flo segir að umhverfismál séu ávallt í brennidepli hjá Norsk Hydro. Verði ráðist í byggingu ál- vers á íslandi verði umhverfís- verndarsjónarmið ráðandi við hönn- un þess og mengunarvarnabúnaður af bestu gerð. Sigmundur Ó. Steinars- son fréttastjóri íþrótta SIGMUNDUR Ólafur Steinarsson hefur verið ráðinn fréttastjóri íþrótta við Morgun- blaðið. Skapti Hall- grímsson, sem var um- sjónarmaður íþrótta- frétta blaðsins frá vor- inu 1987 og fréttastjóri íþrótta frá 1. febrúar 1995, hverfur nú til annarra starfa á rit- stjóm Morgunblaðsins. Sigmundur er fímm- tugur að aldri. Hann var blaðamaður á Tím- anum 1971-1980, Vísi 1980- 1981 og á DV 1981- 1987 og skrifaði Sigmundur Ó. Steinarsson um íþróttir og al- mennar fréttir á þess- um blöðum. Hann var ritstjóri blaðsins Reykjaness hálft árið 1986. Frá 1. nóvember 1987 hefur Sigmundur starfað á Morgunblað- inu og fjallað um íþróttir. Sigmundur hefur skrifað níu bæk- ur um íþróttir og íþróttamenn. Sigmundur Ó. Steinarsson er kvænt- ur Maríu Haralds- dóttur og eiga þau eina dóttur. Álftir á matseðlum? í KJÖLFAR drápa á álftum í tuga- tali í Þykkvabæ um síðastliðna helgi hyggst Náttúrufræðistofnun leggja fýrir lögi-eglu upplýsingar sem hún telur sýna að ákveðin veitingahús hafí boðið upp á álftir á sælkera- og villibráðarkvöldum. Náttúrufræði- stofnun telur að samhengi gæti ver- ið á milli veiðanna um helgina og villibráðarkvölda veitingahúsanna og telur brýnt að drápin verði rann- sökuð ofan í kjölinn. Að sögn Jóns Gunnai's Ottósson- ar, forstjóra Náttúrufræðistofnunar, hefur verið vitað lengi að álftir hafi verið skotnar af einstaklingum, en þegar svo mai’gir fuglar séu skotnir í þeim tilgangi að leggja fram hráefni fyrir veitingahús sé málið komið á mjög alvarlegt stig þar sem um til- tölulega lítinn og viðkvæman stofn sé að ræða. „Álftin hefur verið matur á opinberum veitingahúsum og í veislum á vegum félagasamtaka og við höfum vitneskju um ákveðin fé- lagasamtök og veitingahús sem höfðu þær á boðstólum í íyrra og hittifyrra,“ segir Jón Gunnar. Að- spurður hvort einhverjir nafngreind- ir aðilar verði kærðir segir hann að málið verði rætt við lögreglu. Fækkun í stofninum um 3% Álftastofninn er mjög viðkvæm- ur að sögn Jóns Gunnars og hefur farið minnkandi undanfarin ár. Stofninn hefur verið talinn á fimm ára fresti síðan 1986 og bendir síð- asta talning, sem fram fór árið 1995, til þess að fækkað hafi í stofninum um 3% á ári frá 1991. 15.842 álftir voru taldar árið 1995, sem bendir til fækkunar upp á 2.193 fugla eða 12,2% frá síðustu talningu árið 1991. Árleg afföll voru þá áætluð 19,7% í samanburði við 16,7% nýliðun yfir þetta árabil, sem jafngildir 3% fækkun. Helsta þekkta dánarorsök álfta fyrir utan , náttúrulegan dauða er sú að þær fljúga á raflínur, en á Náttúru- fræðistofnun fer nú fram rannsókn | á fugladauða af völdum raflína. „Við erum að reyna að meta áhrif raflína á álftadauða, en við vitum í rauninni ekkert í hversu miklum mæli hún er skotin. Það breytir því ekki að veiðar á álft eru stranglega bannaðar og eru refsivert athæfi,“ segir Jón Gunnar. Eftirlitsstofnun EFTA um tilskipun Evrópusambandsins um skip sem flytja hættulegan farm Reka á eftir breytingu sem ekki hefur verið birt RAGNHILDUR Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðu- neytinu, segir að ráðuneytið geti ekki leitt í lög nema aðra breyt- inguna af tveimur á tilskipun Evr- ópusambandsins um skip með hættu'egan farm, sem Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) rak á eftir í síðasta mánuði með útgáfu rök- studds álits til íslenzkra stjórn- valda. Ástæðan sé sú að útgáfu- deild EFTA hafi enn ekki birt við- komandi breytingu í EES-viðbæt- inum við Stjórnartíðindi Evrópu- bandalagsins. Eftirlitsstofnunin sendi íslandi tvö rökstudd álit vegna tveggja breytinga á tilskipun ESB um skip, sem flytja hættulegan farm. Taldi stofnunin að breytingar þessar á tilskipuninni hefðu ekki verið lög- leiddar hér með fullnægjandi hætti. Ragnhildur segir að við skoðun málsins í samgönguráðuneytinu hafi komið í ljós að aðra breyting- una væri ekld búið að birta á ís- lenzku í EES-viðbæti við Stjómar- tíðindi EB og því væri illmögulegt að leiða hana í lög hér á landi. Ragnhildur segir að ráðuneyti hér hafi farið þess á leit við útgáfudeild EFTA að reynt verði að hraða þýð- ingum og birtingum EES-gerða í EES-viðbætinum. Ragnhildur segir að auk þessa snerti breytingamar tvær, sem gerðar hafa verið á tilskipuninni og ESA rekur nú á eftir að verði lög- leiddar, eingöngu gildistöku til- skipunarinnar en ekki efni hennar. „Það er verið að gera breytingar á gildistöku tilskipunarinnar með vísun til breytinga á alþjóðlegum samningum, sem Island á nú þegar aðild að, og þessar reglur era því komnar í gildi á íslandi,“ segir Ragnhildur. „Þetta er því hreint formsatriði en ekki efnisatriði. Það gilda sömu reglur um flutning hættulegs farms á íslandi í dag og í öðram ríkjum EES. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbi.is L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.