Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 42
-^42 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Kristín Jóhanna
Guðmundsdóttir
fæddist í Reykjavík
4. ágúst 1919. Hún
lést á Landspítalan-
um 27. september
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðmundur Sig-
urðsson, f. 31.1.
1879, d. 20.1. 1941,
og Þóra Jóhanns-
dóttir, f. 19.10.
* 1878, d. 10.2. 1949.
Kristín átti tvö
systkin, Jóhann
Guðmund Inga, f.
3.11. 1915, d. 1.4. 1993, og Sig-
ríði Johnsen f. 3.9. 1910.
Hinn 25. janúar 1964 giftist
Kristín Guðmundi Jósefssyni
frá Ormskoti undir Eyjafjöll-
um, f. 4.8. 1918, d. 2.2. 1988, en
þau hófu sambúð í Reykjavík
1947. Þau eignuðust eina dótt-
ur, Guðrúnu Guðmundsdóttur,
f. 17.2. 1949, hennar maður er
Óskar Þór Sigurðsson, f. 2.9.
1948. Fyrir átti Kristín dóttur-
ina Þóru Ingunni Jóhönnu
Björgvinsdóttur, f. 4.4. 1945,
með Sigurði Björgvini Þor-
steinssyni, sem er látinn. Maður
hennar er Jón Júlíus Haralds-
Látin er í Reykjavík eftir erfíða
sjúkralegu sómakonan Kristín Guð-
mundsdóttir, tengdamóðir mín og
vinkona. Mig langar með fátæklejg-
um orðum að minnast hennar. Eg
kynntist Stínu fyrir rámum 30 árum
er við Guðrún dóttir hennar felldum
hugi saman. Ég minnist hlýs við-
*• móts hennar strax frá upphafí og
ætíð síðan, örlætis hennar og gjaf-
mildi, hvemig hún tók mér, og
reyndar öllum, með hlýhug og
væntumþykju. Stínu þótti víst til-
vonandi tengdasonur heldur rýr, því
á hverjum morgni fyrir vinnutíma
var hún tilbúin með morgunmat
sem ekki varð undan komist að
njóta. Nesti fylgdi ávallt með í vas-
ann því langferð til Hafnarfjarðar
var fyrir höndum, enda leið ekki á
löngu uns eldið kom í ljós og stræt-
isvagninn bar sífellt þyngri byrðar.
son, f. 15.11. 1944.
Börn Guðrúnar og
Óskars eru: 1) Guð-
mundur Örn, f.
21.2. 1968, kona
hans er Björk
Svarfdal Hauks-
dóttir, f. 4.12. 1967.
Synir þeirra: Guð-
mundur Bjarki
Svarfdal, f. 19.7.
1998, d. 19.7. 1998,
Alexander Svarf-
dal, f. 9.8. 1998. 2)
Magnús Þór, f. 20.5.
1974. 3) Ragnhildur
Þórunn, f. 4.12.
1981. Börn Þóru og Jóns eru: 1)
Haraldur, f. 2.6. 1965, kona
hans er Steinunn Þorsteinsdótt-
ir, f. 29.9. 1968. Börn þeirra
eru: Jón Júlíus, f. 15.10. 1993,
og Kolfinna Líf, f. 9.7. 1998. 2)
Kristín, f. 23.5. 1972, maður
hennar er Sigfús Helgi Guð-
jónsson, f. 19.7. 1973. Börn
þeirra eru: Guðríður Hlíf, f.
15.3. 1993, og ísak, f. 27.10.
1997. 3) María Júlía, f. 21.2.
1979, unnusti hennar er Þórður
Sigurðsson, f. 21.3. 1976.
Kristín verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Ég man ekki eftir Stinu öðruvísi
en í góðu skapi, það kom fljótlega í
ljós að við áttum mjög líkt skop-
skyn og skiptumst á athugasemd-
um hvort um annað er við hittumst,
hún var gamla mín og ég gamli
hennar. Aldrei heyrði ég Stínu
kvarta, þrátt fyrir að hún hafí oft í
gegnum árin haft ærna ástæðu til.
Stína átti ekki auðvelda ævi, hún
var mjög vinnusöm og eins og um
dugnaðarfólk af hennar kynslóð er
vitað skilaði hún sínu vinnuframlagi
lífsins og gott betur en það. Ófáa
tíma mun hún hafa setið hjá SS og
saumað sláturkeppi daginn út, eftir
heimkomu settist hún við sauma-
vélina og saumaði fyrir aðra fram á
kvöld. Þá eru þau ófá þrepin sem
hún skúraði og skrúbbaði á Hall-
veigarstöðum er þau Guðmundur
Jósefsson eiginmaður hennar sáu
þar um hús, ófáir voru þeir kaffí-
soparnir sem starfsmenn borgar-
dómara þáðu hjá Stínu. Það var eft-
irtektarvert að fylgjast með og
verða vitni að því þakklæti og
væntumþykju sem hún naut frá
starfsfólki hússins.
Eins og klettur stóð hún við hlið
eiginmannsins, sem átti við langvar-
andi vanheilsu að etja. Það var
henni ekki alltaf auðvelt hlutskipti,
en hlutskipti sem henni var valið og
hún sinnti eins vel og hugsast gat.
Það var henni harmur sem aldrei
greri um að missa þann vin sem
Guðmundur var henni, ég veit að
hún hefur á þeim stað sem hún nú
er komin átt gleðifund sem og Guð-
mundur og aðrir gengnir vinir
hennar. Það var sama og áður, í
þeirri baráttu sem hún háði síðustu
mánuði heyrði ég hana aldrei
kvarta, þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm.
Hún sofnaði svefninum langa hinn
27. september sl., sátt við allt og
alla, hvfldinni fegin.
Elsku Stína, ég veit að þér leið
vel að baráttunni lokinni, það leyndi
sér ekki í svip þínum. Ég þakka þér
samfylgdina, megir þú hvíla í guðs
friði.
Óskar Þór Sigurðsson.
Þá ertu farin. Mér liggur við að
segja; loksins. Þú kvelst ekki meir
og ert vafalítið hvfldinni fegin. Við
komum örfáum dögum fyrr, þú viss-
ir ef til vill ekki af því. Og þó. Ég
trúi að þú að vitir og sjáir.
Á Hallveigarstöðum. í öllum söl-
unum fékk ég að leika mér og ham-
ast með bolta. Litla rauða bolta. Ég
vissi aldrei hvaðan þeir komu en
nóg var til af þeim. Ég skaut og
varði og heilu heimsmeistarakeppn-
irnar byrjuðu þar og enduðu. Með
sigri mínum oftast nær.
Að unnum sigrum var gott að
koma inn í íbúð og setjast niður og
blaða í Vísi. Heilu staflarnir voru til
og ég fór í bunkann og las teikni-
myndasögurnar. Svo fékk ég kók,
litla kók með gati i tappanum.
Og ég fékk fleiri jólapakka frá
þér en nokkrum öðrum. Marga
pakka; einn með vettlingum og litlu
súkkulaði, annan kannski með trefli
og ópalpakka, einn í viðbót með bók.
Og svo einn stóran, alltaf einn stór-
an.
Árin liðu og ég fullornaðist frá
þér. En við hittumst þó alltaf öðru
hverju. Samverustundirnar hefðu
þó mátt vera fleiri seinni árin. En
við munum þig.
Það var erfitt að segja Jóni Júl-
íusi að þú værir dáin. Það tók hann
smástund að átta sig. En svo spurði
hann hvort þú værir ekki hjá Guði.
Við játtum þvi. Þá spurði hann
hvort þú lifnaðir ekki við hjá Guði.
Jú, hún gerir það, svaraði ég. Þá er
allt í lagi, sagði hann. Og ég veit að
þannig er það. Það er allt í lagi hjá
þér núna.
Jón Júlíus man þig og Kolfinna
Líf fær að kynnast þér í gegnum
minningar okkar. Éarðu í friði
amma mín.
Haraldur, Steinunn,
Jón Júlíus og
Kolfinna Líf.
Elsku amma.
Sunnudagskvöldsins 27. septem-
ber mun ég minnast ævilangt. Þá
lagðir þú aftur augun og kvaddir
þennan heim. Þú varst búin að vera
á sjúkrahúsi síðan níunda júní. Þú
áttir við erfið veikindi að stríða en
hefur nú öðlast frið og ró. Ég veit að
afi hefur tekið á móti þér opnum
örmum og að þið eruð nú saman á
ný,
Ég minnist þess að alltaf þegar
ég kom í Hátúnið þá leyndust
súkkulaðikúlur uppi á ísskáp og
þóttu mér þær góðar. Þegar ég fór
þaðan fylgdir þú mér að stóra
glugganum frammi á gangi, veifaðir
mér og brostir. Það gerðir þú líka
þriðjudaginn fyrir andlát þitt er við
Kristín komum og heimsóttum þig.
Þá brostir þú fallega og veifaðir
til okkar hinsta sinni.
Á stundum sem þessari hrannast
upp minningar sem ég geymi fyrii-
mig.
Drottinn vakir, Drottinn vakir
daga og nætur yfír þér.
Blíðlynd eins og bezta móðir
ber hann þig í faðmi sér.
Allir þótt þér aðrir bregðist,
aldrei hann á burtu fer.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
Löng þá sjúkdómsleiðin verður,
lífið hvergi vægir þér,
þrautir magnast, þrjóta kraftar,
þungt og sárt hvert sporið er,
honum treystu, hjálpin kemur,
hann af raunum sigur ber.
Drottinn elskar, - Drottinn læknar
daga og nætur yfir þér.
KRISTIN JOHANNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
JON
JÓNASSON
+ Jón Jónasson
fæddist á Þverá
í Laxárdal í Þing-
eyjarsýslu 29. októ-
ber 1935. Hann lést
á Landspítalanum
1. október 1998. Jón
var sonur hjónanna
Höllu Jónsdóttur
húsfreyju og Jónas-
ar Snorrasonar,
sem var bóndi og
hreppstjóri á Þverá.
Jón var bóndi á
• Þverá, auk þess að
stunda vörubíla-
akstur um skeið.
Hann sat lengi í sveitarstjórn
Reykdælahrepps og í stjórn
Sparisjóðs Reyk-
dæla og var hrepp-
stjóri í Reykdæla-
hreppi, auk þess að
gegna fjölmörgum
öðrum trúnaðar-
störfum. Hann var
félagskjörinn end-
urskoðandi Kaupfé-
lags Þingeyinga á
Húsavík frá 1981 og
til dauðadags. Jón
var ókvæntur og
barnlaus.
Útför Jóns fer
_____ fram frá Þverár-
kirkju í Laxárdal í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Jón Jónasson var fæddur og
uppalinn á Þverá og þar átti hann
allan sinn starfsaldur. Hann var
kominn af þingeysku bændafólki,
sem jafnan er kennt við Auðnir og
Þverá í Laxárdal, en þetta fólk hef-
ur einnig löngum einkennst af því
að eiga harla fjölbreytt áhugamál
**“Og búa yfir margvíslegri þekkingu
á ólíklegustu málefnum. Ég hygg
að þessi ættareinkenni hafi komið
vel fram í Jóni, sterk tryggð við
land og sögu, mikill félagsmálaá-
hugi og ótrúleg skarpskyggni á
mörgum sviðum.
Eins og fyrr segir ól Jón aldur
»^inn allan á Þverá í Laxárdal. Sá
“ ílalur er flestum öðrum frægari að
náttúrufegurð og böm dalsins eiga
þar rætur, sem seint slitna. Vissu-
lega var Jón mótaður af þessu um-
hverfi en það hindraði hann ekki í
að kynna sér fjarskyld efni eins og
hagsýslu eða stjörnufræði.
Þótt við Jón værum uppaldir í
sama sveitarfélagi kynnist ég hon-
um ekki að marki fyrr en hann
kom til starfa sem endurskoðandi
KÞ. Þá kom brátt í ljós hversu
glöggskyggn hann var á tölur og
notkun þeirra, fljótur að átta sig á
margbrotnu bókhaldi félagsins og
þrautseigur að kryfja til mergjar
hvert það mál sem honum þótti
þurfa. Þessi hæfni kom þó allra
skýrast í ljós gagnvart uppgjöri og
tölulegri meðferð á landbúnaðaraf-
urðum, sem á þeim árum var flókn-
asti þáttur í bókhaldi eins kaupfé-
lags og mörgum torskilin. Einnig
vissi hann flestum betur deili á lög-
um og reglum sem snertu þessa
starfsemi og var sjaldan komið að
tómum kofunum hjá Jóni, þegar
einhvers þurfti að spyrja. Öll um-
fjöllun hans var Ijós og einföld,
mótuð af hógværð og góðlátlegri
kímni, þegar svo bar undir.
Þá skildi hann tilgang og skipu-
lag samvinnufélagsskapar flestum
betur og var afdráttarlaus í trúnaði
sínum við hann. Ekki endilega af
sérstakri hugsjón, heldur hinu, að
hann áleit þetta fyrirkomulag hent-
ugt fyrir bændur og dreifbýlisfólk.
Þessum skoðunum, eins og öðrum,
fylgdi hann eftir af festu.
Þótt við starfsmenn á skrifstofu
KÞ hefðum fyrir löngu áttað okkur
á skarpskyggni Jóns og þekkingu,
tókst honum enn eftir margra ára
samstarf að koma okkur á óvart svo
um munaði. Það var þegar hann fór
að fræða okkur, í allri sinni hóg-
værð, um gang himintungla og eðli
tímatalsins. Slíkt atvik gleymist
ekki, þótt skilningur hlustandans
hafi ef til vill ekki rist djúpt.
Nú þegar leiðir skiljast, leitar
söknuður á hug manns, þótt löngu
væri sýnt hvernig ljúka myndi bar-
áttu hans við illvígan sjúkdóm.
Þingeysku samfélagi er mikil eftir-
sjá að góðum dreng og traustum
þegni, ættingjar og vinir hafa orðið
fyrir persónulegum missi.
Ég vil þakka Jóni á Þverá fyrir
samfylgdina, ásamt því að senda
fjölskyldu hans samúðarkveðjur.
Hreiðar Karlsson.
Jón lést á Landspítalanum í
Reykjavík 1. þessa mánaðar, eftir
stutta legu, en alllangt stríð við erf-
iðan sjúkdóm. Fáir munu hafa gert
sér fulla grein fyrir alvarlegum
sjúkleika Jóns, hann var dulur
maður og óhlífinn við sjálfan sig.
Það var ekki hans háttur að bera
utan á sér þótt móti blési í hans
einkalífi. Hann var jafnan hress og
viðmótsgóður hvar sem hann kom
og glaður í góðra vina hópi.
Jón starfaði mikið að félagsmál-
um, enda tillögugóður, rökvís og
frábærlega greindur maður.
Verndun óspilltrar og hreinnar
náttúru Islands var eitt af hans
heitustu áhugamálum, þar sá hann
bjarta framtíð þjóðarinnar:
Hrausta þjóð í hreinu landi, þjóð
sem ætti hugsjónir hreinleika og
fegurðar. Hann fyllti aldrei flokka
hentistefnumanna og veifiskata.
Vandfyllt mun það skarð sem nú
verður við fráfall hans.
Ég minnist Jóns sem einstaklega
trausts og góðs félaga í hópi þeirra
sem á sínum tíma börðust fyrir
verndun Laxár, þar var hann í for-
ustusveit og nutu samtökin þess
mjög hve hann var rökfastur og
óhvikull. Hann var eins og
klettamir sem standa óhaggaðir í
hörðum straumi.
Jón var vinur vina sinna, falslaus
og hlýr.
Með þessum orðum þakka ég
áralanga vináttu hans og sendi
kveðjur í Laxárdalinn sem nú hef-
ur séð á bak einum sínum besta
syni.
Jóhanna Á.
Steingrímsdóttir.
Pegar æviröðull rennur,
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi, hel er fortjald,
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar, - Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(Sig. Kristófer Pétursson)
Ég á eftir að sakna þín mikið
elsku amma mín. Ég bið góðan Guð
að styðja mömmu, frænku, Siggu
frænku og okkur öll.
Þín
Júlía og Þórður.
Elsku amma nafna.
Nú þegar þú ert sofnuð svefnin-
um langa streyma æskuminning-
amar fram. Þegar ég fór suður með
mömmu og pabba var alltaf aðal-
málið að komast til ömmu á Hall-
veigarstöðum, þar sem hún var hús-
vörður. Þar fékk ég að hjálpa ömmu
við verkin, en hún þreif og sá um
kaffið hjá borgardómara. Mér
fannst skemmtilegast að hjálpa til
við kaffið og að þrífa stigann stóra
og bogadregna.
Að loknum vinnudegi var labbað
niður í Miðbæjarmarkað og keypt
inn. Þar fékk ég að velja mér eitt-
hvað að launum, oftast kók og slikk-
erí.
Síðustu dagana þína varstu mikið
veik en alltaf spurðir þú: „Og hvað
segi ég?“ og áttir þá við hvernig
Guðríður Hlíf hefði það. Það var það
eina sem þú spurðir mig um.
Þegar ég og Júlía komum að
heimsækja þig tæpri viku áður en
þú kvaddir gastu lítið sagt, en hvísl-
aðir þó til okkar „bless elskurnar
mínar“. Það var þá sem við kvödd-
umst.
Minningarnar eru margar og þær
mun ég geyma í hjarta mér.
Á hendur fel þú honura,
sem himna stýrir borg,
það allt, er áttu í vonum,
og allt, er veldur sorg.
Hann bylgjur getur bundið
og bugað storma her,
hann fótstig getur fundið,
sem fær sé handa þér.
Ef vel þú vilt þér líði,
þín von á Guð sé fest,
Hann styrki þig í stríði
og stjórnar öllu bezt.
Að sýta sárt og kvíða
á sjálfan þig er hrís.
Nei, þú skalt biðja og bíða,
þá blessun Guðs er vís.
Þig vantar hvergi vegi,
þig vantar aldrei mátt,
þín bjargráð bregðast eigi
til bóta á einhvern hátt.
Þitt starf ei nemur staðar,
þín stöðvar enginn spor,
af himni er þú þér hraðar
með hjálp og lfltn til vor.
Mín sál, því örugg sértu,
og set á Guð þitt traust.
Hann man þig, vís þess vertu,
og verndar efalaust.
Hann mun þig miskunn krýna.
Þú mæðist litla hríð.
Þér innan skamms mun skína
úr skýjum sólin blíð.
(Þýð.B. Halld.)
Elsku amma, takk fyrir allt og
allt.
Kristín, Sigfús,
Guðríður Hlíf og Isak.
Elsku amma.
Þegar þú komst í heiminn þá
gréstu en þínir nánustu voru glaðir.
Þú lifðir þannig að þegar þú fórst
þá grétu þínir nánustu en þú sjálf
varst glöð.
Þú munt ætíð lifa í hjörtum okkar
og við munum ávallt eiga minning-
una um þig. Þú varst alltaf svo glöð
og beiðst með góðgæti þegar við
komum í heimsókn, jafnvel í veik-
indum þínum tókstu á móti okkur
með bros á vör. Það sem við munum
sakna einna mest er bros þitt og
hlýja, og hlátursins sem virtist
alltaf vera í kringum þig. Það er
sárt að sjá þig fara, en það er víst
gangur lífsins, það á víst að vera
svona eins og þú sagðir. Við vitum