Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mannfjöldi í Laufskálarétt MIKILL mannfjöldi sótti að venju Laufskálarétt þúsund manns, miklum mun fleira en hross sem grösugur og fagur en þar var byggð fram um í Skagafírði sem haidin var í bh'ðviðri á laugar- munu hafa verið 5-600. Bændur í Viðvíkursveit miðja öldma. Mikili mannfjöidi fór og smaiaði daginn var. Er talið að nú hafí verið þar á þriðja og Hjaltadai reka hross á Koibeinsdai sem er hrossunum að morgni réttardagsins. Hugmyndakerfí gæðastj órnunar tekið upp í hrossaræktinni BÆNDASAMTÖK íslands hafa nýverið minnt umsjónarmenn stóð- hesta á að skila inn sérstökum stóð- hestaskýrslum fyrir áramót. Skýrslur þessar eru nýjar af nál- inni og að sögn Kristins Hugasonar hrossaræktarráðunautar Bænda- samtakanna eru þær Iiður í að koma á gæðaskýrslukerfi í hrossa- ræktinni. Frá 1991 hefur verið haldið utan um skýrsluhaldið í Feng, gagnasafni BÍ í hrossarækt. Nú er verið að taka í gagnið nýtt gagnavörslukerfi, Íslands-Feng, til að uppfylla kröfur um nýtt gæða- skýrsluhald. Kristinn Hugason segir að með þessu sé verið að innleiða hug- myndakerfí gæðastjórnunar í hrossaræktinni. Hann segir að til þess að nýja gagnasafnið verði áreiðanlegt og til að bæta trúverð- ugleika upprunavottorða útfluttra hrossa verði lögð áhersla á að fer- illinn í skýrsluhaldinu sé samfelld- ur og að eitt stig hans taki við af öðru. Því sé mikilvægt fyrir hrossaræktendur að vera með frá upphafi. A- og B-upprunavottorð Frá og með næstu áramótum verða gefin út tvenns konar upp- runavottorð sem fylgja hrossum sem flutt eru úr landi. Þau hross sem hafa verið grunnskráð í Feng frá fæðingu fá A-vottorð og hross sem fædd eru 1997 og síðar fá ekki A-vottorð nema þau séu örmerkt eða frostmerkt. Önnur hross fá B- vottorð og eru þau gefin út sam- kvæmt upplýsingum frá ræktanda eða seljanda um hrossið. Bænda- samtökin munu staðfesta A-vott- orðin með undirskrift sinni, en B- vottorðin eru gefín út með fyrir- vara um upplýsingar sem á því eru. Gagnavörslukei-fið Fengur var tekið í notkun árið 1991. Atak í skráningu hrossa var gert nokkru áður og var það grunnurinn að þessu nýja skýrsluhaldi í hrossa- rækt. I Feng er nú að fínna upplýs- ingar um uppruna þessara skráðu hrossa, ræktendur, núverandi eig- endur, ætt, litarnúmer og -heiti og einstaklingsauðkenni, þ.e. örmerki eða frostmerki. Auk þess fylgir grunnskráðu hrossi kynbótamat, kynbótadómar, afkvæmalisti og upplýsingar um útflutning. Hingað til hefur ferlið í skýrsluhaldinu ver- ið þannig að íyrst eru hross grunn- skráð. Eigandi fær á hverju ári fang- og folaldaskýrslu til að íylla út. Hann þarf að sjá um að viðhalda upplýsingum t.d. með að tilkynna eigendaskipti eða leiðrétta upplýs- ingar. Ef hross tekur þátt í kyn- bótadómum eru niðurstöður skráð- ar og upplýsingar um einstak- lingsauðkenni er fært annaðhvort á frostmerkingarvottorð eða örmerk- ingarbók. Ef hross er flutt úr landi er það skráð. A upplýsingablað eru skráð- ar upplýsingar úr Feng eða hrossið grunnskráð og gefið út uppruna- vottorð vegna útflutnings og fyljun- arvottorð þegar hryssur eru fluttar fyifullar úr landi. Stóðhesta- og foialdaskýrslur bornar saman Með nýju gæðaskýrsluhaldi breytist ferlið þannig að færð verð- ur stóðhestaskýrsla. Á henni kemur fram fæðingarnúmer, nafn og upp- runi stóðhestsins, hvar hann er not- aður og tímabil notkunar, kennitala og nafn umsjónarmanns hestsins. Listi er færður yfír allar hryssur sem eru hjá hestinum umrætt tíma- bil með upplýsingum um fæðingar- númer þeirra, nafn og uppruna. Sérstakur reitur er fyrir athuga- semdir þar sem m.a. koma fram nið- urstöður ómskoðunar og dagsetning hennar, nafn og kennitala dýra- læknis sem framkvæmir hana, und- irskrift hans og umsjónarmanns stóðhestsins. Áfram verða fylltar út fang- og folaldaskýrslur og er mikilvægt að nafn hryssunnar komi fram á skýrslu þess stóðhests sem hún er sögð hafa farið undir. Annars er hætt við að skráningin gangi ekki snurðulaust fyrir sig þegar þessar skýrslur eru bornar saman. Folöld verða ski-áð meðan þau ganga undir hiyssunum og fá ein- staklingsauðkenni sem ýmist er fært í öimerkingarbók eða á frost- merkingarvottorð. Allir stóðhestar með staðfest ætterni Ættemi allra stóðhesta verður staðfest með blóðflokkun eða DNA- greiningu. Einnig er það talið æski- legt hvað varðar önnur hross og skilyrði, ef ákvæðum hér á undan hefur ekki verið fylgt. Til að viðhalda upplýsingum verð- ur send ný afdrifaskýrsla til þátt- takenda í skýrsluhaldinu. Þar verð- ur skráð ef hross eru seld, þeim fargað eða þau drepast. Auk þess verður þar skráð ef hestur er gelt- ur. Á þessa skýrslu verða einnig færðar inn leiðréttingar á upplýs- ingum. Þáttaka í kynbótadómum verður óbreytt frá því sem áður var. Við útflutning verða upprunavott- orð unnin samkvæmt upplýsingum úr Islands-Feng, eins og áður segir. Sama gildir um útgáfu fyljunarvott- orða fyrir útfluttar hryssur og kem- ur nýja stóðhestaskýrslan þar að góðum notum. Eyðublöð sem berast frá útflytjendum vegna útflutnings- ins verða öll að vera í frumriti og undirrituð af þeim. Offramleiðsla og léleg skráning vega að undirstöðunum Kristinn segir að nú séu um 7.000 folöld sett á á hverju hausti, en um 3.900 þeirra eru skráð hjá Bændasamtökunuin. Hann segir að um 5.000 folöld tilheyri hinum virka hópi hrossaræktenda þannig að reikna megi með að um 75% þeirra taki þátt í skýrsluhaldinu í hrossarækt. Fjölgun þeirra sem taka þátt í skýrsluhaldi í hrossa- rækt gengur hægar en hann bjóst við, eftir að hafa farið vel af stað. En miðað við aðrar búgi’einar má kannski vel við una. Hann segist þó sjá fyrir sér í framtiðinni skyldu- skráningu á öllum hrossum og að ekkert hross fari úr landi án þess að vera með einstaklingsauðkenni sem kemur fram á upprunavottorð- inu. „Gæðahugsun þarf að ryðja sér til rúms hjá hrossaræktendum vegna þess að offramleiðsla á lök- um gripum og lélegar skráningar vega að undirstöðum hrossarækt- arinnar í landinu," sagði Kristinn Hugason. Ásdís Haraldsdóttir Námskeið fyrir hesta- menn á Hvanneyri NÁMSKEIÐAHALD hefst á Bændaskólanum á Hvanneyri nú í október og eru tvenns konar nám- skeið í boði fyrir hestamenn á haustönn. Ingimar Sveinsson verður með námskeiðið Tamningar í hringgerði með aðferðinni ,Af frjálsum vilja“. Verður boðið upp á tvö námskeið á haustönn. Hið fýrra verður 27.-29. nóvember og hið síðara 4.-6. desem- ber. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist frumtamn- ingu hrossa með aðferðinni „Af frjálsum vilja“. Aðferðin byggist á skilningi á skynjun, viðbrögðum og hegðun hestsins og því að læra að þekkja og notfæra sér ýmis merki (hestamál) sem hesturinn gefur tamningamanninum. Jafnframt að kenna hestinum á máli sem hann skilur. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og ætlað hrossabænd- um og öðrum sem fást við tamning- ar. Hver þátttakandi kemur með al- gerlega ótamið hross sem hann vinnur með og gerir reiðfært á nám- skeiðinu eða fær tryppi sem skólinn útvegar. Sigurður Oddur Ragnarsson heldur námskeið um járningar og hófhirðu 2.-3. desember. Á nám- skeiðinu eiga þátttakendur að til- einka sér undirstöðuatriði hófhirðu og járningar hesta. Boðið er upp á verklega kennslu og þjálfun í járn- ingum. Farið verður í hófhirðu, tálgun, járningar og sjúkra- og jafn- vægisjámingar. Einnig verður rætt um áhrif járningar á hreyfígetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. -------------- Aukin sam- vinna og jafnvel sameining hjá Faxa og Skugga VEL gæti svo farið að hestamanna- félögin Faxi og Skuggi í Borgarfirði sameinist áður en langt um líður. Haldnir hafa verið fundir þar sem rætt hefur verið aukið samstarf fé- laganna í mótahaldi og öðru. Enn sem komið er hefur aðeins verið rætt um samstarf félaganna en raddir gerast æ háværari um að fé- lögin sameinist. Það sem meðal annars ýtir undir sameiningu eru hugmyndir um að Faxi komi sér upp nýju vallar- og félagssvæði á Hvanneyri en Skuggi hefur byggt upp eitt besta móts- svæði landsins í útjaðri Borgarness. Þykir mörgum sameining því fjár- hagslega fysilegur kostur auk þess að félagslega yrði um að ræða mun sterkari einingu. Uppi eru hugmyndir um sameig- inlegt mótahald en ekki hefur verið ákveðið hvort það yrði með svipuðu sniði og tíðkast á Murneyri þannig að hestar frá hvoru félagi yrðu verðlaunaðir sér eða hvort um eina keppni yrði að ræða í hverjum flokki. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála hjá Borgfirð- ingum. ------♦♦♦----- Dómstóll LH með Glúms málið í VIÐTALI við Birgi Sigurjónsson, formann Landsambands hesta- mannafélaga, í hestaþætti á þriðju- dag fór formaðurinn ekki rétt með nafn á dómstóli þeim sem stjórn LH vísaði máli Glúms frá Reykja- vík til. Heitir hann einfaldlega dómstóll LH en ekki agadómstóll LH. Ný frímerki Á degi frímerkisins 9. okt. kemur út smáörk tileinkuð deginum. Myndefnið er gömul land- búnaðartæki. Einnig kemur út frímerki í titefni þess að í ár eru 125 ár frá útgáfu fyrsta frímerkisins. innEnk SrömulfajoMunaiiariæéi ......................... IfsuNP,, •- i 65.; Isianii 100.3? I4V' •< \ • —•
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.