Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
+ Jóhanna Ingileif
Þorvaldsdóttir
frá Raufarfelli
fæddist á Minniborg
Austur-Ejafjöllum
9. október 1907.
Hún lést á Landspít-
alanum 1. október
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þorvaldur Ingvars-
son, f. 9.7. 1885, d.
10.2. 1966 og Guð-
björg Sigurðardótt-
ir, f. 24.5. 1885, d.
27.7. 1977. Systkini
Jóhönnu eru Engil-
bert, f. 11.10. 1906, Þorsteina
Margrét, f. 21.5. 1911, d. 15.3.
1976, Siguijón Óskar, f. 4.3.
1915, d. 16.7. 1916, Siguijón
Júlíus, f. 1.7. 1918, d. 15.7. 1992,
í dag kveð ég kæra tengdamóður
mína á afmælisdeginum hennar, en
fyrir ári varð hún 90 ára og var
henni þá haldin veisla sem börnin
og barnabörnin sáu um. Var hún þá
hress og glöð, og var haft á orði við
hana hvað hún héldi sér vel, hún
gæti verið 10 árum yngri og líkaði
henni vel það hól. Hún var lagleg
kona, alltaf vel til höfð, félagslynd
var hún og vildi alltaf hafa einhverja
í kiingum sig, og þá ekki síst börn-
in, barnabörnin og barnabarnabörn-
in sem voru augasteinarnir hennar.
Það var fyrir rúmum 40 árum
sem ég kom fyrst á heimili hennar í
Lönguhlíðinni, ég held ég geti sagt
að frá þeim fyrsta degi var samband
okkar ætíð mjög gott. Við hringdum
hvor í aðra og ef það leið meira en
vika milli þess sem við heyrðumst
hringdi hún til að vita hvort ekki
væri allt í lagi hjá okkur. Þannig var
hún, umhyggjan fyrir fjölskyldunni.
Hún var ákaflega gjafmild þótt auð-
urinn væri ekki mikill en það var
hennar gleði að gefa fallega hluti.
Mann sinn missti Jóhanna fyrir 23
árum, bjó hún áfram í Lönguhlíð-
inni með dóttur sinni, Erlu, og Guð-
mundi, syni hennar, sem var mikili
augasteinn ömmu sinnar. Síðan
Elín Ólína, f. 19.5.
1926.
Eiginmaður Jó-
hönnu var Guð-
mundur Bogason
frá Flatey á Breiða-
firði, f. 2.1. 1903, d.
15.2. 1975. Dóttir
þeirra er Guðbjörg
Erla, 27.12. 1950,
maki Örn Grund-
fjörð, f. 25.8. 1947.
Fyrir átti Jóhanna
son, Viðar, f. 16.5.
1936, maki Jó-
hanna, f. 2.4. 1938.
Barnabörnin eru
fimm og barnabarnabörnin eru
sjö talsins.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
flutti hún í Nóatún 26 og bjó þar ein
þar til fyrir hálfu ári að hún fór á
Dvalarheimilið Fell, en þá var hún
farin að sjá illa og gat ekki lengur
séð um sig sjálf. Jóhanna var mjög
trúuð kona og kveið ekki því hlut-
skipti sem beið hennar.
Þá er komið að kveðjustund. Ég
þakka þér fyrir samfylgdina. Hvíl í
friði.
Þín tengdadóttir
Jóhanna.
Mig langai- með örfáum orðum að
minnast hennar Jóhönnu, frænku
minnar, sem er farin í þá ferð sem
liggur fyrh’ okkur öllum að fara. Ég
á margar góðar minningar frá bam-
æsku minni um ótakmarkað örlæti
hennar og hlýju í minn garð sem
verður ávallt geymt en ekki gleymt.
Þær voru ófáar ferðirnar sem ég fór
með mömmu í heimsókn til Jóhönnu
niður í Lönguhlíð og var það alltaf
jafn skemmtilegt því þangað var
gott að koma. Það sýnir kannski
best hve gott hjartalag hún hafði og
hversu næm hún var á börn að mín
mesta tilhlökkun um jól og afmæli
var að fá gjafir frá henni, þvi þær
yljuðu svo sannarlega mínu unga
hjarta í þá daga og gera enn í minn-
ingunni. Slík var gjafmildi hennar.
Hún naut þess að fá að lifa það að
sjá hraust og heilbrigð bamaböm
sín vaxa úr grasi og fóm þau ekki á
mis við mannkosti hennar og vænt-
umþykju og var til þess tekið hversu
góð þau vora við hana og síðar bætt-
ust barnabarnabömin í hópinn.
Jóhanna bar aldur sinn vel alla
tíð. Þegar haldið var upp á níræðis-
afmælið hennar, á síðastliðnu ári,
var hún umkringd ættingjum og
vinum og hefði þá fáum dottið í hug
sem ekki vissu að þar færi kona sem
væri búin að lifa í 90 ár, svo falleg
var hún og bjart yfir henni.
Þegar heilsu hennar fór að hraka
varð hún að fara á sjúkrastofnun,
þaðan sem hún átti ekki aftur-
kvæmt.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég góða frænku og bið henni
allrar Guðs blessunar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Grétar Ágústsson.
Mig langar í örfáum orðum að
minnast ömmu minnar. Umhyggju-
semi hennar gagnvart okkur bræðr-
unum var mikil og áttum við marg-
ar góðar stundir með henni í
Lönguhlíðinni og Nóatúni. Jólin eru
mér sérstaklega minnisstæð, þar
sem það var fastur liður að hún
kæmi til okkar á aðfangadagskvöld
og við til hennar á jóladag í
súkkulaði hangikjöt og spil.
Fyrir ári varð amma mín 90 ára
og héldum við henni góða veislu,
Var hún mjög hress þá og ekki átti
maður von á því að þetta væri henn-
ar síðasta afmæli. Tveimur dögum
fyrir andlát hennar fór ég í heim-
sókn til hennar á spítalann. Stuttu
eftir að ég kom er farið með hana í
myndatöku, vegna eymsla í fæti. Ég
ákvað að bíða eftir að hún kæmi úr
myndatökunni og er ég feginn að
hafa gert það, því þetta vora mínar
síðustu stundir með ömmu minni.
Nú kveðjum við hana á afmælisdag-
inn hennar. Takk fyrir allar góðu
stundirnar elsku amma mín.
Þinn
Jóhann.
___________MINNINGAR
JÓHANNA INGILEIF
ÞOR VALDSDÓTTIR
FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 49
---------------------------*
INNLENT
Ársþing
Samtaka
fámennra
skóla
9. ÁRSÞING Samtaka fámennra
skóla verður haldið í Laugaskóla
í Dalasýslu dagana 9. og 10.
október nk. Þingið er opið öllu
áhugafólki um skólamál í dreif-
býli. Undanfarin ár hafa ársþing
samtakanna verið vel sótt og
þótt einhver virkasti vettvangur
faglegrar umræðu um málefni
fámennra skóla.
í dag, föstudag, verður m.a.
fjallað um sameiningu sveitarfé-
laga og skóla. Frummælendur
verða: Eiríkur Jónsson, Magnús
Karel Hannesson, Rósa Björg
Þorsteinsdóttir, Kolfinna Jó-
hannesdóttir, Þórarinn Sólmund-
arsson, Rúnar Sigþórsson og
Þóra Björk Jónsdóttir.
Á morgun verður umræðuefn-
ið Ný skólastefna, ný aðal-
námskrá og fámennir skólar.
Frummælendur verða m.a.:
Hafsteinn Karlsson, Sigfús
Grétarsson og Allyson Mac-
Donald.
Eftir hádegi verður farið í
skoðunarferð með leiðsögn um
sögusvið Laxdælu, ef aðstæður
leyfa.
Fyrirlestur
um lífrænan
landbúnað
GUÐFINNUR Jakobsson held-
ur fyi’irlestur um lífrænan land-
búnað í húsnæði Mannspekifé-
lagsins, Klappai'stíg 26, 3. hæð,
fóstudaginn 9. október. Fyrir-
lesturinn nefnir hann: „Hvernig
geta andleg vísindi leiðbeint okk-
ur við ræktun jarðarinnar?"
Guðfínnur stundaði framhalds-
nám í lífrænum landbúnaði við
Rudolf Steiner-seminariet í
Jarna í Svíþjóð. Hann hefur sl.
18 ár starfað á Skaftholti í Gnúp-
verjahreppi en þar er m.a. stund-
aður lífrænn biodynamiskur
landbúnaður.
Fjölskyldu-
hátíð í
Gullsmára
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ verður
haldin í félagsheimilinu Gull-
smára laugardaginn 10. október
og hefst hún með dagskrá kl. 14.
Dagskráin er fjölbreytt og
eitthvað verður þar að finna fyrir
fólk á öllum aldri. Meðal efnis
má nefna að Yngri kór Hjalla-
skóla syngur nokkur lög, Magn-
ús Scheving verður á staðnum og
KKK og Sigurbjörg koma í
heimsókn og skemmta gestum
Gullsmára.
Að lokinni skemmtidagskrá
verður hægt að kaupa kaffi á
vægu verði ásamt heimabökuðu
meðlæti. Eldri borgarar í Kópa-
vogi og gestir þeirra, ungir og
aldnir, eru velkomnir og er dag-
skráin ætluð fólki á öllum aldri
og er án endurgjalds.
Málfundur
alþjóðasinna
MÁLFUND AFÉ L AG alþjóða-
sinna heldur málfund laugardag-
inn 10. október kl. 16 að Klapp-
arstíg 26, 2. hæð t.v. Efni fundar-
ins: Er góðærið varanlegt? Hvað
er framundan á íslandi? Sósí-
aldemókratar á valdastól í Evr-
ópu. Eins verður fjallað um
stöðu Islands í hinum alþjóðlega
efnhagssamdrætti og óstöðug-
leika er nú ríkir í heiminum og
hlutverk verkalýðshreyfingar-
innai'.
Frummælandi er Sigurlaug S.
Gunnlaugsdóttir, félagi í Dags-
brún-Framsókn. Á eftir fram-
sögu verða almennar umræður.
Allir velkomnir.
STEINN
SÍMONARSON
+ Steinn Súnonar-
son fæddist á
Siglufirði 30. ágúst,
1920. Hann lést á
Fjórðungssjúkra-
húsi Akureyrar 4.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Símon Sveinsson, f.
12. ágúst 1884 í
Háagerði á Höfða-
strönd, d. 26. nóv-
ember 1960 á Siglu-
firði, og Pálína
Sumarrós Pálsdótt-
ir, f. 22. apríl 1881 í
ÓÍafsfirði, d. 19.
október 1952 á Siglufirði. Al-
systkini Steins eru: Gunnar Sím-
onarson, f. 17.2. 1916, d. 30.10.
1994, og Sara Símonardóttir, f.
30.8. 1923, búsett á Siglufirði.
Hálfsystkini hans sammæðra
voru: Skarphéðinn Pálsson, f.
5.9.1906, d. 8.12.1978, og Krist-
ín Þóranna Pálsdóttir, f. 27.3.
1912, d. 29.1. 1974. Hálfsystir
hans samfeðra var: Anna Marta
Símonardóttir, f.
6.9. 1914, d. 22.4.
1949.
Steinn kvæntist
31. desember 1944 í
Vallakirkju í Svarf-
aðardal eftirlifandi
konu sinni Öldu
Stefánsdóttur, f. 30.
ágúst 1921. Börn
þeirra eru: 1) Stef-
án Veigar Steins-
son, f. 8.4. 1947. 2)
Símon Páll Steins-
son, f. 14.1. 1949,
maki Sigurlaug
Stefánsdóttir, f. 7.5.
1952. Börn þeirra: Steinn, f.
26.6. 1975. Hreggviður, f. 10.5.
1978, og Hinrik, f. 30.5. 1988. 3)
Sigurlína Steinsdóttir, f. 4.3.
1957, sambýlismaður Samúel
Martin Karlsson, f. 1.3. 1958.
Börn þeirra: Jón Aldar, f. 27.3.
1981, og Katla, f. 26.1. 1997.
títför Steins verður gerð frá
Dalvíkurkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Ein af fyrstu minningum mínum
er, þegar Steini frændi kom í heim-
sókn út í Bakka á Siglufirði, en það
var fyrir hart nær 50 árum. Þessi
minning stendur enn ljóslifandi í
huga mínum, þó ég væri aðeins lítill
snáði þá. Árin hafa runnið sitt skeið
hratt og nú er komið að leiðarlokum
í þessu lífi.
Steinn Símonarson var alinn upp
hjá foreldrum sínum á Siglufirði við
knöpp kjör, eins og var hlutskipti
flestra þá. Hann sýndi fljótlega, að
hann var röskur og duglegur til
allra starfa, bæði til sjós og lands.
Hann var einn þeirra fjölmörgu
ungu manna, sem lærði í Iþrótta-
skólanum í Haukadal hjá Sigurði
Greipssyni og bjó að því alla ævi.
Ungur að árum flutti hann til Dal-
víkur, þar sem hann bjó með konu
sinni Öldu Stefánsdóttur til æviloka,
lengst í húsi þeirra Amarhvoli.
Steinn var áratugum saman vöru-
bifreiðastjóri á Dalvík, þá var hann
kafari hjá Hafna- og vitamálastjóra
og grenja- og refaskytta í um árabil.
Hann var jafnframt um tíma með
sína eigin trillu og vann einnig
ásamt sonum sínum við útgerð
þeirra. Á yngri áram var Steinn frá-
bær skíðamaður og var jafnvígur,
hvort sem um var að ræða skíða-
stökk, göngu eða brekkurennsli og
sem dæmi um færni hans, lék hann
sér að því að fara heljarstökk, eins
og norski skíðakappinn Birger
Ruud. í mörg ár stóð hann fyrir
skíðakennslu og mótum í Eyjafirði,
eins og t.d. KEA-mótinu. Þá lék
hann með knattspyrnuliði Dalvíkur
um árabil. Þótt Steinn væri góður
íþróttamaður var hann þó enn betri
harmóníkuleikari og um áratuga-
skeið lék hann fyrir dansi af sinni
alkunnu snilld víða í Eyjafirði og
hvergi undi hann sér betur, en þeg-
ar hann þandi harmóníkuna og lét
hljóma hennar duna sér og öðrum
til ánægju.
Þrátt fyrir að Steinn væri tölu-
vert á ferðinni og hefði mikil sam-
skipti við fólk, er óhætt að segja að
hans bestu stundir hafi verið heima
hjá Öldu og í faðmi fjölskyldunnar,
en í Arnarhvol kom alla daga fjöl-
menni vina og vandamanna. Það er
umhugsunarefni fyrir fólk nú á tím-
um, að aldrei féll eitt hnjóðsyi’ði á
milli þeirra hjóna í þessari löngu
sambúð. Og þegar þau héldu gull-
brúðkaup sitt hátíðlegt 1994, má
segja, að þau væru sem nýgift eftir
öllþessi ár.
I þessari stuttu grein verður ekki
komið til skila öllu því, sem ég vildi
sagt hafa um þær fjölmörgu
ánægjustundh’, sem ég hefi átt með
Steina frænda og fjölskyldu hans í
áratugi og þær ótal góðu minningar,
sem sækja á hugann nú.
Guð gefi þér, Alda mín, og ykkur
öllum, frið og styrk á þessum degi.
Hreggviður Jónsson.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Tilyitnanir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sin en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar gi-ein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
+
Við þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
KRISTÍNAR GUNNLAUGSDÓTTUR ODDSEN,
Miðvangi 22,
Egilsstöðum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahússins á
Egilsstöðum fyrir góða umönnun og hlýju.
Guð blessi ykkur öll.
Ólafur Þ. Stefánsson,
Þórunn Guðlaug Ólafsdóttir, Einar Rafn Haraldsson,
Gunnlaugur Oddsen Ólafsson,
Oktavía Halldóra Ólafsdóttir,
Margrét Pála Ólafsdóttir, Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir,
Stefán Sigurður Ólafsson, Hrafnhildur Ævarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
*