Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 51 FRÉTTIR Miðbæjar- skólinn 100 ára LAUGARDAGINN 10. október nk. eru liðin 100 ár frá því að skóli var settur í fyrsta sinn í Miðbæjar- skólanum. Þessara tímamóta verð- ur minnst með opnu húsi kl. 10-17 og hátíðardagskrá sem ber heitið Svipmyndir úr 100 ára skólasögu frá 14 til 16. Bygging Miðbæjarskólans markaði tímamót í fræðslumálum Reykjavíkur og húsið hefur æ síð- an verið miðstöð mennta- og menn- ingarmála auk þess sem skólaport- ið var í áranna rás vettvangur borgarbúa til skoðanaskipta og hátíðahalda, segir í fréttatilkynn- ingu. Nú hýsir Miðbæjarskólinn Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Nápisílokka Reykjavíkur. Á opnu húsi verður m.a. boðið upp á sýningu kvikmyndar sem tekin var að frumkvæði Jónasar B. Jónssonar, fv. fræðslustjóra, í til- efni af 50 ára afmæli Miðbæjar- skólans árið 1948. Myndin verður sýnd á heilum tímum frá kl. 10 um mopguninn. Ái-bæjarsafn, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Reykjavíkur munu sýna muni, skjöl og myndir sem tengjast sögu skólahússins í 100 ár. Þar eru t.d. skjöl um byggingu skólans, um skólastarfið, lýsis- og mjólkurgjaf- ir, tannlækningar og heilbrigðis- mál. Einnig eru nokkur skjöl, sem lýsa samskiptum Reykjavíkurbæj- ar og bæði breskra og bandarískra hernámsyfii'valda, m.a. húsaleigu- samningur milli breska setuliðsins og borgarstjóra um Miðbæjar- skóla, dagsettur 10. maí 1940. Lýsissopi beint úr könnu í boði Lýsis hf. og rúgbrauðssneið frá Myllunni hf. gefa tilfinningu fyrir fortíðinni. Blásarasveitir barna við grunnskólana leika í portinu kl. 10 og 13.30. Flutt verður hátíðardagskrá sem ber heitið Svipmyndir úr 100 ára skólasögu. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, ávarpar gesti og eftirfarandi erindi verða flutt. Jón Torfi Jónas- son prófessor, Skólamálaumræða við tvenn aldamót. Loftur Gutt- ormsson prófessor, Einkunnir upp á hvem dag. Jóhanna Þorgeirs- dóttir, fv. kennari, Minningar úr Miðbæjarskóla. Eggert Þór Bern- harðsson sagnfræðingur, Skóla- starf upp úr miðri öld. I tilefni 100 ára afmælisins hefur Guðjón Friðriksson sagnfræðingur * tekið saman efni í lítið rit, Miðbæjarskólinn 100 ára. Þar er farið hratt yfir sögu um aðdrag- anda skólabyggingarinnar, fjallað um helstu atburði sem átt hafa sér stað í skólanum og í skólaportinu og getið stofnana sem þar hafa ver- ið til húsa. I fréttatilkynningu segir: „Miðbæjarskólinn er eitt merkasta hús borgarinnar. Það er von forráðamanna Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Námsflokka Reykjavíkur að sem flestir noti tækifærið og heimsæki Miðbæjar- skólann og þiggi um leið veitingar, segir í fréttatilkynningu. Þetta er kjörið tækifæri fyrir nemendur og starfsmenn fyri' og nú að líta inn og rifja upp endurminningar frá liðnum dögum, finna gömlu stofuna sína, smíðastofuna eða leikfimisal- inn og foi’vitnast um hvernig hús- inu hefur verið breytt til að þjóna sem best nýju hlutverki." ATVINNU- AUGLÝSINGAR Stjórnandi Lítið framleiðslu- og þjónustufyrirtæki, með eigin innflutning, óskar eftir að ráða stjórnanda til að sjá um daglegan rekstur. Fyrirtækið er staðsett í Reykjavík og starfsmenn þess eru 4 til 6. Eignarhlutur í fyrirtækinu kemur vel til greina. Starfssvið: • Markaðs- og sölumál. • Tilboðsgerð. • Rekstur verkstæðis, þar með talin starfs- mannamál. • Pantanir og samskipti við birgja. Hæfniskröfur: • Iðnrekstrarfræði-, iðnfræði- eða vélstjóra- menntun, eða sambærileg reynsla. • Þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar. • Kunnátta í Norðurlandatungumáli og/eða ensku (gjarnan einnig þýsku). • Word- og Exel-kunnátta. IMAUOUNGARSALA Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættísins á Hafnarbraut 36, Höfn, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Fákaleira 2a, þingl. eig. Helgi IVIár Pálsson, gerðarbeiðandi húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar, fimmtudaginn 15. október 1998 kl. 13.10. Graskögglaverksm., nánar tiltekið starfsmannahús, verksmiðjuhús, birgðaskemma svo og land og ræktun, þingl. eig. Óli Þorleifur Óskars- son, gerðarbeiðandi Ríkisfjárhirsla, fimmtudaginn 15. október 1998 kl. 14.00. Hafnarbraut 24, þingl. eig. Elín Helgadóttir, gerðarbeiðandi Vátrygg- ingafélag (slands hf., fimmtudaginn 15. október 1998 kl. 13.50. Hólabrekka, þingl. eig. Ari Guðni Hannesson og Anna Egilsdóttir, gerðarbeiðendur húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, Lánasjóður landbúnaðarins og Samskip hf., fimmtudaginn 15. október 1998 kl. 13.30. (búðarhús Flatey, Hornafirði og 1170 m2 leigulóð, þingl. eig. Óli Þorleif- ur Óskarsson, gerðarbeiðandi Rikisfjárhirsla, fimmtudaginn 15. októ- ber 1998 kl. 14.30. Krossey SF-26, sknr. 244, þingl. eig. Axarfell ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og Vélaverkstæði Hjalta Einars ehf., fimmtudaginn 15. október 1998 kl. 13.40 Sýslumaðurinn á Höfn, 8. október 1998. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Bolvíkingar Nú er komið að hinu árlega skemmtikvöldi okk- ar, Brimbrjótnum. Að þessu sinni hittumst við laugardaginn 10. október, þ.e.a.s. á morgun, kl. 21.00 á Fógetanum (v/lngólfstorg). „Fjórir á fati" koma að vestan og halda uppi fjörinu ásamt öðru hressu fólki. Hvernig væri að mæta og skapa ógleymanlega stemmningu í góðra vina hópi? AT VI NNUHÚSNÆÐI Iðnaðar- og skrif- stofuhúsnæði til sölu Til sölu ca 1800 fm mjög gott húsnæði miðsvæðis í Rvík. Um langtímaleigu getur verið að ræða eða rýmingu fljótlega. Áhugasamir leggi inn nafn og símanúmer í talhólf nr. 8831121. Farið verður með umsóknir sem algjört trún- aðarmál. Umsóknum skal skilað inn sem fyrst til af- greiðslu Mbl., merktar „S — 6396", þó eigi síð- aren miðvikudaginn 14. okt. 1998. Öllum umsóknum verður svarað. TILKYNNINGAR Landbúnaðarráðuneytið Lán til fiskeldisfyrirtækja Ákveðið hefur verið að lána til fiskeldisfyrir- tækja greiddar afborganir, vexti og verðbætur af sérstökum rekstrarlánum, sem veitt voru til fiskeldisfyrirtækja á árunum 1991 og 1992. Miðað er við að lánin fari til framleiðniaukandi aðgerða í fiskeldi. Auglýst er eftir umsóknum vegna ofangreindra lána. Umsókninni skal fylgja: 1. Endurskoðaðir ársreikningar áranna 1996-1997. 2. Eldis- og rekstraráætlun 1998—2000. 3. Birgðaskýrslur áranna 1997 — 1998. 4. Framleiðsla áranna 1997—1998. 5. Kostnaðaryfirlit yfir aðgerðir sem miða að framleiðniaukningu í fyrirtækinu. 6. Aðrar upplýsingar sem umsækjandi óskar eftir að fram komi. Umsóknum skal skilað til landbúnaðarráðu- neytisins fyrir 1. nóvember 1998. Frekari upplýsingar fást hjá Byggðastofnun (Kristján Guðfinnsson) og landbúnaðarráðu- neytinu (Ingimar Jóhannsson). Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Borgarbraut 1, Grímsneshreppi, hluti C, þingl. eig. Drifandi ehf., gerð- arbeiðendur Olíuverslun Islands hf. og Ölgerðin Egill Skallagrímss. ehf., þriðjudaginn 13. október 1998 kl. 13.30. Lóð nr. 12A úr landi Þórisstaða, Grímsneshreppi, þingl. eig. Guðrún Jónsdóttir, gerðarbeiðandi Vogur ehf., þriðjudaginn 13. október 1998 kl. 14.15. Sýslumaðurinn á Selfossi, 8. október 1998. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Hörðuvöllum 1, Selfossi, þriðjudaginn 13. október 1998 kl. 10.00 á eftirfar- andi eignum: Austurvegur 25, Selfossi, þingl. eig. Diðrik Haraldsson, gerðarbeiðandi Isiandsbanki hf., höfuðst. 500. Sólvellir 10, Stokkseyri, þingl. eig. Valdimar Sigurður Þórisson, gerð- arþeiðandi Stjórnunarfélag Islands. Sýslumaðurinn á Selfossi, 8. október 1998. Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp að Austurmörk 20, Hvera- gerði, fimmtudaginn 15. október 1998 kl. 11.00: Ljósaborð nr 90070146 Copymat, Ijósritunarvél Grafopeer/ess, Ijósritunarvél Kjaran EP 470 Z, prentvél, prentvél Rotapint GMBH Typ..R35 K. Masch nr. 6131 og Skurðarhnífur. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki upp- boðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 6. október 1998. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1 = 1791098'/2 = F1. I.O.O.F. 12 E 1791098’/2 ■ E.r Mannspekifélagið Fyrirlestur um lífrænan land- búnað í kvöld, föstudaginn 9. október, kl. 20.30 mun Guðfinnur Jakobs- son halda fyrirlestur um lífrænan landbúnað í húsnæði Mannspeki- félagsins, Klapparstig 26, 2. hæð. Aðgangseyrir kr. 500. Frá Guðspeki- félaginu Ijigólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 í kvöld kl. 21.00 heldur Brynjólfur Snorrason erindi um samspil rafsviðs og orkuhjúps manna og dýra í húsi félagsins, Ingólfs- stræti 22. Á laugardag kl. 15.00— 17.00 er opið hús með fræðslu og umræðum. Kl. 15.30 ræðir Sigurður Bogi Stefánsson um dulhyggjumanninn Ekstöm. Á sunnudögum kl. 17.00—18.00 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30—18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bókmennta. Guð- spekifélagið hvetur til saman- burðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvisinda. Félagar njóta algers skoðanafrelsis. FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MORKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferðir 11. október Kl. 10.30 Ölkelduháls - Hró- mundartindur. Kl. 13.00 Gönguferð um sel í Grafningi. Fyrsta myndakvöld vetrarins verður miðvikudaginn 14. októ- ber kl. 20.30 í Mörkinni 6 (stóra sal). Skúli Gunnarsson og fl. sýna myndir úr ferðum frá í sumar. Gerist félagar og eignist árbókina 1998: Fjallajarðir og framafréttur Biskupsstungna. DULSPEKI Þýski heilarinn Karína Beck verður með helgar- námskeið 10. —11. okt. nk. Sið- astliðin 3 ár hefur hún stundað nám hjá Barböru Bremans sem skrifaði bókina Hendur Ijóssins. Hún verður lika með einkatima. Nánari uppl. eru i s. 551 6146.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.