Morgunblaðið - 09.10.1998, Side 50

Morgunblaðið - 09.10.1998, Side 50
50 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 HESTAR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Mannfjöldi í Laufskálarétt MIKILL mannfjöldi sótti að venju Laufskálarétt þúsund manns, miklum mun fleira en hross sem grösugur og fagur en þar var byggð fram um í Skagafírði sem haidin var í bh'ðviðri á laugar- munu hafa verið 5-600. Bændur í Viðvíkursveit miðja öldma. Mikili mannfjöidi fór og smaiaði daginn var. Er talið að nú hafí verið þar á þriðja og Hjaltadai reka hross á Koibeinsdai sem er hrossunum að morgni réttardagsins. Hugmyndakerfí gæðastj órnunar tekið upp í hrossaræktinni BÆNDASAMTÖK íslands hafa nýverið minnt umsjónarmenn stóð- hesta á að skila inn sérstökum stóð- hestaskýrslum fyrir áramót. Skýrslur þessar eru nýjar af nál- inni og að sögn Kristins Hugasonar hrossaræktarráðunautar Bænda- samtakanna eru þær Iiður í að koma á gæðaskýrslukerfi í hrossa- ræktinni. Frá 1991 hefur verið haldið utan um skýrsluhaldið í Feng, gagnasafni BÍ í hrossarækt. Nú er verið að taka í gagnið nýtt gagnavörslukerfi, Íslands-Feng, til að uppfylla kröfur um nýtt gæða- skýrsluhald. Kristinn Hugason segir að með þessu sé verið að innleiða hug- myndakerfí gæðastjórnunar í hrossaræktinni. Hann segir að til þess að nýja gagnasafnið verði áreiðanlegt og til að bæta trúverð- ugleika upprunavottorða útfluttra hrossa verði lögð áhersla á að fer- illinn í skýrsluhaldinu sé samfelld- ur og að eitt stig hans taki við af öðru. Því sé mikilvægt fyrir hrossaræktendur að vera með frá upphafi. A- og B-upprunavottorð Frá og með næstu áramótum verða gefin út tvenns konar upp- runavottorð sem fylgja hrossum sem flutt eru úr landi. Þau hross sem hafa verið grunnskráð í Feng frá fæðingu fá A-vottorð og hross sem fædd eru 1997 og síðar fá ekki A-vottorð nema þau séu örmerkt eða frostmerkt. Önnur hross fá B- vottorð og eru þau gefin út sam- kvæmt upplýsingum frá ræktanda eða seljanda um hrossið. Bænda- samtökin munu staðfesta A-vott- orðin með undirskrift sinni, en B- vottorðin eru gefín út með fyrir- vara um upplýsingar sem á því eru. Gagnavörslukei-fið Fengur var tekið í notkun árið 1991. Atak í skráningu hrossa var gert nokkru áður og var það grunnurinn að þessu nýja skýrsluhaldi í hrossa- rækt. I Feng er nú að fínna upplýs- ingar um uppruna þessara skráðu hrossa, ræktendur, núverandi eig- endur, ætt, litarnúmer og -heiti og einstaklingsauðkenni, þ.e. örmerki eða frostmerki. Auk þess fylgir grunnskráðu hrossi kynbótamat, kynbótadómar, afkvæmalisti og upplýsingar um útflutning. Hingað til hefur ferlið í skýrsluhaldinu ver- ið þannig að íyrst eru hross grunn- skráð. Eigandi fær á hverju ári fang- og folaldaskýrslu til að íylla út. Hann þarf að sjá um að viðhalda upplýsingum t.d. með að tilkynna eigendaskipti eða leiðrétta upplýs- ingar. Ef hross tekur þátt í kyn- bótadómum eru niðurstöður skráð- ar og upplýsingar um einstak- lingsauðkenni er fært annaðhvort á frostmerkingarvottorð eða örmerk- ingarbók. Ef hross er flutt úr landi er það skráð. A upplýsingablað eru skráð- ar upplýsingar úr Feng eða hrossið grunnskráð og gefið út uppruna- vottorð vegna útflutnings og fyljun- arvottorð þegar hryssur eru fluttar fyifullar úr landi. Stóðhesta- og foialdaskýrslur bornar saman Með nýju gæðaskýrsluhaldi breytist ferlið þannig að færð verð- ur stóðhestaskýrsla. Á henni kemur fram fæðingarnúmer, nafn og upp- runi stóðhestsins, hvar hann er not- aður og tímabil notkunar, kennitala og nafn umsjónarmanns hestsins. Listi er færður yfír allar hryssur sem eru hjá hestinum umrætt tíma- bil með upplýsingum um fæðingar- númer þeirra, nafn og uppruna. Sérstakur reitur er fyrir athuga- semdir þar sem m.a. koma fram nið- urstöður ómskoðunar og dagsetning hennar, nafn og kennitala dýra- læknis sem framkvæmir hana, und- irskrift hans og umsjónarmanns stóðhestsins. Áfram verða fylltar út fang- og folaldaskýrslur og er mikilvægt að nafn hryssunnar komi fram á skýrslu þess stóðhests sem hún er sögð hafa farið undir. Annars er hætt við að skráningin gangi ekki snurðulaust fyrir sig þegar þessar skýrslur eru bornar saman. Folöld verða ski-áð meðan þau ganga undir hiyssunum og fá ein- staklingsauðkenni sem ýmist er fært í öimerkingarbók eða á frost- merkingarvottorð. Allir stóðhestar með staðfest ætterni Ættemi allra stóðhesta verður staðfest með blóðflokkun eða DNA- greiningu. Einnig er það talið æski- legt hvað varðar önnur hross og skilyrði, ef ákvæðum hér á undan hefur ekki verið fylgt. Til að viðhalda upplýsingum verð- ur send ný afdrifaskýrsla til þátt- takenda í skýrsluhaldinu. Þar verð- ur skráð ef hross eru seld, þeim fargað eða þau drepast. Auk þess verður þar skráð ef hestur er gelt- ur. Á þessa skýrslu verða einnig færðar inn leiðréttingar á upplýs- ingum. Þáttaka í kynbótadómum verður óbreytt frá því sem áður var. Við útflutning verða upprunavott- orð unnin samkvæmt upplýsingum úr Islands-Feng, eins og áður segir. Sama gildir um útgáfu fyljunarvott- orða fyrir útfluttar hryssur og kem- ur nýja stóðhestaskýrslan þar að góðum notum. Eyðublöð sem berast frá útflytjendum vegna útflutnings- ins verða öll að vera í frumriti og undirrituð af þeim. Offramleiðsla og léleg skráning vega að undirstöðunum Kristinn segir að nú séu um 7.000 folöld sett á á hverju hausti, en um 3.900 þeirra eru skráð hjá Bændasamtökunuin. Hann segir að um 5.000 folöld tilheyri hinum virka hópi hrossaræktenda þannig að reikna megi með að um 75% þeirra taki þátt í skýrsluhaldinu í hrossarækt. Fjölgun þeirra sem taka þátt í skýrsluhaldi í hrossa- rækt gengur hægar en hann bjóst við, eftir að hafa farið vel af stað. En miðað við aðrar búgi’einar má kannski vel við una. Hann segist þó sjá fyrir sér í framtiðinni skyldu- skráningu á öllum hrossum og að ekkert hross fari úr landi án þess að vera með einstaklingsauðkenni sem kemur fram á upprunavottorð- inu. „Gæðahugsun þarf að ryðja sér til rúms hjá hrossaræktendum vegna þess að offramleiðsla á lök- um gripum og lélegar skráningar vega að undirstöðum hrossarækt- arinnar í landinu," sagði Kristinn Hugason. Ásdís Haraldsdóttir Námskeið fyrir hesta- menn á Hvanneyri NÁMSKEIÐAHALD hefst á Bændaskólanum á Hvanneyri nú í október og eru tvenns konar nám- skeið í boði fyrir hestamenn á haustönn. Ingimar Sveinsson verður með námskeiðið Tamningar í hringgerði með aðferðinni ,Af frjálsum vilja“. Verður boðið upp á tvö námskeið á haustönn. Hið fýrra verður 27.-29. nóvember og hið síðara 4.-6. desem- ber. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist frumtamn- ingu hrossa með aðferðinni „Af frjálsum vilja“. Aðferðin byggist á skilningi á skynjun, viðbrögðum og hegðun hestsins og því að læra að þekkja og notfæra sér ýmis merki (hestamál) sem hesturinn gefur tamningamanninum. Jafnframt að kenna hestinum á máli sem hann skilur. Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt og ætlað hrossabænd- um og öðrum sem fást við tamning- ar. Hver þátttakandi kemur með al- gerlega ótamið hross sem hann vinnur með og gerir reiðfært á nám- skeiðinu eða fær tryppi sem skólinn útvegar. Sigurður Oddur Ragnarsson heldur námskeið um járningar og hófhirðu 2.-3. desember. Á nám- skeiðinu eiga þátttakendur að til- einka sér undirstöðuatriði hófhirðu og járningar hesta. Boðið er upp á verklega kennslu og þjálfun í járn- ingum. Farið verður í hófhirðu, tálgun, járningar og sjúkra- og jafn- vægisjámingar. Einnig verður rætt um áhrif járningar á hreyfígetu hestsins og fjallað um gerð hófsins og hlutverk. -------------- Aukin sam- vinna og jafnvel sameining hjá Faxa og Skugga VEL gæti svo farið að hestamanna- félögin Faxi og Skuggi í Borgarfirði sameinist áður en langt um líður. Haldnir hafa verið fundir þar sem rætt hefur verið aukið samstarf fé- laganna í mótahaldi og öðru. Enn sem komið er hefur aðeins verið rætt um samstarf félaganna en raddir gerast æ háværari um að fé- lögin sameinist. Það sem meðal annars ýtir undir sameiningu eru hugmyndir um að Faxi komi sér upp nýju vallar- og félagssvæði á Hvanneyri en Skuggi hefur byggt upp eitt besta móts- svæði landsins í útjaðri Borgarness. Þykir mörgum sameining því fjár- hagslega fysilegur kostur auk þess að félagslega yrði um að ræða mun sterkari einingu. Uppi eru hugmyndir um sameig- inlegt mótahald en ekki hefur verið ákveðið hvort það yrði með svipuðu sniði og tíðkast á Murneyri þannig að hestar frá hvoru félagi yrðu verðlaunaðir sér eða hvort um eina keppni yrði að ræða í hverjum flokki. Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála hjá Borgfirð- ingum. ------♦♦♦----- Dómstóll LH með Glúms málið í VIÐTALI við Birgi Sigurjónsson, formann Landsambands hesta- mannafélaga, í hestaþætti á þriðju- dag fór formaðurinn ekki rétt með nafn á dómstóli þeim sem stjórn LH vísaði máli Glúms frá Reykja- vík til. Heitir hann einfaldlega dómstóll LH en ekki agadómstóll LH. Ný frímerki Á degi frímerkisins 9. okt. kemur út smáörk tileinkuð deginum. Myndefnið er gömul land- búnaðartæki. Einnig kemur út frímerki í titefni þess að í ár eru 125 ár frá útgáfu fyrsta frímerkisins. innEnk SrömulfajoMunaiiariæéi ......................... IfsuNP,, •- i 65.; Isianii 100.3? I4V' •< \ • —•

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.