Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 28
H 28 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ þróa hugbúnað, til að leysa þau verkefni sem við vinnum að núna.“ Ekki sérstakt fyrirtæki um gagnagrunn íslensk erfðagreining hyggst ekki stofna sérstakt fyrirtæki um rekstur gagnagrunns. „Það kemur ekki til greina," segir Kári Stefáns- son. „Uppbygging gagnagrunns kemur starfsemi Islenskrar erfða- greiningar vel, en við höfum ekkert með það að gera að stofna annað fyrirtæki. íslenskir vísindamenn fá aðgang að grunninum, en auðvitað sitja þeir ekki við sama borð og Is- lensk erfðagreining. Núna er eng- inn miðlægur gagnagrunnur á heil- brigðissviði til hér á landi, en við viljum búa hann til, standa undir kostnaði við gerð hans. Aðrir vís- indamenn ætla ekki að byggja upp slíkan grunn.“ Kári segir að skilningur sinn á gagnagrunnsfrumvarpinu sé sá, að íslenskir vísindamenn utan starf- semi sérleyfíshafa eigi að hafa frjálsan og óheftan aðgang að mið- læga grunninum, með þeirri einu undantekningu að erlendar stofnan- ir eða fyrirtæki eigi ekki að geta svindlað sér inn í grunninn í gegn- um íslenska vísindamenn. „Það eru einu takmarkanirnar sem aðgangs- nefnd er heimilt að beita. Það er ósköp eðlilegt og enginn möguleiki að reka þetta öðruvísi. Ef þetta eft- irlit væri ekki þá væri einfaldast fyrir þá, sem annars þyrftu að borga áskrift, að finna íslenska vis- indamenn sem væru tilbúnir að vinna þessa vinnu fyrir þá.“ Frumvarpið gerir ráð fyrir að rekstraraðili grunnsins eigi einn fulltrúa af þremur í aðgangsnefnd- inni. Kári telur það óhjákvæmilegt. „Hver annar á að vaka yfir þessum hagsmunum? Fulltrúi háskólans eða heilbrigðisráðuneytisins? Rekstraraðili þarf að standa undir fjárhagslegri uppbyggingu og rekstri grunnsins og það er eðlilegt að fulltrúi íyrirtækisins fái að vaka yfir honum.“ Samkeppni og aðgangur Þær raddir hafa heyrst, að það sé óeðlilegt að fulltrúi rekstraraðila fari yfir umsóknir annarra vísinda- manna um rannsóknir byggðar á upplýsingum úr grunninum. Þessu svarar Kári með því að vísa til þess að íslensk erfðagreining vinni allar sínar rannsóknir samkvæmt leyfi frá Vísindasiðanefnd. Fyrirtækið hafi þurft að senda nákvæmar lýs- ingar á fyrirhuguðum rannsóknum til nefndarinnar, sem í sitji vísinda- menn í beinni samkeppni við ís- lenska erfðagreiningu, „menn sem sátu á umsóknum okkar svo mánuð- um skipti, notandi alls konar tylli- ástæður til að afgreiða þær ekki,“ segir Kári. „Vegna þessa skil ég áhyggjur vísindamanna og það verður að setja mjög skýrar reglur um heimildir sérleyfishafa til að líta á rannsóknaráætlanir annarra vís- indamanna. Það verður að setja saman vinnureglur sem gera vís- indamönnum kleift að senda inn umsóknir án þess að hafa áhyggjur af að menn séu að stelast í þeirra hugmyndir og jafnframt að verja þessa leið fyrir þeim sem annars væru eðlilegir viðskiptavinir gi-unn- sins. Það á að vera hægt að finna leið til slíks. Þetta er ekki sérís- lenskur vandi. Ég vann í Bandaríkj- unum í tuttugu ár þar sem sækja þurfti um styrki til National Institu- te of Health og annars staðar, þar sem samkeppnisaðilar fóru yfir um- sóknir. Það sama á við þegar sendar „Þad verður að setja saman vinnu- reglur sem gera vísindamönnum kleift að senda inn umsóknir án þess að hafa áhyggjur af að menn séu að stelast í þeirra hugmyndir.“ eru greinar í vísindatímarit, þar sem dæmi eru um að vísindamenn sitji á greinum frá öðrum í mánuði og ár, á meðan þeir skrifa sínar eig- in. Þessi vandi fylgir vísindasamfé- laginu og engu síður í háskólum en fyrirtækjum eða styrkveitingar- stofnunum." Kári vill leita allra leiða til að koma í veg fyrir að sérleyfishafi geti nýtt sér hugmyndir annaiTa. „Það má ekki gerast. Ég hef heldur ekk- ert við það að athuga þótt aðrir vís- indamenn ætli að rannsaka það sama og íslensk erfðagreining. Það má ekki koma í veg fyrir neinar rannsóknir. Gagnagrunnurinn er bara tæki til að vinna að rannsókn- um, en það á ekki að veita sérleyfis- hafa neinn einkarétt til að stunda erfðarannsóknir eða læknisfræði- rannsóknir á nokki'um einasta sjúk- dómi. Þá værum við að vinna gegn upphaflegum tilgangi." Kári vísar því á bug að tilvist gagnagrunns kæmi í veg fyrir að önnur fyrirtæki á sviði líftækni hasli sér völl hér á landi. „Ég er handviss um að grunnurinn myndi laða að mörg fyrirtæki í líftækni, sem hefðu aðgang að upplýsingum úr honum. Þau geta keypt sig inn í grunninn alveg eins og erlend fyrirtæki. Gagnagrunnur ætti að vera mikill hvati til bæði akademískra rann- sókna hjá íslenskum vísindamönn- um og til iðnaðarrannsókna í líf- tækni.“ Upplýsingar í tölulegu formi En hvaða upplýsingar era það, sem eiga að fara í granninn? Kári svarar því svo, að í grunninn eigi að fara upplýsingar, sem hægt væri að kóða, setja í tölulegt form. Það væri ekki hægt að gera með texta í sjúkraskrám, en hann geymdi einmitt viðkvæmasta hluta sjúkra- skráa, samskipti sjúklings og lækn- is. Inn í grunninn færu greiningar, blóðmælingar, aðgerðir og fleira. Fyrst og fremst upplýsingar úr STJORN Islenskrar erfóagreiningar: Sir John Vane Nóbelsverðlaunahafi í læknisfræði árið 1982, Guy Nohra fulltrúi Alta Partners, Kári Stefánsson forstjóri, Vigdis Finnbogadóttir fyrrverandi forseti íslands, Jean- Francois Formela fulltrui Atlas Venture, André Lamotte og Terrence McGuire fulltrúi Polaris Venture Partners. Maí 1996: Tilkynnt um stofnun deCode Genetics, iyrirtækis á sviði mannerfðafræðirannsókna. Kári Stefánsson, prófessor í taugafræði og taugameina- fræði við Harvard Institute of Medicine í Boston og yfirlæknir við taugameinafræðideild Beth Israel sjúkrahússins, segir hugmyndina þá að nýta sérstöðu íslendinga, bæði hvað varði erfðastofn og sögu þjóð- arinnar, þannig að það gagnist íslensku samfélagi. Nóvember 1996: Starfsemi dótturfyrirtækis deCode, íslenskrar erfðagreiningar, hefst að Lyng- hálsi 1 í Reykjavík. 40 rannsóknamenn hefja leit að erfðavísum. Júní 1997: Friðrik Skúlason hf. og íslensk erfða- greining vinna að gerð gagnasafns sem innihalda mun ættfræðiupplýsingar um alla Islendinga sem heimildir kunna að finnast um. Júlí 1997: Kári Stefánsson segir í viðtali við Wall Street Journal að starfslið íslenskrar erfðagreining- ar eigi skammt í land með að einangra eitt þeirra gena sem veldur MS-sjúkdómnum. Ágúst 1997: íslensk erfðagreining birtir niðurstöður rannsókna sem leiddu í Ijós staðsetningu erfðavísis- ins sem veldur fjölskyldulægum skjálfta, eða hand- skjálfta. Næsta skref er að þrengja enn frekar svæð- ið þar sem erfðavísinn er að finna. September 1997: Bandaríska fréttatímaritið Time segir Kára Stefánsson áforma að nota vefjasýna- banka, sem safnað hafi verið í öllum krafningum á íslandi undanfarin 40 ár, ásamt rituðum ættfræði- heimildum frá undanförnum þúsund áram og lækna- skýrslum undanfarinna 82 ára til að búa til umfangs- mikinn erfðagagnagrann. Blaðið hefur eftir Kára að þetta geti haft byltingarkennd áhrif á það, hvernig læknavísindin þróist. Nóvember 1997: Starfsmenn íslenskrar erfðagrein- ingar eru orðnir 90 talsins. Breski Nóbelsverðlauna- hafinn John Vane tekur sæti í stjóm fyrirtækisins. Kári Stefánsson vonast til að geta fljótlega gengið frá samningi við erlent lyfjafyrirtæki sem myndi tryggja fjárhagsgrundvöll íslenskrar erfðagreining- ar næstu fimm til tíu árin. Nóvember 1997: íslensk erfðagreining gerir tilboð í hlutabréf Gagnalindar hf. sem hannar hugbúnað fyr- ir sjúkraskrárkerfi. Tilboðinu er hafnað. Kári segir tilboðið byggjast á þörf fyrir aðgang að upplýsingum í heilbrigðisþjónustu og vísar á bug ásökunum Þor- steins Inga Víglundssonar, framkvæmdastjóra Gagnalindar, að fyrirtækið hafi ætlað að misnota upplýsingar úr sjúkraskrám og vísar til þess að hlýðni við lög og siðferðisreglur sé forsenda vel- gengni íslenskrar erfðagreiningar. Janúar 1998: Tölvunefnd lætur íslenska erfðagrein- ingu eyða úr tölvum sínum lista með nöfnum sjúk- linga sem gengist hafa undir áfengismeðferð hjá SAA, en listann hugðist fyrirtækið nota við erfða- rannsókn á orsökum alkóhólisma. Kári Stefánsson segir öll leyfi Tölvunefndar háð þeim skilmálum að þeim megi breyta ef ástæða sé talin til að auka per- sónuvernd. Þorgeir Orlygsson, formaður Tölvunefnd- ar, segir að Islensk erfðagreining hafi fengið listann frá SAÁ fyrir misskilning. Febrúar 1998: Samningur við svissneska lyfjafyrir- tækið Hoffmann-LaRoche tryggir Islenskri erfða- greiningu 15 milljarða króna til að vinna að rann- sóknum á tólf sjúkdómum. Febrúar 1998: Hlutafjárútboð íslenskrar erfðagrein- ingar gerir íslenskum fjárfestum kleift að fjárfesta í fyrirtækinu. Starfsmenn fá kauprétt á hlutafé. Mars 1998: íslensk erfðagreining hlýtur Nýsköpun- arverðlaun Rannsóknarráðs og Útflutningsráðs. Mars 1998: Heilbrigðisráðherra kynnir frumvarp til laga um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Frumvarpið sætir gagnrýni og ákveðið er að fresta afgreiðslu þess til haustsins. Júní 1998: Tölvunefnd stöðvar starfsemi Þjónustu- miðstöðvar rannsóknarverkefna í Nóatúni, ósátt við vinnuferli við rannsóknir. Kári Stefánsson segir að skilja þurfi enn frekar á milli starfsemi stöðvarinnar og Islenskrar erfðagreiningar. í október varð Þjón- ustumiðstöðin sjálfseignarstofnun. Júlí 1998: Á sumri heitra umræðna um gagnagrunn er endurskoðað frumvarp kynnt. Ágúst 1998: íslensk erfðagreining segist komin langleiðina að því að finna erfðavísi með breytingar sem valda MS-sjúkdómnum. Október 1998: Endurskoðað frumvarp um gagna- grunn á heilbrigðissviði lagt fram á Alþingi að nýju. heilbrigðisþjónustunni, þar sem þær verða til. „Ein stærsta ástæða þess, hve dýrt er að setja saman gagnagrunn, er óáreiðanleiki gagna,“ segir hann. „Við þurfum að leita aðferða til að takast á við þetta. Stór hluti vinnu tölfræðinga Islenskrar erfðgreiningar er að finna aðferðir til að takast á við að upplýsingar vantar um einstaklinga og fleira í þeim dúr. Það þarf að sannreyna gögnin og finna aðferðir til að komast hjá afleiðingum þess að sum gögn era ófullkomin, sum vantar, sum eru alröng. Ein villa getur skemmt mikið, en þetta er það sem allir smiðir gagnagrunna vei'ða að fást við.“ Kári segir að það hafí aldrei verið hugmyndin að vinna texta á töluleg- an hátt og óeðlilegt að ætla sér að setja upplýsingar af því tagi í gagnagrunn. „Hugmyndir manna um eðli upplýsinga, hvað er við- kvæmt, hvað er leyfilegt og hvað nytsamlegt breytast í tímans rás. Samfélagið áskilur sér rétt til að breyta afstöðu sinni til þessa eins og annars, en eins og stendur finnst mér slæmt ef reynt yrði að setja texta úr sjúkraskrám í gagnagrunn. Hitt vil ég leggja áherslu á, að ég vona að ekki verði gerð tilraun til að flokka sjúkdóma í viðkvæma og ekki viðkvæma. Mér finnst til dæm- is með ólíkindum að menn skuli líta á geðsjúkdóma sem feimnismál enn þann dag í dag. Ég held að slík af- staða eigi stóran þátt í að erfiðlega hefur gengið að öðlast þekkingu á þessum sjúkdómum. En þeir eru raunveralegt heilsuvandamál, sem eyðileggur líf fólks. Ef menn ætla að setja saman tæki til að búa til skilning á sjúkdómum verður að gera geðsjúkdómum jafn hátt undir höfði og öðram.“ Ný upplýsingakerfi Á sjúkrahúsum og heilsugæslu- stöðvum er þegar farið að færa heilsufarsupplýsingar á tölvutækt form, þótt tölvuvæðing sé skammt á veg komin ef miðað er við aðrar stofnanir og fyrirtæki. Kári segir að við uppbyggingu gagnagrunns þurfi að setja upp ný upplýsingakerfi á heilbrigðisstofnunum, sem leyfi markvissa og samhæfða færslu á upplýsingum. Þetta þurfi sérleyfis- hafi að gera, áður en hann geti byrj- að að vinna úr upplýsingunum. „Slíkur búnaður minnkar aðgengi þeiraa sem eiga ekkert erindi í upp- lýsingar á heilbrigðissviði og bætir það ástand sem sumir hafa gagn- rýnt, þar á meðal hæstvirtur for- sætisráðherra." Kári segir reynslu sína af að- hlynningu sjúklinga vera þá, að að- gengi að upplýsingum skipti mestu máli. „Þegar málið snýst um líf eða dauða reynist stundum ekki hægt að fá nægar upplýsingar nógu hratt. Þetta er lykilatriði. Við verðum að auka aðgengi þeirra sem þurfa að fá upplýsingar og það skiptir miklu meira máli en hugsanlegt aðgengi óviðkomandi. Ný upplýsingakerfi sem sérleyfishafi þarf að setja upp myndu hindra aðgang óviðkomandi en bæta aðgang annarra." Kári bendir á, að engin dæmi séu til hér á landi um misnotkun per- sónuupplýsinga á heilbrigðissviði. Möguleikana hafi ekki skort, til dæmis sé pólitísk barátta oft mjög óvægin, en aldrei hafi heilsufars- upplýsingar verið notaðar í slíkri baráttu, eða til að meina mönnum aðgang að vinnu eða tryggingum. Kári segir óvíst hvort samið yrði við stofnanir um að setja upp al- gjörlega ný kerfi, eða hvort þróað yrði kerfi í tengslum við tölvukerfi stofnananna, enda ekki sérleyfis- hafa að ákveða nákvæmlega hvaða kerfi fari inn á stofnanir. Það hljóti að vera samkomulagsatriði. „Kerfið þarf að vera fljótvirkt, svo það tefji ekld vinnu lækna og komi í veg fyrir að þeir skrái vel og nákvæmlega." Við gerð gagnagrunns þyrfti að ráða fjölda manns til að færa upp- r6 íi ¥~5~ö □ ó é 5b 55 '& Dr<SÍ’ D & ( . 5 m iéjir 'Srí " é 6 é< > ó"i >é ¥55io é <>6o é.éiD i.'6 i i’" ó fÍ5 í"'5 ”5" "& ■ 65 Ö"5'"éó66'ó"i'"i""i d i ö"'S' o"“6 ö”"ö""é i i"i'¥’ é i i 6 i'"'é i"5""d 6"5 é"'ö"6 556
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.