Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skrifstofa Alþingis nýtir möguleika Netsins til að miðla upplýsingum um starfsemi þingsins Stefnt að því að geyma útsend- ingar frá þingfundum á Netinu ALÞINGI Forsíöa Velkomin á vef Alþingis Alþingi Islendinga ar elsta stofnun þjó&arinnar, Þaö er tali5 stofnai á Rngvöllum ári& 930 og markar sá atburður upphaf þjóðríkis á Islandi. Ut'in Uiscnding frá þlnjgundum I g i.ir.efunUlr || Mngmiil R*öm- a)| j4A»urr 1 í | ffrfndlr ||| | w'wm iAðr|r vcnr JCjnnlna «g <n(a ..Um x.f jjjjl „SKRIFSTOFA Alþingis hefur tek- ið þá stefnu að þingið starfi eins mikið fyrir opnum tjöldum á Netinu og hægt er hverju sinni,“ segh' Haukur Ai-nþórsson, forstöðumaður upplýsinga- og tæknisviðs skrifstofu Alþingis. Tilefni þessara orða er sú nýbreytni í upp- lýsingamiðlun af hálfu Alþingis að þeir sem hafa að- gang að Netinu geta nú fylgst með beinni útsendingu af þingfundum Al- þingis af tölvu- skjánum. Að sögn Hauks er þarna um að ræða myndatöku sem skrifstofa Alþingis sér sjálf um, en margir kannast eflaust við hana vegna þess að Sjónvarpið notar hana til þess að sýna beint frá þing- fundum Alþingis. Haukur segir að þessi nýi mögu- leiki á Netinu sé liður í stærra verk- efni á vegum skrifstofunnar um miðlun upplýsinga um starfsemi þingsins í gegnum Netið. Stefnt sé að því gera myndgæði og hljóð betri en nú er og ennfremur að hægt verði að geyma útsendingarnar á Netinu og tengja þær gagnagrunns- upplýsingum. Pannig verði til dæm- is hægt að leita að ákveðinni ræðu og spila hana með hljóði og myndum eftir að hún var flutt. Að sögn Hauks er hægt að nálg- ast útsendinguna á Netinu með því að fara inn á heimasíðu Alþingis sem hefur slóðina www.althingi.is. A for- síðu heimasíðunnar eru nokkrir val- möguleikar eða tenglar og þar á meðal einn sem heitir Bein útsend- ing frá þingfundum. Þegar sá tengill er valinn kemur síða sem gefur möguleika á þremur tengingum allt eftir því hvernig mótald viðkomandi hefur. Haukur segir m.a. að þriðji valkosturinn, þar sem stendur Mynd- og hljóðstraumur-56.6Kb mótald, sé fyrir nýjustu mótöldin og að í gegnum hann náist bestu mynd- og hljóðgæðin. Þegar einn af þessum þremur val- kostum er valinn kemur loks síðan sem hefur að geyma útsending- una frá þingfund- um Alþingis, en á milli þingfunda er sýnd stillimynd af forsetastól Al- þingis. Myndin af þingfundinum sést í litlum ramma efst á tölvuskjánum, en fyrir neðan hann kemur nafnið á þeim þingmanni sem er að tala, þingmálið sem rætt er um og númer fundarins. Þar fyrir neðan sést svo listi yfir þá sem em á mæl- endaskrá. Að sögn Hauks er hægt að smella á nafn þingmannsins, þingmálið og fundarnúmerið til þess að fá frekari upplýsingar. Sé tU dæmis smellt á nafn þingmannsins kemur mynd af honum á skjáinn og yfirlit yfir æviferil hans. Sé hins vegar smellt á þingmálið er hægt að sjá feril þess máls á þinginu og sé smellt á númer fundarins kemur upp dagskrá þingfundarins. Hægt verði að geyma hljóð og myndir Að sögn Hauks er þessi nýi mögu- leiki byrjunin á stóru verkefni sem miðar m.a. að því að bæta hljóð- og myndgæði útsendingarinnar. Næsta skref felist hins vegar í því að undir- búa þann möguleika að geyma hljóð og mynd og tengja gagnagrunns- upplýsingum Alþingisvefsins. „Það skref verður hins vegar ekki tekið fyrr en á næsta ári,“ segir Haukur en vill að öðru leyti ekki setja niður neina tímasetningu á því hvenær að því geti orðið. Það að hægt verði að geyma hljóð og mynd býður upp á fleiri mögu- leika, segir hann. „Þá verður hægt að fara á ákveðið þing, ákveðið þing- mál, ákveðna umræðu og niður í ákveðna ræðu og spila hana með mynd og hljóði," segir hann og bætir því við að það sé í raun mjög hagnýtt þar sem auðveldara verður að fylgj- ast með einstökum málum. Sem dæmi nefnir hann að dagskrárliðir þingfundar séu ekki tímasettir og því geti þeir sem vilji fylgjast með ákveðnu máli misst af málinu vegna þess að það kemur kannski fyrr á dagskrá en viðkomandi átti von á. Hafí það gerst geti viðkomandi með fyrirhugaðri nýjung hins vegar fund- ið umræðuna í gagnagi-unninum og spilað hana eftir að hún átti sér stað. Aðspurður um sjónvai-psrásina á breiðbandinu sem Alþingi fær afnot af vegna samnings sem undirritaður var milli Alþingis og Landssímans fyrir stuttu, segir hann að tilgangur samningsins sé að senda frá Alþingi órofna dagskrá frá þingfundum sem öll þjóðin muni geta náð innan nokk- urra ára. Hugmyndir um að nýta rásina að öðru leyti fyrir til dæmis kynningarefni frá þingflokkum eða til að segja nánar frá störfum Al- þingis eru á hinn bóginn ekki langt á veg komnar. Hann segir til dæmis að ekki sé hægt að segja nákvæmlega til um það hvenær byrjað verði að senda út á þessari sjónvarpsrás annað efni en frá þingfundum og ennfremur að það komi í hlut forsætisnefndar og þingflokka Alþingis að ákveða nánar með hvaða hætti slík sjónvarpsrás verði notuð. Iíím| ALÞINGI Umræður um Kyoto-bókunina á Alþingi Þingmenn jafnaðar- manna sakaðir um óskýra stefnu ÞINGMENN úr þingflokki jafnað- armanna voru sakaðir um óskýra stefnu í stóriðjuframkvæmdum í umræóum á Alþingi í gær og í fyrradag, en þá var rætt um þingsá- lyktunartillögu samfylkingarflokk- anna um undirritun Kyoto-bókunar- innar. Vilja flutningsmenn tillög- unnar að rikisstjórnin undirriti nú þegar fyrir íslands hönd Kyoto- bókunina svokölluðu, bókun við samning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Hjörleifur Guttormsson, þing- flokki óháðra, reið á vaðið og benti á að með kröfunni um undirritun Kyoto-bókunarinnar nú þegar væru þingmenn Alþýðuflokksins að lýsa sig reiðubúna til þess að slá striki yfir þær hugmyndir í stóriðjufram- kvæmdum sem uppi hefðu verið á Islandi að undanfömu. Benti hann m.a. á máli sínu til stuðnings að áætluð losun gróðurhúsaloftteg- unda vegna fyrirhugaðrar magnesíumverksmiðju á Reykja- nesi myndi ekki rúmast innan þeirra takmarkana sem settar væru i Kyoto-bókuninni eins og hún liti út núna. Sagðist Hjörleifur ánægður með það sem hann kallaði sinnaskipti talsmanna Alþýðuflokksins og benti á að ekki væri langt síðan hann hefði staðið í nokkuð hörðum deilum við alþýðuflokksmenn þar sem þeir hefðu varið stóriðjuframkvæmdir. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, tók undir mál- flutning Hjörleifs og sagði m.a. að það færi ekki saman að vera fylgj- andi stóriðjuframkvæmdum og um leið undirritun Kyoto-bókunarinnar nú þegar. Benti hún á að það yrði ekki bæði sleppt og haldið í þessum efnum. Ekki bæði sleppt og haldið Ágúst Einarsson, þingflokki jafn- aðarmanna, sem mælti fyrir þingsá- lyktunartillögunni, mótmælti þessu hins vegar og sagði að málið snerist ekki um það að „sleppa og halda“, eins og hann orðaði það, heldur um atvinnustefnu framtíðarinnar. Rannveig Guðmundsdóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, sagði einnig að ekki væri um ný sinnaskipti að ræða, heldur hefðu sinnaskiptin átt sér stað á flokksþingi Alþýðuflokks- ins fyrir tveimur árum. „Þá var gerð samþykkt um að gerbreyta okkar stefnu, fara í endurskoðun á henni og vinna að því að fínna út hvernig við mundum standa að mál- um,“ sagði hún meðal annars. Morgunblaðið/Þorkell FULLTRÚAR Vestmannaeyjabæjar, Guðjón Hjörleifsson og Þorgerð- ur Jóhannsdóttir, gengu á fund fjárveitinganefndar í gær. Fulltrúar Vestmannaeyjabæjar funduðu með fjárveitinganefnd Vatnsleiðslan verði grafin niður FULLTRÚAR Vestmannaeyjabæj- ar gengu á fund fjárveitinganefndar í gær og gerðu nefndinni grein fyrir sínum málum, en meðal verkefna sem bæjarfélagið leggur mikla áherslu á er að vatnsleiðslan til bæj- arins verði grafin niður þar sem hún liggur yfir Markarfljót til að minnka hættuna á að leiðslan fari í sundur. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sagði að vatns- leiðslan til Vestmannaeyja hefði ekki verið færð þegar ný brú yfír Markarfljót hefði verið byggð og þótt gert væri ráð fyrir vatnsleiðslu í biúnni væri svo mikill kostnaður því samfara að færa leiðsluna eða 120 milljónir króna að þau sæju ekki fyrir að fjárveiting fengist að svo komnu til þess. Hins vegar væri hægt að leysa málið með því að grafa leiðsluna fjóra metra niður fyrir botninn á ánni. Það kostaði 15 milljónir og þau hefðu verið að óska eftir fjár- veitingu til þess. Verkefnið væri mjög mikilvægt fyrir bæjarfélagið eins og sæist best af því ef vatns- leiðslan færi í sundur á miðri vertíð í Eyjum og varatankurinn einn ætti að sjá Eyjunum fyrir vatni. Alþingi Stutt Þingmenn þingflokks óháðra Vilja umhverf- ismat á Fljóts- dalsvirkjun ÞINGMENN þingflokks óháðra hafa lagt fram á Alþingi þingsálykt- unartillögu þess efnis að Alþingi álykti að skora á ríkisstjórnina að láta fara fram mat samkvæmt lög- um nr. 63/1993 á umhverfisáhrifum fyi-irhugaðrar Fljótsdalsvirkjunar, þrátt fyrir að virkjunarleyfí hafi verið veitt. Tillagan var einnig lögð fram á síðasta löggjafarþingi án þess að ná fram að ganga og er fyrsti flutningsmaður hennar Hjör- leifur Guttormsson. „Seytján ár era liðin frá því að heimildarlög voru sett um virkjun- ina og sjö ár frá því að stjórnvöld veittu virkjunarleyfi. Með því að samþykkja áskorun til ríkisstjórn- arinnar um að mat fari fram á um- hverfisáhrifum virkjunarinnar, eins og lögbundið er um hliðstæð mann- virki, legði Alþingi sitt af mörkum til að sem skýrust mynd lægi fyrir og almannaviðhorf kæmu fram um málið eins og eðlilegt verður að telj- ast áður en ákvarðanir eru teknar," segir m.a. í greinargerð með tillög- unni. Vill úttekt á útlánatöpum banka JÓHANNA Sigurðardóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsálykt- unar um úttekt á útlánatöpum Landsbanka Islands og Búnaðar- banka Islands. Meðflutningsmaður hennar er Ásta R. Jóhannesdóttir, þingflokki jafnaðarmanna. Meginefni tillögunnar er að Al- þingi álykti að fela viðskiptaráð- herra að láta fara fram úttekt á út- lánatöpum Landsbankans og Bún- aðarbankans á árunum 1993-1997. Skal hún framkvæmd af hlutlausum fagaðilum eins og endurskoðunar- skrifstofum, innlendum eða erlend- um. Úttektin skal sérstaklega bein- ast að því að finna og skýra ástæður þessara útlánatapa. Jafnframt skal kannað hvort um óeðlilega fyrir- greiðslu eða hagsmunaárekstra hafi verið að ræða við veitingu þessara lána eða ófullnægjandi tryggingar. Niðurstaða úttektarinnar skal lögð fyrir Alþingi á haustþingi 1999. Táknmál verði viðurkennt móðurmál heyrnarlausra TILLAGA Svavars Gestssonar, þingflokki Alþýðubandalags, um að íslenska táknmálið verði viðurkennt móðurmál heyrnarlausra hlaut góð- ar undirtektir þingmanna á Alþingi í vikunni þegar hann mælti fyrir til- lögunni. Meginefni tillögunnar er að Alþingi álykti að fela menntamála- ráðherra að undirbúa frumvarp til laga um að íslenska táknmálið verði viðurkennt móðurmál heyrnar- lausra hér á landi. I greinargerð tillögunnar segir m.a. að sérstök lög um íslenska táknmálið sem móðurmál snúist um það að tiltekinn hópur hafi rétt á því að taka þátt í öllum athöfnum þjóð- félagsins til jafns við aðra og að hann eigi því rétt á túlkun. „Jafn- framt væri samfélagið með slíkri lagasetningu að ákveða að mennta túlka og að rannsaka og þróa ís- lenska táknmálið svo sem nauðsyn- legt er,“ segir meðal annars í grein- argerðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.