Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ
,38 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998
Ungir og
raunsæir
Þetta hlýtur að teljast stórmerkileg niður-
staða og ærið umhugsunarefni fyrir
vinstrimenn í þessu landi.
KJ
völd eitt vetjarinn
1976 stninsuðu
nokkrir hárprúðir,
alvarlegir og
'rakkaklæddir
menn út af fundi í Menntaskól-
anum í Reykjavík. „Komum,“
sagði sá róttækasti þeirra enda
klæddur snjáðasta frakkanum.
„Baráttan verður hvort eð er
ekki leidd til lykta hér.“
Nokkrum mínútum áður hafði
verið felld með einu atkvæði til-
laga þeirra félaga þess efnis að
nemendur Menntaskólans í
Reykjavík ályktuðu að íslandi
bæri að segja sig úr NATO og
reka ameríska herinn ilr landi.
Þótt frakkai-nir væru níðþungir
enda flestir ágætlega skítugir
tók napur vindurinn hressilega í
þá þegar út úr
VIDHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
Casa Nova var
komið. Auð-
valdinu og
borgarastétt-
inni var blótað
í sand og ösku á leiðinni upp á
Mokka.
Hlutskipti meðal-lufsunnar
reyndist bíða flestra þessara
ungu manna. Hugsjónabaráttan
hefur í mörgum tilfellum orðið
að víkja fyrir heldur andlausu
brauðstriti og nokkrir hafa
gildnað vel enda hefur lítið farið
fyrir Keflavíkurgöngum á und-
anfómum áram. Hversdagslegri
áhyggjuefni en „sjálfstæði þjóð-
arinnar“ og „undirlægjuháttur
Islendinga gagnvart erlendu
auðvaldi" hafa nú tekið við. Þeg-
ar upp í rúm er komið leita eink-
um á hugann áhyggjur af því að
rétt tegund marmelaðis sé ekki
til í ísskápnum ofan á brauðið í
fyrramálið. Trúlega myndu
flestir halda því fram að þessir
menn hafí þroskast. Aðrir telja
það hugtak annað orð yfir leið-
indi.
Eitt er víst, hafi viðhorf þess-
ara ungu lúða, sem æddu út úr
Casa Nova, átt undir högg að
sækja fyrir 22 áram hljóta skoð-
anir þeirra að hljóma sem berg-
mál aftan úr öldum nú um
stundir. Ekki verður betur séð
en einhvers konar „raunsæis-
bylgja" hafi riðið yfir unga ís-
lendinga á síðustu áram. Ein-
hverjir kunna að tengja þau
gjörbreyttu viðhorf sem nú ríkja
við efnishyggjuna og neysluæð-
ið, sem gegnsýrir samfélagið.
Hvernig ber annars að skýra að
80% yngstu kjósendanna skuli
styðja flokkana tvo, sem nú eru í
ríkisstjórn á Islandi?
Talan er að sönnu lygileg en
þessi er niðurstaða könnunar,
sem Félagsvísindastofnun gerði
fyrir Morgunblaðið og birt var
um liðna helgi. Rétt 50% kjós-
enda á aldrinum 18-24 ára
styðja Sjálfstæðisflokkinn. Og
heil 30% lýsa yfir hollustu við
Framsóknarflokkinn. Samfylk-
ing jafnaðarmanna reyndist að-
eins njóta 7,6% stuðnings og
fylgið nær aðeins upp í rétt rúm
15% þegar stuðningi við flokk-
ana þrjá, sem að henni standa,
hefur verið bætt við.
Þetta hlýtur að teljast stór-
merkileg niðurstaða og ærið
umhugsunarefni fyrir vinstri-
menn í þessu landi. Nærtækasta
skýringin á þessu yfirburðafylgi
við stjórnarílokkana er það góð-
æri sem ríkir í landinu. Fólk á
þessum aldri styðji þá stefnu
sem fylgt hefur vei’ið á vett-
vangi efnahagsmála og telji
hagsmunum sínum best borgið
með því. Og þetta unga fólk hef-
ur ýmissa hagsmuna að gæta.
Margir í þessum aldurshópi era
enn í skóla og horfa til mögu-
leika sinn á vinnumarkaði í
framtíðinni. Þeir treysta sýni-
lega núverandi stjórnarfiokkum
best í því efni. Aðrir era tiltölu-
lega nýkomnir á vinnumarkað-
inn. Þetta fólk gerir sér grein
fyrir hversu mikilvægur sá stöð-
ugleiki er sem tekist hefur að
skapa með tilliti til atvinnuör-
yggis og þar með fjárfestinga.
Fram hefur komið að ungt fólk
lítur í síauknum mæli á mennt-
un sína sem fjárfestingu. Fyrir
rúmum 20 árum var slíkt öld-
ungis fjarri frakkaklæddu
menntaskólanemunum, sem
skunduðu á Mokka eftir ósigur-
inn í kjallara Casa Nova.
Þessi skoðanakönnun og sú
sem nefnd var um afstöðu ungs
fólks til menntunar er til marks
um djúpstæða viðhorfsbreyt-
ingu í samfélaginu. Vitanlega er
hún einnig til vitnis um mjög
sterka stöðu ríkisstjórnaiinnar
og góðærið, sem að hluta til má
rekja til skynsamlegrar stefnu á
sviði efnahagsmála. En fleira
hangir á spýtunni.
Talsmenn vinstri flokkanna
hafa gjaman haldið því fram að
krafan um sameiginlegt vinstra-
framboð sé ekki síst borin fram
af ungu fólki. Hvar er þetta unga
fólk? Fylgi við flokkana þijá og
sameiginlega framboðið mælist
aðeins 15,3% á meðal yngstu
kjósenda. Því hefur löngum ver-
ið haldið fram að kynslóðabil
einkenni afstöðuna til Evrópu-
sambandsins. Hvai: er það unga
fólk sem er svo umhugað um að-
ild íslands að ESB? Það er
vandfundið í þessari könnun.
Yngri kjósendur hafa gjaman
sett á oddinn hagsmunamál á
borð við námslán enda vora deil-
ur á þeim vettvangi foi'ðum ansi
fyrirferðarmiklar. Hvar eru þær
óánægjuraddir nú? Hvar era
ungu umhverfissinnamir, sem
era svo áberandi í öðram Evr-
ópulöndum? Hugtakið „ungur
framsóknarmaðui-“ hefur fram
til þessa verið talið eins konar
„metafysísk" mótsögn. Sam-
kvæmt könnuninni styður um
þriðjungur kjósenda á aldrinum
18-24 ára þá tjaldbúð.
Niðurstaða þessarar könnun-
ar er mikilvæg stuðningsyfirlýs-
ing og í raun stórsigur fyrir rík-
isstjómina. Jafnframt er hún
áfall fyrir vinstrimenn enda er
hún til marks um að stefnumál
framboðsins nýja höfða engan
veginn til yngstu kjósendanna.
Kynning á þessu framboði hefur
enda mistekist svo gjörsamlega
að telja verður það sérstakt af-
rek.
Efnishyggja, raunsæi og
hagsmunamat ræðm- sýnilega
afstöðu yngstu kjósendanna á
Islandi nú um stundir. Ymsum
þykir það vafalaust fagnaðar-
efni, aðrir kunna að sakna
snjáðu frakkanna og hugsjóna-
hylkjanna, sem skrýddust þeim
forðum. Og tími spegla-
mussunnar hlýtur að koma á ný.
AÐSENDAR GREINAR
UM helgina 8.-10.
október munu Kiwan-
is-menn selja K-lykil-
inn og rennur ágóð-
inn af sölunni til Geð-
hjálpar, til að lagfæra
og endurbæta hús-
næði sem samtökin
hafa nýlega fengið af-
hent. Þetta hús er á
Túngötu 7 í Reykja-
vík og var á sínum
tíma gefið ríkinu af
Onnu G. Johnsen,
ekkju Gísla Johnsens
konsúls. Gjöfinni var
ætlað að styi-kja líkn-
arstarf og á vegum
Geðhjálpar ætti það
að nýtast vel í því
skyni. Þetta er mikið og reisulegt
hús en hefur staðið ónotað um
langa hríð og þarf á töluverðu við-
haldi að halda. Einnig þarf að
breyta innréttingunum og lagfæra
eitt og annað.
Geðhjálp, sem er
styrktarsamtök geð-
sjúkra, hefur lengi
verið í óöruggu hús-
næði sem ekki var til
frambúðar. Nú fær
félagið framtíðarhús-
næði. Þama verður
félagsmiðstöð fyrir
geðsjúka og vinnu-
stofur. Þar verða
skrifstofur félagsins
og fundaraðstaða og
möguleiki á að koma
upp þjónustumiðstöð.
Húsið skapar glæsi-
lega umgjörð fyi'ir
áðurtalda og marg-
háttaða aðra starf-
semi á vegum Geð-
hjálpar, undir því kjörorði að bera
virðingu fyrir geðsjúkum.
Heilbrigðisráðherra, Ingibjörg
Pálmadóttir, afhenti Geðhjálp
húsið formlega á mánudaginn var
við hátíðlega athöfn. Þar voru
K-lykillinn verður seld-
ur um helgina. Sigríður
Kristinsdóttir minnir á
að söluandvirðið geng-
ur til Geðhjálpar til að
endurbæta hús samtak-
anna að Túngötu 7.
einnig viðstaddir Páll Pétursson
félagsmálai'áðherra og Geir Haar-
de fjármálaráðherra. Var það
stórkostleg stund fyrir Geðhjálp.
Þegar hefur verið hafist handa við
framkvæmdir. Geðhjálp hefur
fengið framlag úr framkvæmda-
sjóði fatlaðra til lagfæringanna en
samt vantar mikið á að endar nái
saman. Kiwanis-menn hafa löng-
um veitt geðsjúkum góðan stuðn-
ing og ætla að gera það enn einu
sinni um helgina með því að selja
K-lykilinn svonefnda, eins og fyrr
var nefnt. Það er von okkar í
stjórn Geðhjálpar að landsmenn
taki þeim vel að þessu sinni því
málefnið, að styrkja geðsjúka, er
mjög brýnt.
Höfundur er sjúkraliði og situr {
stjóm Geðkjáipar.
Söfnun vegna
geðsjúkra
Sigríður
Kristinsdóttir
Hugleiðingar um fjöl-
skylduna og velferð
hennar í framtíðinni
VIÐ lifum á tímum
ótrúlegra breytinga á
flestum sviðum
mannlífsins. Lítil
börn era farin að tala
um hvað tíminn líði
hratt, nokkuð sem við
hin fullorðnu þekkt-
um ekki þegar við
vorum börn. Mörg
okkar minnast langra
daga í bemskunni
þegar lífið leið áfram
í óendanlegri ró.
Hver dagur var upp-
spretta óþrjótandi
verkefna og leikja.
Við stöndum nú
frammi fyrir því að
þurfa að horfast í
augu við margvíslegar breytingar
og þora að mæta þeim en jafn-
framt að varðveita þau gildi sem
skapa gott og heilbrigt fjölskyldu-
líf. Heilbrigði og líðan íjölskyldn-
anna og þeirra einstaklinga sem
henni tilheyra verður alltaf sú
undirstaða sem allt samfélagið
byggir á.
Hjá fjölskylduráðgjöfinni Sam-
vist höfum við átt þess kost að
kynnast fjölda fjölskyldna á þeim
tveimur áram sem Samvist hefur
starfað og taka þátt í þeim lífs-
verkefnum sem fjölskyldan er að
fást við í dag. Við höfum orðið vör
við ótrúlega þrautseigju hjá fólki
sem leggur sig fram við að skapa
tilvera sinni traustan gi-undvöll
við flóknar og erfiðar ki'ingum-
stæður. Það eru þessar kringum-
stæður sem við þurfum að skoða
til þess að skilja betur hvað er að
gerast í lífi fólks og þjóðfélaginu
almennt sem torveldar fólki að lifa
þannig að öllum líði vel í fjölskyld-
unni.
Með góði'i líðan á ég við að ein-
staklingui'inn sé sem oftast í and-
legu jafnvægi og hafi gleði af þeim
verkefnum sem hann er að fást við
hverju sinni. Að hann upplifi ást
og öryggi og eigi auðvelt með að
sýna öðrum tilfinningar sínar. Að
hann skynji samkennd og stuðn-
ing þegar áföll og
erfiðleikar steðja að.
Og hvað börnin varð-
ar að þau finni festu
og styrk hjá foreldr-
um sínum sem geri
þeim auðveldara að
velja og hafna síðar á
lífsleiðinni og að þola
mótlæti.
A síðustu áratug-
um hefur orðið bylt-
ing á lifnaðarháttum
á öllum sviðum
mannlífsins. Atvinnu-
lífið er margfalt fjöl-
breyttara, menntun-
armöguleikar það
margir að valið getur
vafist fyrir fólki og
með tilkomu tölvutækninnar hefur
heimsmyndin breyst. Fjöldi til-
boða af ýmsu tagi fer vaxandi
bæði fyrir foreldra og börn. Sam-
skifti manna á meðal era að breyt-
ast með tilkomu veraldarvefsins.
Foreldrum í dag er því mikill
vandi á höndum í sambandi við
uppeldi barna sinna því áreitin era
svo mörg og ekki reynist alltaf
unnt að koma í veg fyrir að barnið
eða unglingurinn verði fyi'ir
óæskilegunpáhrifum.
Flestir Islendingar vita að
hjónaskilnuðum hefur fjölgað
mjög ört á síðustu ái-um og ára-
tugum bæði hér og erlendis og
lætur nú nærri að næstum þriðja
hver sambúð eða hjónaband endi
með skilnaði. Svo virðist sem sí-
fellt verði erfiðara fyiár makana
að þróa með sér traust og innilegt
samband sem varir og stendur af
sér storma eða eftir atvikum logn-
mollu sambúðar. I kjölfar skilnað-
ar er oft ekki hugað sem skyldi að
aðstæðum barnanna og þeim
skyndilegu breytingum á lífshátt-
um sem þau verða að búa við
hvort sem þeim líkar betur eða
verr. Hvaða áhrif slíkt umrót hef-
ur á bömin, einkum tilfinninga-
lega á sennilega eftir að koma bet-
ur í ljós í framtíðinni. Þarna er
nauðsynlegt að fjölskyldan fái
*
I hinu mikla umróti og
hraða nútímasamfé-
lagsins, segir Rannveig
Guðmundsdóttir, hefur
þörf fólks fyrir leiðsögn
í uppeldismálum og
samskiptum sjaldan
verið brýnni.
þann stuðning sem til þai'f svo að
foreldrar og börn nái að aðlaga sig
betur breyttum aðstæðum.
Öllum sem vinna að velferð fjöl-
skyldna og einstaklinga ber
skylda til að upplýsa stjórnmála-
menn og valdhafa hverju sinni um
aðstæður og erfiðleika fólks hér á
landi.
Hins vegar er það í höndum
ráðamanna að móta slíka stefnu
að hún tryggi eins og kostur er,
fjárhagslegt, félagslegt og tilfinn-
ingalegt öryggi fjölskyldunnar.
Allt of margar fjölskyldur á fs-
landi búa enn við fátækt eða óvið-
unandi langan vinnudag þrátt fyr-
ir það góðæri sem við stærum
okkur af í dag. Þetta er smánar-
blettur á íslensku samfélagi sem
verður að ráða bót á hið allra
fyrsta. Ti-yggja þarf mannsæm-
andi greiðslur til öryi'kja, aldraðra
og þehra sem orðið hafa fyrir
áföllum - nokkuð sem getur hent
okkur öll einhvern tíma á lífsleið-
inni.
í hinu mikla umróti og hraða
nútímasamfélagsins hefur þörf
fólks fyrir leiðsögn í uppeldismál-
um og samskiptum sjaldan verið
brýnni. Það er mál okkar allra
hvernig við búum í haginn fyrir
frámtíðina svo að þeir sem eru
böm í dag nái að nýta alla hugsan-
lega möguleika til aukinna lífs-
gæða og þroska.
Höfundur cr félagsráðgjafi og for-
stöðumaður Samvistar.
Rannveig
Guðmundsdóttir